Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 vísir.is Krakkar geta líka sent inn brandara í gegn- um tölvupóst sem birtast síðan á Krakkavefnum. Þá spinna krakkarnir sem koma í heimsókn á vefinn Söguna enda- lausu með því að senda sínar hug- myndir að framvindu sögunnar. Krakkavefurinn er á slóðinni www.visir.is Krakkavefur Vísis.is opnaður: Fjölbreytt efni fýrir krakka á öllum aldri - fyrsti íslenski vefurinn sem sniðinn er fyrir börn Krakkavefurinn hefur veriö opn- M-SI'iA aöur a VÍ8Í.Í8. I I '■> 11 J Hér er á ferð- inni skemmti- mlegur vefur með leikjum, þrautum, uppskriftum, spjalli og ýmsu fleiru fyrir krakka á öllum aldri. Þetta er fyrsti ís- lenski vefurinn sem sniðinn er að þörfum og hugarheimi barna. Krakkavefurinn skiptist i eftirfar- andi hluta: Leikir og skemmtun: Hér er að finna ýmsa tölvuleiki, eins og t.d. myllu og marga vinsæla skotleiki. Þá eru þrautir og mynda- gátur sem hægt er að reyna við og gefa svör samstundis. Krakkar geta lika sent inn brandara í gegnum tölvupóst sem birtast síðan á Krakkavefnum. Þá spinna krakk- arnir sem koma í heimsókn á vef- inn Söguna endalausu með því að senda sínar hugmyndir að fram- vindu sögunnar. Litabókin: Þar velja gestirnir sem koma í heimsókn á Krakkavefinn sér mynd og lita hana í gegnum Internetið og prenta hana síðan út. Krakkar geta fundið sér margt að dunda við á hinum nýja krakkavef Vísis.is. Spjallið: Krakkaspjallið er staður þar sem krakkar á öllum aldri hittast og tala saman um hvað sem er. Þeir geta skipst á sögum, sagt frá því sem er að gerast í skólanum og margt ann- að spennandi. Uppskriftir: í hverri viku bætist við ný upp- skrift sem hægt er að prenta út og fara með í eldhúsið. Krakkar geta síðan sent inn sínar eigin upp- skriftir. Póstkort: Viltu senda vinum og vanda- mönnum póstkort í gegnum Netið? Þú getur það á Krakkavef Vísis.is. Þú velur afmæliskort eða bara venjulegt kort og sendir það með stuttum skilaboðum sem þú skrifar sjálfur. Krakkaklúbbur DV: Vinsælasti krakkaklúbburinn á íslandi er á Krakkavefnum. Hægt er að skrá sig í Krakkaklúbbinn, taka þátt í getraunum á vegum klúbbsins og fylgjast með því sem er að gerast. Útvarp Fókuss: 1 Útvarpi Fókus má hlusta á vin- sælustu útvarpsstöðvamar á íslandi og í heiminum þegar maður er á Krakkavefnum - í þrautum, leikjum eða bara að spjalla. Dagatal: Dagatalið kemur stöðugt á óvart. Á hverjum degi kemur ný mynd inn á dagatalið. Hægt er að smella á til- tekinn dag og sjá hvað leynist þar á bak við. Steve Jobs og félagar hjá Apple hafa lent í vandræðum að undanförnu meða að útskýra af hverju erfitt sé að uppfæra G3-tölvurnar upp í G4. Óánægja meö Apple: Erfitt að uppfæra í G4 Óánægjuraddir hafa verið uppi, l' Ö IV 11 i' ut ’ hinum stóra heimi, eftir að Apple kynnti til ....... sögunnar nýja G4 örgjörvann. Þykir sumum það vera hálfgert svindl að ekki er hægt að uppfæra allar bláu og hvítu G3 tölvurnar upp í G4. Eftir að bláu og hvítu G3 makkanir komu á markað bauð Apple kaupendum til sölu viö- bót til að bæta hraða þeirra. Svo virðist sem aukaverkanir þessarar uppfærslu séu þær, að ekki sé hægt að uppfæra örgjörvann í G4. Apple hefur ekki enn viljað tjá sig um málið í smáatriðum en segir þó að ekki hafi staðið til að hægt yrði yfirleitt að uppfæra þessar tölvur. Finnst sumum það súrt í broti og líkja þessari viðbót við hinn viðsjár- verða trójuhest. Á öðrum vígstöðv- um vinnur Apple á. Eftir sífelldar árásir tölvuþrjóta á vefsíður opin- berra yfirvalda í Bandaríkjunum, hefur Bandaríski herinn skipt um vefþjóna. Herinn, sem hefur til þessa notast við Windows NT, hefur ákveðið að skipta yfir í Mac OS stýrikerfið og notar með því WebST- AR hugbúnað. Ástæðan fyrir þess- ari breytingu er að það þykir örugg- ara kerfi. -sno Vefurinn Warez.is opnaöur: Barátta gegn hugbún- aðarstuldi á íslandi - vandinn er mikill hér á landi segir formaöur Warez.is Hugbúnaðar- stuldur og notk- un ólöglegra út- gáfna af hug- búnaði er eitt af stærstu vanda- málum tölvuiðnaðarins í dag. Þetta vandamál er vissulega mis- munandi mikið eftir löndum og mestur er vandinn í löndum sem eru styttra komin hvað tækniþró- un varðar en þar er ólöglegur hug- búnaður oft og tíðum mun algeng- ari en hinn löglegi. Margir vilja meina að hér á ís- landi sé vandinn óvenjulega mikill miðað við það sem gengur og ger- ist á Vesturlöndum. Tölvurisinn Microsoft sá sig t.d. knúið til að láta menntamálaráðherra lofa að skera upp herör gegn ólöglegum hugbúnaði hér á landi áður en fyr- irtækið ákvað að gera íslenska út- gáfu af Windows-stýrikerfinu. Warez.is Til eru þó þeir sem berjast gegn ólöglegum hugbúnaði hér á landi og nýlega var stofnað félagið ÍlilJjSSlJj' Warez, sem er félag áhugamanna gegn sölu og dreifingu á ólöglegum hugbúnaði. Félagið hefur sett upp heimasíðu, www.warez.is þar sem nýjustu fréttir af þessum víg- stöðvum er að finna auk þess sem margvíslegar upplýsingar fleiri er að finna. í tilefni af þessu framtaki ákvað DV-Heimur að hafa sam- band við Dag Eyjólfsson, formann Warez, og spyrja hann nánar út í þetta framtak þeirra Warez- manna. Við byrjuðum á að spyrja hann að því hverjir standi að baki félaginu. „í dag er félagið enn mjög smávaxið," segir Dagur. Stofnend- ur félagsins eru auk mín þeir El- mar Snorrason, Jens Þórðarson og Ólafur Helgi Haraldsson." En hver er megintilgangurinn með Warez.is? „Stefna félagsins er að spoma við ólöglegri dreifingu á hugbúnaði.Vefurinn er fyrst og fremst til að upplýsa fólk um ólög- legan hugbúnað og stuðla að for- vamastarfi. Þar er einnig hægt að nálgast ýmiss konar upplýsingar um félagið og það sem það er að gera hverju sinni.“ Björn Bjarnason menntamálaráðherra hefur lofað að skera upp herör gegn hugbúnaðarstuldi á íslandi. Nokkrir áhugamenn um baráttuna gegn ólögleg- um hugbúnaði hafa nú sett upp vefinn Warez.is þar sem finna má ýmsar upplýsingar um málefnið. Mikið um stuld á íslandi Nú vísar nafn vefsins í þekktar er- lendar vefsíður sem dreifa ólöglegum hugbúnaöi, hvernig stendur á að það varð fyrir valinu? Emð þið ekkert hræddir við að þetta misskiljist? „Við völdum netlénið Warez.is til að vekja athygli. Flestir kenna ólög- legan hugbúnað við orðið warez og þetta nafn hefur þá kosti að fólk tek- ur eftir því.“ Er mikil þörf á að kynna þessi mál hér á landi að þínu mati? „Já, tíðni stolins hugbúnaðar er mjög há á íslandi. Mörgum finnst ekkert að þessu, fólk ber fyrir sig háu verði á hugbúnaði. Það er mjög nauð- synlegt að skýra þessi mál og upplýsa fólk um hvemig það getur forðast að nota ólöglegan hugbúnað og að minnkun á stuldi hugbúnaðar leiðir til lægra verðs á forritum og leikj- um.“ Hefur hugarfar almennings og fyr- irtækja verið að breytast gagnvart hugbúnaðarstuldi á undanfórnum árum að þínu mati? „Mér finnst litlar breytingar hafa orðið á hugarfari á síðari árum. Við- horf almennings hefur versnað eftir að Netið varð almennt og fyrirtæki hafa lítið breytt sínum viðhorfum. En þetta er umfram allt út af því að umræða um þessi mál er ekki nóg í sviðsljósinu," segir Dagur að lokum. -KJA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.