Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1999, Page 9
MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 1999 29 I>V Sport * Maistjarna frá Svignaskaröi fékk bestan dóm hrossa t gæðingakeppni unglingaflokks á Suðurlandsmótinu eða 8,80 í einkunn. Knapi var Berg- lind R. Guðmundsdóttir. Viljar frá Skarði fékk hæstu einkunn í bama- flokki, 8,72, og var knapi Hekla K. Kristinsdóttir. Birna frá Húsavík fékk bestan dóm allra hrossa á síðsumarsýningu á Melgerðismelum fyrir helgi. Birna er undan Baldri frá Bakka og Jónu- Hrönn frá Holti og fékk 7,88 fyrir byggingu, 8,46 fyrir hæfileika og 8,17 í aðaleinkunn. Nýlega kynntu Þjóöverjar fæðingar- stað hestsins kunna Ófeigs, sem hef- ur verið veglaus til þessa en hann er að sögn Þjóðverja fæddur í Wegwerte í Sauerland Þýskalandi og er Herbert Klöpping ræktandinn. Bergur Bjarnason í Viðborðsseli er ekki sammála þessu og segir Ófeig fæddan hjá sér og hafi gegnt nafninu Rökkvi, undan Flosa frá Brunnum og Hörpu frá Viðborðsseli. Hann hafi selt Guörúnu Lárusdóttur hestinn og hún seldi hann Sigurbirni Bárð- arsyni sem seldi Ófeig til Þýska- lands. Fulldœmd voru tuttugu og þijú kyn- bótahross í Æðarodda nýlega. Stðð- hestur fékk 7,68 í aðaleinkunn en hæst dæmda hryssan var Tinna frá Reykjavík, sex vetra, undan Páfa frá Kirkjubæ og Bertu frá Vatnsleysu með 7,97 1 aðaleinkunn. Þóröur Þorgeirsson, til hægri, sýndi fimmtán kynbótahross á siðsum- arsýningunni á Hellu. Níu hryssur og einn stóðhestur fóru í fyrstu verölaun. Auk þess sýndi Þórður hæst dæmdu gæðingana í A- og B-flokki, Kjark frá Ásmúla í A- flokki, og fékk hann 8,91 í einkunn og Fönix frá Tjarnarlandi í B-flokki sem fékk 8,76 í einkunn. Um aðrar vegtyll- ur sjá grein um Suðurlandsmótiö. Stóöhesturinn Flóki frá Húsavík, fimm vetra, var eini stóðhesturinn sem var dæmdur á síðsumarsýningu á Melgerðismelum fyrir helgi. Flóki er undan Gusti frá Hóli II og Urð frá Hvassafelli og fékk 8,10 fyrir bygg- ingu, 7,81 fyrir hæflleika og 7,96 í að- aleinkunn. Friðdóra Friðriksdóttir varð skeið- meistari í 250 metra skeiði á Suður- landsmótinu og bar sigurorð af Jóni Gíslasyni og Kristjáni Magnússyni. Magnús Benediktsson varð skeið- meistari í 150 metra skeiði en með honum kepptu Siguröur V. Matthiasson, til hægri, Svanur Guðmundsson og Jóhann Þ. Jóhann- esson. Aðstœöur keppni á til skeið- Suðurlands- mótinu voru ekki góðar á laugardeg- inum, mótvindur og tímar ekki mjög góðir. Einkunnir gæðinga voru því hærri og í úrslitum fengu margir keppenda um og yfir 9,0 og héldu mótsgestir að þeir væri komnir á landsmót, þvílík var einkunnagleðin. Kristinn Hugason, fyrrverandi landsráðunautur, var á síðsumarsýn- ingunni á Hellu, ekki sem veitandi einkunna heldur sem vitjandi þeirra. Þóróur Þorgeirsson sýndi fyrir Kristin hryssuna Sólbrá frá Ytra- Dalsgerði. „Hún fékk ekki nema 8,5 fyrir skeið,“ sagði Kristinn en ég ætla að vona að dómararnir opni augun í yfirlitssýningunni og gefi henni hærra,“ sagði hann. Sólbrá fékk 9,0 á yfirlitssýningunni og fór í 8,04 í aðal- *■ einkunn. Dómarar á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi voru á einu máli um að hætta bæri öllum mælingum á fóta- og beislabúnaði fyrir keppni. Keppendur ættu sjálfir aö bera ábyrgð á þeim hlutum sem auövelt væri að mæla og vigta. Vera má að gott gengi íslenska hestaíþróttalandsliðsins á heims- meistaramótinu i Þýskalandi verði til þess að enn eitt landið verði numið, nefnilega Tékkland. Þórir Gunnars- son, veitingamaður í Prag, var meðal áhorfenda i Kreuth og hefur hug á að fá sér íslenska hesta á búgarð sinn og kynna meðal Tékka. Lagt er til aó Marko Mazeland veröi nýr sportfulltrúi FEIF og að nú- verandi sportfulltrúi, Tone Kolnes, taki við formanssætinu af Lasse Eklund. -EJ Erlingur Erlingsson kampakátur með hryssuna Trú frá Auðsholtshjáleigu, efst í 4 vetra flokki á Heliu. DV-mynd EJ - Daníel I. Smárason sigraði í öllum sjö keppnisgreinum sínum á Suðurlandsmótinu á Hellu Fáir knapar söfnuðu að sér gullverðlaunum á Suðurlands- mótinu á Hellu. Daníel I. Smárason náði stór- kostlegum árangri. Hann keppti í ungmennaflokki og sigraði í öllum sjö keppnisgreinunum og auk þess sýndi hann Seið frá Sigmundarstöðum í gæðinga- keppni ungmennaflokks en Seið- ur fékk þar 8,83. Daníel var með Seið í fjórgangsgreinunum og Vestfjörð frá Hvestu í fimm- gangsgreinunum. í meistaraflokki fékk Sigur- bjöm Bárðarson fimm gull fyrir sigur í 150 metra skeiði á Neista frá Miðey á 14,71 sek., fyrir sig- ur i 250 metra skeiði á Ósk frá Litla-Dal á 23,30 sek., í tölti sýndi hann Odd frá Blönduósi og í slaktaumatölti sýndi hann Húna frá Torfunesi. Auk þess fékk hann gull fyr- ir sigur í íslenskri tví- keppni. Guðmundur sigraði í fjórgangi á frá Miðhjáleigu, Jónasson sigraði i fimm gangi á Klakki frá Bú- landi en Þórður Þor- geirsson varð stiga- hæstur knapa. Sigurð- ur Sigurðarson fékk sex gullverðlaun í opnum flokki. í tölti, Qórgangi og ís- lenskri tvíkeppni var hestur hans, Númi frá Miðsitju, og í fimmgangi og skeið- tvíkeppni Tinna frá Flekkudal. Auk þess varð hann stigahæstur knapa. Þórður Þor- geirsson sigraði í gæðingaskeiði á Kjarki frá Ásmúla. í unglingaflokki sigraði Sylvía Sigurbjömsdóttir í fjór- gangsgreinunum tölti, fjórgangi og íslenskri tvíkeppni á Djákna frá Litla-Dunhaga. Sigurður St. Pálsson sigraði í fimmgangi á Hoffu frá Samtúni og Kristján Magnússon varð stigahæstur keppenda. Linda R. Pétursdóttir sigraði í íslenskri tví- keppni í barnaflokki á Fasa frá Nýjabæ og varð einnig stigahæsti kepp- andinn. Hermann R. Unn- arsson sigraði í fjórgangi á Sóta frá VaUanesi og Laufey G. Kristinsdóttir sigraði í tölti á Gyrði frá Skarði. -EJ Smára- son með Seið fró Sig- mundarstöð- um sem stóð efstur gæð- inga í ung- mennaflokki. DV-mynd EJ Kynbótahrossasýning á Hellu: Sú besta til þessa Síðsumarsýningar á Hellu verða umfangsmeiri með hverju árinu sem líður. Að þessu sinni vora dæmd um 190 hross og var útkoman sérstaklega glæsUeg og telst vera ein af bestu á kynbóta- hrossasýningu á íslandi tU þessa. Einn stóðhestur og 29 hryssur fengu hærri aðal- einkunn en 8,00 og 3 hryssnanna yfir 8,20. Þrúður frá Hólum, undan Vafa frá Kýrholti og ÞöU frá Hólum, fékk hæstu einkunn mótsins, 8,22. Byggingin gaf 8,25 og hæfileikamir 8,19. Fjöður frá Ási I fékk 8,21 og Lilja frá Litla-Kambi 8,14. 24 í elsta flokki fengu 8,00 eða meira í aðaleinkunn. í 5 vetra flokki stóð efst Gyðja frá Lækjarbotnum, undan Baldri frá Bakka og Heklu-MjöU frá Lækjabotn- um með 8,23 fyrir byggingu, 8,11 fyrir hæfileika og 8,17 í aðaleinkunn. Ambátt frá Kanastöðum fékk 8,06, Spes frá Skarði 8,01 og Eik frá Stóra-Hofi 8,00. Trú frá Auðsholtshjáleigu tók mikið einkunnastökk frá því á sýningu í Víðidal í vor er hún fékk 7,96 í aðalein- kunn. Hún er fjögurra vetra- og fékk nú 8,21 í aðaiein- kunn. Trú er undan Orra frá Þúfu og Tign frá Enni og fékk 8,00 fyrir byggingu og 8,41 fyrir hæfleika. Drífa frá Hlemmiskeiði III fékk 8,01 og Þula frá Káifholti II fékk 7,99. Straumur frá Hóli, í elsta flokki stóðhesta, undan Hirti frá Tjöm og Blesu frá Möðrufelli, fékk 7,93 fyrir byggingu, 7,87 fyrir hæfi- leika og 7,90 í aðaleinkunn. SpegiU frá Kirkjubæ fékk hæstu einkunn 5 vetra hestanna. Hann er und- an Loga frá Skarði og Spes frá Kirkjubæ og fékk 8,13 fyrir bygg- ingu, 8,01 fyrir hæfi- leika og 8,07 i aðal- einkunn. Prins frá Skammbeinsstöðum fékk 7,85 og Eyvind- ur frá Gunnarsholti 7,81. Ekki var fuU- dæmd- ur hest- ur i 4 vetra flokki. EJ Hestamolar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.