Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Page 8
28 MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 1999 Sport DV Vanir spennu í hörkuspennandi leikjum og stóðu því uppi sem sigurvegarar KR-ingar lögðu Framara, 2-1, í hörkuspennandi úrslitaleik íslands- mótsins i 5. flokki karla í knatt- spyrnu sem fór fram á velli HK í Fagralundi á laug- ardag. KR-ingar byrj- uðu leikinn betur og átti Teódór El- mar Bjamason skot í stöng snemma í leiknum. Framarar léku þó vel og skor- uðu fyrsta mark leiksins og þar var að verki Heiðar Júlíusson sem skoraði með skoti eftir homspyrnu. Fram var því yfir í hálfleik en KR-ingar gáfust ekki upp heldur börðust áfram og var það Skúli Frið- geirsson sem jafn- aði leik- inn um miðjan siðari hálfleik. Eftir það var leik- urinn í járnum en skömmu fyrir leikslok skoraði Teó- dór Elmar úrslitamarkið og tryggði KR þar með sigurinn. Framarar eiga skilið hrós þar sem þeir léku fráhærlega i leiknum en liðin tvö. em ótrú- lega jöfn að getu. Til að mynda fór úrslitaleikurinn hjá B-liðum liðanna 0-0 og því varð úrslitaleikur A-liðanna algjör úrslitaleikur því það lið er ynni hann, stæði uppi sem íslandsmeistari. Stóðust taugatitringinn Í3. flokki kvenna kepptu KR og ÍBV til úrslita á Ásvöllum í gær. Leikurinn var hörkuspennandi og taugatitringur greinilega mikill hjá báðum liðum því bæði lögðu áherslu á að verjast vel og því var lítið um marktækifæri. Eftir venjulegan leiktíma var staðan því 0-0 og þurfti að grípa til framlengingar. KR-stúlkur voru ákveðnari og skoruðu eftir 5 mínútur og þar var að verki Hólmfríður Magnús- dóttir. Aðeins mínútu síðar bætti Anna Berglind Jóns- dóttir við öðru marki KR og innsiglaði þar með sigur- inn. ÍBV-stúlkur reyndu hvað þær gátu til að jafna leikinn og áttu nokkur ágæt færi en náðu ekki að skora að þessu sinni þrátt fyrir góðan leik. Bikarmót 16 ára og yngri í frjálsíþróttum fór fram um helgina: KR-ingar stóðu uppi sem sigurvegarar í 5. flokki karla í knattspyrnu eftir geysilega spennandi úrslitaleik er þeir unnu Fram, 2-1. KR íslandsmeistari í 3. flokki kvenna og 5. flokki karla: Börðust áfram Helgi Mar Pétursson og Teó- dór Elmar Bjarnason, KR-ingar, voru að vonum ánægðir eftir að titillinn var í höfn. „Ég var alveg pottþéttur á því að við myndum vinna þetta. Ég vissi að við myndum vinna á síð- ustu mínútunni. Þetta hefur gerst áður og við hættum aldrei. Á Shellmótinu lentum við undir, 2-1, í úrslitaleik. Það er skemmtilegast að spila boltanum og náttúrulega að skora og gefa góðar sendingar. Á fóstudaginn æfðum við hornspyrnur og auka- spymur og hvernig við ættum að skipuleggja leik okkar aðeins betur. Við byrjum alltaf illa og síðan bara kemur þetta,“ sagði Helgi Mar. „Maður er vanur að spila svona leiki. Það var bara mjög gaman að skora úrslitamarkið og mér leið bara vel. Ég er búinn að æfa í fjögur ár og stefni á at- vinnumennsku," bætti Teódór við. KR-stúlkur fögnuðu ákaft er þær sigruðu ÍBV, 2-0, í úrslitaleik íslandsmótsins í 3. flokki kvenna. Úrslit - úr bikarkeppni 16 ára og yngri á Laugarvatni 1. FH...............113,5 stig 2. ÍR-A ........-. . . . 103,5 stig 3. UMFA/Fjölnir.......80,5 stig 4. HSK.......................77 stig 5. UMSB ..............71,5 stig 6. ÍR-B ..............53,5 stig 7. ÚÍA.....................52,5 stig íslandsmet setti Ágústa Tryggvadóttir, HSK í kúluvarpi er hún kastaði 12,75 metra. Umsjón íris B. Eysteinsdóttir Enn vinnur FH hjálpuðu KR-stúlkur ákváðu að prófa að flétta hver aðra fyrir einn leik fyrr í sumar. Fléttumar virtust hjálpa og síðan hafa þær mætt 15 mínútum fyrr í alla leiki til að flétta hver aðra. „Á Pæjumótinu vorum við all- ar með fléttur í einum leik og síðan höfum við ekki tapað,“ sagði Sólveig Þórarinsdóttir fyr- irliði sem er í miðjunni á mynd- inni fyrir ofan ásamt markaskor- uranum Hólmfríði Magnúsdótt- ur og Önnu Berglindi Jónsdótt- ur. „Mér líður mjög vel núna. Þetta er mikið spennufall og létt- ir. Við áttum eiginlega fyrri hálf- leikinn og svo kom kafli í seinni hálfleik þar sem við duttum nið- ur en við rifum okkur upp í framlengingu og það dugði sem betur fer. Það var mjög mikið um kýlingar í leiknum. Við ætl- uðum nefnilega ekki að fá á okk- ur mark. Það er góð liðsheild og góður mórall í liðinu og það hjálpaði," sagði Sólveig. Bikarkeppni 16 ára og yngri fór fram í roki og rigningu á Laugar- vatni um helgina og það vom enn einu sinni FH-ingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar. í öðm sæti hafnaði A-lið ÍR og sameiginlegt lið Fjölnis og UMFA var í þriðja sæti. FH tefldi fram mjög sterku liði þar sem breiddin vai- mikil. FH- ingar hafa verið framarlega í frjáls- íþróttum í sumar og hafa staðið sig vel á flestum vígstöðvum. Um síð- ustu helgi urðu þeir bikarmeistar- ar fullorðinna og fyrr í sumar unnu þeir meistaramótið. Mótið fór fram samhliða keppni fuliorðinna í fjölþraut á glæsileg- um velli þeirra HSK-manna. Eitt íslandsmet féll í bikarkeppninni en það var heimakonan Ágústa Tryggva- dóttir sem setti glæsilegt met í kúluvarpi er hún kastaði 12,75 metra. Reyndar var Sigrún Fjeld- sted fyrr til að bæta gamla met- ið en hún kastaði kúlunni lengst 12,50 metra og bætti þar með íslands- metiö, en Ágústa kastaði enn lengra og eignaði sér metið. Ágústa keppti samhliða bikarkeppninni í fjölþraut fullorðinna og stóð sig með miklilli prýði þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára gömul. Hún hafnaði i öðru sæti með 4219 stig sem er aðeins 9 stigum lakara en sigurvegarinn í sjöþraut, Vilborg Jóhannsdóttir hlaut. „Mótið gekk mjög vel fyrir sig og var haldið á mjög góðum velli á Laugarvatni. Að vísu var veðrið frekar óhagstætt, rigning á köflum og nokkuð hvasst. Það hafði heil- mikil áhrif á árangur hjá krökkun- um. Það stóðst tímaseðill og fram- kvæmd vel,“ sagði Kári Jónsson úr mótsstjórn i lok mótsins en honum fannst krakkamir taka veðrinu vel. „Þau voru mjög jákvæð. Það var frábært að heyra þau tala sín á milli og segja að þetta væri jafnt fyrir alla. Árangurslega stendur þetta kúluvarp og hvað þessir krakkar era mörg mjög efnileg uppúr. Það er meiri breidd en mað- ur hefur séð lengi. Þarna vora að koma inn yngri krakkar en 16 ára og þar af leiðandi var þetta skemmtileg heild sem kom útúr þessu. FH er samt greinilega með langmesta breidd," sagði Kári. Stúlkurnar tilbúnar að hlaupa af stað í langhiaupi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.