Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1999, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 1999 Útlönd Stuttar fréttir i>v Bush yngri sigraði í lowa George Bush yngri styrkti stöðu sína sem forsetaefni repúblikana enn frekar með sigri í hinni sögufrægu skoðanakönn- un flokksins í Iowa þar sem fólk flykkist að, hlustar á frambjóð- endur tala og greiðir svo atkvæöi með sínum manni. Meira en 20 þúsund manns mættu til fundarins, enda fram- bjóðendur, níu talsins að þessu sinni, duglegir að laða fólk að með alls kyns gylliboðum, fríu fæði og skemmtunum. Buðu sum- ir þeirra meira að segja þá þjón- ustu að borga þátttökugjaldið, 25 dollara, fyrir stuöningsmenn. Bush hlaut um þriðjung at- kvæða, rúmlega 7400, en á eftir honum kom fjölmiðlakóngurinn Steve Forbes með tæplega 5 þús- und. Elizabeth Doie, eiginkona Bobs Dole, fyrrum forsetafram- bjóðanda, var í þriðja sæti með 3410 atkvæði. Kastró 73 ára Fídel Kastró, leiðtogi kommún- ista á Kúbu, fagnaði á fóstudag 73 ára afmæli sinu fjarri sviðsljós- inu. Hann hlýddi á tónlist og skál- aði með afreksmönnum Kúbu í íþróttum á afmælisdaginn en opinber hátíðahöld voru engin. Kastró lýsti því nýlega yfir að Kúba sæktist eftir því að fá að halda ólympíuleikana árið 2008 og sagði góðan íþróttaárangur lands- ins fyllilega réttlæta kröfuna. Tími væri til kominn að þriðja heims ríki yrði gestgjafi leikanna. U.S. IIMTERIMATIOIMAL Bráðvantar fólk 1000-2000 $, hlutastarf 2500-5000 $, fullt starf Þjálfun og frítt flug til Los Angeles. Viðtalspantanir í síma 698 4200 og 898 9995. Netfang: iris@mmedia.is íslamskir skæruliðar með alvæpni í þorpinu Ansalata í Dagestan heilsa Ijósmyndaranum vfgreifir. Ansalata er í suðurhluta Dagestan þar sem staða skæruliðanna er sterk. Ráðamenn í Dagestan segja fjóra rússneska fallhlífarhermenn hafa fallið og 13 særst í löngum og hörðum bardögum við skæruliða í fjallahéraðinu á laugardag. Dúman tekur afstööu til Pútíns í dag: Engin andstaða - öruggt þykir að gamli njósnarinn verði samþykktur Rússneska þingið, Dúman, greið- ir í dag atkvæði um skipan Vladímírs Pútíns í embætti forsæt- isráðherra. Jeltsíns forseti skipaði Pútín fyrir viku, eftir brottrekstur Sergeis Stepasjins úr embætti. Einfaldur meirihluti hinna 450 þingmanna Dúmunnar þarf að sam- þykkja embættisveitinguna til að hún öðlist gildi. Um helgina ræddi Pútín við leið- toga þingflokkanna og hafa flestir þeirra gefið til kynna að þeir muni ekki standa á móti Pútín. „Ég tók ekki eftir illvilja hjá nein- um þeirra - engri skýrri andstöðu," sagði Pútín um viðræðumar. Stærsti flokkur Dúmunnar, kommúnistaflokkurinn, sagðist ætla að taka afstöðu til Pútins skömmu áður en þingfundur hefst í dag. Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnistaflokksins, segir komm- únistaflokkinn vilja vita hvemig Pútín hyggst taka á fátækt, deilun- um í Norður-Kákasus og efnahags- þrengingum þjóðarinnar áður en hann gefi grænt ljós á ráðningu hans. Flestir sérfræðingar telja þetta þó vera málamyndakröfur hjá komm- únistum og þegar sé öruggt að Pútín Pútín og ofurþjóðernissinninn Sírínovskí (t.h.) ræða við fjölmiðla eftir fund með neð neðri deild Dúmunnar í síðustu viku. verði samþykktur - spurningin sé aðeins hvemig atkvæðin falla. Talið er að þingmenn séu sömuleið- is hikandi við að „ögra“ Jeltsín þar sem skammt er til kosninga og mikil- vægt að halda friðinn þangað til. Mörgum fmnst erfitt að átta sig á rússneskri stjórnskipun en sam- kvæmt rússnesku stjómarskránni er forseta heimilt að rjúfa þingið ef það ógildir þrisvar sinnum tilnefn- ingar hans. Þá skal hann boða til nýrra þingkosninga og að þeim loknum getur hann skipað manninn sem hafnað var í embættið hvort sem er. INNKA Uf?A S TOFNUN REYKJAVIKURBORGAR F ríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík-Sími 570 5800 Fax 562 2616- Netfang: isr@rhus.rvk.is UTBOÐ F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í jarðvinnu vegna strengjalagningar, uppsetningar götuljósastólpa og útdráttar jarðstrengja víðs vegar á veitusvæði Orkuveitu Reykjavíkur. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá þriðjud. 17. ágúst nk. Opnun tilboða: 26. ágúst 1999 kl. 11.00 á sama stað. Rússar vara við afskiptum í Dagestan Utanríkisráðherra Rúss- lands, Igor Ivanov, hefur varað islömsk ríki við því að styðja íslömsku skærulið- ana í Dagestan og segir að litið verði á aðstoð við þá sem gróf afskipti af rúss- neskum innanríkismálum. Ivanov sagðist hafa sann- anir fyrir því að tsjétjenskir vopnabræður skæraliðanna nytu stuðnings erlends ríkis en neitaði að gefa upp hvert ríkið væri. Hann beindi orðum sínum fyrst og fremst til utanríkisráð- herra íslamskra rikja. Vladímír Pútín sagði í sjónvarpsviðtali í gær að við „alþjóðlega" hryðju- verkamenn væri að etja í Dagestan og hann hefur sitt- hvað til síns mál því vitað er af a.m.k. einum skæruliðaforingja af jórdönskum uppruna á svæðinu. Pútín sagði þó enga ástæðu vera til að lýsa yfir neyðarástandi á svæðinu - herinn réði við verkið. Igor Ivanov. Gíslum sleppt Næstum 100 gíslum, þ. á m. 6 vestrænu hjálparstarfsmenn, sem haldið var af líberískum uppreisnarmönnum í tvo daga hefur verið sleppt til nágranna- ríkisns Gíneu. Yfirgefa vesturbakkann Forsætisráðherra ísraels, Ehud Barak, hefur skipað hernrnn að hefja undir- búning brott- flutnings her- manna frá vesturbakka Jórdanar í samræmi við Wye- friðarsamkomulagið. Uday pyndaði Fyrrum landsliösmaður íraks í fótbolta segir að Uday, sonur Saddams Hússeins, hafl pyndað sig og liðsfélaga sína ef liðið tap- aði leikjum. Miðað við frammi- stöðu íraska landsliðsins undan- farið virðast liðsmenn þess ekki hafa átt sjö dagana sæla. Suharto á spítala Hinn alræmdi fyrrum forseti Indónesíu, Suharto, var fluttur á spítala um helgina í annað sinn í þessum mánuði með inn- vortis blæðingar. Beatty í Hvíta húsið? Sögur herma að bandaríski leikarinn Warren Beatty íhugi sterklega að bjóða sig fram til for- seta árið 2000. Hann er óá- nægður með væntanlega frambjóðendur Demókrata, A1 Gore og Bill Bradley. Springer ekki á þing Kjaftaþáttastjómandinn Jerry Springer er hættur við að bjóða sig fram til öldungadeiídar Bandaríkjaþings sökum skuld- bindinga á öðrum vettvangi. Hann er ekki ókunnur pólitík - var einu sinni borgarstjóri Cincinatti. Jarðarför Bubis Þýski forsetinn, Johannes Rau, mun fylgja leiðtoga þýskra gyðinga, Ignats Bubis, til grafar í ísrael. Bubis, sem dó á fóstu- dag, kaus Israel sem greftrunar- stað af því hann óttaðist að nýnasistar myndu vanvirða gröf hans heima fyrir. Berst gegn framsali Sonur Augusto Pinochets, fyrram einræðisherra í Chile, segist munu berjast gegn fram- sali hans frá Bretlandi til Spán- ar sökum þess að þar muni hann ekki fá sanngjama máls- meðferð. Elvisvika í Memphis Þúsundir Presley-aðdáenda komu til Memphis á laugardag til að taka þátt í viku- langri minningar- athöfn um dauða kóngsins. í dag era ná- kvæmlega 22 ár síöan goðið lést. Talið er að 30 þúsund manns minnist Elvis í vikunni en meðal annars verður vakað, sungið og kveikt á kertum við gröf hans hjá húsinu fræga, Graceland Eyrarsundsbrúin opnuö Viktoría Svíaprinsessa og Friðrik krónprins af Danmörku opnuðu á laugardag brú yfir Eyrarsund sem tengir Danmörk og Svíþjóð í fyrsta skipti í 7 þús- und ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.