Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 15
-U"V MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 heimili i—CiJUj Guðjón A. Kristjánsson með handfangið góða sem hann hefur heima í stofu í Mosfellsbænum. Hann sló á mestu frá- hvarfseinkennin með því að handfjatla handfangið eftir að hann hætti á sjónum. DV-mynd Pjetur Guðjón A. Kristjánsson, alþingismaður og fyrrverandi skipstjóri: Karlinn í stofunni - tók spilhandfangið með sér í land Afiaskipið Páll Pálsson ÍS-102 „Meö þessu spilhandfangi er ég búinn að hífa yfir 77 þúsund tonna afla úr sjó,“ segir Guðjón Amar Kristjánsson, alþingismaður Frjáls- lynda flokksins og fyrrverandi skip- stjóri. Guðjón, sem nú býr við Reykjabyggð í Mosfellsbæ, var um áratugaskeið einn aflasælasti tog- araskipstjóri Vestfirðinga og var gjaman í baráttu við Guðbjörgina um toppinn á fleyi sínu, Páli Páls- syni ÍS 102. Þegar hann hætti störf- um tók hann með sér hlut úr skipi sínu sem hann telur nú að sé einn merkilegasti munur heimilisins. „Þetta handfang stjómaði tog- spilinu um borð í Páli þar sem ég var skipstjóri í rúm 20 ár. Áhöfn og útgerð Páls Pálssonar gáfu mér handfangið með fallegri áletrun í kveðjugjöf þegar sett var í hann nýtt spilkerfi og síðan hefur það verið í stofunni hjá mér,“ segir Guð- jón. Að sögn Guðjóns leita á hann margar sterkar minningar þegar honum verður litið á handfangið. „Ætli merkilegasta stundin hafi ekki verið þegar ég var næstum því búinn að sökkva skipinu. Við köst- uðum á Halanum og fengum 3 tonii á mínútuna. Ég tók inn 80-90 tonna hal en var kominn með 130 tonn í hann fyrir og skipið fór svo djúpt að það rann inn á allar leiðslur. Það var kominn 70-80 cm djúpur sjór á allt dekkið og við fórum út og fund- um okkur belgi og tróðum í öll göt og blésum þá upp. Lensurnar höfðu ekkert undan og þetta var það eina sem hægt var að gera,“ segir Guð- jón. Aðspurður segist Guðjón ekki fmna til mikilla fráhvarfseinnkenna frá sjónum. „Framan af fékk ég stundum fráhvarfseinkenni og þá gat verið gott að fara á handfangið en núna fmn ég enga þörf til að fara á sjóinn, ekki nema til að skoða líf- ríki og umhverfi hafsins annað slag- ið,“ segir Guðjón. -jtr 29 HORPU TILBOÐ Gæða innimáining I GLJÁSTIG I 10 Vönduð íslensk innimálning á einstöku tilboðsverði. Verð á lítra frá * 292 . * Miðað við 10 Iítra dósir og ljósa liti í verslununum HÖRPU veita reyndir sérfræðingar þér góða þjónustu og faglega ráðgjöf við val á hágæða málningarvörum. HARPA MÁLNINGARVERSLUN, BÆJARLIND G, KÓPAVOGI. Sími 544 4411. HARPA MÁLNINGARVERSLUN, SKEIFUNNI 4, REYKJAVÍK. Sími 568 7878. HARPA MÁLNINGARVERSLUN, STÓRHÖFÐA 44, REYKJAVÍK. Sími 567 4400. MAunnaARUERSLANIR * ■f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.