Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Blaðsíða 2
Netið ekki tilbúið fyrir 2000-vandann: Gæti hrunið víða um heim - mjög erfitt að spá fyrir um afleiðingarnar Um þessar mund- ir gera stofnanir og fyrirtæki flest sem í þeirra valdi stendur til að vera vel und- irþúin undir 2000-vandann alræmda sem mun skella á með fullum þunga um næstu áramót. Sérfræðingar á þessu sviði segja að vissulega sé mörgum þeirra að heppnast undir- þúningurinn en þeir hafa áhyggjur af því að stærsta og flóknasta tölvunet í heimi - sjálft Intemetið - muni ekki ráða við vandann. Sökum þess hve Netið er dreift og enginn einn hefur yflrumsjón með því er nær vonlaust að vita hvemig það muni bregðast við um næstu áramót og jafnvonlaust að prófa það allt í heild sinni. Því veit enginn hvort hlutar Netsins muni hrynja, hvort tölvupóstur sem sendur er milli heimshluta muni glatast eða tefjast á leið sinni eða hvort netnot- endur muni ekki geta nýtt sér ýmsa netþjónustu á fyrstu dögum næsta árs. Grunnurinn ekki tilbúinn Eitt er hins vegar ljóst: Margir grunnhlutar Netsins, hlutar sem ganga undir nöfnum eins og beinir (e. router) og leiðargreinir (switch), em ekki undirbúnir fyrir 2000-vand- ann og geta þess vegna hætt að virka ef þeir eru ekki lagfærðir eða skipt um þá fyrir áramót. Cisco Systems Inc., fyrirtæki sem er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu búnaðar sem notaöur er við rekstur Netsins, hefur á heimasíðu sinni, www.cisco.com, lista yfir 25 vörur frá fyrirtækinu sem era ekki tilbúnar fýrir 2000-vandann. Að auki era svo nefndar á síðunni rúmar 30 vörur í viðbót sem fyrirtækið hyggst ekki prófa hvort muni þola áramótin, vegna þess að þær séu einfaldlega orðnar of gamlar. Samt er ekki lengra en þrjú ár síðan sumar þessara vara voru seldar og margar þeirra eru í fullri notkun enn þann dag í dag. Fýrir skömmu var haldin ráð- stefna sérfræðinga um þessi mál þar sem kom fram að ástandið hvað Sökum þess hve Netið er dreift og enginn einn hefur yfirumsjón með því er nær von- laust að vita hvernig það muni bregðast við um næstu áramót og jafnvonlaust að prófa það allt í heild sinni. þetta varöar í Bandaríkjunum væri í nokkuð góðu lagi. Það er gríðarlega mikilvægt þar sem langstærsti hluti umferðar um Netið fer í gegnum Bandaríkin. Hins vegar töldu fræð- ingamir mögulegt að Netið gæti hranið annars staðar í heiminum, sérstaklega í löndum sem era skemmra á veg komin tæknilega séð. Mikil óþægindi Fram kom hjá þeim að menn hafi Enn einn tölvuvírusinn: Jólaglaðningur þann 25. desember og er að mörgu leyti líkur Chemo- byl-vírasnum sem hrelldi tölvueig- endur víða um heim nú í vor. Sér- fræðingar segja að hann sé talsvert skæður að því leyti að hann vinni talsverðar skemmdir á sýktum tölv- um en akkillesarhæll hans er hins vegar að hann hefur ekki náð mik- illi útbreiðslu. Nú þegar hafa marg- ir framleiðendur vírasvamaforrita sett lækningu við þessum ,jólavír- us“ inn i forrit sín og búast má við að ekki verði langt að bíða þess að öll vírasvamarforrit geti eytt hon- um. Því ættu tölvueigendur að passa að uppfæra vírasvamir sínar í haust svo þeir fari nú ekki í jóla- köttinn þann 25. desember. Sérfræðingar segja að hann sé talsvert skæð- ur að því leyti að hann vinni talsverðar skemmdir á sýktum tölvum en akkillesar- hæll hans er hins veg- ar að hann hefur ekki náð mikilli útbreiðslu. Það verða ekki bara jólasveinar sem láta á sér kræla næstu jól því skæður tölvuvírus mun skjóta upp kollinum á jóladag og hrella þá sem eru ekki með vírusvarnir í lagi. Sérfræðingar í vírusvömum hafa fundið vír- us sem mögu- lega getur valdið talsverðum usla þegar hann verður virkur á jóladag. Hann mun geta þurrkað út allt af hörðum diski sýktra tölva og að auki orðið þess valdandi í sumum tilvikum að ekki verður hægt að endurræsa tölvumar. Hann getur einungis valdið skemmdum á tölv- um sem nota stýrikerfin Windows 95, 98 og NT frá Microsoft. Vírasinn kallast Win32.Kriz.3862 i ■ > mn i > TRIM á íslandi Skipulag og skjöl ehf. hefur nú fengið um- boð fyrir skjalastjórnun- arhugbúnað- inn TRIM frá Ástralíu. Margir hér á landi vita af TRIM-kerf- inu en vantað hefur íslenskan þjónustuaðila. Samkvæmt upplýsingalögum er opinber- um vinnustöðum skylt að taka upp skjalastjómun og einka- fyrirtæki huga nú að slíkri stjómun til að efla samkeppn- isstöðu sína og byggja upp þekkingarstjómun. TRIM-kerfið býður upp á þann möguleika aö öllum skjölum vinnustaðar sé stjórn- að óháð formi þeirra flívort sem þau er t.d. á pappír eða rafræn). Skjölin verða að- gengileg í dagsins önn og byggja má upp rafrænt skjala- safn fyrirtækis. TRIM-kerfið er tæki til að stjóma skjölum vinnustaðar eins og sett er fram af alþjóða skjalastjórnunarfélaginu og hefur kerfið hlotið fjölda við- urkenninga á alþjóðavett- vangi. JJiUJ-iUil/1 Þeir eru margir sem gætu lent í vandræðum ef Netið tekur upp á því að hrynja víðs vegar um heiminn vegna 2000-vandans. Meðal þeirra sem gætu orðlð hvað verst úti eru þeir sem stunda vinnu sína á Netinu. hingað til ekki haft mjög miklar áhyggjur af 2000-vandanum á Net- inu vegna þess að önnur mál tengd vandanum hafi hingað til verið tal- in mikilvægari. „Ef allt rafmagn fer af þá er líklegt að fólk hafi um ann- að að hugsa en hvort Intemetteng- ingin sé í lagi,“ benti einn ráö- stefnugesta á. En þrátt fyrir að fólk sé ekki í beinni lífshættu þó Netið detti út um einhvem tíma getur það valdið miklum óþægindum hjá milljónum manna. Gríðarlegur fjöldi fólks byggir atvinnu sína á netstarfsemi og myndi það eðlilega vera í vond- um málum ef Netið myndi hrynja. Einnig treysta margir þeirra sem búa fjarri heimalöndum sínum á góð netsamskipti, sérstaklega ef þeir era erlendis starfs síns vegna. Eins og áður sagði er þó enn ekki hægt að segja til um það hvemig ástandið verður á Netinu þann 1. janúar árið 2000. Netverjar verða bara að bíða spenntir með kross- lagða fingur þangað til. -KJA Heilastarfsemi fósturs könnuö: Hlusta á tónlist í móðurkviði Með nýrri tækni sem gerir lækn- um kleift að skanna heila fósturs i móðurkviði hefur komið í ljós að fóstur geta heyrt tónlist á meðan þau eru enn í móðurkviði. Áður fyrr var aðeins hægt aö dæma um við- brögð fósturs eftir því hvort það hreyfði sig eða ekki en þessi nýja aðferð gefur vísindamönn- um tækifæri til að fylgjast með heilastarfsemi fósturs. Heilaskönnunin leiddi í ljós að heilastarfsemi fósturs eykst mjög mikið þegar leikin er tónlist fyrir það. Prófunin fór þannig fram að þrjár mæður voru látnar taka upp stutta vögguvísu og var síðan upptakan spiluð nokkrum sinn- um með nokkurra sekúndna millibili við maga móðurinnar. í Ijós kom að heilastarfsemi tveggja þessara bama jókst meðan á til- rauninni stóö. Vísindamenn segja þessa að- ferð við að rannsaka heilastarf- semi ungbama vera stórt skref fyrir læknavísindin. Með henni verður t.d. hægt að finna út hver sé eölileg heilastarfsemi fóstra og. í kjölfarið verður hægt að rannsaka að hvaöa leyti heila- starfsemi fóstra sem era á ein- hvem hátt líkamlega fötluð er frábragðin því sem eðlilegt er. Rannsóknir hafa sýnt að fóstur geta hlustað á tónlist í móður- kviði og eykst heilastarfsemi þeirra verulega við það. Prófunin fór þannig fram að þrjár mæð- ur voru látnar taka upp stutta vöggu- vísu og var síðan upptakan spiluð nokkrum sinnum með nokkurra sek- úndna millibili við maga móðurinnar. í Ijós kom að heila- starfsemi tveggja þessara barna jókst meðan á tilrauninni stóð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.