Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1999, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 18 Linus Torvalds á Comdex: Skiptir mestu að skemmta sér - vinnur að gerð „snjallörgjörva“ hjá felufyrirtæki Skapari Linux- stýrikerflsins, hinn finnski Linus Torvalds, spjallaði í síð- ustu viku um framtíð sína og þessa ört vaxandi stýrikerfis á hinni risastóru Com- dex-tölvuráðstefnu í Las Vegas. Þar minntist hann í fyrsta skipti opin- berlega á hið nýja, dularfulla fyrir- tæki sem hann vinnur hjá um þess- ar mundir. Torvalds var brattur þegar hann spjallaði við rúmlega 5.000 áhuga- menn um hið opna stýrikerfi og gerði óspart grín að vandræðunum sem tölvurisinn Microsoft á í um þessar mundir. „Ég ætlaði aö byrja á brandara um lögfræðinga en mér skilst að það hafi þegar verið gert í gærkvöldi," sagði hann og vitnaði þar í aðalræðu Biil Gates frá kvöld- inu áður. Snjallörgjörvi væntanlegur Hið leynilega fyrirtæki sem Linus vinnur hjá um þessar mundir heitir Transmeta Corp. og sagði pilturinn að það myndi koma úr skápnum þann 19. janúar. Hann sagði að þeir hjá Transmeta væru aö þróa „snjallörgjörva", sem yrði fyrsti ör- gjörvinn sem myndi nýta hugbúnað að talsverðum hluta við vinnslu sína. Orðrómurinn í tölvuheimin- um um fyrirtækið hefur einmitt bent til þess að fyrirtækið sé að vinna að ódýrum örgjörva sem er einfaldur í framleiðslu og mun geta keyrt hvaða stýrikerfi sem er. Torvalds lagði einnig áherslu á að það væru notendur tölva og tölvu- kerfa sem skiptu mestu máli fyrir tölvuheiminn í dag en ekki skipti öliu að búa til stöðugt flóknari og merkilegri græjur. „Gott dæmi er iMac-tölvan frá Apple,“ sagði hann. „Fyrir langflesta virðist skipta mestu máli að hún sé til í fimm lit- um. Það breytir náttúrlega engu frá tæknilegu sjónarmiði en neytend- urnir rifa hana út úr verslunum.“ Torvalds benti einnig á að það sem fólk í tölvubransanum þyrfti að hafa í huga væri að hafa gaman af því sem það væri að gera. „Aðalmál- ið er ekki að standa i einhverri bar- Torvalds lagði einnig áherslu á að það væru notendur tötva og tötvukerfa sem skiptu mestu máli fytir tötm- h&minn í dag en ekkí skipti ölfu að húa tíl stöðugt ftóknarí og merkilegri græjur. áttu allan tímann. Málið snýst ekki um Linux á móti Microsoft, heldur snýst það um að gera það sem mað- ur hefur virkilega gaman af og skemmtir öðrum í leiðinni." Finninn Linus Torvalds fræddi áhuga- menn um Linux um þau verkefni sem hann er að vinna að um þessar mund- ir milli þess sem hann lagði þeim lífs- regiurnar: „Öll dýrin í skóginum eiga að skemmta sér.“ Ready 2 Rumble fyrir Dreamcast: Besti boxleikurinn þá óþarflega raunverulega. Þetta á hins vegar ekki við um Ready 2 Rumble, sem er því á all- an hátt mim skemmtilegri en fyr- j irrennarar hans. Ekki er byggt á ] raunverulegum boxurum heldur j eru alls kyns furðufuglar af báð- um kynjum og jafnvel öðrum heimum i persónugalleríi leiks- ins. Eins og við er að búast af Dreamcast er grafik leiksins mjög góð og eru smáatriðin svo greinileg að grettur og aörar and- litshreyfingar sjást mjög vel. Hægt er að spila leikinn á tvo j vegu. Annars vegar einfalda bar- ] daga og hins vegar er hægt að | kafa dýpra og sjá um þjálfun og j viðhald boxaranna og er þá ] markmiðið að gera þá að heims- i meisturum. Þessi leikur, sem er j einn fyrsti Dreamcast-leikurinn, \ gefur því fögur fyrirheit um það sem koma skal í framtíðinni. -sno Ekki er byggt á raunverulegum box- urum heldur eru alls kyns furðufuglar af báðum kynjum og jafnvel öðrum heim- um í persónugalleríi leiksins. Dreamcast-útgáfan af Ready 2 Rumble þykir vera afskaplega vel heppnuð. Dreamcast- leikjatölvan, sem kom út fyrir nokkrum vik- um, er að gera góða hluti þessa dagana. Á meðal þeirra leikja sem komu út á svip- uðum tfma og Dreamcast var leikurinn Ready 2 Rumble. Þar á ferð er bráðskemmtilegur box- leikur með ýmsum óvenjulegum efnistökum. Boxleikir hafa hingað til ekki náð miklum vinsældum borið saman við leiki byggða á austræn- um bardagaíþróttum. Hafa þeir yf- irleitt verið heldur hægir og alltof mikið hefur verið reynt að gera íWif Hvalreki fýrir fuglaáhugafólk Nýkomin er út bókin íslenskur fuglavisir, sem hlýtur að teljast hvalreki á fjörur allra fuglaáhuga- manna hér á landi. í bókinni er fuglalíf á íslandi greint náið og fjall- að um hverja fuglategund með tilliti til sérkenna þeirra og miðast allt myndefni og fróðleikur að því að auövelda greiningu fugla hér á landi. í bókinni er meðal annars sagt frá lífsháttum einstakra teg- unda, kjörlendi þeirra, stofnstærð- um og klaktíma. Útlitslýsingar eru nákvæmar og myndræn útfærsla er mikið notuð, t.d til aö útskýra dval- artíma fuglanna á einstökum land- svæöum og viðkomustaöi farfugla á kortum. Það er Jóhann Óli Hilmars- son sem skráir bókina. ** leit.is íslenska leitarvélin á Internetinu Hvað viltu finnaá Netinu? / teit.is -- ob i " imuújl ll I b-L / * Kísildalurinn í Kaliforniu: Draumaland kvenfólksins - fullur af einhleypum karlmönnum Kísildalurinn f Kaliforníu, sem þekktur er fyrir að vera heim- kynni flestra af stærstu tölvufyr- irtækjum í heimi, var vettvangur athyglisverðs skemmtanahalds fyrir skömmu. Þar héldu nefnilega sam- tök einhleypra í Bandaríkjunum ár- lega ráðstefnu sína. Einhleypum konum var sérstak- lega bent á að láta sjá sig enda hef- ur komið í ljós í könnunum að und- anfornu að Kísildalurinn er það landsvæði í Bandaríkjunum þar sem hlutfallslega flestir einhleypir, ungir karlar búa. Ekki er nóg með að þeir séu margir heldur eru mest- ar líkur á að þar séu á ferðinni menn með örugg hálaunastörf. En ráöstefnan var mörgum kvenn- anna vonbrigði þvl hlutfall kven- fólks á henni var mjög hátt. Varð mörgum þeirra að orði að þó svo karlarnir á þessu landsvæði værumargir þá liti út fyrir að þeir kysu fremur að eyöa kvöldinu fyrir framan tölvuskjáinn en í félagsskap kvenmanns við rómantískt kertaljós. Vond helgi Þeir karlar sem létu sjá sig urðu hins vegar ekki fyrir vonbrigðum. 1 viðtölum við fréttamenn sögðu þeir að ástandið í Kísildalnum væri vissulega slæmt og að skortur á kvenfólki væri talsvert vandamál fyrir þá. Þær konur sem þó væru á staðnum létu sjaldnast sjá sig opin- berlega enda fengju þær aldrei frið fyrir ástleitnum körlum þegar þær spókuðu sig úti á lífinu. En karlmannsleysið á ráðstefn- unni umrædda helgi verður senni- lega að skrifast að einhverju leyti á skipuleggjendur hennar. Málið er nefnilega að þessa sömu helgi byrj- aði Comdex-ráðstefnan í Las Vegas. Comdex er stærsta vörusýning tölvugeirans á ári hverju en á hana mæta hundruð þúsunda gesta innan tölvugeirans til að sýna afurðir sin- ar, sjá annarra afurðir og hlusta á kóna eins og Bill Gates flytja ræður. Því má segja að versta helgi ársins hafi verið valin til að stefna kven- fólki til Kísildalsins. manns við róm- antiskt kertaljós, Ráðstefna samtaka einhleypra í Kísildalnum þótti heppnast talsvert illa um daginn enda voru allir einhleypu karlarnir sem búa í dalnum staddir í Las Vegas, á hinni árlegu Comdex-tölvuráðstefnu þar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.