Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 11
X>"V MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 heimili Landvernd virkjar Qölskyldur í umhverfisbaráttunni: Fjölskyldan í stríð gegn mengun Slökkt á sjónvarpinu í gegnum farsíma - tækni sem er að verða að veruleika á íslandi Vaxandi áhyggjur hafa verið af umhverfismálum heimsins á síðustu árum og er fólk víða um veröld að vakna til meðvit- undar um alvarleika málsins. „Vistvernd í verki'1 er alþjóðleg tilraun til að gera fjölskylduna að vistvænni neyslueiningu með einföldum en skipulögð- um aðgerðum sem miða að því að minnka úrgang og óþarfa neyslu heimilanna. Augljóst er að heimilið sem neyslueining getur haft úrslita- áhrif á velferð náttúrunnar, hvort sem verður til hins betra eða hins verra í framtíðinni. Við erum í víðtæku samstarfi við ýmis fyrirtæki og samtök sem veita okkur bæði Qárhagslegan og faglegan stuðning í sambandi við verkefnið," segir Tryggvi Felixson, framkvæmdarstjóri Landverndar. Umhverfisverkefninu „Global Act- ion Plan“ eða vistvemd í verki var hleypt af stokkunum á degi jarðar árið 1990 og hefur verkefnið, að sögn Tryggva, gefið góða raun í þeim 15 löndum sem nú eiga aðild að því. „Svo dæmi sé tekið af Hollandi leggja stjórnvöld þar núorðið tals- verða fjármuni í þetta verkefni og telja þetta vera árangursríkustu leið- ina til að fræða fólk og koma þvi í gang með aðgerðir í umhverfismál- um,“ segir Tryggvi. Að sögn hans gengur verkefnið út á það að virkja fjölskyldur til aðgerða innan síns heimilis sem vinna að því að draga úr úrgangi og mengun því fylgjandi. „Það hafa oft verið gefnar út bæk- ur og pésar um hvað við getum gert og hvemig við eigum að gera það, sem er í sjálfu sér gagnlegt, en með vistvernd í verki viljum við gera þetta öðruvísi. Við teljum bækumar og pésana ekki skila þeim árangri sem við þurfum og því viljum við virkja fólkið sjálft. Þannig stofnum við 5-8 manna hópa, svokaOaða vist- hópa, sem samanstanda af einum fuU- trúa úr hverri fjölskyldu,“ bætir hann við. Ávinningur og ánægja Að sögn Tryggva em haldnir viku- legir fundir þar sem farið er yfir næsta skref áætlunarinnar. „Á hverjum fundi er ákveðið við- fangsefni og er rætt um mikilvægi þess og aðgerðir tU úrbóta og ávinn- inginn af þeim. Við erum ekki bara að hugsa um ávinninginn fyrir um- hverfið sem slíkt vegna þess að reynslan segir okkur að fólk verði líka að sjá einhvern ávinning í þessu fyrir sjálfan sig. Ávinningurinn fyrir hvern og einn getur verið margvísleg- ur, hvort sem um er að ræða fjárhags- legan ávinning, ánægjuna samfara því að prófa eitthvað nýtt eða einfald- lega gleðina sem fylgir því að láta gott af sér leiða og sýna fordæmi," segir Tryggvi enn fremur. „Undir hverju viðfangsefni em 5-10 aðgerðir og þær em yfirleitt mjög einfaldar og ódýrar í fram- kvæmd. Þegar þær em ekki ódýrar þá er það vegna þess að það er augljós fjárhagslegur ávinningur af aðgerð- inni, þannig að það eigi að borga sig sjátft," bætir Tryggvi við. Langtímamark mið Að sögn Tryggva er ekki litið á verkefnið sem „átak“ heldur lang- tímamarkmið. Flestir hafa líklega séð þá framtíð- arsýn í bíómyndum þar sem aUur mögulegur tækjabúnaður heimUisins er á einhvem hátt flarstýrður. Slökkt er á ljósum eða kveikt á sjónvarpi eða kaffikönnu með því einu að þrýsta á hnapp í svefnherberginu eða jafnvel með því að beita röddinni einni sam- an. Þó þetta hljómi fjar- stæðukennt þá er samt þegar farið að hanna slíkan búnað í íbúðarhúsum hér'á landi og einnig í atvinnuhúsnæði. Þau Pétur Guðmundsson og Hólm- fríður LUlý Ómarsdóttir fengu verk- fræðifyrirtækið VUcing tU að hanna fyrir sig tölvustýrt kerfi tU að stjóma ljósabúnaða og ýmsu Ueiru á þeirra hehnUi. „Það á aðeins eftir að tengja síðustu skynjarana", segir Pétur. „Þetta er aUsheijar stýrmg á öUum ljósum í húsinu og í raun er hægt að stýra með þessu nánast hverju sem er. Þannig em meira að segja ofnamir hjá mér stýrðir með þessum búnaði í stórum hluta hússins. Þá er hægt að setja inn í þetta þjófavöm með sér- stökum skynjurum." Þó Pétur stjómi ljósunum með þessari tölvustýringu, sem á fagmáli kaUast Instabus, þá er hann samt líka með hefðbundna ljósarofa á veggjun- um. Hann getur einnig slökkt á sjón- varpinu, kaffikönnunni og öUu sem hann vUl slökkva á frá einum rofa í svefnherberginu. Aðgerðir em forrit- aðar inn í tölvu og hægt er að breyta beim skipunum að vUd. Hægt er að láta kerfið opna glugga og ef ofn er undir glugganum þá sér búnað- urinn um að draga niður í honum svo ofninn fari ekki á fuUt. Pétur segir að með þessu kerfi þurfi að nota sérstakt lagnaefni, svo sem rofa og annað. Hann segist m.a. hafa skoð- að hús í Danmörku þar sem kerfið stýrir gardínum sem komið er fyrir á miUi gleija í gluggum hússins. Þannig er lokað fyrir ljósið inn um gluggana ef hitinn frá sólarljósinu er orðinn óbærUega mikiU. Þá kvikna ljósin í húsinu heldur ekki ef næg birta er að utan. Þá segir hann að það muni koma búnaður þar sem hægt verði að fjarstýra ljósum og öðm í húsinu í gegnum síma. Fólk geti því kveikt og slökk ljós og opnað og lokað gluggum. þó það sé aðeins með farsíma í hönd- unum, flatmagandi á sólarströnd við Miðjarðarhafið. Þannig getur fólk losnað við að velta vöngum yfir því í sumarfríinu hvort gleymst hafi að slökkva á sjónvarpinu eða öðrum hlutum - það einfaldlega hringú heim og framkvæmir þessa hluti úr fjar- lægð. -HKr. „Það er augljóst að það mun taka tíma að koma þessu tU allra heimUa á íslandi en ef þetta lukkast, sem ég hef mikla trú á, þá mun þetta stig- magnast mjög hratt. Nú em um 20 fjölskyldur í þessu verkefni hér á landi og líklega verða þær um 40 eft- ir áramót en við reiknum með að þetta verði í gangi í 10 tU 20 ár hér á landi,“ segir Tryggvi. Hann segir verkefnið vera nýtt hér á landi en að horfurnar séu góðar. „Sú litla reynsla sem við höfum af þessu verkefni hér á landi er að fólki finnst þetta skemmtUegt. Það er mjög sjaldan í önnum dagsins að fólk gefi sér tíma tU að setjast niður og ræða um hversdagslega hluti og hvað það getur gert litlar og einfaldar breytingar í ýms- um málum sem hafa mjög jákvæð áhrif á umhverf- ið, sérstaklega ef fleiri og fleiri koma því tU fram- kvæmda," segir Tryggvi Felix- son, fram- kvæmdastjóri Landverndar, með umhverfis- vænar vörur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.