Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1999, Blaðsíða 6
20 MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 irsTO Gamli draumurinn Á undanfórnum vikum höfum viö fengið að sjá fyrsta vísinn að keppni bíla og mótorhjóla á sérstökum mal- biksbrautum sem ætlaðar eru fyrir kappakstur af þessu tagi. Erlendis er þetta öðruvísi og meira og þar keppa menn í Formúlu og GP- kappakstri á sams konar brautum, bara aðeins stærri í sniðum. Það skrýtna við þetta er að þótt að vél- araflið aukist margfalt er lítið meiri hætta á slysum og meiðslum ef rétt er á spöðunum haldið. Til að mynda er minna um meiðsl í mótorsporti heldur en fótbolta og jafnvel hestaí- þróttum. Þá liggur beint við að spyrja, því er ekki komin alvöru- braut hér á landi fyrir löngu? Saga svæðisins í hnot- skurn Eflaust eru margar ástæður fyrir því, en drög að slíkri braut hafa ver- ið til lengi. Við ræddum aðeins við Guðberg Guðbergsson um málið. Fyrir rúmum áratug fóru nokkrir menn af stað og byrjuðu á rallíkrossbraut. í þeim hóp voru auk annarra Guðbergur og Jón S. Halldórsson heitinn, Elnar hjá ET og Karl Gunnlaugsson. Hafnarijarð- arbær hafði þá lagt til land undir keppnissvæði í Kapelluhrauni sem var þá nýtt undir rallíkrossbraut. Af þeim stóra hópi voru það svo að- eins Guðbergur og Einar sem tóku sig svo aftur til í vetur og kláruðu Go-kart braut á sama svæði. Þetta svæði er hins vegar aðeins á um fjórðungi þess lands sem úthlutað hefur verið undir akstursíþrótta- svæði og lengi hefur staðið til að reisa þarna alvöru kappaksturs- braut, 3-5 kílómetra að lengd. En hillir nú kannski undir það að gamli draumurinn verði að veru- leika? Eitt er víst að mótorsport af þessu tagi hefur aldrei verið vin- sælla. Braut af þessu tagi myndi hafa fjölda tekjumöguleika utan keppna sem fjöldi fólks sækir hverju sinni. Eins og með önnur íþróttamann- virki eru tekjur af auglýsingum á keppnissvæðinu. Á virkum dögum þegar keppni fer ekki fram má A.RTARNASON ehf Trönuhraun 1 • Pósthólfl83 • 222 Hafnarfjörður Sími 565 1410 • Farsími 892 3780 • Fax 565 1278 Svona gæti ný braut litið út. Inn á hana er búið að bæta flugvelli fyrir kennsluflug. hugsa sér hana undir æfmgarakstur af ýmsu tagi, eins og hjá slökkvi- liði og löggæslu, æfing- arakstur ökunema, kynningar bílaumboða og margt fleira. Auk þess mætti hugsa sér að nýta hana á kvöldin þannig að hægt væri að kaupa sér kort inn á hana sem veittu fólki réttindi til að vera á brautinni á ákveðnum tíma. Kostir slíks svæðis Vinna við endanlegan frágang brautarinnar í fullum gangi. Fyrir rúmum tveimur áratugum, þegar fyrsta alvöru keppnissvæöi landsins, kvartmílubrautin, var opnuð, gerðist nokkuð merkilegt. Nánast öllum spyrnuakstri á götum borgarinnar og í nágrenni hennar linnti eins og hendi væri veifað og fluttist á svæði þar sem hætta af óviðkomandi umferð var ekki fyrir hendi. Það sama yrði líklega upp á teningnum ef af áformum um slíka braut yrði, hávaðasamur kappakst- ur bíla og mótorhjóla myndi nánast hverfa af götunum og inn á þetta svæði þar sem hættan er nánast engin. Það hefur verið sagt að eitt dauðaslys kosti þjóðfélagið um 110 milljónir sem er nánast sama tala og verðmiðinn á braut af þessari gerð hljóðar upp á og það þarf þvi aðeins eitt slys að „sparast" til að brautin borgaði sig upp. En af hverju er akstur ökutækja hættu- minni þarna heldur en annars stað- ar? Jú, í fyrsta lagi eru þarna aðeins ökutæki af sömu gerð að aka í sömu átt og engin hætta af óviðkomandi umferð. í annan stað er hönnun slíks svæðis þannig hagað að sem minnst hætta er fyrir keppendur ef til útafaksturs kemur með því að hafa sand fyrir utan beygjumar og heybagga eöa ámóta þegar taka þarf við einhverju höggi. Eins og fólk hefur líka séð er ekki mikið um slys í kappakstri af þessu tagi, við getum tekið formúluna sem dæmi þar sem menn keyra út af á 330 kUómetra hraða og standa upp úr bílunum eins og ekkert hafi gerst. Flugvöllur á sama svæði? En er þá gott að blanda saman æf- ingarakstri ökunema og kappakstri? Kennsla og keppni færi aldrei ffam á Svæðið eins og það leit út þegar framkvæmdir hófust árið 1989. sama tíma og hvar er betra en á slíku svæði að benda nemanum á hvar hægt sé að aka hratt und- ir eftirliti en einmitt á svæðinu sjálfú? er hægt að spyija á móti. Nýjasta hugmyndin í þessum efn- um er að slá tvær flugur í einu höggi og blanda sam- an braut og flugvelli fyrir kennsluflug. Kostir þess yrðu þeir að umferð um Reykjavikurflugvöll myndi minnka til muna, auk þess sem að samnýta mætti marga hluti og þá sérstaklega byggingar tengdar svæðinu. Kostn- aður við að byggja slíkt svæði er ekki mikill og fyrir 200 milljónir er hægt að byggja það upp með helstu byggingum. Það yrði kannski daufara yfir Reykjavík fyrir vikið ef af þessu yrði en ein- hvers staðar verða víst vondir að vera. -NG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.