Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Blaðsíða 5
20 HaiaaaaÆ ■I ■ ■ ■ ■ ■ ■ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 Ólafur William Hand hjá ACO og Hjörtur Guðnason, skóla- stjóri Margmiðlunarskólans, handsala kaupln. Margmiðlunarskólinn: Kaupir fyrstu Power Mac íslandi Margmiðlunar- skólinn keypti I fyrir stuttu j fyrstu Power j Mac G4 tölvum- | ar á íslandi og er ætlunin að ; nota þær við kennslu við skól- ann í vetur. Þessar tölvur hafa fengið talsverða umfjöllun í tölvuheiminum að undanförnu, enda era þær með þeim allra | öflugustu á markaðnum i dag. i Meðal þess sem hvað mesta at- hygli hefur vakiö er að ný j tækni í Power Mac G4 gerir það að verkum aö tölvurnar eru flokkaðar sem svokallaðar „ofurtölvur" og því hefur Bandaríkjastjórn gert Apple ' erfitt fyrir hvað varðar útflutn- j ing þeirra vegna laga sem banna útflutning hátækni af þessu tagi til ákveðinna landa. Vegna þess hve tölvan er öfl- ug er hún tilvalin í alla þyngri vinnslu, s.s. myndbanda-, hljóð- og myndvinnslu. Það var m.a. af þessum ástæðum sem Marg- miðlunarskólinn ákvað að kaupa 11 slíkar tölvur til að nota viö kennslu í vetur. Marg- miðlunarskólinn er rekinn af Prenttæknistofnun en þetta er annaö árið sem hann starfar. Prenttæknistofnun er því í dag meö eina fúllkomnustu og nýj- ustu tölvustofu til margmiðlun- arkennslu hérlendis. G4 á Stærsti netvið- buröur sögunnar Stærsta útsend- ; ing sem farið j hefur fram á Netinu átti sér stað um síðustu helgi þegar Netaid-tónleikamir vora sendir út frá þremur lönd- um samtímis. Skipuleggjendur hátíðarinnar segjast mjög ánægðir með uppákomuna og ; segja að allt að milljarður manna hafi fylgst með útsend- ingunni um helgina. Svo virð- ; ist sem engir tæknilegir örðug- leikar hafi komið upp þrátt fyr- ir þennan mikla fjölda gesta og heimasíðan hafi annaö þessum : gríðarlega fjölda heimsókna án , vandræða. Tónleikarnir mörk- uðu upphaf 10 ára áætlunar um ; að safna fjármunum til góð- gerðarmála gegnum heimasíö- ; una en slóð hennar er j http://www.netaid.org/- j'J Nýting vindorku verður sífellt eftirsóknarverðari: Eykst hraðar en gsm-símanotkun Margir era á því að nýting vind- orku sé mjög mik- ilvæg í orkufram- leiðslu í framtíð- inni og sérstak- lega telja umhverfisverndarsamtök að nauðsynlegt sé að leggja áherslu á vindorkunýtingima. Þrenn samtök, Greenpeace, European Wind Energy Association og Foram for Energy and Development, gáfu fyrir skömmu út skýrslu þar sem þau segja að stefna eigi að því að tíundi hluti allrar orku- framleiðslu í heiminum verði fram- leidd með vindorku fyrir árið 2020. Samtökin segja að þróun vindorku- nýtingar sé hvað eftirminnilegust af því sem gerðist í orkusögu heimsins á tíunda áratug aldarinnar. Þau telja jafnframt að náist takmark þeirra hvað áframhaldandi þróun snertir geti orkuframleiðsla af þessu tagi skapað 1,7 milljón ný störf á næstu 20 áram og minnkað útblástur koltví- sýrings um yfir 10 milljarða tonna á tímabilinu. Koltvísýringur er helsta orsök gróðurhúsaáhrifanna svoköll- uðu og er árlegur útblástur efnisins af manna völdum um 6 milljarðar tonna. Engin afsökun í skýrslunni kemur fram að á heimsvísu væri tæknilega mögulegt að virkja orku upp á 53.000 Teravatt- stundir á ári, sem er u.þ.b. fjórum sinnum meira en notað var af raf- magni í öllum heiminum árið 1998. Hins vegar er eðlilegt að mati sam- takanna að stefna að því að framleiða 10% af orkunni eftir 20 ár. Það magn raforku er nokkuð meira en notað var í öllum ríkjum Evrópusambands- ins árið 1996. Corin Millais frá Greenpeace-sam- tökunum sagði við útgáfu skýrslunn- ar að aukningin á nýtingu vind- orkunnar síðustu ár markaði fyrstu skrefin í áttina að því að minnka - enn er þó pláss fyrir mikla aukningu Danir hafa veríð einna duglegastir þjóða við nýtingu á vindorku og í dag ieggja vindmyilurn- ar til um 10% af orku- framleiðslu frænda okkar. Þeir stefna samt enn lengra og er mark- mið þeirra að framleiða um 50% aforku sinni með vindi árið 2030. Umverfisverndarsamtök eru mjög hlynnt nýtingu vindorku enda er hún tals- vert umhverfisvænnl en margar helstu tegundir orkuframleiðslu sem notað- ar eru í dag. mikilvægi eldsneytis sem orkugjafa. „Það er ekki til nein afsökun fyrir því að taka ekki þátt í þessari þróun því þama er á ferðinni ódýr, skynsamleg og hentug auðlind sem getur komið í stað venjulegs, mengandi eldsneytis," sagði hann meðal annars. Gríðarleg aukning í skýrslunni segir nánar frá því hversu vaxandi nýting vindorkunnar hefur veriö í heiminum á síðustu áram. Hún hefur að meðaltali aukist um 40% milli áranna 1994 og 1998 og í sumum löndum jókst hún hraðar en gsm-símaeign viðkomandi landa. Þrátt fyrir þetta leggur vindorkan í dag aöeins til 0,15% af heildar- raforkuffamleiðslu heimsins. Danir hafa verið einna duglegastir þjóða við nýtingu á vindorku og í dag leggja vindmyllumar til um 10% af orkuffamleiðslu frænda okkar. Þeir stefna samt enn lengra og er mark- mið þeirra að framleiða um 50% af orku sinni með vindi árið 2030. Til að geta það hyggjast Danir m.a. setja upp stórar vindmyllur á hafi úti. Þar er einmitt mikill möguleiki á virkjun vinda, enda er víðáttan mikil og vind- urinn ótruflaður. Kostnaöur lækkar Aukningin í Danmörku er að miklu leyti því að þakka aö kostnað- Vindmyllur hafa verið notaðar um langt skeið en fyrst nú er kostnaður við raforkuframleiðslu með þeim orðinn nægilega lítill til að þær geti keppt við aðrar tegundir orkuframleiðslu. ur við virkjun vindorkunnar í land- inu minnkaði um tvo þriðju milli ár- anna 1981 og 1995. í skýrslu samtak- anna kemur jafnframt ffam að kostn- aðurinn muni halda áfram að minnka og muni orkuframleiðsla af þessu tagi vera orðin fyllilega samkeppnishæf við alla aðra orkuframleiðslu hvað þetta varðar árið 2020. Önnur lönd sem hafa staðið sig vel við uppbyggingu vindorkuvirkjana eru Þýskaland, Spánn og Bandaríkin, auk þess sem mörg hinna svokölluðu þróunarríkja hafa aukið mjög nýt- ingu þessarar auðlindar. Og síðan verður að sjá til hvemig íslendingar munu taka við sér hvað þetta varðar á næstu áram. Vindmylluverkefnið á Suðurlandi: Vindorkan er vænleg búbót - segir Ásbjörn Ó. Blöndal, veitustjóri Selfossveitna Til að forvitnast nánar um vind- mylluverkefnið sem Selfossveitur og Bæjarveitur Vestmannaeyja eru að vinna í um þessar mundir hafði DV-Heimur samband við Ás- bjöm Ó. Blöndal, veitustjóra Sel- fossveitna. Við byrjuðum á að spyrja hann hve umfangsmikið þetta verk- efhi kæmi til með að verða. „Það er áætlað að reisa tvær vind- orkustöðvar á Suðurlandi og verða þær 3,3 MW hvor. í hvorri stöð verða fimm vindmyllur sem þýðir að hver vindmylla muni verða 660 KW. Miðað við mælingar sem við höfum verið að gera að undanfomu höfum við reikn- að út að á meðalári eigi vindorkustöð- in hér að framleiða um 10 gígavatt- stundir á ári. Orkuþörfin á þessu svæði er í kringum 35 gígavattstund- ir þannig að það má gera ráð fyrir að vindmyllumar muni sjá okkur fyrir um fjórðungi aflþarfar svæðisins," segir Ásbjöm. Lítill kostnaöur Hvað varðar fjárhagslegu hliðina þá segir Ásbjöm að kostnaður við uppsetningu muni verða einhvers staðar á bilinu 200-300 milljónir króna. Hann segir að reglulegt eftirlit með myllunum þurfi að framkvæma einu sinni til tvisvar á ári en annars eigi kostnaðurinn við reksturinn að vera lítill. En hvað er þetta verkefni langt á veg komið? „Nú er frumathugun lok- ið, auk þess nokkrar nákvæmari mælingar og útreikningar hafa verið framkvæmd. Miðað við niðurstöður þefrra athugana er þetta mál allt sam- an frekar jákvætt," segir Ásbjöm. Hann bætir síðan við að um þessar mundir séu menn aö bíða eftir ákvörðun um hvort Evrópusamband- Vlndaðstaða hér á landi býður vel upp á uppsetningar vindorku- stöðva en það þarfþó að vanda mjög val staðsetningar,; Við höf- um sérstakiega skoðað strandiengjuna á Suð- uríandí, Reykjanesið og Snæfeilsnesið, sem eru þau svæði sem talin eru hvað bltastæðust iö hyggist styrkja þetta verkefni. Nokkuð er síðan lögð var inn umsókn um styrkinn og ef hann verður sam- þykktur mun rannsóknarvægi verk- efnisins hér á landi aukast til muna. Þá koma fleiri að þessu verkefni, eins og t.d. Veðurstofa fslands, Lands- virkjun, Náttúruvernd Ríkisins, Orkustofnun og Samorka. Áhugavert fyrir Landsvirkjun „Á meðan svar hefur ekki borist frá Evrópusambandinu erum við í hálfgerðri biðstöðu. Ef við fáum nei- kvætt svar þá heldur vinnan’ samt sem áður áfram og næsta stig er að fara að skoða í smáatriðum ýmislegt eins og t.d. fjárhagsleg og tæknileg at- riði. Þessum rannsóknum verður væntanlega lokið í ár þannig að um áramót ætti aö liggja fyrir hvaða stefnu þessi mál taka,“ segir Ásbjöm. Hann bendir á að nýting vind- orkunnar geti verið mjög athyglis- verð frá sjónarhóli þeirra sem eiga vatnsaflsvirkjanir hér á landi. Nýtan- leg vindorka hér á landi fellur að miklu leyti yfir vetrarmánuðina sem er í góðum takti við rafmagnsþörfina. Þess vegna segir Ásbjöm að líta megi þannig á þessi mál að vindmyllur kæmu vatnsbúskap í lónum vel því þá sparast notkun á vatni úr þeim. Ásbjöm segir að vegna þessa hafi Landsvirkjun sýnt verkefninu nokkurn áhuga og menn þar á bæ séu tilbúnir að rannsaka þessi mál betur í framtíðinni. Víða hentugir staðir á íslandi En hverjir eru helstu kostir vind- orkunnar samanborið við vatnsork- una? „Það er alveg ljóst í mínum huga að ekki er hægt að líta til vind- orku sem staðgengils vatnsorku. Ég hef því ekki tekið það alvarlega þegar menn hafa verið að segja að hægt sé að setja upp vindorkustöðvar í stað- inn fyrir vatnsorkustöðvar. Helsta ástæðan fyrir þessu er hversu illa við ráðum orkuauðlindinni samanborið við vatnsorkuna sem er mun með- færilegri," segir Ásbjöm. „Hins vegar getur vindorkan verið vænleg búbót, sérstaklega vegna þess hve fjárútlát vegna byggingar og reksturs vind- orkustöðva era tiltölulega lítil. Hlutir eins og landnot og landréttindi eru að auki tiltölulega ódýrir og svo er hrá- orkan náttúrlega ókeypis, eins og reyndar einnig í vatnsaflsstöðvun- um.“ Hvemig hefur ísland komið út í rannsóknum ykkar varðandi vind- orkustöðvar? „Vindaðstaða hér á landi býður vel upp á uppsetningar vindorkustöðva en það þarf þó að vanda mjög val staðsetningar. Við höfum sérstaklega skoðað strand- lengjuna á Suðurlandi, Reykjanesið Asbjörn O. Blöndal, veitustjóri Selfossveitna, segir að vindmylluverkefnið sem fyrirtæki hans stendur að ásamt Bæjarveitum Vestmannaeyja muni geta séð veitunum fyrir um fjórðungi þeirrar orku sem þær þurfa á að halda. DV-mynd NH og Snæfellsnesið sem eru þau svæði sem talin era hvað bitastæðust. Lítil mengun Það á hins vegar alveg eftir að skoða heppileg svæði með tilliti til byggðasjónarmiða og náttúrasjónar- miða. í okkar athugunum höfum við ekki tekið mikið mið af slíkum mál- um en við vonumst hins vegar til að geta rannsakað þau betur ef Evrópu- sambandið ákveður að styrkja okk- ur,“ segir Ásbjöm. Hann segir að áhrif vindorku- stööva á náttúrana séu langmest í formi sjónmengunar sem vissulega sé nokkur af vindmyllunum. Einnig hafa menn haft áhyggjur af því að fuglar geti farið sér að voða í spöðun- um en reynslan erlendis frá hefur sýnt að það sé ekki mikið vandamál. Hljóðmengun er lítfl, í um 300 metra fjarlægð er hvinur frá myllunum orð- inn mjög lítill, að hans sögn. „Bestu rökin varðandi lítil vand- ræði vegna mengunar af völdum vindorkustöðva era hins vegar þau, að ef í ljós kemur að mexm séu ósátt- ir við staðsetningu þeirra eftir að þær hafa verið settar upp er tiltölulega auðvelt að Iireinlega fjarlægja þær og setja upp annars staðar án þess að það hafi áhrif á náttúruna að ráði,“ sagði Ásbjörn að lokum. -KJA Dreamcast-leikjatölvan kemur á markað: Frumsýnd í Kringlunni á fimmtudaginn - spennandi að fylgjast með viðbrögðum íslendinga leikjatölvan sem getur tengst Net- inu, bæði til að spila leiki við aðra og tfl þess að flakka um Net- ið eins og venjuleg heimilistölva. Ekki verður í fyrstu mögulegt að komast á Netiö með Dreamcast-tölvunum því enn er ekki búið að koma upp netkerfi til að gera það kleift. Stefnan er þó að koma því upp fljótlega svo Dreamcast-eigendur geti nýtt sér tölvur sínar til hins ýtrasta sem allra fyrst. -KJA Meðal þesssem áætlað er að gera hér á landi er að koma á fót Dreamcast-klúbbi þar sem eigendur tölvunnar geta náð saman um áhugamál sitt. Dreamcast-tölvan byggist eínmítt mikið á því að hægt sé að skiptast á upplýsing- um með minnis- kubbum tölvunnar og ætti klúbburinn að verða mjög góður vettvangur til þess. Nú á fimmtu- daginn kemur Dreamcast- leikjatölvan frá Sega á markaðinn í Evrópu og þar með á íslandi einnig. Þeir sem hafa áhuga á tölvuleikjum hafa lengi beðið spenntir eftir að fá að líta gripinn augum, enda er þama á ferðinni langöflugasta leikja- tölva sem komið hefur á markað- inn. Það er Japis sem hefur umboð- ið fyrir Dreamcast hér á landi og er ætlun Japis-manna að kynna vélina með pomp og pragt á fimmtudaginn. Þá verður jafn- framt opnuð ný verslun fyrirtæk- isins í Kringlunni og því verður margt á seyði. Áhugasamir munu geta fengið að spreyta sig á helstu leikjunum sem koma á markað- inn fyrir tölvuna auk þess sem hin geysivinsæla hljómsveit Qu- arashi mun stíga á stokk og spila fyrir gesti búðarinnar. Quarashi- piltamir munu að öllum líkind- um einnig prófa Dreamcast-vél- arnar og gefst þá gestum og gang- andi kostur á að skora á þá í keppni. Að sögn þeirra Japis-manna verður á næstunni farið í að kynna tölvuna fyrir almenningi. Meðal þess sem áætlað er að gera hér á landi er að koma á fót Dreamcast-klúbbi þar sem eigendur tölv- unnar geta náð saman um áhugamál sitt. Dreamcast-tölvan byggist einmitt mikið á því að hægt sé að skipt- ast á upplýsingum með minniskubbum tölvunnar og ætti klúbburinn að verða mjög góður vett- vangur til þess. Mismun- andi viðtökur Það verð- ur spenn- andi að sjá hverjar við- tökurnar verða við Dreamcast hér á landi. Síðan tölvan kom fyrst á markað í Japan fyrir u.þ.b. ári hafa viðtökurnar verið misjafhar. Þær voru góðar til að byrja með í Japan en sala minnkaði síðan fljótlega og hefur ekki staðist væntingar Sega. Bandaríkjamenn tóku hins vegar geysilega vel á móti tölvunni þegar hún kom fyrst á markaðinn þar í landi í byrjun síðasta mánaðar. Svo mik- il var salan á tölvunum fyrstu dagana að hún varð tvöfold á við það sem Sega-menn höfðu gert sér vonir um. Fyrir utan það að vera langöflugasta leikja- tölva sem komið hefúr á markað- inn býr Dreamcast yffr þeirri nýjung að vera fyrsta m yi>

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.