Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Page 15
MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 1999 15 Laxahafbeit í bili í Elliðaár „Elliðaárnar fullar af laxi, þótt hafbeitarlax sé, eru í raun og veru nátt- úruperla inni í miðri Reykjavík." Lcixveiði hefur verið léleg í Elliðaánum í sumar. Samkvæmt Laxasíðunni í sjónvarp- inu höfðu veiðst 350 laxar í Elliðaánum 13. ágúst sl. Samkvæmt sömu heimild veiddust einungis 492 laxar í El- liðaánum allt síðasta sumar eða árið 1998. Þama þarf að laga hlut- ina, þó ekki væri nema í stuttan tíma og til bráðabirgða. Þá kemur laxahafbeit i hugann sem nánast eina skjót- virka lausnin. Hafbeit gæti tryggt árlega lax- veiði upp á 2-3 þús. laxa i Elliðaánum. Þannig gætu árnar áfram haldið stöðu sinni sem ein besta og skemmtHegasta laxveiðiá lands- ins. Auk þess eru Elliðaárnar inni í miðri Reykjavík, sem gerir slíka laxveiði að stórkostlegu ævintýri. Þær yrðu ein af undrum Reykja- víkur sem margur ferðamaðurinn hefði áhuga á að skoða. í þessari tiUögu felst að áfram yrði haldið þeim merku vísinda- rannsóknum sem stundaðar hafa verið undanfarin ár. Þær verða að halda áfram af fuHum krafti og á þær verður að hlusta. Þannig væri árlega ráðist í ein- hverjar fram- kvæmdir sem gerðu Elliðaárnar hreinni og vistvænni. Allt er þetta hægt að gera meðan mikiUi og góðri laxveiði væri haldið uppi í bUi með hafbeit, sem notaði hrogn úr ánum sjálfum. EUiðaámar fuUar af laxi, þó hafbeitar- lax sé, eru í raun og veru náttúruperla inni í miðri Reykja- vík. Rangárnar Frægasta dæmið um farsæla hafbeit á laxi síðustu árin eru Rangárnar. Þarna veidd- ust 20-30 laxar árlega fyrir 10-15 árum. Á síðasta sumri 1998 veidd- ust 2.680 laxar á stöng í Eystri- Rangá einni. Með þessari veiði komst hún í fyrsta sæti yfir landið aUt sem besta laxveiðiáin. Auk þess veiddust á siðasta sumri 1.149 laxar í Ytri- Rangá. Þannig veiddust langt í 4.000 laxar á stöng á öllu Rangársvæðinu samtals sumarið 1998. Efnahagsáhrif af þessu eru mikil fyrir HvolsvöU, HeUu og bændm’ við Rangámar. Fjöldi stangaveiðimanna er þama daglega cdlt sumarið og þeir kaupa veiðUeyfi auk gistingar og veit- inga. Þetta era oft útlendingar, sem eyða meiru fé en aðrir. Svo kaupa þeir flugfar tU landsins o.fl. Landbúnaðarráðherra og þing- menn Suðurlandskjördæmis ættu að taka höndum saman um að leita leiða til að veita árlega nokkurn styrk tU að hjálpa laxa- hafbeit á þessu svæði, bæði í Rangánum og víðar um land, þar sem henta þætti. Það myndi einnig auka tekjur bænda við Ölfusá-Hvítá, svo annað dæmi sé tekið, ef öU net þar væru tekin upp gegn góðum og ríflegum árlegum fébótum til netabænda. Með því mætti auka svo laxagengd við Ölfusá-Hvítá og tekjur þar af stangaveiði á laxi að ævintýri væri líkast. Laxasjóður vegna stangaveiði Um aUt land fjölgar þeim sem vUja veiða lax og sUung á stöng. TU að bæta og auka framboð á veiðUeyfum ætti að starfa Laxa- sjóður vegna stangaveiði, sem veitti fé tU að opna nýjar ár og ný vötn til stangaveiði. Svona sjóður þarf að hafa tekjur. Nú er stanga- veiði talin íþrótt. Þess vegna ætti Laxasjóður vegna stangaveiði t.d. að hafa rétt á hluta af tekjum af LOTTÓ, eins og aðrar íþróttir. Margir myndu spUa í LAXA- LOTTÓ, ef tekjur af því færu til að auka stangaveiði. Ef aðeins lítið brotabrot af öUu því fé sem fór í tap á fiskeldi hefði verið lagt til aukningar á stanga- veiði með skynsamlegum hætti þá hefði það komið margfalt óbeint til baka með ýmsum hætti. Stanga- veiði skapar t.d. mikla veltu í öðr- um hliðargreinum, svo sem gist- ingu og veitingasölu. Ef hlustað er á framangreind sjónarmið verða Elliðaárnar end- urreistar með laxahafbeit sem heldur þar uppi góðri laxveiði í bUi meðan þær eru hreinsaðar af mengun og framleiða svo siðan sinn lax sjálfar. - Verða sjálfbærar eins og það er kallað. Lúðvík Gizurarson Kjallarinn Lúðvík Gizurarson hrl. „Nú er stangaveiði talin íþrótt. Þess vegna ætti Laxasjóður vegna stangaveiði t.d. að hafa rétt á hluta af tekjum af LOTTÓ, eins og aðrar íþróttir. Margir myndu spila í LAXA-LOTTÓ, ef tekjur af því færu til að auka stangaveiði. “ Opinber saga og einstaklingsleg í tveimur kjaUaragreinum (25/6 og 23/7) hef ég velt því fyrir mér hvernig sagan er notuð á opinber- um vettvangi. í fyrra skiptið var dæmi sótt tU atvinnulífsins en til kristnihátíðar i síðara sinnið. Nú hefur sr. Skúli Ólafsson á ísafirði bmgðist við síðari greininni (30/7) og er það vel. Að sönnu gætir ým- issa missagna i skrifum Skúla. Það er t.a.m. rangt að grein minni sé beint gegn kristnihátíð Hún- vetninga. Ég var ekki á staðnum og er ekki að fetta fingur út í hana. Sagnir af Þorvaldi víðförla og Þangbrandi taldi ég aðeins það kunnar að þær þyrftu minni skýr- inga við en flest önnur tUtæk dæmi. Þá er ofsagt að ég telji guð- fræðinga almennt skeyta lítið um ságnfræðUeg vinnubrögð. Ég sagði bara að sumir þeirra virtust að- eins áræða að túlka íslenska mið- aldatexta á bókstaflegan hátt. Milli heimanna tveggja Það er þó ekki meining mín að agnúast út í vinnubrögð Skúla. Hitt er áhuga- verðara að kanna hvaða afstaða til lífsins og sögunn- ar kemur fram í grein hans. Hann virðist skipta tU- vem okkar upp í tvö svið. Annað er hart og krefst efa og tortryggni. Hinu lýsir hann sem „afdrepi" þar sem mýkri lögmál gUda. Að því er ég fæ séð telur hann söguna gegna ákveðnu hlutverki á báðum sviðunum. Mörg erum við uggiaust sammála þessari lýsingu. Fjöldi manns les sögu, þjóðlegan fróðleik og Islendingasögur sér tU hvUdar og uppbyggingar. Þess vegna eru sögulegar skáldsögur einnig svo vinsælar sem raun ber vitni. Þó málar Skúli tilveruna að mínu mati um of í svörtu og hvítu. Á sviði tækni og vísinda beita menn að sönnu gagnrýnum vinnubrögðum. Flest- ir sem þar starfa eru þó e.t.v. frekar knúnir áfram af forvitni, þekkingarþrá eða löngun tU sköpunar en efa og tortryggni. Milli heimanna tveggja sem við flest dveljum í ætti þess vegna ekki að gæta þeirrar hyldýpisgjár sem Skúli gerir ráð fyrh „ef allt er eins og það á að vera.“ Þvert á móti ætt- um við að leggja rækt við alla þætti persónuleika okkar bæði heima og í vinnunni! Rétt unnin heimavinna Á hinn bóginn vhðist mér Skúli ekki gera nægUegan greinarmun á því hvort fengist er við söguna á opinberum vettvangi eða einstak- lingslegum. Það er hoUt að sökkva sér á kaf í þjóðsögur og helgisögur af hvaða tagi sem er þegar við vUj- um leita hvíldar. E.t.v. er það ein- faldasta og besta leið- in sem við eigum tU „sállækninga", a.m.k. þegar við eigum sjálf í hlut. Það gegnh aft- ur á móti öðru máli þegar við komum fram sem fulltrúar opinberra stofnana við opinber tækifæri. Þá er óhjákvæmUegt að ströng heima- vinna sé unnin rétt eins og þegar prestur undhbýr stólræðu um jól eða páska ef það er heppUegt að draga þá samlíkingu miUi lykUatburða „hjálpræðissög- unnar“ og íslandssögunnar eins og Skúli gerir. Með þessu er ekki sagt að hátíð- arræður eigi að snúast um heim- ildarýni heldur verður að vega og meta hvaða túlkun heimUdanna hæfir best ef byggja á sjálfsmynd heillar khkju eða þjóðar á söguleg- um grunni. í grein minni reyndi ég að gaumgæfa þá vinnu í tengslum við nýhafna kristnihátíð. Hjalti Hugason „Á sviði tækni og vísinda beita menn að sönnu gagnrýnum vinnu- brögðum. Flestir sem þar starfa eru þó e.t.v. frekar knúnir áfram af forvitni, þekkingarþrá eða löngun til sköpunar en efa og tor- tryggni.u Kjallarinn Hjaiti Hugason prófessor Með og á móti Skipulagning framkvæmda í Reykjavík Nú í sumar hafa staðið yfir gífúr- lega miklar framkvæmdir í Reykjavík. Þar standa helst upp úr brúin á Skeiðarvogi við Miklu- braut og framkvæmdir í miðborg- inni. Mörgum þykir vinnan við þessi verk ganga alit of hægt og benda á lélega skipulagningu og að óþarft sé að láta framkvæmd- > irnar taka allt sumarið. Uppbygging „Þetta er vissulega búið að vera annasamt sumar i fram- kvæmdum í miðborginni enda hafa bæði fólk, fyrhtæki og stofnanh kappkostað að ljúka öllum stærri fram- kvæmdum á þesssu sumri, þar á meðal Reykjavíkur- borg. Sú stefnumörkun miðar af því að miðborgin skarti sínu fegursta árið 2000 og öUum stærri framkvæmd- um sé lokið fyrh þann tíma en sem kunnugt er er Reykjavík- urborg Menningarborg Evrópu árið 2000. Þess vegna hafa framkvæmdh verið í raun nær tvöfalt flehi en eUa í sumar og auðvitað má finna einhverja þætti i svona framkvæmdum sem betur mættu fara. En slíkt má í sínu leyti kaUa ánægju- legar áhyggjur því þær snúast um uppbyggingu, fjárfestingu og framkvæmdh í miðborginni sem sýna vel að hún er i sókn, sem er gjörbreyting, því fyrh aðeins fáeinum árum flúði það- an bæði fólk og fyrhtæki og uppbygging þar var I sögulegu lágmarki." Holgi Hjörvar, for- maður borgar- stjórnar. Uppnám „Það er ekki bjóðandi hvern- ig uppnámið er í miðborginni þessa dagana. Skipulagning framkvæmdanna við Dóm- kirkjuna og þar í kring eru fyrir neð- an aUar heU- ur. Það átti að fara í þessar framkvæmdh fyrr, þær voru á fram- kvæmdaáætl- un fyrh þrem- ur árum og hefur æ verið frestað þar tfl í vor. Það verður ekki seinna í rassinn gripið þar sem árið 2000 er að ganga í garð og þá á aUt að yera pent og fínt. Það er skömm að því að þegar loks er farið í þessar framkvæmdh sé ekki farið í þær af krafti og miðborgin i uppnámi aUt sum- arið, ég man ekki efth fordæmi fyrh þessu. Hvað viðkemur brúnni á Skeiðarvogi við Miklubraut, þá veit ég ekki betur en framkvæmdh við hana séu á áætlun en þó hefði líka mátt láta meiri kraft í þær.“ Jöna Oróa Sigurö- ardóttfr borgarfull- trúl. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum i blaðið nema þær ber- ist á stahænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskUur sér rétt tU að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.