Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1999, Page 8
26
MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 1999
V
Sport
DV
Landsmótið í Eyjum:
„Kom ekki
á óvart"
Fyrir miðju er sigurvegarinn í
flokki 12-13 ára, Tinna Jó-
hannsd., GK. María Ósk Jónsd.,
GA, varð önnur og Eva Björk
Halldórsdóttir, GSS, þriðja.
U-18 ára landslið íslands sem keppti á EM fyrr í mánuðinum. Aftari röð frá vinstri: Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari, Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, Guðrún*
Gunnarsdóttir, Erna Erlendsdóttir, Erna B. Sigurðardóttir, Elín A. Steinarsdóttir, Kristín Sigurðardóttir, Eifa B. Erlingsdóttir, Ásta B. Gunnlaugsdóttir, liðs-
stjóri. Fremri röð frá vinstri: Bára Gunnarsdóttir, Fjóla Friðriksdóttir, Bryndís Jóhannesdóttir, María B. Ágústsdóttir, Elín Þorsteinsdóttir, fyrirliði, Þóra Reyn
Rögnvaldsdóttir, Rakel Logadóttir, Laufey Jóhannsdóttir og Erna S. Sigurðardóttir.
Tinna Jónsdóttir úr GK er 13
ára og hefur leikiö golf í tvö ár.
Hún hefur náð mjög góðum
tökum á íþróttinni.
„Ég varð íslandsmeistari 12
ára og yngri í fyrra og sumar
vann ég þriðja flokkinn í
meistarkeppni Keilis," sagði
Tinna. Hún var ánægð með
landsmótið í Eyjum og hvernig
til tókst og hún segir að það hafi
ekki komið sér á óvart að hún
skyldi vinna í sínum flokki. „Ég
ætla svo að halda áfram að spila
golf og vonandi á ég eftir að bæta
mig,“ sagöi Tinna að lokum.
U-18 stúlknalandslið Islands stóð sig vel á EM:
íslenska u-18 ára landslið
íslands í stúlknaknatt-
spyrnu ferðaðist nýverið til
Ungverjalands þar sem það
tók þátt í Evrópumóti. Þetta
var í fyrsta sinn sem u-18
ára landslið kvenna keppti
fyrir íslands hönd og stóðu
þær sig með mikilli prýði.
Þær unnu alla þrjá leiki
sína, Eistland 11-0, írland
2-0 og Ungverjaland 9-0.
Þessi árangur er meðal hins
besta sem náðst hefur á al-
þjóðlegum vettvangi í ís-
lenskri knattspyrnu.
Evrópumótið er styrk-
leikaskipt og íslenska liðið
byrjaði í neðsta styrkleika-
flokki þar sem það hafði
aldrei tekið þátt áður. Stúlk-
urnar unnu sér þátttökurétt
í fyrri milliriðil keppninnar
en hann fer fram í Sviss
24.-30. október. Þar mæta ís-
lensku stúlkurnar heima-
stúlkum, Spáni og annað
hvort Hvíta-Rússlandi,
Slóvakíu
eða Belgíu.
Tvö efstu
liðin úr
riðlinum
fara síðan
áfram í
síðari
milliriðil
en efstu
tvö liðin úr
honum
komast í
úrslita-
keppni
Evrópu.
Ágætir möguleikar á
að koast áfram
„Ég held að við eigum
jafna möguleika á við Sviss
og Spán um að komast
áfram. Við erum með mjög
gott lið þannig að ég er
nokkuð bjartsýnn á þetta,“
sagði Ólafur Guðbjörnsson,
þjálfari liðsins, en hann var
ánægður með árangurinn í
Ungverjalandi.
Keppa á móti strákum
„Það hefur náttúrlega
ekki verið áður svona styrk-
leikaskipt keppni en það
hefur samt örugglega ekkert
íslenskt lið farið í gegnum
riðil í Evrópumóti án þess
að fá á sig mark. Ég held
bara að gæðin á okkar fót-
bolta sé miklu betri en þess-
ara þjóða sem við kepptum
við,“ sagði Ólafur.
Liðið vonast til að æfa
saman 4-5 sinnum í viku
eftir að tímabilinu á íslandi
lýkur til að vera reiðubúnar
að keppa í milliriðlinum.
Stúlkurnar munu auk þess
taka þátt í Reykjavíkurmóti
með 4. flokki karla til að fá
æfíngaleiki til undirbún-
ings.
„Skemmtum okkur inni á vellinum"
„Liðið náði bara að spila svo vel saman. Ég hef ekki hitt svo vel í sumar
og þetta er eitthvað sem gerist bara einu sinni," sagði Bryndís Jóhannesdótt-
ir, markahæsti leikmaður íslenska liðsins, um markaskorun sína á mótinu.
„Inni á vellinum vorum við að skemmta okkur og berjast. Við náðum alveg
ótrúlega vel saman, það bara gekk næstum allt upp hjá okkur. Þetta var allt
bara alveg frábært, besta ferð sem ég hef farið lengi. Þetta var æðislegur
hópur og allir alveg rosalega jafhir. Ég held við eigum möguleika á að kom-
ast áfram ef við spilum svona bolta. Það byggir upp sjálfstraustið því við höf-
um aldrei skorað neitt mikið. Við vitum núna að við getum þetta,“ sagði hin
stórefnilega Bryndís sem leikur með ÍBV í úrvalsdeild kvenna en hún hefur
skorað eitt mark í sumar.
„Gott mót"
Sigurbergur Sveinsson (í
miðjunni), GK, sigraði í flokki
12-13 ára. í öðru sæti varð Arnar
Vilberg Ingólfsson, GH, og Elfar
Halidórsson, GA, varð þriðji.
Sigurbergur Sveinsson úr GK
er 12 ára og hefur spilað golf í
ein fimm ár. Hann vann í sínum
flokki á íslandsmótinu í fyrra.
Hann sagðist hafa átt von á því
að vinna íslandsmeistaratitlinn
líka í ár.
„Mótið var mjög gott,“ sagði
þessi ungi og efnilegi kylfingur.
„Ég ætla að halda áfram í
golfinu og stefni að því að verða
atvinnumaður. Ég er lika í
handbolta í Haukum," sagði
Sigurbergur.
Verðlaunahafar í flokki 14-15 ára. Fyrir miðju er sigurvegarinn, Karl Har-
aldsson, GV, Ingvaldur Ben Erlendsson, GSS, varð annar, og Magnús Lár-
usson, GKJ, þriöji.
„Byrjaði illa"
y
Karl Haraldsson er 15 ára Eyja-
peyi og hefur stundað golf frá því
hann var 6 eða 7 ára gamall. Hann
sigraði í flokki 14-15 ára drengja á
landsmótinu fyrir stuttu. „Það var
Þorsteinn Hallgrímsson sem sagði
mér að hætta í fótboltanum og ein-
beita mér að golfinu og það gerði
ég. Ég hef ekki áður unnið jafn-
stóran titil og þennan. Ég byrjaði
illa en á öðrum degi fór mér að
ganga vel og var þremur höggum á
eftir fyrsta manni þegar við byrj-
uðum í dag. Mér tókst að vinna
það upp og gott betur og sigra með
tveimur höggum. Ég ætla að reyna
að halda áfram á sömu braut,
vinna mig upp í landsliðið og jafn-
vel að komast í atvinnumennsk-
una,“ sagði Karl. -ÓG
Umsjón
Púttln voru vel
útreiknuð af kepp-
endunum á Lands-
mótinu í golfi sem
haldið var í Vest-
mannaeyjum um