Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Blaðsíða 6
 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 Daníel Jakobsson er margfald- ur íslandsmeistari í skíða- göngu en hefur að mestu lagt keppnisskíðin til hliðar. Hann segir alla af vilja gerða til að bæta að- . ' stöðu skíðagöngufólks. Undanfarna vetur hefur verið boðið upp á mjög fjölmenn göngunámskeið fyrir al- menning á landsbyggðinni, en nú er komið að höfuðborgarsvæðinu. „Það er mikið af gönguleiðum út um allt. Þá er ekki endilega um að ræða skíðasvæðin, því fólk getur farið hvert sem er á gönguskíðum. Heiömörk i nágrenni Reykjavíkur er mjög vinsæl. Hjá norska skálan- um hefur verið troðin gönguhraut á góðviðrisdögum. Nú stendur til að kaupa vélsleða með búnaði til að troða enn betur á því svæði í vetur. Sex þúsund manns á námskeið Þegar nægur snjór er á Hengils- svæðinu, er það mjög skemmtilegt og þar hafa verið merktar göngu- leiðir. Gönguskíðaíþróttin hefur verið vaxandi almenningssport hér á landi. Skíðasambandið hefur verið með almenningskennslu og við vor- um með mann í fullu starfi við þetta í fyrravetur sem fór á yfir 50 staði á landinu með allan útbúnað fyrir þátttakendur. Um 6000 manns var þá kennt á gönguskíði. Við sinntum ekkert Reykjavíkursvæðinu í þess- _ ari yfirferð, en stefnan í vetur er að vera meira i Reykjavík." Daniel segir að hugmyndin sé að taka fyrir ákveðinn aldurshóp og bjóða t.d. öllum ellefu ára bömum upp á á gönguskíðakennslu. Hann segir erfltt að segja til um hversu margir hefji skiðagöngu eftir að hafa farið á slík námskeiö, þó sé ljóst að heimtumar mættu vera ganga Gönguskíðaiðkun fer vaxandi hér á landi og hefur Skíðasam- band íslands verið duglegt að reka áróður fyrir þeirri grein undanfarin misseri. Daníel Jak- obsson skíðakappi segist mæla með því við hvern sem er að prófa gönguskíðin. Fyrir þá sem fara sjaldan segist hann mæla með rifíluðum skíðum sem ekkert þarf að bera undir. Ef fólk stefni lengra þá sé hinsvegar ráðlegra að kaúpa skíði sem bera þarf und- ir. Hjá keppnismönnum er áburð- amotkunin mikil sérfræðigrein, enda getur árangur oltið á því að rétt sé veðjað 'á áburöamotkun- ina. Daníel segir aö hægt sé að ná góðum árangri þó ekki séu fleiri en þrjár eða fjórar áburðargerðir í töskunni. Almenningur á að geta sótt leiöbeiningar um skíða- búnað og áburðamotkun til versl- ana sem bjóða slíkan búnað. Þá hefur Skíðasambandið geflð út bækling um skíðagöngu og einnig má nálgast upplýsingar á heima- síðu Skíðasambandsins http://www.toto.is/sersamb/ski/ á Intemetinu. Gönguskíðaíþróttin: <andi almenningssport - segir Daníel Jakobsson, margfaldur íslandsmeistari í greininni betri. Hann telur líklegt það þurfi að fylgja námskeiðahaldinu eftir. „Það er stefnan hjá okkur í vetur að fara á þá staði út á landi þar sem þátttaka var góð og vera þar í lengri tíma. Þá hugsum við okkur að bjóða upp á eins til tveggja vikna nám- skeið á stöðum eins og Dalvík og Sauðárkrók. Auðvitað hefur skíða- gönguíþróttin svo verið að vaxa mjög mikið samfara heilsubylting- unni sem riðið hefur yfir. Það sem vantar hér er helst aðstaðan. Hún hefur bara ekki verið nógu góð. Fólk vill gjarnan fara merktar og troönar gönguleiðir. í Bláfjöllum hefur aðstaðan verið ófullnægjandi fyrir skíðagöngu. Svæðið þar hefur verið skilgreint sem Alpagreina- svæði, en verið er að vinna að mik- illi skipulagningu á svæðinu. Þar veit ég að skíðagangan mun skipa háan sess. Svo er fjallaferðamennska á skíð- um líka stór hluti af sportinu og einfaldlega það að njóta útiveru og fallegrar náttúra. - Æfir þú enn þá? „Nei, eiginlega æfi ég of lítið. Ég er í háskóla og var vanur því úti á landi að geta stigið beint á skíðin þegar ég fór út heima hjá mér. Þeg- ar maður þarf að fara fyrst í bíl til að komast á skíði dregur það úr manni. Annars er ég kominn hættu- lega mikið í svigið. Það hefur alltaf verið auðveldara hjá okkur göngu- mönnum að skipta yfir á svigskíði ólíkt svigmönnum, þeir hafa ekki verið eins duglegir að skipta yfir á gönguskíðin. Annars er ég í öllu sem hefur með snjó að gera, en ég vildi þó gjaman vera duglegri," seg- ir Daníel Jakobsson. -HKr. Fimmvörðuháls — ein vinsælasta gönguleið landsins Af styttri gönguleiðum hér á landi er leiðin um Fimm- vörðuháls trúlega ein sú vin- sælasta. Gangan yfir hálsinn tekur um 8-10 klukkustundir. Yfir fjögur þúsund manns ganga á hverju sumri þessa leið milli Eyjatjallajökuls og Mýrdalsjökuls sem liggur hæst í um 1100 metra hæð yfir sjó. Að sunnanverðu liggur leiðin frá Skógum niður í Goðaland og Þórs- mörk að norðanverðu. Skáli Útivist- ar er efst á hálsinum, en hann var byggður árið 1991 upp úr öðrum eldri skála. Átján manns geta gist i skálan- um í einu og er hann upphitaður. Öll- um er heimil gisting i Fimmvörðu- skála gegn gjaldi. Nauðsynlegt að sýna fyrirhyggjusemi og panta gist- ingu í skálanum vegna mikillar ásóknar. Gangan hefst gjaman að sumarlagi við Skógafoss og er gengið upp með hon- um og gengið með Skógá langleiðina upp á heiðina og er leiðin mjög fógur. Hins vegar er Fimmvörðu- háls talinn veðravíti og vissara að Skáli Útivistar á Fimmvör&uhálsi. Daníel tók fram hjólaskíðin, sem skíöagöngumenn æfa gjarnan á þegar snjó- laust er, og sýndi Ijósmyndara gömlu gó&u taktana. vera viðbúin misjöfnum aðstæðum. Félagið Útivist býður upp á göng- ur yfir hálsinn, bæði í einum áfanga og tveggja daga göngu. Skíðaferðir Að vetrarlagi býður Útivist upp á skíðagönguferðir upp á Fimmvörðu- háls. Gengið er upp frá Skógum og gist í Fimmvörðuskála. Stundum er farin sama leið til baka en þeg- ar líða tekur á veturinn er boðið upp á ferðir niður í Bása. Skíða- gönguferðir á Fimmvörðuháls krefjast nokkurrar kunnáttu á gönguskíðum og líkamlegs þreks því bera þarf allan útbúnað upp á Hálsinn og niður aftur. Lffsgle&i: Þó ég fótinn missi minn, min ei rénar kæti, hoppað get ég í himininn haltur á einum fæti. - Sigur&ur Pétursson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.