Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 ÚtÍ¥*S&»£k.^P- Vertu meö frá byrjun - Intersport Þín frístund - okkar fag VINTERSPORT Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • sfmi 510 8020 • www.intersport.is Tilvera: Tilvera okkar er undarlegt feröalag. Viö erum gestir, og hótel okkar er jöröin. - Tómas Guömundsson (Hótel Jörö). Þú kemst lengra vel útbúin(n). Rétt val á útivistarfatnaði skiptir höfuðmáli þegar leggja skal land undir fót Við hjá Intersport bjóðum upp á heimsþekkt vörumerki á borð við McKinley, Haglöfs, North Face o.fl. o.fl. Líttu til okkar efþú stefnir hærra. Eg er forfallinn byssu-^i maður — segir Egill Ásgrímsson bólstrari sem lokar verkstæðinu ef mikið liggur við Utivera og skyttirí er hluti af tilveru margra íslendinga. Hjá sumum er það ekki bara eitthvert sport heldur jafnnauðsyn- legt og aö draga andann. í þeim hópi er Egill Ásgrímsson, bólstrari í Reykjavík. „Jú, ég er alveg forfallinn byssu- maður,“ segir Egill, sem hikaði ekki við að loka bólstraraverk- stæðinu á Bergstaðastrætinu á fostudegi til að geta verið mættur í rjúpuna um leið og opnað var fyr- ir veiðina. Hann fer gjarnan með sömu mönnunum ár eftir ár í Borgarfjörð, þangað sem hann hef- ur farið á hverju hausti í 30 ár. „Við erum búnir að vera svo til sami hópur í Munaðamesinu á hverju ári. Menn eru þó famir að eldast og sumir heltast úr lestinni vegna veikinda. Það var töluvert af fugli, en nokkuð hátt til fjalla. Menn fengu því ekkert mikið. Það var mikill spenningur hér áður og fyrr að veiða fuglinn. Þegar maður eldist er það útiveran og bara hefð- in að fara ár hvert á þessum tíma. Sumir fara saman í gufubað reglu- lega en við förum á skyttirí. Þetta er einfaldlega partur af tilverunni. Þegar árin færast yfir þá hættir það að vera aðaltilgangurinn að veiða mikið. Ég tek því ekki mikið af skotum með mér og drep ekki meira en ég þarf. Ég er með tvíhleypu á rjúpuna en með einhleypa Remington magasínbyssu á gæsina. Það eru ýmsir með mér í þessum ferðum, upphaflega var þetta 8 manna hópur, en það er farið að saxast á hann. Við erum elstir í hópnum ég og Pétur Kjartansson, en R. Sigmundsson hefur líka gjarnan verið með okkur, en hann komst ekki núna. Annars erum við tveir sem höfum alltaf farið, ég og Sigmundur Einarsson. Einn úr upphaflega hópnum er dáinn og annar fékk fyrir hjartað í haust. Menn eru komnir um og yflr sex- tugt og sumir því farnir aðeins að bila eins og gengur." - Fylgir ekki slíkum veiðiskap mikill búnaður? „Nei, ekki rjúpnaveiðinni. Þá er maður bara í góðum útigalla, vönduðum gönguskóm og með byssuna. Þetta er svona rétt eins og að fara í góðan göngutúr. Á gæsinni er þetta aðeins öðruvísi, þá er gjaman notaður felu- búningur." - Tekur fjölskyldan þátt í þessu? „Á tímabili komu kon- umar með okkur en þá snerist þetta meira um að hafa það huggulegt og borða ^ góðan mat. Þá vora krakkarnir, bæði dóttir mín og sonur stundum með mér og nú skjóta þau bæði. Dóttirin Þórunn er nú orðin ágæt skytta og skýtur talsvert,“ segir Egill sem skýtur líka leirdúfur með félögunum í Skotveiðifé- laginu þegar tækifæri gefst og hefur einnig prófað fasana- skyttirí í Bretlandi. -HKr. i Egill Asgrímsson, bólstrari og forfallinn 4 byssumaöur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.