Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1999, Blaðsíða 8
Nú er svo komið í okkar ágæta þjóðfélagi að allir þjóna öllum. Hvert og eitt okkar er með þjón á hverjum fingri, meira að segja þjónarnir sjálflr. Þetta er löngu hætt að vera eins og i fyrndinni þegar allur almúginn sá um að þjóna hinum smáa hópi aðalsmanna og hefðarfrúa. í þessum málum hefur allt blandast saman og snúist við og það þykir alls ekki óeðlilegt að borga nokkrum tugum fólks fyrir ýmiss konar þjónustu á ári hverju. Andrea Brabin, sem rekur umboðs- og fyrirsætuskrifstofuna Casting, er tekin hér sem dæmi. Líkt og flest okkar er hún alla daga umkringd fólki sem hjálpar henni að gera lífið bærilegra og betra. fingn Barnapían: Þóra Einarsdóttir, 13 ára Hárgreiðslukonan: Dóra Hrund á Salon WEH í Kringlunni „Hún er frábær, á heimsmælikvarba. Ég er búin að vera hjá henni frá 1996 og treysti henni algjörlega. Áður en ég lenti á henni hafði ég verið I margra ára vandræðum með að fmna hina fullkomnu hárgreiðslumanneskju. Mér er mjög annt um hárið og þó ég sé yfirleitt ekki pjöttuð gildir það ekki um hárið á mér. Ég nostra einstak- lega mikið við það og kaupi dýr sjampó og aðrar hárvörur. Þess vegna er mér alls ekki sama um hver klippir mér og greiðir. Dóra er eina manneskjan sem gerir það þannig að ég sé fullkomlega ánægö." f Ó k U S 20. ágúst 1999 Þjónustufulltrúinn: Sigurður Karlsson í gjaldeyris- deild aðalútibús Búnaðarbankans „Sigurður fær ekki frið fyrir mér. Ég hef alla tíð verið með viöskipti í Búnaðarbankanum og Siggi sér um mín mál þar. Hann er alltaf I góðu skapi og gefur mér góð ráð, ekki bara með erlend viðskipti heldur allt sem fjármál min snertir. Ég er í persónulegum kontakt við hann og það er frábært að vita af honum þarna, sérstaklega þeg- ar ég hef búið erlendis og þarf að græja einhver mál hérna heima. Siggi getur svarað öllum spurningum." „Þóra er ótrúleg. Hún ertiltölulega nýbyrj- uð að passa fyrir mig og ég skil ekkert í því hvernig ég gat verið svona heppin að finna slíka stelpu. Það munar miklu að geta farið í vinnuna á morgnana án þess aö skilja barnið eftir grátandi. Þóra veit hvað hún er að gera. Henni er barna- gæsla I blóð borin." Saumakonan: Sigríður Ólafsdóttir á Freyjugötunni „Sigrfður festir allar tölur fyrir mig, lagar peysur, styttir, faldar og margt fleira. Þegar ég er aö því komin að henda einhverju fer ég með það til hennar og eftir nokkra dag er flíkin orðin eins og ný. Hún virðist hafa yndi af því að hjálpa fólki. Býr í lítilli og sætri ömmuíbúð og það er voða heimilislegt að koma til hennar. Maður sest inn í eldhús og hún skrif- ar í litla bók hvað hún á að gera. Sig- riður er yndisleg, gömul kona." Snyrtifræðingurinn: Ingibjörg Dalberg og stelpurnar á snyrtistofunni Maju „Ingibjörg er með besta bikinívax í bænum og er þar að auki snillingur í að plokka augabrúnir. Mér finnst voða gott að fara til hennar og slaka á. Fara í andlits- hreinsun og svona dekur. Snyrtistofan hennar er lítil og notaleg og þar er gott að vera. Þvf miður fer ég allt of sjaldan til hennar sökum tímaskorts." Lögfræðingurinn: Gísli Hall og faðir hans, Ragnar, í Mörkinni „Gísli og faðir hans sjá um alla samninga og annað slíkt fyrir mig. Þeir eru mér nauð- synlegir svo ég geti verið með allt á hreinu og hafa hjálpað mér mikið, alveg frá þvf að fyr- irtækið mitt var sett á fót." „Hann hjálpar mér með vöðvabólguna og hnykkir mig til og frá. Hann hugsar ekki bara um líkamlegu hliðina heldur þá andlegu Ifka og er þess vegna aðeins öðruvfsi sjúkraþjálfari. Ég er búin að þekkja hann lengi og hann á eft- ir að veröa algjörlega ómissandi þegar ég fer að æfa reglulega hjá honum en það er einmitt á prjónunum hjá mér. Það er bara eitthvað svo erfitt að koma sér að verki. Gústi er æðisleg- ur og þaö vantar ekki viljann til að fara til hans heldur aðeins meiri tíma." Húshjálpin: Eva Halldórsdóttir „Ótrúlega fyndin kona. Ofsalega hress og kattþrifin. Það er aldrei eins gott að koma heim og þegar hún er búin að fara eins og stormsveipur yfir fbúðina. Maður tiplar inn á sokkunum og allt er glansandi fínt. Hún kemur tvisvar f mánuði en helst vildi ég hafa hana heima á hverjum degi. Hún er alltaf í góðu skapi og andinn f íbúðinni er góöur eftir að hún hefur verið þar."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.