Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1999, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 1999 9 Utlönd Ung stúlka grípur fyrir andlit sitt við minningarathöfnina í gær. vS N ’S) Omagh-tilræðið: Eitt ár liöiö íbúar smábæjarins Omagh á Norður-írlandi minntust þess í gær að nákvæmlega eitt ár var liðið frá því að 29 manns létust og 300 særð- ust í bílsprengjuárás á aðalgötu bæj- arins. Sprengingin er mannskæðasta of- beldisverkið í 30 ára sögu borgara- stríðsins á írlandi sem kostað hefur 3600 manns lífið og hefur verið köll- uð „sprenging unga fólksins" þar sem nærri helmingur fómar- lambanna var undir tvítugu. Þúsundir manna fylltu götur bæj- arins og báðu fyrir friði á Norður-ír- landi. Nóttina áður logaði allt í óeirðum í nágrannaborg Omagh, London- derry þegar kaþólikkar létu i ljósi reiði sína með göngur mótmælenda um bæinn en lögreglan hafði heimilað þær. Flottur í bæ; seigur á fjöllum Suzuki Jimny er sterkbyggður og öflugur sportjeppi, byggður á sjálfstæðri grind og með hátt og lágt drif. Það er sama hvort þú ætlar með vinina í fjallaferð eða á rúntinn niður í bæ, Jimny er rétti bíllinnl 1.399.000,- beinskiptur 1.519.000,- sjálfskiptur $ SUZUKI SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. ólafsson, Garðabraut 2, sfmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf., Miðási 19, sfmi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Ellasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. isafjörður: Bllagarður ehf., Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Setfoss: Bílasala Suðurlands, Hrísmýri 5, sfmi 482 37 00. Hvammstanga: Bfla- og búvélasalan, Melavegi 17, sfmi 451 26 17. SUZUKIBILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is Kína gagnrýnir Bandaríkin - fyrir fund með Dalai Lama Stjórnvöld í Kína hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau ásaka bandarísk stjórnvöld harðlega fyrir hafa fundað með andlegum leiðtoga Tíbet, búddamunkinum Dalai Lama, í New York á föstudag. Kínverjar álasa Bandaríkjamönn- um fyrir að heimila Lama inngöngu í Bandaríkin og segja það og fund- inn vera afskipti af kínverskum innanríkismálum. James Rubin, fulltrúi bandarísku ríkisstjórnarinnar, sagði fundinn aðeins hafa verið á grundvelli stöðu Lama sem trúarleiðtoga og friðar- sinna og ítrekaði þá afstöðu Banda- ríkjastjórnar að hún teldi Tíbet til- heyra Kína en tók einnig fram að stjómin styddi varðveislu á siðum og sérstöðu tíbetsku þjóðarinnar. Kína lítur á Lama sem aðskilnað- arsinna er berjist með glæpsamleg- um hætti fyrir sjálfstæði Tíbet. Samskipti Bandarikjanna og Kína hafa verið mjög stirð undanfarið og er þetta mál enn ein uppákoman í fjölþættum deilum milli landanna. Skammt er síðan Bandaríkin sök- uðu Kína um stuld á kjarnorku- leyndarmálum og stuðningur Bandaríkjanna við Tavívan hefúr aukið svo um munar á stirðleika milli landanna. Elizabeth Dole, forsetaframbjóð- andi repúblikana, hefur sagt að væri hún forseti myndi hún ef þörf kræfi beita valdi til vemdar Taívan. Dalai Lama, hinn útlægi andlegi leiðtogi Tíbet, hélt í gær ræðu í Central Park í New York. Um 40 þúsund manns hlýddu á ræðu búddamunksins. Þjóðarsorg í Kólumbíu Þjóðarsorg ríkir í Kólumbíu vegna morðsins á hinum vinsæla grínista og friðarsinna, Jaime Garzon, á laugardag og hefur and- staða við borgarastríðið í land- inu, sem staðið hefur í 10 ár og kostað 35 þúsund manns lífið, aldrei verið meiri. Garzon var helst þekktur fyrir beittar ádeilur á stjórnmálamenn landsins en talið er að hann hafi verið myrtur af dauðasveit öfga- hægrisinnaðra skæruliða vegna baráttu hans fyrir friði. Óttast er að öfgamenn hafi skipulagt fleiri morð á áhrifa- miklum friðarsinnum til að skemma fyrir friðarviðræðum. Alvöru Suzuki jeppi á verði smábíls!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.