Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1999, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 1999
23
Sport
Stjórnað með GSIVI
Sigurður Grétarsson, þjálfari Breiða-
bliks, var i leikbanni þegar lið hans tap-
aði fyrir Vikingi, 1-0, í úrvalsdeildinni á
fostudagdskvöldið. Hann tók þó þátt í
leiknum með því að vera í GSM-sam-
bandi við Jón Þóri Jónsson, aðstoðar-
mann sinn, sem stýrði Blikum af vara-
mannabekknum. -VS
Fjögur mörk Aftureldingar
Afturelding vann Hugin/Hött, 4-2, í fyrri leik liðanna í und-
anúrslitum 3. deildar karla á laugardag en sigurvegarinn úr
viðureignum liðanna tryggir sér sæti í 2. deild. Þorvaldur
Árnason gerði 2 mörk og Halldór Halldórsson og Jón Rúnar
Ottósson eitt hvor en fyrir austanmenn skoraði Hallur K. Ás-
geirsson sem hefur gert öll 6 mörk liðsins í úrslitakeppninni.
í hinum leiknum gerðu Njarðvík og KÍB 0-0 jafntefli. -ÓÓJ
Att þátt í 11 í röð
Grétar Ólafur Hjartarson hefur verið
allt í öllu í sóknarleik Grindvíkinga í
sumar. Grétar skoraði í sjötta leiknum í
röð gegn Keflavik og hefur átt þátt í síð-
ustu 11 mörkum liðsins, skorað 7 og lagt
upp 4. Alls hefur Grétar skorað 10 mörk í
sumar og lagt upp fjögur. -ÓÓJ
Sindri byrjar vel
Stelpumar í Sindra byrja úr-
slitakeppni 1. deildar kvenna vel
en liðið vann FH 3-0 á heimavelli
á laugardag í 1. umferð. Það var
Jóna Benný Kristjánsdóttir sem
gerði þrennu fyrir Sindra í leikn-
um.
í hinum leiknum vann sameig-
inlegt lið Þórs og KA lið RKV 2-1 á
Akureyri. Lóa Björg Gestsdóttir
skoraði fyrir RKV en Guðrún Við-
arsdóttir skoraði fyrir Þór/KA en
hitt markið var sjálfsmark gest-
anna. -ÓÓJ
Grétar
Hjartarson og
Scott Ramsey
sáu um öll mörk
Grindvíkinga
Keflavík og
fagna hér
sigurmarki
Grétars.
DV-mynd E.ÓI.
Keflavík2(l) - Grindavík 3 (1)
Bjarki Guðmundsson @ - Ragnar Steinarsson,
Marko Tanasic, Kristinn Guðbrandsson @ - Gestur
Gylfason (Magnús Þorsteinsson 82.), Snorri M. Jónsson (Rútur Snorra-
son 57.), Gunnar Oddsson, Zoran Daníel Ljubicic, Eysteinn Hauksson
j © - Kristján Brooks, Þórarinn Kristjánsson.
Gul spjöld: Tanasic, Zoran Daníel.
mmM|M Albert Sævarsson - Sveinn Ari Guðjónsson (Hjálm-
ASiÍMÍÉÉaiaM ar Hallgrímsson 75.), Guðjón Ásmundsson ©, Stevo
l Vorkapic ©@, Bjöm Skúlason - Duro Mijuskovic, ðli Stefán Fló-
| ventsson @, Sinisa Kekic @, Vignir Helgason (Ólafur Ingólfsson 75.)
; - Scott Ramsev ©(Jóhann Helgi Aðalgeirsson 89.), Grétar Ólafur
Hjartarson @@. Gul spjöld: Albert, Óli Stefán, Vorkapic, Ramsey.
Keflavík:
Keflavik - Grindavik Keflavík - Grindavik
Markskot: 8 13 Horn: 8 1 Áhorfendur: Um 650. j Völlur: Sæmilegur en blautur j Dómari: Jóhannes Valgeirs- 1 son sem dæmdi vel.
Maður leiksins: Grétar Olafur Hjartarson, Grindavík
Sannkallaður markvarðarhrellir, skoraði tvö og lagði upp eitt.
BGÍ-'V-
DEILD KARLA
—------------
Tindastóll - Þór................4-1
Guðjón Jóhannsson, Sverrir Þór
Sverrisson, Atli Björn E. Levy, Jos-
eph Sears - Elmar Eiriksson.
Léttir - Selfoss................2-1
Óskar Grétarsson, Þórir Ingólfsson -
Jón Steindór Sveinsson.
Völsungur - HK..................0-2
Eyþór Sverrisson, Stefán Guðjónsson.
Ægir - Sindri...................0-7
Hermann Stefánsson 3, Ármann
Björnsson 2, Pálmar Hreinsson, Alm-
ir Mestovic.
Leiknir R. - KS ................0-2
Haseta Miralem 2.
Tindastóll 16 12 2 2 53-10 38
Sindri 16 8 7 1 26-5 31
Þór A. 16 8 3 5 30-24 27
KS 16 8 2 6 19-18 26
Selfoss 16 7 4 5 35-30 25
Leiknir R. 16 6 6 4 26-21 24
HK 16 5 4 7 27-35 19
Léttir 16 3 4 9 25-45 13
Ægir
Völsungur
19-44
14-42
Tindastóll tryggði sér meistaratitil
2. deildar og sæti í 1. deild með ör-
uggum sigri á Þórsurum.
Sindri er með 1. deildarsætið í hönd-
unum og dugar að vinna Létti eða
Völsung. Ægir og Völsungur þurfa
hins vegar nánast kraftaverk til að
forðast fall í 3. deild.
Grindavík
- vann fyrsta sigurinn á Keflvíkingum á útivelli
Grindvíkingar höfðu betur í slag
sínum við Keflvíkinga í Keflavík á
laugardaginn og fengu 3 dýrmæt stig
í slagnum um að halda úrvafsdeild-
arsæti sinu. Keflvíkingar dragast að
sama skapi niður í botnpakkann í
stað þess að berjast við Skagamenn
um Evrópusæti sem hefði orðið
raunin með sigri þeirra. Leikurinn
var nánast í startholunum þegar
Grétar hafði komið Grindvíkingum
yfir, nánast eins og forgjöf tii Grind-
víkinga.
Grindvíkingar voru þó öllu beitt-
ari upp við mark Keflvíkinga og áttu
góðar rispur upp völlinn gegn fá-
mennri vörn Keflvíkinga. Bjarki
varði vel frá Grétari á 22. mínútu en
Grétar átti mjög góðan leik í fram-
línu Grindvíkinga.
Eysteinn Hauksson jafnaði síðan
fyrir heimamenn skömmu fyrir leik-
hlé með góðu marki beint úr hom-
spyrnu, annað mark hans í sumar
frá hornfánanum, sem hlýtur að telj-
ast einstakt.
Keflvíkingar byrjuðu seinni háif-
leikinn mjög sprækir og gerðu
harða hríð að vörn Grindvíkinga
sem hélt vel með Stevo Vorkopic
sem kóng í ríki sínu. Þegar illa gekk
fóru Keflvíkingar að missa einbeit-
inguna og sendingar urðu ómark-
vissar. Þetta skapaði usla í varnar-
línu Keflvíkinga sem léku að vanda
með 3 menn aftast en áttu að eiga
stuðning miðjumanna vísan. Þegar
boltinn tapast hins vegar á miðju-
svæðinu er voðinn vis þegar miðju-
menn sitja eftir eins og kom oft fyr-
ir hjá Keflvíkingum.
Annað mark Grindvíkinga kom
einmitt eftir slík mistök þar sem
fljótir framherjar Grindvíkinga,
Grétar Ólafur og Scott Ramsey, léku
í gegn og Scott lauk sókninni með
marki á 64. mínútu. Keflvíkingar
jöfnuðu jafnharðan með vítaspymu
en Grétar Ólafur skoraði síðan sig-
urmark Grindvíkinga eftir svipuð
mistök á miðjunni og áður. Keflvík-
ingar reyndu hvað þeir gátu að jafna
leikinn en án árangurs og urðu að
sjá á eftir stigunum til gestanna.
Svekkjandi
„Það var svekkjandi að tapa þess-
um leik. Við héldum að við værum
komnir út úr þessu. Það má segja að
leikurinn í hnotskurn hafi verið að
við vorum með boltann. Þeir vörð-
ust vel og nýttu færin. Það er ekkert
við því að segja. Ég æfi hornspyrnur
og ég er svo sem ekki að hugsa um
annað en að koma boltanum inn á
hættuleg svæði, ekkert endilega að
skora, en það er líka allt í lagi,“
sagði Eysteinn Hauksson, Keflavík.
Léttir á okkur
„Það léttir vissulega á okkur að
ná í stigin hér í Keflavík. Við spiluð-
um ágætlega eins og mér finnst við
hafa verið að gera í undanfornum
leikjum. Deildin er öll í einum
hrærigraut þannig að við verðum að
klára þá leiki sem við eigum eftir,“
sagði Guðjón Ásmundsson fyrirliði
Grindvíkinga. -FÓ
Víkingur 1(1) - Breiöablik 0
Gunnar S. Magnússon @@ - Arnar Hallsson, Gor-
_____ don Hunter (Daníel Hjaltason, 24.), Sigurður Sig-
hvatsson, Þorri Ólafsson - Hólmsteinn Jónasson @, Alan Prentice,
Bjami Hall @ (Daníel HaQiðason 66.), Lárus E. Huldarsson - Jón Grét-
ar Ólafsson @ (Þrándur Sigurðsson 77.), Sumarliði Ámason.
Gul spjöld: Bjami, Sumarliði og Láras.
MMHnnM Atli Knútsson @ - Hjalti Kristjánsson @, Ásgeir
liÉjUiSiUaaB Baldurs @, Che Bunce, Guðmundur Ö. Guðmunds-
son (Guðmundur K. Guðmundsson 45.) - Guðmundur Gíslason, Salih
Heimir Porca, Hákon Sverrisson, Hreiðar Bjarnason - Marel J. Bald-
vinsson (Pétur Jónsson 71.), Bjarki Pétursson (Atli Kristjánsson 66.).
Gul spjöld: Bunce, Guðmundur Ö. og Porca.
Víkingur:
Vikingur - Breiðablik
Markskot: 13
Horn: 2
Áhorfendur: 543.
Vikingur - Breiðablik
Völlur: Laugardalsvöllur
Dómari: Egill Már Markús-
son, mjög góður.
Hvaö er grænt?
- fallbarátta Blika hafin fyrir alvöru
0-A Grétar Hjartarson (3.) með
w v góðum skalla fram hjá
Bjarka í markinu eftir fyrirgjöf Sveins
Ara Guðjónssonar frá hægra kanti.
0-0 Eysteinn Hauksson (41.)
w v skoraði beint úr homspymu,
Gunnar Oddsson stóð fyrir framan
Albert markvörð og truflaði hann.
0-0 Scott Rasmey (64.) lék á
v ^ Bjarka markvörð eftir að
Grétar hafði stungið boltanum inn
fyrir, eftir gott þríhymingspil þeirra.
0.0 Kristján Brooks (67.) af
^ ** öryggi úr vítaspymu eftir að
Bjöm Skúlason felldi Þórarin Krist-
jánsson innan vitateigs.
0-0 Grétar Hjartarson (75.)
w sneiddi boltann fram hjá
Bjarka markverði í fiærhomið eftir
sendingu Scotts Ramseys frá vinstri.
Maður leiksins: Gunnar S. Magnússon
Stóð eins og klettur á milli stanganna og varði oft frábærlega.
Breiðablik, sem horfði
fram á bjarta tíð í upphafi
.sumars, skellti sér af full-
um krafti í botnbaráttu
efstu deildar með tapi gegn
Víkingum á fóstudag, 1-0.
Vikingar byrjuðu leikinn
betur, liðið gerði sér fulla
grein fyrir erfiðri stöðu
sinni og ætlaði sér sigur og
ekkert annað.
Víkingar sóttu bæði
meira og markvissara og
uppskáru mark frá Bjarna
Hall fyrir leikhlé.
Lengst af síðari hálfleiks
virtust bæði lið sætta sig
við stöðuna, Víkingar fóru
varlega í sóknaraðgerðir
sínar og áttu ekki í neinum
vandræðum með að verjast
máttlitlum sóknum Breiða-
bliks, sem sótti ekki af
krafti fyrr en fimm mínút-
ur voru til leiksloka. Þá
pökkuðu Víkingar í vörn-
ina og Gunnar S. Magnús-
son varði í tvigang meist-
aralega frá Blikum.
Víkingar eru engan veg-
inn búnir að gefast upp í
deildinni og hafa krækt sér
í sjö stig af síðustu níu
mögulegum. Blikar eru á
hraðri niðurleið, hafa
aðeins unnið einn leik af
síðustu ellefu, tapað fjórum
síðustu leikjum sínum og
virðast ætla að gefa gríninu
um þaö græna sem fellur á
haustin nýtt líf.
-ih
0.0 Bjarni Hall (44.) ýtti bolt-
v v anum inn af marklínu eftir
„skotsendingu" Sumarliða Ámasonar
og fyrirgjöf Hólmsteins Jónassonar.
ÞIN FRISTUND
-OKKAR FAG
V
INTER
Bíldshöföa 20 • 112 Reykjavík • 510 8020
• www.intersport.is