Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Side 2
18
MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 1999
Sport
i>v
HM úrslit
Stangarstökk kvenna:
Stacy Drigila, Bandar.........4,60
Anzhela Balakhonova, Úkr......4,55
Tatiana Grigorieva, Ástr......4,45
Zsusanna Szabo, Ungveijl......4,40
Vicole Rieger-Humbert, Þýskal. . 4,40
Pavla Hamarckova, Tékkl.......4,40
Daniela Bartova, Tékkl........4,40
Jelena Belyakova, Rússl.......4,35
Kellie Suttle, Bandar.........4,35
Elmarie Gerryts, S-Afríku.....4,25
Alejandra Garcia, Argent......4,25
Vala Flosadóttir, íslandi .... 4,25
Þóra Edda Elisdóttir, Islandi 4,15
Emma George, Ástralía.........4,15
Yvonne Buschbamn, Þýskal. ... 4,15
Dana Cervantes, Spáni ........4,15
20 km ganga karla:
Bya Markov, Rússlandi......1:23,34
Jefferson Perez, Equador .... 1:24,19
Daniel Garcia, Mexikó .....1:24,31
Kúluvarp karla:
C.J. Hunter, Bandar..........21,79
Oliver Sven Buda, Þýskal.....21,42
Aleksandr Bagach, Úkr........21,26
Fýrsta gullið
til Rússa
Rússinn Rya Markov hlaut fyrstu
gullverðlaunin á heimsmeistara-
mótinu í frjálsum íþróttum en hann
har sigur úr býtum í 20 km göng-
unni. Hann kom í mark á 1:23,34
klukkustundum og varð tæpri mín-
útu á undan næsta manni. Hér held-
ur hann á fána heimalands síns eft-
- Vala í 12. sæti og Þórey í 13. sæti
Vala Flosadóttir hafn-
aði í 12. sæti í stangar-
stökki á heimsmeistara-
mótinu í öjálsum íþrótt-
J um sem hófst í Sevilla
um helgina. Vala stökk
4,25 metra en Þórey Edda EIís-
dóttir varð í 13. sæti með
stökk upp á 4,15 metra. Þetta
er annar besti árangur Völu
og Þóreyjar á þessu ári.
Segja má að Vala hafi verið
í miklu basli i allri stangar-
stökkskeppninni. Hún fór yfír
4 metrana í þriðju tilraun og
það sama gerðist þegar hún
fór yfir 4,15 og 4,25 metrana.
Hún átti svo ágæta fyrstu til-
raun við 4,35 metrana en hin-
ar tvær gengu ekki. í annarri
tilraunin passaði atrennan
ekki og í þeirri þriðju hætti
hún viö uppstökkið.
Ekki var búist við miklu af
Þóreyju Eddu enda hún búin
að eiga við bakmeiðsh að
stríða um hríð. Þórey stóð sig
engu síður ágætlega. Hún fór
vel yfir byrjunarhæðina, 4
metra og 4,15 metrana í fyrstu
tilraun en felldi svo 4,25 í þrí-
gang.
Heimsmeistari varð Stacy
Dragila frá Bandaríkjunum.
Hún jafnaöi heimsmet Emmu
George frá Ástralíu með því
að fara yfir 4,60 metra er þar
með fyrsti heimsmeistari í
þessari grein. Anzhela Balak-
honova frá Úkraínu varð önn-
.ur með 4,55 metra. Hún felldi
tvívegis 4,60 metra og lét þá
hækka ránna i 4,65 metra sem
hún hún felldi einnig.
Líka fyrsti meistarinn
innanhúss
Dragila varð einnig fyrsti
heimsmeistari innanhúss í
stangarstökki en hún sigraði
á heimsmeistaramótinu í Par-
ís fyrir tvehnur árum.
„Það hvarflaði aldrei að
mér að geta unnið fyrsta
heimsmeistaratitilinn utan-
húss eftir að hafa unnið fyrsta
titilinn innanhúss. Ég ætlaði
mér að reyna að stökkva hátt
og komast yfir 4,59 metrana.
Þetta var mjög spennandi
keppni," sagði hin 23 ára
gamla Dragila sem fékk 30.000
dollara í verðlaun fyrir heims-
metsjöfhunina.
Meiðslin háðu George
Emma George hafhaði í 14.
sæti með stökk upp á 4,15
metra en hún felldi þrívegis
4,35 metra. Lengi vel var óvíst
hvort George gæti keppt á
mótinu vegna meiðsla í baki
en hún harkaði af sér og
mætti til leiks í Sevilla. Geor-
ge, sem setti heimsmet með
því að stökkva 4,60 metra í
febrúarmánuði, náði sér hins
vegar aldrei á strik og komu
meiðslin í bakinu í veg fyrir
það. -GH
ir sigurmn. Emma George frá Ástralíu fer hér yfir 4,15 metrana en hærra komst hún ekki.
-GH á minni myndinni fagnar Stacy Dragila heimsmeistaratitlinum.
Kúluvarp:
Sigurkast í
lokaumferð
hjá Hunter
C.J. Hunter frá Bandaríkjun-
um kom, sá og sigraði í kúlu-
varpi karla en 21,79 metra kast
tryggði honum heimsmeistara-
titilinn.
Hlaupadrottningin Marion
Jones sá eiginmann sinn inn-
sigla gullverðlaunin þegar
hann kastaði 21,79 metra i loka-
umferðinni og komst þar með
fram úr Þjóðverjanum Oliver-
Sven Buder. Úkrainumaðurinn
Aleksandr Bagach, sem sviptur
var gullverðlaununum á heims-
meistaramótinu í Aþenu fyrir
tveimur árum vegna lyfjaáts,
hafhaði svo í þriðja sætinu.
Fyrsti
heimsmeistaratitillinn
Þetta er fyrsti heimsmeist-
aratitilinn sem fellur Hunter í
skaut og þegar úrslitin voru
ráðin fagnaði hann ógurlega
enda oftar en ekki í skugganum
á afrekum eiginkonu sinnar
sem hefur verið ósigrandi á
hlaupabrautinni.
-GH
Vésteinn Hafsteinsson landsliðsþjálfari:
Ekki nógu gott
Vésteinn Hafsteinsson, landsliðs-
þjálfari í frjálsum íþróttum, var
ekki alltof kátur þegar DV náði tali
af honum í Sevilla í gær en Vala
Flosadóttir, Þórey Edda Elísdóttir
og Guðrún Amardóttir höfðu þá all-
ar lokið keppni á mótinu.
„Það verður að segjast
eins og er að þetta er
náttúrulega ekki nógu
gott. Ef við byxjum á
Þóreyju þá stökk hún
betur tæknilega en hún
hefur verið að gera í
sumar og hún var frekar
óheppin að fara ekki yfir 4,25
metrana því hún var hásbreidd frá
því. Árangur Þóreyjar er samt það
jákvæðasta hingað til hjá okkur.
Það var spurning hvort hún gæti
keppt vegna meiöslanna í bakinu
sem hafa verið að plaga hana.
Vala var í vandræðum
allan tímann og þetta var
bara ekki hennar dagur.
Samt sem áður er þetta
næstbesta mótið hennar í
sumar. Hún hefúr ekki
verið að gera neitt meira
en þetta utanhúss og hver sem
ástæðan er fyrir því að hún stekkur
betur innanhúss veit ég ekki. Við
þurfum að kafa ofan í þetta því
þetta er búið aö gerast tvö ár í röð
hjá henni. Miðað við það sem Vala
hefur verið að gera undanfarið er
þessi hæð í sjálfu sér svipað því sem
maður reiknaði með hjá henni en ég
bjóst kannski við aö hún færi 4,35-
4,40. Þetta er alsterkasta stangar-
stökkskeppni sem fram hefur farið
sem sést best á því að sjö fóru yfir
4,40 metrana. Þessi árangur Völu er
undir væntingum en það þýðfr ekk-
ert að svekkja sig á þvi heldur
keyra þetta áfram.
Guðrún er eins og
Vala aö ná sínum næst-
besta árangri í sumar en
eins og hún sagði sjálf er
hún bara ekki betra en
þetta eins og staðan er í
dag. Ástæðuna má rekja
til langvarandi meiðsla í hásin og
hún er búin að vera á þessu róli 55,5
sek. í 6-7 hlaupum í sumar. Guðrún
hefur ekki getað undirbúið sig eins
og hún hefði viljaö," sagði Vésteinn.
-GH
C.J. Hunter er hér í sigurvímu eftir að hafa tryggt sér heimsmeistaratitilinn i
kúluvarpi með því að varpa kúlunni 21,79 metra. Reuter
Guðrún úr leik
- 2. besti tími hennar í
Guðrún Amardóttir hefúr lokið
þátttöku á heimsmeistaramótinu.
Hún komst ekki áfram í 400 metra
grindahlaupinu en undarásir voru á
dagskrá í gær. Guðrún kom í mark
á 55,45 sekúndum og varð í 5. sæti í
sínum riðli og með 19. besta tímann
en 16 komust áfram í milliriðla.
Guðrún átti 17. besta tímann af
þeim 28 stúlkum sem kepptu í
gærmorgun. Hún hljóp á 8. braut og
var hæg á fyrstu 200 metrunum en
þrátt fyrir ágætan endasprett varð
5. sætið niðurstaðan.
sumar dugöi skammt
Þess má geta að íslandsmet
Guðrúnar er 54,59 sekúndur en best
hefúr hún hlaupið á þessu ári á
55,31 sekúndu.
Það voru mikil vonbrigði fyrir
Guðrúnu að komast ekki áfram í
milliriðla en á þeim tveimur
heimsmeistaramótum sem hún
hafði keppt á fyrir þetta mót komst
hún í milliriðla þrátt fyrir að
hlaupa á lakari tíma en í gær.
-GH