Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1999, Blaðsíða 14
Subway - afgreiðslu- og þjónustustörf Dagvinna og vaktavinna. Nesti - veitingar Vaktavinna. Vaktstjóri á þjónustustöð Vaktavinna. Nánari upplýsingar og umsóknareyðubiöö fást hjá starfsmannahaldi Olíufélagsins hf. á Suðurlandsbraut 18, eða í simum 560 3304 og 560 3351. Almodovar hefur alltaf verið skemmtilegur furðufugl og mynd- imar hans fullar af ærslum, fjöl- skrúðugu persónugalleríi og æp- andi litum. Allt þetta er hér en þó þykist maður kenna þess að hann sé að setja alvöruþrungnari botn í gamanleikinn. Það virðist ganga upp því að Allt um móður mína er afbragðs skemmtun og þakklát mynd fyrir okkur sem lifum á alltof einhæfu bíófæði. Hér er nefnilega komin evrópsk mynd sem gefur snjöllustu sápuóperum vestanhafs ekkert eftir í þessum flóknu fléttum sem samt er svo auðvelt að fylgja eftir. Munurinn er hins vegar sá að Almodovar hef- ur ferska sýn á þetta útjaskaða form, melódramað. Manuela (Roth) er kona um fer- tugt sem missir son sinn (Azorín) í bílslysi þegar hann hleypur á eftir leigubíl frægrar leikkonu hvurs eiginhandaráritun hann vill fá. í sorg sinni ákveður Manuela að leita uppi bamsföður sinn sem hvarf fyrir tuttugu árum og vissi aldrei um bamið. í ljós kem- ur að faðirinn er nú kvensamur klæð- skiptingur að nafni Lola og hefur aftur látið sig hverfa frá annarri kærustu sem einnig er klæðskipt- ingur með stór brjóst en vel vaxinn niður. Ekki einfaldast málin þegar Manuela uppgötvar að ung nunna er ólétt af völdum Lolu og smituð af alnæmi að auki. Einnig kemur mikið við sögu leikkonan fræga sem var í leigubílnum forð- um og konan sú glímir við mörg vandamálin... Með ólikindum? Bíddu bara. En þrátt fyrir ýmis ólíkindi er þetta fyrst og fremst afskaplega manneskjuleg og hugljúf saga um sorg, söknuð en ódrepandi lífs- kraft. Leikstjórn og handrit: Pedro Almodovar. Aöalhlutverk: Cecilia Roth, Eloy Azorín, Marisa Paredes, Penélope Cruz, Antonia San Juan. Ásgrímur Sverrisson Myer 20 miíljón dollara flokkinn Hvaö eiga þessir leikarar sameiginlegt, Leon- ardo DiCaprio, John Travolta, Jim Carrey, Julia Roberts, Will Smith og Adam Sandler? Jú, þeir hafa allir fengiö 20 milljón dollara fyrir eina kvikmynd, Nú bætist Mike Myers í hópinn en hann fær 20 millur fyrir að leika í Sprockets sem hann skrifar einnig handrit aö. Handritiö byggir hann á stuttum þáttum sem hann lék í í sjónvarpsseriunni vinsælu, Saturday Night Live, þar sem hann lék Þjóðverjann German Dieter sem stjórnar samtalsþæth í __ þýska sjón- varpinu og fær yfirleitt fræga ameríska leik- ara í viðtöl. Myers hefur áður kafaö í kistu SNL í leit að efni, var það í Wayne's Worlds, Dieter German er mjög ólíkur rokk- aranum Wayne og njósnaranum Austin Powers. Dieter er alltaf svartklæddur, greiðir hárið aft- ur og hlustar á tónlist meö þungarokksveitinni Kraftwerk. Hvernig Just the Ticket er rómantísk gaman- mynd sem fjallar um mann sem hef- ur það að atvinnu að verða sér úti um aðgöngumiða á hina ýmsu atburði og selja þá síðan dýrum dómum þeg- ar uppselt er. Þegar myndin hefst þarf Gary Starke (Andy Garcia) að horfast í augu við tvö vandamál: annað er að kærastan hans, Linda (Andie MacDowell), er orðin þreytt á líferni Starkes og setur honum úrslitakosti: ann- að hvort fer hún frá honum eða hann fer að vinna fyrir sér á heið- arlegan hátt. Hitt vandamálið er að hann er búinn að fá hættulegan keppinaut í miðasöluokrið. Hann S okn Andie MacDowell leikur Lindu sem er orðin þreytt á rótleysi kærasta síns. tsso ákveður því að ljúka ferli sínum sem. m i ð a s a 1 i með stæl og nota til þess heimsókn páfans til New York. Þannig getur hann slegið tvær flugur í einu höggi, orðið ríkur og haldið í kærustuna. Andy Garcia, sem leikur miða- salann, er einnig framleiðandi myndarinnar og er þetta fyrsta kvikmyndin sem fyrirtæki hans, Tomorrow Films, sendir frá sér. Hann var búinn að vera lengi með það á dagskrá að gera kvikmynd eftir handriti kunningja síns Ric- hards Wenk sem skrifaði handritið fyrir tuttugu árum. Wenk leikstýr- ir einnig myndinni og þar sem ekki voru til peningar til að borga Andie MacDowell það sem hún vanalega fær fyrir að leika í kvik- mynd var hún gerð að einum fram- leiðanda myndarinnar. Þótt ekki hafi farið mikið fyrir Just the Ticket hefur hún fengið góðar við- tökur og fina gagnrýni. Þegar kom að því að selja dreifingaraðila myndina var bitist um hana og á endanum var það Fox sem fékk hana til sín fyrir tvær milljónir dollara sem er 25% af kostnaði myndarinnar. -HK Spielberg frestar Geishunni Fyrir um það bil ári sagði Steven Spielberg að hann myndi leikstýra Memories of an Geisha sem segir frá ungri stúlku sem seld er þrælasali og verður fræg geisha. Var hann búinn að fá Hong Kong-leikkon- una Maggie Cheung í titilhlut- verkið og var talað um að tökur hæfust fljótt á næsta ári. Nú hef- ur gerð myndarinnar verið frestað þar til seint á næsta ári ef hún verður þá nokkurn tím- ann gerð. Ástæðan er sú að ef Spielberg vill halda í Tom Cruise í aðalhlutverkið í vísindatryllin- um Minority Report verður hann að seinka tökum á henni fram yfir áramót þar sem mjög illa gengur að koma Mission Impossible 2 af stað. Uppruna- lega átti að frumsýna Mission... um næstu jól en því hefur nú verið frestað fram á vor. Olíufélagið hf. er alíslenskt olíufélag og eru hluthafar um 1300. Samstarfssamningur Olíufélagsins hf. við EXX0N veitir því einkarétt á notkun vörumerkis ESS0 á [slandi, án þess að um eignaraðild sé að ræða. Oliufélagið hf. er stærsta olíufélagið á Islandi með um 42% markaðshlutdeild. Höfuðstöðvar Oliufélagsins hf. eru að Suðurlandsbraut 18 í Reykjavík en félagið rekur yfir 100 bensin- og þjónustustöðvar vítt og breitt um iandið. Starfsmenn eru um 400 talsins. tsso Olíufélagiðhf www.esso.is Háskólabíó frumsýnir Just the Ticket sem fjallar um okurmiðasala sem telur að stóra tækifærið sé að græða á heimsókn páfans til New York Adam Sandler er kominn í hóp launahæstu leik- ara í Hollywood. Það á hann með- al annars að þakka vinsældum Blg Daddy sem frumsýnd verður hér á landi 27. ágúst. urinn i sló Allt hefur gengið i haginn hjá gaman- leikaranum Adam Sandler og er hann vinsælasti gamanleikari Bandarikjanna nú ásamt Jim Carrey og Mike Myers. Nýjasta kvikmynd Sandlers er Svalur pabbi (Big Daddy) og verður hún frum- sýnd hér á landi fóstudaginn 27. ágúst í Stjörnubíói, Laugarásbíói, Bíóhöllinni, Borgarbíói á Akureyri og Nýja bíói í Keflavík. Svalur pabbi Qallar um Sonny Koufax (Adam Sandler), 32 ára laganema sem hefur hingað til firrt sig allri ábyrgð í lífinu. Það skemmtilegasta sem hann gerir er að fara á uppáhaldskrána sina þar sem hann horfír á íþróttir. Sonny á kknum kærustu, Vanessu sem lætur hann róa þegar hún fær nóg af kæruleysinu í hon- um. Sonny sér að ekki verður við þetta búið og til að vinna kærustuna aftur ætt- leiðir hann fimm ára dreng, Julian, en það dugir lítið þegar kærastan er búin að finna sér nýjan, svo Sonny situr uppi með drenginn og verður að setja sig inn í fóðurhlutverkið. Adam Sandler fæddist 9. september 1966 og hlaut hann hefðbundið millistétt- aruppeldi í New Hampshire. Það sem gerði hann sérstakan strax í æsku var að hann átti auðvelt með að bregða sér í trúðshlutverkið og var fyndnasti strák- Nú hafa flestir Stjörnustriðsaðdáendur séð fyrsta hlutann í stjörnumyndaseríu George Lucas og sýnist sitt hverjum. Það var alltaf vit- að að það yrði erfitt fyrir Lucas að fylgja eftir miðhlutanum og það hefur komið á daginn að hann erí dálitlum vandræðum. 1 nýlegu viðtali var hann spurður um annan og þriðja hluta og þótt hann gæfi ekki mikið upp þá sagði hann að annar hluti yrði ástarsaga á milli fyrrum þrælsins Anakins og Amidala drottningu og segir Lucas aö hún eigi að vera eins og fyrsti hlutinn, jafnmikið fyrir unga sem aldna, og vissulega vera erfitt verk að láta hann ganga upp en sé um leið áskorun. Þriðja hlutann segir Lucas aftur á móti vera harm- leik. Hann segir að mjög líklega muni sá hlutinn ekki ná sömu vin- sældum og aðrir þar sem hann sé mjög dramatískur. Fjórar aðalpersónur eru í öllum þremur hlutunum, Voda, Obi-Wan, Anak- in og Amidala. Hefurðu áhuga á líflegu framtfðarstarfi hjá traustu fyrirtæki? Sé svo ættirðu að sækja um. Við erum einmitt að leita að reyklausu, reglusömu, snyrtilegu og jákvæðu fólki sem hefur gaman af að vinna með öðrum, er duglegt og samviskusamt og hefur frumkvæði til að gera gott betra. bíódómur Háskólabíó — Allt um móÖur mína/Todo sobre mi madre ★★★ Manneskjuleg oq hugljuf 14 f Ó k U S 20. ágúst 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.