Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1999, Blaðsíða 4
gettu enn betur Happlness er ein af myndunum á Kvikmyndahátíð. ritt a mynda- hátíð? Nú er lokið fyrstu umferð i kvik- myndahátíðarútgáfunni af Gettu enn betur - spurningaleiknum á Fókus- vefnum. Þátttaka var vægast sagt mikil enda verðlaunin frábær: Fri- miði á allar 45 myndirnar sem sýnd- ar eru á Kvikmyndahátíð Reykjavik- ur og DV sem hefst eftir viku. Þrír frimiðar voru í boði í þessari umferð og þá uniii): Alda Ægis- dóttir, Sverrir Þór Sævars- son og Sæ- mundur Þórð- arson. Þau svöruðu öll- Stanley Kubrick verður heloraður á Kvlkmyndahátíö. um spurmng- iin u in rétt (þær voru tiu og tengdust Stanley Kubrick) og vóru snögg að þvi, undir 40 sekúndum. Fókus er góðhjartað blað og þar sem Lára Jóhannesdóttir svaraði öll um spurningunum rétt og var undir 40 sek. aö því fær hún frimiða líka. Á hádegi í dag hófst önnur umferö í kvikmyndahátíðar - Gettu enn bet- ur. Nú eru spurningarnar enn þyngri en í fyrstu umferð og þrir frí- miðar í boði. Fókus mun ekki sýna neina góðmennsku i þessari umferð og aðeins þrír hinir fljótustu og fróð- ustu fá verðlaun. Vilt þú komast frítt á allar mynd- irnar á Kvikmyndahátið? Ef svarið er já, skellirðu þér beint á www.vis- ir.is, klikkir á fókusmerkið og ferð þaðan i Gettu enn betur. Ekki missa af þessu frábæra tækifæri - þú gætir komist í feitt! GfóOM Egill Sæbjörnsson myndlistarmaður ætti að vera öllu sönnu Fókusíóiki kunnur. Hann prýddi síður blaðsins í fyrra. Þá sem alræmdasti myndlistarmaður landsins. Runkaði sér á Kjarvalsstöðum og endaði á síðum blaðsins. Nú pönkar okkar maður á Thomsen eftir að hafa unnið sem atvinnuspjallari fyrir þýska tóbaksframleiðandann West. _____________ orpsw „Eg er búinn að vera í Berlín síð- an í janúar," svarar myndlistar- maðurinn Egill Sæbjörnsson að- spurður hvar í fjandanum hann hafi verið í vetur. Egill er án ef einn umdeildasti og flottasti mynd- listarmaður íslands þessi misserin og hann er kominn í heimsókn. Á ekkert að fara aö drattast heim? „Nei. Ég fer út aftur eftir tvær, þrjár vikur en ísland er staðurinn til að vera á og ég kem örugglega heim aftur. Þetta er bara smáveiði- túr hjá mér um óákveðinn tima." En hvaö ertu eiginlega aö gera þarna úti? „Bara í myndlist og tónlist. Sama og ég var að gera hér. Að vísu var ég að vinna sem atvinnutjattari á heimasíðu West-sígarettufyrirtækis- ins. Eyddi þremur tímum á dag við að koma umræðuvefnum í gang." Og hvaö var nikkið (nafnió) þitt? „Ég skipti reglulega um nafn og eyddi mestum tíma í að spjalla um Formúluna, sem ég veit sama og ekkert um." Styrkir og aftur styrkir „í febrúar byrja ég að fá styrki," svarar EgÚl þegar fram- tíðin er nefhd. „Verð tvo mánuði í Litháen og sex mánuði í smábæ í Þýskalandi sem heitir Worpswede." Hvaö í fjandanum œtlarðu að gera þar? „Vinna að myndlist," svárar Egill og hlær því honum finnst styrkurinn fyndinn. Hann er nefnilega skilyrtur. Egill verður að vera í bænum Worpswede í sex mánuði og má bara vera frá í eina viku í hverjum mánuði. Það er sem sagt viðveruskylda. En myndiröu gera hvaö sem er og vera hvar sem er ef þú fengir styrk til þess? „Já, já," segir Egill sem svífst einskis þegar kemur að myndlist. Þetta er nú svoldið skrýtið fag. Að þurfa að hanga í einhverju öm- urlegum smábœ bara til að lista- spírast? „ Já. En maður þarf á peningun- um að halda og þessi bær er nú ekkert svo ömurlegur. Hann var mikill landslagsmálara- og ljóð- skáldabær fyrr á öldinni." Þú lítur ekki á það sem fórn að vera í Worpswede í sex mánuði? „Ekkert endilega. Það er gott að fara aðeins afsíðis og vinna í friði," segir Egill og ekki laust við að kauði hlakki bara til. Hvað með styrkina hér heima, fœr ungt fólk ekkert frá Launa- sjóöi listamanna? „Nei. Ungt fólk er ekki að fá styrki hér heima. En auðvitað ætti fullt af ungu fólki að fá styrki hérna." The International Rock 'n'Roll Summer En líf Egils fjallar að sjálfsögðu ekki bara um styrki heldur er þetta skapandi gæi. Þegar hann var hér heima kveikti hann í pen- ingum og framdi gjörninga. Var líka með frábær verk á Kjarvals- stöðum. Þar runkaði hann sér á myndbandi, málaði frábær mál- verk og var með tölvuverk. En nú er kauði í heimsókn og er því með einhverja geggjun í gangi. „Ég er að gefa út geisladiskinn The Interjs%tional Rock n'oll Sum- mer of Éill Sæbjörnsson og verð með útgáfupartí á Thomsen í kvöld. Þar ætla ég bara að sýna myndbönd við lögin. Engin hljóm- sveit," segir Egill enda er engin hljómsveit nema bara hann. Við erum að ræða um mann sem gerði diskinn bara á tölvunni sinni, brenndi fimmtíu eintök af geisla- diskum, klippti umslagið til og gerði síðan tvö af þeim fjórum myndböndum sem hann sýnir á Thomsen. Hin myndböndin gerðu vinir hans og það verður að taka það fram að diskurinn er óður til metalsins í lífinu. Megum við eiga von á annarri heimsókn frá þér og kannski The International Rock'n'Roll Winter? „Þú veist aldrei. Kannski birtist ég og geri eitthvað í vetur," segir Egill sem verður á Thomsen í kvöld og annað kvöld. -MT I ! 1 Brot úr myndbandinu sem Egill geröi fyrlr The International Rock'n'Roll Summer of Egill Sæbjörnsson *¦ f Ó k U S 20. ágúst 1999 fc_

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.