Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Page 2
 I MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 nrre Stundar þu útivist? Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra rennir sér á snjóþotu „Já, ég stunda útivist. Ég skokka mik- ið og geng. Ég lenti líka óvænt í snjókomu fyrsta vetr- ardag norður á Siglufirði og fór þá á snjóþotu. Við hjónin erum talsvert í stangaveiöi og þá aöal- lega silungsveiði. Þá reyni ég að tengja útiveruna ööru, eins og sveppa- og haustlaufatínslu. Við förum mikið að tlna sveppi í Heiðmörk og í Borgarflrðinum." Páimí Gestsson leíkari veíðír rjúpu „Ég er í rjúpunni og maður veröur þvi að halda sér í formi. Það þarf kannski að ganga i fiöllum i átta til tólf tíma og þá er betra að vera í sæmilegu formi. í seinni tíð hefur maður reynt að gera meira að því. Annars labbar mað- ur bara úti með hundinn." Stefán Jón Hafstein fjölmiðlamaður stundar lax”0'* „Mitt merki er Iluguveiðin. Ég eyði miklum tíma I veiö- ina á vorin, sumrin haustin. É stundum í krattgongu mörk. Þá stunda ég skíðin á veturna." Heið- göngu- Halldór Halldórsson, bæjarstjóri ísafjarðar- bæjar, stundar skíðí siglingar „Ég á b£ sigldi m.„. Jökulfirði ug unx Hom- strandir i sumar og maður geng- ur mikiö út frá bátnum. Ég hjólaöi landshluta á milli fyrir nokkmm ámm en geri minna að því í dag. Ég er með sumarbústað og því fylgir mikil útivera og jafnvel aö elta rollur. Viö hjónin stundum skíöi á vet- uma, bæði göngu- og svigskíði, og svo erum við með vélsleða. Jóhannes Jónsson í Bónusi er alltaf á leiðinni á skíðí / „Ég er ansi linur við útivislina. Ég hef þó verið með sumarbú- stað sem hefur skap- að manni útivist. Á hverju hausti hef- ur maður heitiö þvl aö byrja á skíðum, en það hefur bara ekki komist á framkvæmdastig." m — segir Spessi Ijósmyndari sem sigldi fyrir Hornbjarg í gargandi fuglageri ■ „ ' ...j Kajaksmíði og kajakróður er íþrótt sem inúítar á Grænlandi hafa þróað í gegnum aldimar og af þeim lærðu íslendingar þessa grein. í kjölfar heimsóknar Grænlend- inga til ísafjarðar fyrr á öldinni, þar sem þeir sýndu kúnstir sínar á húð- keypum, smituðust margir heima- manna og í kjölfarið fóra menn að smíða sér kajaka. Á tímabili voru þó nokkuð margir einstaklingar sem stunduðu þessa grein og farið var í langferðir um Djúp og viðar. Nokkuð dró úr áhuganum er frá leið, en lengst af vom einhveijir sem áttu og notuðu kajak sér til skemmtunar. Á síðari ámm hefur kajakróður öðlast vinsælda á ný og í dag eru þeir orðn- ir nokkuð margir sem fara saman í hópum víða um land á kajak. ísafjarð- ardjúp og sjóleiðin um Hornstrandir hefur notið mikilla vinsælda og með- al þeirra sem þar hafa siglt er Sigur- þór Hallbjörnsson ljósmyndari, betur þekktur sem Spessi. „Ég fór m.a. eina ferð í sumar frá Arngerðareyri við ísafjarðardjúp við fjórða mann til ísafjarðar (Skutuls- ljarðar). Þá fóru með mér Pétur Gísla- son, Gunnar Sæmundsson og Halldór Sveinbjömsson. Þá fór ég lika aðra ferð um Jökulfirði fyrr um sumarið, í þeirri ferð voru þeir Eyþór Hauksson og Jón Oddur Guðmundsson. Þá var enn snjór ofan í fjöru, veðrið hrá- slagalegt og kalt. Það var þó mjög sér- stakt, enda era þarna ekta óbyggðir. í bakaleiðinni reram við frá Grunna- f kvöldsól fyrir opnu hafi á leiö fyrir Hornbjarg. Ljósmynd Spessi. vík og yfir spegilslétt ísafjarðardjúp- ið. Þetta var mjög skemmtilegt og mikil stemning," segir Spessi. „Mað- ur er svo tengdur náttúrunni. Það er þó ekki sniðugt að fara svona langar ferðir nema í hóp með öðram. Fyrir Hornbjarg og Hornstrandir Árið áður létum við sigla með okk- ur fyrir Hombjarg i Látravik þar sem Hornbjargsvitinn er. Við rerum það- an fyrir Hombjarg um Hornstrandir og inn ísafjarðardjúp. Þá vora með mér Ástralinn Chris, Eyþór Hauks- son og Halldór Sveinbjömsson. Þetta er eitt erfiðasta svæðið sem hægt er að fmna til að róa á. Það getur verið mikil hafalda þó veðrið sé gott. Við Hombjarg er hvergi hægt að lenda við slíkar aðstæður. Það var samt mjög tignarlegt að sigla undir þver- hníptu bjarginu. Sólin var að setjast á hægri hönd og milljón fuglar garg- andi allt í kringum okkur. Við fórum eins nálægt og við gátum fyrir öldu- frákastinu. Þetta var mjög sérstakt, Á kajak úr trefjaplasti Ég nota svokallaðan sjókajak, en þeir eru frá fimm metrum að lengd og upp í fimm og hálfan. Minn kajak er úr trefiaplasti, 5,20 metrar að lengd og 53 sentimetrar að breidd, þannig að hann er ekki mjög stöðugur. Hann kostaði yfir 200 þúsund krónur. Það er hægt að fá þá ódýrari og sumir smíða kajakana sjálfir. Ég er yfirleitt í blaut-smekkbuxum og léttum þurrgalla að ofan. Stakkur- inn heldur manni þó ekki alveg þurr- um ef maður fer í sjóinn. Ef maður er hins vegar í lokuðum þurrgalla, þá svitnar maður í gallanum og verður eiginlega of heitt við róðurinn og að sama skapi kalt þegar maður stoppar." Auðvelt ef maður kann það - Er ekki mikil hætta á að hvolfa kajaknum? „Eftir því sem þeir eru hraðskreið- ari og betri, þeim mun óstöðugri era þeir. Þetta er eins og að læra að hjóla, jafnvægið kemur með tíman- um. Það kemur samt ekki oft fyrir að maður hvolfi. Ef það kemur fyrir, þá er maður búinn að læra að velta hon- um við aftur, það er auðvelt ef mað- ur kann það. Til þess hef ég farið á námskeið sem er alveg nauðsynlegt. Þá stunda ég líka „kajak-surfing". Það getur verið mikil kúnst að lenda kajak í brimi. Öldumar vilja gjaman þeyta manni á hvolf. Ég reri til Vest- mannaeyja í sumar og á bakaleiðinni var komið talsvert brim við strönd- ina. Þá var mjög erfitt að lenda, en ég var sem betur fer búinn að fara á námskeið í slíku. Maður er helst að stunda þetta sport á sumrin. Það er svo kalt á vet- urna að ég nenni því ekki,“ sagði Spessi ljósmyndari. -HKr. Spessi á kajaknum viö Bjarnanúp á leiö yfir ísafjaröardjúp. Spessi Ijósmyndari meö kajakinn sinn í fjörunni í Nauthólsvík. DV-mynd Hilmar Þór Kajakróður er sárstök upplifun: enda er bátur og maður eitt og ræðar- inn situr eiginlega í sjónum. Hafið er svo stórfenglegt og öflugt og ég gæti því varla eftir þetta hugsað mér að sigla á einhverju litlu vatni. Þar myndi vanta kraftinn sem maður finnur frá hafinu. Það verður að hugsa mikið um var- úðarráðstafanir í upphafi ferðar og læra að lesa í veðrið. Mikilvægt er að meta hlutina rétt. Ég er búinn að vera á þriðja ár í þessu sporti og hef farið nokkrar erfiðar ferðir og á tvö nám- skeið. Eftir því sem ég veit og læri meira, því varkárari verð ég. Fyrst var maður stundum að tefla á tæp- asta vað, en það voru þó sem betur fer alltaf vanir menn með mér. Þó gönguferöir útheimti ekki mik- inn búnaö í góöu veðri á stuttum leiöum, þá er samt betra aö vera ávalt viöbúinn hinu versta. 1 löngum gönguferóum er nauösyn- legt aö huga vel aó öllum búnaöi, fatnaði, nesti, fylgjast meó veöur- spá og gera feröaáœtlun. Hafa skal fyrir reglu að láta aöstand- endur eöa opinbera aöila vita af feröinni. Hér er listi yfir þann búnaö sem aö notum getur komió í lengri gönguferöum. Útilegubúnaður Tjald, létt og fyrirferðarlítið. Bakpoki, 50-70 ltr. með góðri mitt- isól. Svefnpoki, léttur og fyrirferð- arlítill en hlýr. Eldunartæki, pott- ar og pönnur. Eldspýtur og/eða kveikjari. Hnífapör sem hægt er að spenna saman. Góður hitabrúsi, eitt nauösynlegasta hjálpargagnið og öryggistækið. Munið að hita vatn í brúsann þegar á annað borð er verið að hita vatn. Drykkjarílát, einangrunardýna. Landakort og áttaviti. Ljósfæri, t.d. vasaljós og eldspýtur. Neyðarblys. Lítið ferða- útvarp fyrir veðurfréttir. Sjúkra- kassi sem hefur að geyma plástra, blöðruplástra (t.d. second skin), skæri, sárabindi, magnyl, spritt o.fl. Hreinlætisvörur, s.s. fjalla- blöð, sápa, tannbursti og sólkrem. Fótabúnaður Góðir gönguskór, hálfstífir og uppháir. Nýir skór þurfa nauð- synlega að vera gengnir til áður í styttri ferðum. Varareimar, sokk- ar, bæði þunnir og þykkir. Gott er að vera í tvennum og þeim þynnri næst fætinum. Ekki nota bómullarsokka. Fatnaður Legghlífar, buxur, hnébuxur eða síðar, úr efni sem þomar fljótt og heldur vel hita. Ekki nota gallabuxur, því þær eru lengi að þorna og halda illa hita. Góð nær- föt úr ull eða hinum nýju gervi- efnum. Góð peysa, sumir nota þunna ullarpeysu undir þeirri þykkari. Húfa, létt ullarhúfa. Trefill, vindþéttur anorakkur eða stakkur og regngalli. Ef notaður er Gore-tex galli má sleppa vind- þéttum stakki. Sundföt (það er svo notalegt að baða sig eftir erfiðan dag). Varafatnaður Aukapeysa, aukasokkar, vett- lingar til vara. íþróttabuxur eða stuttbuxur (geta komið í góðar þarfir) Léttir vaðskór eða laxapokar (ef vaða þarf yfir ár og læki í ferð- inni). Matur Frostþurrkaður raatur (forðast ber niðursuðuvörur og mat sem inniheldur mikinn vökva). Beikon (gott til að bragð- bæta þurrmatinn), flatkökur, súrdeigs- brauð eða rúgbrauð. Smjör, kæfur, mysuostur, smurostur, musl, harðfiskur, þurrkaðir ávextir og rúsínur, hnetur og súkkulaði. Djúsduft, kakóduft, te eða kaffiduft. Pakkasúpur. Neyðarfæði Súkkulaði, þrúgusykur, þurr- djús, frostþurrkaður matur. Smádót eftir efnum og ástæðum Myndavél og filmur, lítill sjón- auki, hæðarmælir, kortamappa, minnisbók og penni. Leiðsögubók eða leiðarlýsing. Ferðasöngbók, gítar eða munnharpa. Veski, skil- ríki, peningar, krítarkort. Sauma- dót (nál, tvinni, fingurbjörg, töl- ur...), rakvél, lítið handklæði og þvottapoki. Flugnanet, eymatapp- ar (svo maður fái nú svefnfrið í skálunum), vatnsbrúsi og/eða vatnsbelgur. Vasahnífur og snæri, úr með vekjara, göngustafir, far- simi eða talstöð, GPS staðsetning- artæki. Veiðigræjur (a.m.k. girnis- spotti, öngull og gervibeita).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.