Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1999, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 1999 17 Fréttir Pétur Pétursson á Bárði SH 81. DV-myndir Pétur Frá höfninni á Arnarstapa. Arnarstapi: Mikill afli smábátanna DV, Snæfellsbæ: Margar trillur og minni bátar hafa róið frá Amarstapa í sumar. Einn þeirra er Bárður SH 81 og er eigandi hans Pétur Pétursson sem býráStapa. Sagði hann að þeir á Bárði væru bún- ir að fiska um 300 tonn á þessu fisk- veiðiári, með aðra höndina fyrir aftan bak, eins og Pétur orðaði það. Hann er á netaveiöum með 9“ möskva og ef möskvastærðin væri sú sem notuð var áður hefði aílinn orðið miklu meiri. Kvótinn væri löngu búinn og beðið væri eftir nýju fiskveiðiári. -PSJ Tryggvi Konráðsson í nýja bjálkahúsinu. DV-mynd Pétur Arnarstapi: Bjálkahús frá Kanada DV, Snæfellsbæ: Nú er verið að reisa um 50 fermetra bjálkahús á Arnarstapa og er það frá Kanada. Að sögn Tryggva Konráðsson- ar, sem rekur ferðaþjónustuna Snjófell, ásamt foreldrum sínum, Guðrúnu Tryggvadóttur og Konráð Gunnarssyni, er það til að bæta enn betur þá þjón- ustu sem fyrir er. í því verður setustofa og eldhús fyr- ir þá sem gista. Snjófell hefur verið rekið í níu ár og er stöðugt verið að huga að frekari upp- byggingu, meðal annars 36 rúma hóteli úr bjálkum. Ekkert hefur þó verið ákveðið enn þá. Mikið hefur verið að gera í gistingu og veitingasölu í sumar og ekki síst síð- ustu vikur eftir að veðrið fór að batna. Enn fremur rekur Snjófell 16 vélsleða fyrir þá er vOja komast á Snæfellsjökul. í samvinnu við Snjófell rekur Sölvi Konráðsson Bátsferðir sem er með bát til hvalaskoðunar. Ríkey Ingimundar- dóttir myndlistarkona er með sölusýn- ingu á nokkrum verka sinna í veitinga- húsinu í Amarbæ og verður hún opin út ágúst. Að sögn Tryggva er útlit fyrir góða berjasprettu í haust en mikið berjaland er undir Jökli. Hjá Snjófelli vinna alls 10 starfsmenn. -PSJ Stökktu «1 Benidorm 8. sept., frá 29.995 Heimsferðir bjóða nú þetta ótrúlega tilboð til Benidorm þann 8. september, þessa vinsælasta áfangastaðar íslendinga. Þú bókar núna og tryggir þér sæti í ferðina og fjórum dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér á hvaða gististað þú gistir í fríinu. Á Benidorm er sumarið í hámarki og hér nýtur þú frísins við frábærar aðstæður og um leið getur þú valið um spennandi kynnisferðir með fararstjómm Heimsferða. Verð kr. 29.955 M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, vika, 8. sept., skattar innifaldir. 16 sœti laus Verð kr. 39.955 M.v. 2 í herbergi/íbúð, vika, 8. sept., skattar innifaldir. Verð kr. 49.990 M.v. 2 í herbergi/íbúð, 2 vikur, 8. sept., skattar innifaldir. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17,2. haeð, simi 562 4600 Malarhöfða 2, sími 567 2000, fax 567 2066 frá Borgartúni 1b að Malarhðfða 2 Breytt símanúmer 567 2000 fax 567 2066.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.