Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Blaðsíða 6
irrra jöivur MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 Er tölvuverö aö lækka? - eða fær fólk meira fyrir sama pening? Þróun á tölvumarkaði hefur verið mjög hröð. Þetta sést ekki bara þeg- ar tæknileg geta tölvunnar er skoð- uð heldur einnig hvað verð áhrærir. Svo virðist sem fólk sé stöðugt að fá meira fyrir minni pening. Verslunin BT er lágvöruverslun sem endurspeglar ágætlega mark- aðsverð á tölvum hér á landi. Guð- mundur Magnason markaðsstjóri segir þróunina hafa verið hraða undanfarin ár, reyndar svo að starfsmenn BT hafi rekið upp stór augu þegar farið var að skoða þriggja ára gamla vörubæklinga verslunarinnar. Guðmundur segir að árið 1996 hafi verið hægt að fá flna bleksprautuprentara á 19.990 krón- ur. Nú er hins vegar hægt að fá þessa prentara á verði undir 10.000 krónum. „Þegar við skoðum aftur á móti myndlesara gerast hlutimir hraðar," segir Guðmundur. „Árið 1996 kostaði ódýr myndlesari hjá BT kr. 39.900 en í dag kostar ívið betri myndlesari u.þ.b. 6.000 krónur, hvort sem menn trúa þvi eða ekki.“ Guðmundur segir að í september 1996 hafi vel útbúin vél (133 MHz Pentium) kostað 159.900 krónur en ofurvélin (166 Mhz Pentium) kostaði 199.900 - og þetta þótti þá frábært verð! Þessi „top-of-the-line“ tölva var líka ríkulega útbúin: Örgjörvi: Pentium 166MHz Minni: 16 MB Diskur: 2.1 GB Skjár: 15“ Skjákort: 1MB Geisladrif: 8 hraða Hljóðkort: Soundblaster, 32 radda Mótald: 28 Kb. Betra var varla hægt að hafa það á þeim tíma. Ári síðar, eða í september 1997, kostaði „forsíðuvélin" svokallaða Guðmundur Magnason markaðsstjóri. (166 MHz MMX) 149.990 krónur og „ofurvélin“ (233 MMX) kostaði þá 229.900 (þarna þótti ástæða til þess að setja 17“ skjá með ofurvélinni og hækkaði það verðið). Ferðavélar kostuðu á þessum tíma frá 169.900 krónum til 199.900 króna. Þá var hægt að fá skanna á 22.900 krónur sem þótti ótrúleg lækkun. Um jólin 1997 var „forsíðuvélin" (200 MHz MMX) komin niður i 139.900 kr. og „ofurvél" (233 MHz) þess tima kostaði 219.900 (hérna var DVD líka komið til sögunnar). Ódýrasti GSM-siminn kostaði t.d. kr. 25.990 en algengt verð var milli 40 og 50.000 krónur. Ef menn vildu DVD-pakka í vélina kostaði það litl- ar 38.990 krónur. í mars 1998 var „fermingarvélin" (233 MHz) komin niður í 129.990 krónur og „ofurvél" (300 MHz PII) þess tíma kostaöi 239.990 krónur. Ódýrasti GMS-síminn var kominn niður fyrir kr. 15.000 og myndlesar- inn niður fyrir 10.000 krónur. Fram á haustið 1998 kostuðu þær vélar sem mest seldust (266 MHz Pentium Vöxtur Internetsins i974 ‘ skríðra 1 h'imin“ra' Fjöldi Internetiö vex meö ógnarhraöa: 56 milljónir netfanga á skrá í júlí - en þau voru aðeins fjögur í árslok 1969 Svokölluðum „Domain" eða lén- um hefur fjölgað í líku hlutfalli þó fjöldinn sé auðvitað mun minni því mörg netföng geta verið í hverju léni. Vöxtur Internetsins, alnetsins, víönetsins eða hvað sem menn vilja kalla þetta fyrirbæri hefur verið hreint níeð ólíkindum. í árslok 1969 voru 4 skráðir notendur og tíu árum síðar eða 1979 hafði þeim fjölgað í 188. Þá fer skráðum notendum Intemetsins að íjölga stig af stigi þannig að um mitt ár 1989 eru þeir orðnir 130.000 talsins. Netið stækkar síðan hröðum skrefum og í júlí síð- astliðnum voru skráð netföng i heiminum orðin 56.218,000. Svoköll- uðum „Domain" eða lénum hefur fjölgað í líku hlutfalli þó fjöldinn sé auðvitað mun minni þvi mörg net- fong geta verið í hverju léni. Sem dæmi um fjölgun léna voru 3.900 skráð árið 1989 en voru orðin 488.000 árið 1996. -HKr. Ert þú með sérþarfir? Navision Financials í Navision Financials er innbyggt öflugt þróunarumhverfi, þannig að ef kerfið fullnægir ekki kröfum þínum er einfalt mál að bæta úr því. Kynntu þér málið hjá fyrirtækinu sem kynnti Navision Financials fyrst á íslandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.