Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 7
45 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1999 Lækkaður tíl að auka aksturshæfnina Saab sýndi í Frankfurt nýju langbaksútfærsluna af Saab 9-5 en Saab kallar sína langbaka Kombi. Undirgerðin Saab 9-5 Aero býður aukheldur upp á 2,3 lítra vél með forþjöppu og lækkaðan bíl til að auka aksturshæfnina. Þessi vél er með 170 hestöfl og 280 Nm en með þannig vél á þessi glæsikerra eins og sést hér á myndinni ekki að fara með nema 10,4 I á hundraðið að meðaltali. DV-mynd SHH Enn sýnir Isuzu VehiCross Nokkur ár eru nú liðin síðan Isuzu fór að sýna okkur á Vesturlöndum fram- úrstefnulegan sportjeppa sem þeir kalla VehiCross. Þessi bfll hefur síðan gengið aftur með nokkrum breytingum. Svona leit hann út á sýningunni í Frankfurt nú í september. Hjólin eru aukabúnaður sem hægt er að kaupa með bflnum en dömuna verða menn að skaffa sér sjálfir. Mynd DV-bílar SHH Hekla: Sýnir Carisma Sport og Pajero Sport um helgina Um helgina kynnir Hekla tvo nýja bíla frá Mitsubishi. Hér er um að ræða Mitsubishi Carisma sem var kynnt á bílasýningunni í Frankfurt þann 14. sept. sl. Bíll- inn sem kynntur verður um helg- ina er sk. Carisma Sport en hann er mun betur búinn er fyrri kyn- slóð Carisma, auk þess sem fram- endi, afturendi, mælaborð og sætaáklæði hafa tekið miklum breytingum. Verð á Mitsubishi Carisma, Sport stallbak, með 1600 rúmsentímetra vél, er kr. 1.645.000. Einnig verður til sýnis og reynslu Mitsubishi Pajero Sport með V6-bensínhreyfli, 177 ha. Þessi jeppi er nú þegar fáan- legur handskiptur. Af þessu tilefni mun mikil bíla- sýning verða um helgina. Opið verður laugardag frá kl. 11-17 og sunnudag frá kl. 13-17. Þjónustdeildir opnar Á laugardag verða þjónustu- deildir bifreiðadeildar Heklu opn- ar frá kl. 11-17. Sérstök tilboð verða á aukahlutum, ss. álfelgum, stálfelgum, hjólkoppum o.fl., hjá varahlutaverslun Heklu. Tilboð verður hjá smurstöð Heklu og 15 prósenta afsláttur á öllum sumar- hjólbörðum hjá hjólbarðadeild Heklu. hl 10, vefsíða um umferðarmál: Nálgast málefnið frá nýjum sjónarhóli Áhugamenn um akst- ur og umferð gerðu rétt í því að líta á vefsíðuna http://home.is- landia.is/hllO/, þar sem ungur tölvufræðingur frá Suðumesjum, Óskar Ásgeirsson, nálgast um- ferðarvandann frá öðru sjónarhorni heldur en því viðtekna, opinbera sem haldið er að okkur ár og síð, með misjafn- lega góðum árangri. Eins og heiti vefsíðunnar ber með sér telur Óskar rétt að færa hámarkshraða í 110 km á klst. þar sem aðstæður em bestar. Vefsíðan hllO er vel unnin og hefur þann góða kost að vera upp- færð reglulega, en það vill brenna við með vefi að þeir era opnaðir með bravúr en gleymast síð- an og verða eins og stein- tröll í tölvuumhverfinu. Aðspurður um áhuga sinn á umferðarmálum segir Óskar hann hafa vaknað þegar „tillaga um hækkun hámarks- hraða“ var felld á Al- þingi og lesa mátti í blaðagreinum öll hin ofsafengnu-ummæli and- stæðinga tillögunnar. Árið eftir var reynt að troða ástralskri umferð- aröryggisáætlun upp á landann sem endaði með einu skelfilegasta slysa- ári i sögunni. Þá fannst mér tími til kominn að vekja sem flesta til um- hugsunar og nálgast mál- efnið frá nýjum sjónar- hóli.“ Hvaða viðtökur hefur vefurinn fengið? „Fjöldi heimsókna á vefinn er yfir 2000. Þar af er fjöldi gesta um 500 og hefur þeim fjölgað mjög eftir því sem vefurinn hefur fengið meiri kynn- ingu. Vefurinn hefur fengið fjölda þakkarbréfa frá einstaklingum víðs vegar úr samfélaginu. Það sem lesendunum hefur líkað best er að fá aðrar og nýjar upplýs- ingar um umferðarör- yggismál í staðinn fyrir þær gömlu klisjur sem hafa verið meðhöndlaðar sem trúarbrögð í gegn- um tíðina.“ -SHH Óskar Ásgeirsson, tölvufræðingur og áhugamaður um betri umferðarmenningu: „Nei, því miður er hámarkshraði hér á landi ekki raunhæfur." Myndin er tekin í Ártúnsbrekku. Mynd DV-bílarTeitur Fiat Brava 1.6 SX11/96 FiatBravo Abarth3/98 Ek.59 þ. 5d. 5g. ABS, loftpúðar, Ek.32.þ. 3d .5g. ABS, geislasp, samlæsingar, rafm.rúður samlæs, loftpúðar, 17”álfelgur Verð kr.990.000 Verð kr. 1.490.000 ÚRVALS NOTAÐIR BÍLAR FYRIR ALLA Opið virka daga kl. 8 - 18 laugardaga kl. 13 - 17 tstraktor Toyota Carina E 2.010/94 Ek. 81.þús 4d. Sjálfsk. Spoiler, Álfelgur.Þjófavörn. Verð kr. 1.090.000 Opel Astra St. 1.6GL 5/97 Ek.44. þús. 5d. 5g. Dráttarb. Rafmagnsrúður, samlæsingar Verð kr. 950.000 Nissan Micra 1.3 GX 5/97 Ek.63. Þús. 3d. 5g. Geislaspilari, vetrardekk Verð kr. 730.000 Fiat Punto 75 SX11/94 Ek.89. Þús. 5d. 5g ABS, samlæs, rafm.rúður, þokulj. Verð kr. 580.000 Smiðsbúð 2 • Garðabæ • Sími 5 400 800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.