Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1999, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1999, Side 3
MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 1999 21 Sport Gunnar til Roda Gunnar Einarsson knattspyrnumaður er kominn á ný til hollenska A-deildar- liðsins Roda en hann var leigður til Ven- lo í B-deildinni seinni hluta síðasta tíma- bils. Gunnar var í leikmannahópi Roda þegar liðið sigraði Nijmegen, 4-3, í fyrra- kvöld. -VS Genk með sýningu Genk burstaði Standard Liege, 4-0, í belgísku A-deildinni í knattspymu í gærkvöld, í vígsluleik á nýjum velli félagsins. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik, Hendrickx gerði tvö og Horvath tvö, og kom eitt þeirra eftir homspymu Bjarna Guðjónssonar, sem lék vel í stöðu hægri bakvarðar. Þórður Guðjónsson spilaði á miðjunni hjá Genk, var ekki áberandi en þó mjög virkur í miðvallarspilinu. -KB/VS „Svekkjandi" „Það var svekkjandi að fá ekki að minnsta kosti stig gegn Rangers. Við vor- um mikið betri á löngum köflurn," sagði Ólafur Gottskálksson, markvörður Hib- ernian, sem lék mjög vel gegn skosku meisturunum á laugardag eins og frám kemur á bls. 20. -VS STy) ítalía Bologna - Torino..............0-0 Fiorentina - Bari.............1-0 1-0 Chiesa (46.) Inter Milano - Verona.........3-0 1-0 Vieri (16.), 2-0 Vieri (53.), 3-0 Vieri (65.) Juventus - Reggina ...........1-1 1-0 Inzaghi (30.), 1-1 Kallon (47.) Lecce - AC Milan..............2-2 0-1 Weah (55.), 1-1 SDavino (60.), 1-2 Shevchenko (70.), 2-2 Lucarelli (81.) Perugia - Parma ..............1-1 1-0 Olive (46.), 1-1 Stanic (77.) Piacenza - Roma ..............1-1 O-l Totti (13.), 1-1 Stroppa (82.) Venezia - Udinese ............1-1 0-1 Muzzi (54.), 1-1 Maniero (71.) Lazio - Cagliari .........í kvöld ÞÝSKAUMP Kaiserslautern - Bielefeld . . . 0-2 0-1 Labbadia (51.), 0-2 Meissner (87.) Schalke - Hamburger SV .... 1-3 1-0 Wilmots (31.), 1-1 Hollerbach (45.), 1-2 Kovac (54.), 1-3 Hoogma (58.) Bayern Miin. - Unterhaching . 1-0 1-0 Cruz (40.) Stuttgart - Leverkusen ..1-2 1-0 Zoldo (26.), 1-1 Pontes (44.), 1-2 | Beinlich (77.) Wolfsburg - Hansa Rostock . . 2-0 1-0 Weiser (11.), 2-0 Nowak (43.) Hertha Berlín - Bremen...1-1 1-0 Aracic (10.), 1-1 Bogdanovic (75.) Freiburg - 1860 Munchen . . . 3-0 1-0 Zkitischwili (44.), 2-0 Gunes (80.), 3-0 Slimane (88.) Ulm - Dortmund .............0-1 0-1 Bobic (11.) Frankfurt - Duisburg........2-2 1-0 Salou (24.), 1-1 Osthoff (37.), 2-1 Gie-Mien (47.), 2-2 Wolters (75.) Hamburger 3 2 1 0 8-3 7 Frankfurt 3 2 1 0 8-4 7 Leverkusen 32104-1 7 Wolfsburg 3 2 0 1 5-3 6 Dortmund 3 2 0 1 3-2 6 Hertha 3 1 2 0 7-4 5 Bielefeld 3 1 2 0 4-2 5 Freiburg 3 1116-4 4 Bayern M. 3 1 1 1 3-4 4 Schalke 3 1113-4 4 1860 M. 3 1 0 2 5-6 3 Unterhach. 3 1 0 2 24 3 Rostock 3 1 0 2 6-9 3 Kaisersl. 3 1 0 2 3-6 3 Bremen 3 0 2 1 1-2 2 Duisburg 3 0 2 1 24 2 Ulm 3 0 1 2 2-6 1 Stuttgart 3 0 12 1-5 1 Santa Cruz, hinn 18 ára gamli piltur frá Paraguay, tryggði Bayem sinn fyrsta sigur á tímabilinu með glæsi- legu marki gegn nágrönnunum og nýliðunum í Unterhaching. Uppselt var á leikinn, áhorfendur 63 þúsund, enda í fyrsta skipti sem þessi lið mætast' i deildakeppninni. Bayern Miinchen hefur sektað franska bakvörðinn Bixente Lizar- azu um 400 þúsund krónur fyrir að slá félaga sinn, Lothar Mattháus, á æfingu á fostudaginn. Mattháus segir aö allir séu yfírspenntir vegna slæmrar byrjunar liðsins á tímabil- inu, þeirrar verstu i átta ár. Frankfurt nýtti ekki gullið tækifæri til að taka hreina forystu í deildinni og mátti sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Duisburg í gær. Bachirou Sal- ou skoraði þar sitt fjórða mark fyrir Frankfurt í fyrstu þremur um- ferðunum. Frankfurt hafði unniö sex deildaleiki í röð, fjóra síðustu í fyrra þegar liðiö bjargaði sér frá faíli á ævintýralegan hátt, og tvo fyrstu á þessu tímabili. Helgi Kolviðsson lék fyrri hálfleik- inn með Mainz sem tapaði, 3-0, fyrir Cottbus í B-deildinni. -VS Fyrsta umferðin í ítölsku knattspyrnunni: Marcelo Salas tryggði Lazio 1-0 sigur á Manchester United í leik liðanna um Stórbikar Evrópu í Mónakó á fóstudagskvöldið. Lazio var mun betri aðilinn og Alex Ferguson, stjóri United, spáði liðinu ítalska meistaratitlinum eft- ir leikinn. Brian Laudrup skoraði eitt marka Ajax í 0-3 sigri á Cambuur í hollensku A-deild- inni. Feyenoord vann Heerenveen, 3-1, og PSV sigraði Fortuna Sittard, 2-1. Stórveldin þrjú, Feyenoord, PSV og Ajax, byrja því öll vel og hafa öll fullt hús stiga eftir þrjár umferð- ir. Willem II er 1 fjórða sætinu með 7 stig. Katrín Jónsdóttir og stöllur hennar í Kolbotn steinlágu fyrir toppliðinu Asker, 4-0, í norsku A- deildinni á laugardag- Helgi Sigurósson lék síðustu 22 mínúturnar með Panathinaikos sem sigraði Ionikos, 1-0, í 2, um- ferð grisku bikarkeppninnar. AGF tapaði fyrir Silkeborg, 2-0, í dönsku A- deildinni í gær. Ólafur H. Kristjánsson lék á miðjunni hjá AGF en Tómas Ingi Tómasson var ekki með. Önnur úrslit: Bröndby-Herfólge 2-2, Esbjerg-AB 0-1, Vejle-Viborg 2-3, OB-AaB 2-2. AB er efst með 16 stig en Bröndby og AaB koma næst með 13 og Herfölge með 12. Morten Olsen var í gær ráðinn þjálfari danska landsliðsins í knattspyrnu, frá og með 1. júlí á næsta ári, og þá tekur hann við af Bo Johansson. Ráðningin er miðuö við að Danir komist i úrslitakeppni EM næsta sumar en að öðrum kosti hættir Jo- hansson eftir undankeppnina í haust. Arnar Þór Viöarsson átti þokkalegan leik á miðjunni hjá Lokeren þegar liðið gerði jafntefli, 0-0, við nýliðana í Geel í belgísku A-deildinni í fyrrakvöld. Þjálf- aralaust lið Lokeren lék illa og forseti félagsins refsaði leikmönnum með þvi að láta þá mæta á aukaæfingu í gær- morgun. Club Brugge er eina liðið með fullt hús stiga í Belgíu, hefur 12 stig eftir 0-2 sig- ur á Aalst. Anderlecht gerði óvænt 3-3 jafntefli heima við Lommel og er með 10 stig, eins og Westerlo. Síðan koma Gent og Lierse meö 9 stig og Genk með 8 stig. Lokeren er í þriðja neðsta sætinu með 2 stig eftir fjór- ar umferðir. Paris SG tapaði i gærkvöld sínum fyrsta leik í frönsku A-deildinni á tímabilinu, 1-0 gegn Lyon. Sonny Anderson skoraði sigurmarkið. Mónakó náði í staðinn forystunni í deildinni með 3-0 sigri á Troyes og skoraði David Trezeguet tvö mark- anna. Mónakó, Paris SG, Lyon og Auxerre hafa 10 stig hvert á toppnum i Frakklandi en Nantes og Strasbourg eru með 9 og Bordeaux með 8 stig. -KB/VS Christian Vieri a fleygiferð f leiknum gegn Verona í gær. Reuter Verona Christian Vieri sló gegn í fyrsta leik sín- um með Inter Milano í gær þegar liðið sigraði Verona sannfærandi, 3-0, j í fyrstu umferð ítölsku A-deildar- innar. Vieri, sem Inter keypti frá Lazio í sumar, skoraði öll þrjú mörkin og gaf til kynna að hann og Inter ætluðu sér stóra hluti í vetur. Ronaldo kom inn á sem varamaður hjá Inter um miðj- an síðari hálfleik, fyrir Ivan Zamorano, og mínútu síðar kom þriðja og síðasta markið frá Vieri. „Ég er mjög ánægður með þennan afgerandi sigur eftir alla þá gagnrýni sem við fengum á undirbúningstímabihnu," sagði Marcello Lippi, þjálfari Inter. Önnur ný stjarna í Mílanóborg, úkraínski miðherjinn And- reij Shevchenko, byrjaði líka á að skora. Hann gerði seinna mark meistara AC Milan sem máttu sætta sig við jafntefli, 2-2, gegn nýliðum Lecce. Enrico Chiesa leysti meiddan Gabriel Batistuta af hólmi og tryggði Fiorentina 1-0 sigur á Bari. Parma, enn i sárum eftir að hafa fallið fyrir Glasgow Rangers í slagnum um sæti í meistaradeildinni, slapp fyrir horn gegn Perugia þegar Mario Stanic jafnaði metin seint í leiknum. Juventus mátti sætta sig við jafntefli á heimavelli gegn nýliðum Reggina i gærkvöld. -VS sigri á Bland í noka Vieri - skoraði öll mörk Inter í Bið hjá Guðjóni Það skýrist ekki fyrr en síðar i vikunni hvort Lokeren í Belgíu fái Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfara í knatt- spymu, til sín til viðræðna um þjálfarastööuna hjá félag- inu. Georges Leekens, nýrekinn landsliðsþjálfari Belga, er enn fyrsti valkostur og hvort hann verður ráðinn eða ekki kemur i ljós eftir nokkra daga en forseti Lokeren er fjarverandi fram eftir vikunni. Verði Leekens ekki ráðinn vill forseti Lokeren semja við Guðjón en samkvæmt heimildum DV er hann mjög hrif- inn af hugmyndum íslendingsins um þjálfun og segir þær fara vel saman við sínar. Guðjón mun hafa fengið vilyrði frá Knattspymusambandi íslands um að losna þaðan þann 9. september, eða eftir leikinn við Úkraínu, ef honum verður boðin þjálfarastaðan hjá Lokeren. Hann myndi þó væntanlega stýra landsliðinu gegn Frökkum í október. -KB/VS Eyjólfur fer í uppskurð - í dag og missir af landsleikjunum Eyjólfur Sverrisson, einn burða- rása landsliðsins í knattspyrnu, verður skorinn upp á hné í Berlín í dag. Hann missir þar með af lands- leikjunum við Andorra og Úkraínu, og væntanlega einnig leiknum í Frakklandi í október. Þá verður hann ekki með Herthu Berlín í tveimur fyrstu umferðunum í meist- aradeildinni. „Það var ekki um annað að ræða, ég hef verið slæmur í hnénu í fimm vikur og gat orðið ekki æft eða spil- að án þess að fá sprautur. Það er fúlt að missa af því sem er framund- an hjá landsliðinu og Herthu en ég verð frá í einar 4-5 vikur,“ sagði Eyjólfur við DV í gærkvöld. Hertha gerði 1-1 jafntefli við Bremen á heimavelli á laugardag- inn og Eyjólfur var að dómi Berliner Zeitung annar tveggja bestu leikmanna Herthu. Hann lék allan tímann í vörn liðsins. „Það var súrt að vinna ekki leik- inn, við vorum mun betri og þeir skoruðu algjört grísamark, boltinn skrúfaðist af hausnum á einum þeirra í markhornið hjá okkur,“ sagði Eyjólfur Sverrisson. -VS íþrótta- og Ólympíusamband íslands auglýsir: r r Þjálfarastyrkir ISI Verkefnasjóður íþrótta- og Ólympíusambands íslands auglýsir hér með til umsóknar styrki fyrir íþróttaþjálfara til að kynna sér þjálfun erlendis. Veittir verða 8 styrkir, hver að upphæð kr. 50.000. Við úthlutun verður leitast við að styrkja sem flestar íþróttagreinar. Þjálfarar hvers kyns hópa (afreksmanna, barna og unglinga o.s.frv.) koma jafnt til greina við úthlutun. Konur eru sérstaklega hvattar til að sækja um styrkina. Umsóknum með lýsingu á náms- og starfsferli, auk greinargóðra lýsingar á fyrirhugaðri ráðstöfun styrksins og ávinningi íþróttahreyfingarinnar af henni, skal skilað til skrifstofu ÍSÍ, íþróttamiðstöðinni í Laugardal, fýrir 20. september nk. Frekari upplýsingar veitir Kristinn Reimarsson, sviðsstjóri Útbreiðslu- og þróunarsviðs á skrifstofu ÍSÍ, eða í síma 581 3377.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.