Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1999, Síða 3
m e ö m æ 1 i
e f n i
Soffía Hansen:
Kvikmyndin
Lífíd eftir vinnu
Vlenn í svör
Glanni Glæpui
Aldamótatískai
ituð á Flateyri
Iverjir voru^j
1. október 1999 f Ókus
Á morgun, kl. 14.30, er viturlegt að vera með
stillt á Rás eitt. Töffarinn og költmaðurinn
Hjálmar Sveinsson
mun þá fjalla um
fjöldamorðingjann
Charles Manson.
Fyrir þrjátíu árum
ætlaði hippinn sá
og melludólgurinn
að flýta fyrir
heimsenda með
morðum. Hann
sendi lærisveina
sína út af örkinni og þeir hófust handa á
ili kvikmyndaleikkonunnar Sharon Tate. Man-
son leit ýmist á sig sem Jesúm Krist eða Sat-
an. Þar sem óravegur er talinn á milli þeirra,
milli boðskaparins um eilíft líf eða eilífa glöt-
un, skapaðist algjör ringulreið I hugarfylgsnum
Mansons. Nánar um það á morgun.
Þetta er tæki vikunnar og Fókus
mælir með því að sömu gæj-
arnir og sendu okkur fótanudd-
tækið á sínum tíma reddi sér
umboðinu fyrir Nuddarann frá
ConAir. Um er að ræða græju
sem er hengd á baðkarið hjá
... . þér til að nudda, líkt og í heit-
t um potti. Þeim sem eru áhuga-
samir og geta ekki beðið eftir
•f® að einhver flytji þetta inn er
rétt að benda á heimasfðuna:
www.conair.com en þarfást allar
upplýsingar um græjuna.
Og þetta er
þokkalega málið:
Fylla bílinn af al-
vörugræjum. Við
erum að tala um
Panasonic In-Car
DVD með öllu.
Rándýrt auðvitað
en ótrúlega þægi-
legt fyrir alla þá sem einhvern tíma þurfa að
bíða í bíl eftir maka, mömmu eða bara þá sem
fíla að hanga í bíl. Það fer allavega ekkert
fram hjá þér ef þú ert með bílinn
fullan af svona græjum.
Svo þarftu náttúrlega að labba
eitthvað og þá er Sony
Watchman Mini Television
málið. Þetta er á stærð við
sæmilegan GSM-síma og fer
vel f vasa. Fínt fyrir þann sem
vinnur fram eftir en er ekki al-
veg tilbúinn að sleppa fréttum
eða vill fylgjast með uppáhalds-
þættinum sfnum.
Eitt að lokum fyrir megrunarsjúka þjóðina sem
fitnar og fitnar með hverjum deginum sam-
kvæmt nýjustu könnunum. Tanita Ultimate
Scale 2000 er málið til að
— fylgjast með auk-
■ '' -o ’.tMh inni llkamsþyngd.
Hún gerir nefni-
lega meira en að
gefa uþp kfló og
grömm. Vigtin send-
ir frá sér bylgjur upp
um fótleggina og mæl-
ir fituprósentuna með þvf að skoða endurvarp-
ið frá líkamanum. Ef þú ert feit eða feitur og
vilt ekki vera þannig lengur og ert kannski að
gera eitthvað I málunum er allt f lági að taka
þessa bara á Visa-rað.
Eldar Ástþórsson í Skýjum ofar:
Fimmtudagskvöld frá 20 til 22.10
Óli Palli í Rokklandi:
Þriöjudagskvöld frá 22.10 til 23
Addi ofar í Skýjum ofar:
Fimmtudagskvöld frá 20 til 22.10
Á myndina vantar Partyzone-pitlana
sem fóru yfir á Rásina fyrir einhverj-
um misserum. En þeir sjá um geggj-
unina á laugardagskvöldum.
Smári tarfur í Hamsatólg:
Fimmtudagskvöld frá 23 til 00.10
Rás 2 hefur hafið afturhvarf til
fortíðar en í upphafi var stöðin
hugsuð sem tónlistarstöð sem
myndi rúma jaðartónlist jafnt sem
vinsældapopp. Hún gleymdi sér að-
eins í nokkur ár og byggði upp öfl-
ugt blaður-útvarp. Og því hefur
það verið þannig á þessum áratug
að X-ið hefur séð um að hýsa strák-
ana á jaðrinum en nú er X-ið kom-
ið í eigu Ameríkana og þeim hélst
illa á jaðarpiltunum. Þeir eru allir
farnir yfir á Rás 2.
Náðu mörgu af því besta
Rekja má breytingamar á Rás 2 til
Óla Palla í Rokklandi og Magnúsar
Einarssonar, tónlistarstjóra stöðv-
arinnar. En þessum tveim herra-
mönnum hefur tekist að kippa nán-
ast öllum jaðarþáttum X-ins yfir til
sín. Og þeir þættir sem komu ekki
voru bara búnir til uppi á Rás 2 og
fengnir ferskir stjómendur. Það er
til dæmis einn jaðarþáttur á X-inu
enn þá og það er Babilon en
Hamsátólg á Rás 2 er einmitt svipað-
ur hardcore-þáttur. Svo er það þátt-
urinn Konsert þar sem spilaðar eru
tónleikaupptökur eins og nafnið gef-
ur til kynna. Og næstkomandi
þriðjudagskvöld er auk þess sérstakt
Hróarskeldu-prógramm kl. 21. Það er
því margt að gerast í Efstaleiti.
Þeir fyrstu sem fóru yfir voru Par-
tyzone. Þeir stoppuðu að vísu á
Mono áður en Stóri bróðir tók þá að
sér. Partyzone er líka þáttur sem
hefur átt það til að flakka á milli
stöðva. En nú eru stjórnendur þátt-
arins himinlifandi yfir að vera
komnir til ríkisins og halda uppi
danspartíi á laugardagskvöldum.
Svo em það Sýrður rjómi og Drum &
Bass þátturinn Skýjum ofar. Þeir
fóru yfir nú í vikunni og eru án efa
stærsti missir X-ins. Báðir þættirnir
era merki um það besta sem hægt er
að gera í útvarpi og stjórnendurnir
virkilega duglegir drengir sem halda
uppákomur með erlendum Dj-um og
gera það sem þeir gera mjög vel.
Kvölddagskrá X-ins
Rás 2 er sem sagt bara komin
með kvölddagskrána á X-inu og
stimplar sig virkilega vel inn í
haustið - setur sig á stall með
mörgum af bestu ríkisstöðvum
Evrópu - en þar hafa jaðartónlist-
arþættir átt sinn fasta sess mörg,
mörg ár. Það era því gleðitíðindi
að Rás 2 sé loksins farin að sinna
sínu hlutverki sem skyldi. Og und-
ir það taka þeir sem sjá um nýju
þættina. Þeir segjast auk þess vera
ánægðir með að vera komnir yfir
og að þeim sé vel tekið. En það
hlýtur að teljast til tíðinda þar sem
Rás 2 hefur í gegnum árin verið
sérhönnuð fyrir miðaldra fólk sem
nennir ekki að hlusta á Rás 1.
Ef ég er ekki
á Grand r
rokk:
Þá er ég
á leiðinni
þangað
Eva María
Jónsdóttir:
Mig langar
að prjóna
barnaföt
Eniga meniga: 12-13
Eg á enga peninga
Bíó:
Hreinir
sveinar í
leit að
kynlífi
Fyrir 10 árum leit rafvirkinn Birgir Sigurðsson út eins og
Gaui litli. Nú er hann ekki bara búinn að fara í megrun
heldur er hann líka farinn að mála og yrkja. Svona er nú
hægt að taka sjálfan sig almennilega í gegn.
Biggi í Konsert:
Fimmtudagskvöld frá 22.10 til 23
Ari Steinn í Vélvirkjanum: ísar Logi í Vélvirkjanum:
Mánudagskvöld Mánudagskvöld frá 22.10 til 23
Árni Þór í Sýrðum rjóma:
Miðvikudagskvöld frá 23 til 00.10
Hildur
Kristinsdóttir:
Breakar af
sér hárið
í Ósló
4
Popp:
Af því við
höfum ekk-
ert skárra
að gera
10
f ókus
fylgir DV á
föstudögum
Forsíðumyndina tók Einar Ólason af Evu Maríu.
Um förðun sá Kristín Helgadóttir hjá Face.
Ljoðskaldið Birgir tekur mið af
nútímanum og býöur fólki upp á
aö hringja í 570 77 25 til aö
hlusta á 20 Ijóö sín.
%*éfl
nGyra
„Ég sá mynd í Stjörnu-
blói fyrir einu og hálfu
ári sem fjallaði um
svarta málarann
Basquiat og eftir að ég
sá hana þá hugsaði ég
að ég yrði bara að
prófa að mála sjálfur,"
segir hinn 39 ára
gamli Birgir Sigurðs-
son en hann hefur
undanfarið sýnt mál-
verk sín í Gullsól í
Mörkinni. Sýningin
ber heitið flæði og
frustrasjónir og
spannar lífshlaupið.
„Ég á nefnilega 10 ára
sjálfsræktarafmæli á þessu
ári. Fyrir 10 áram var ég
eins feitur og Gaui litli en
síðan þá er ég búinn að vera
að pæla í sjálfum mér og
meira frá mér
finna minn eigin kraft,“ segir Birgir
um tilurð sýningarinnar. Birgir er
gjörsamlega ólærður á sviði málara-
listarinnar en segir að það að hann sé
ekki búinn að fara i listaskóla setji
honum engar hömlur.
En hvað hafa aðrir sprenglœrðir
listamenn sagt um sýninguna?
„Það kom til dæmis einn lista-
spekúlant á opnunina hjá mér og
hann gaf verkunum mínum bara
mjög góða dóma.
Enda set ég ekkert frá mér sem
ekki er gott og þess vegna hefur
þetta líka tekið svona mörg ár,“
segir Birgir.
Aðgengileg Ijóð
Birgir er ekki bara að mála held-
ur yrkir hann líka og á sama tima og
málverkasýningin hefur staðið yfir
hefur sýningargestum, sem og öðr-
um, gefist kostur á því að hringja í
síma 570 77 25 og hlusta á 20 ljóð eft-
ir hann.
„Ljóðin kallast á við verkin á sýn-
ingunni en þó er alls ekki nauðsyn-
legt að hafa séð sýninguna til þess að
geta hlustað á ljóðin," útskýrir Birgir
og bætir við að þetta séu mjög per-
sónuleg ljóð. „Þetta er eiginlega mín
39 ára gamla ævi sett fram í ljóðum
til þess að sleppa henni.“
Birgir er nú þegar farinn að undir-
búa næstu sýningu en hann stefnir á
að gefa rafvirkjann upp á bátinn og
skella sér fljótlega í listaskóla .
„Já, þið eigið pottþétt eftir að
heyra meira frá mér, ég er bara rétt
að byrja," segir Birgir með ákefð.
Það er síðasti séns að sjá akrýlverk
Birgis í Gullsól í Mörkinni á laugar-
daginn en þá lýkur málverkasýning-
unni. Það verður hins vegar hægt að
hringja áfram í ljóðasímann og hlusta
á tilfmningar Birgis í Ijóðum. -snæ