Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1999, Blaðsíða 6
22 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 i RT3 líekiiHHÍía* ■ ■ ■ ■ mm ■ ; ) | f - : } V | I 1 f í í ) I Golfstraumur- inn fluttur Nýjar mælingar danskra vísinda- manna í Græn- landshafi stað- festa að Golfstraumurinn, sem er svo mikilvægur fyrir loftslagið á norðurslóðum, hefur þokast nær ströndum Noregs en áður. Ástæðan mun vera sú að vestan- vindunum í Atlantshafinu hefur vaxið ásmegin hin síðari ár. Þetta þýðir þó ekki að loftslagið í Norður-Evrópu fari kólnandi. Erik Buch, deOdarstjóri á dönsku veðurstofunni sem ný- kominn er úr ferð á Grænlands- haf, segir í viðtali við tímaritið Ingenioren að magn hlýsjávar sem streymi inn í Norður-Atl- antshaflð sé óbreytt. Á síðari árum hefur munur- inn miUi háþrýstisvæðanna við Asoreyjar og lágþrýstisvæðanna ; við ísland aukist af ókunnum ástæðum og mun aukin harka í vestanvindanna vera þvi að kenna. Einfalt ráð gegn malaríu Alþjóða heil- brigðismála- stofhunin (WHO) hefur hafið um- : fangsmikla her- ferð gegn mýrarköldu, eða malaríu, í Afríku. Á næstu fimm árum stendur tO að sjá nærri sextíu mOljónum afriskra íjöl- ! skyldna fyrir rúmum með moskítóneti. „Við reiknum með aö þannig megi fækka dauðsföOum af völd- um malaríu um 25 prósent," seg- ir læknirinn Fred Binka, sem starfar hjá WHO. Malaría, sem berst með moskítóílugum, verður um einni miOjón manna að bana á ári hverju, þar af um sjö hundruð þúsund börnum. Þá veikjast meira en fimm hundruö mOljón- ir manna árlega af malaríu. Dönsk tæki í geimnum Þegar nýja al- j þjóðlega geim- stöðin ISS verð- : ur tekin í notk- un eftir tvö ár \ munu íbúar hennar hafa hjá j sér nýtt tæki frá danska fyrir- ; tækinu Innovision á Fjóni. Tækið mælir dæligetu hjartans ! á mun einfaldari hátt en áður hefur tíðkast. Innovision hefur \ sérhæft sig í gerð lækninga- ! tækja fyrir mannaðar geimferð- ; ir, að sögn danska blaðsins j JyOands Posten. Hingað til hefur verið erfitt að mæla dæligetu hjartans, þar sem þurft hefur'að koma fyrir slöngum inn i æðar sjúklings- í ins. Nýja danska tækinu nægir hins vegar að blásið sé í sér- stakt mimnstykki og mælir það efnasamsetningu fráblásturs- ins. Þannig fæst góð mynd af ástandi hjartans á örfáum sek- ! úndum. Búnaður frá danska fyrir- j tækinu hefur verið notaður um borð i rússnesku geimstöðinni Mír og í bandarískum geim- skutlum. BWaBHaHMWMMgBmi'MMMUMMaMWBl I aiuiljlijur ítaluil Bresk sérfræðinganefnd stendur fyrir umfangsmikilli rannsókn: Oryggi farsíma kannað Kanna á hvort farsímar eru jafnhættulegir heilsu manna og sumir vilja vera láta. Að þessu sinni ætla breskir vísindamenn að skoða málið ofan í kjölinn. Breskir vísinda- menn hafa nú hafið umfangs- mikla rannsókn á því hvort farsím- ar séu skaðlegir heOsunni. Efnt verður til flmm opin- berra vitnaleiðslna þar sem sérfræð- ingar jafnt sem óbreyttir farsímanot- endur verða spurðir spjörunum úr. í tíu manna sérfræðinganefnd sem Tessa JoweU, þáverandi heO- brigðisráðherra Bretlands, skipaði í apríl síðastliðnum eiga sæti eðlis- fræðingar, læknar og sérfræðingur frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. „Á ég farsíma? Já. Ætla ég að halda áfram að nota hann? Já. En ég á börn og barnabörn og ég held að við viljum öll að al- menningur njóti jafn- mikíls öryggis og kost- ur er,“ segir Stewart. Hún mun skOa af sér skýrslu um ör- yggi bæði símanna sjálfra og sendimastranna í mars eða apríl á næsta ári. „Þetta er umfangsmesta könnun- in í Bretlandi til þessa á öryggi þess- ara tækja,“ segir WUliam Stewart, fyrrum aðalvisindaráðgjafi breskra stjórnvalda. „Við vUdum hafa könn- unina sem víðtækasta og skoða þær miklu upplýsingar sem berast.“ Ýmsir sérfræðingar hafa haldið því fram að örbylgjugeislun sem heUinn verður fyrir af mikiUi far- símanotkun geti valdið heUaæxlum, svo og öðrum cdvarlegum aukaverk- unum, eins og höfuðverk, ógleði, þreytu og svefntruflunum. TO þessa hafa rannsóknir þó ekki sýnt óyggjandi fram á að farsímar geti verið skaðlegir heOsunni. Nið- urstöður einnar rannsóknar, sem kynnt var fyrr á árinu, bentu aftur á móti tU að farsímanotkun gæti haft jákvæð áhrif á viðbrögð fólks. Stewart segist ekki ætla að gera sér fyrir fram neinar hugmyndir um öryggi farsímanna, hvorki tU eða frá. „Á ég farsíma? Já. Ætla ég að halda áfram að nota hann? Já. En ég á böm og bamaböm og ég held að við vUjum öU að almenningur njóti jafnmikils öryggis og kostur er,“ segir Stewart. Þótt öðru hverju berist fréttir um meint heUsuspillandi áhrif lang- vinnrar farsímanotkunar virðist al- menningur ekki láta það á sig fá. Farsímasalan og þar með notkunin eykst hröðum skrefum, ekki bara á íslandi heldur um heim aUan. Sam- kvæmt könnnun bandarísks fyrir- tækis jókst farsímasala í heiminum um 51 prósent á síðasta ári. Þá voru seldar 163 mUljónir farsíma. Vísindamenn eru farnir að láta hænur framleiða lyf og annað sem gagnast í baráttunni við sjúkdóma mannfólkinu. Erfðabreyttar hænur sem lyfjafabrikkur: Eggin gulls ígildi Erfðabreyttar hænur gætu reynst sannkaU- aðar gullnámur í framtíðinni. Þær munu ekki aðeins færa eig- endum sínum guU og græna skóga heldur verða uppspretta bættrar heUsu mannfólksins sem mikUvirk- ar lyfjafabrikkur. Tímaritið New Scientist segir frá því að tvö bandarísk líftæknifyrir- tæki séu þegar farin að framleiða hænur sem verpa eggjum með lytj- um, prótínum og mótefnum af ýmsu tagi tU að bægja frá sjúkdómum. Fyrirtækið GeneWorks í Ann Arbor í Michigan á aUt aö sextíu fugla með gen sem gera þeim kleift að framleiða mannaprótín eða mótefni í eggjum sínum. Fyrirtækiö vUl ekki greina frá því hvaða prótín þama er um að ræða en segir þau eiga mikla möguleika í lækningum. Steve Sensoli, framkvæmdastjóri GeneWorks, segir í viðtali við New Scientist að fyrirtækið hafi gert samninga við sex lyfjafyrirtæki um að framleiða flórtán prótín. Annað fyrirtæki, AviGenics i Athens í Georgíu, á fugla sem fram- leiða efnið interferon sem notað er í baráttunni við krabbamein. For- ráðamenn fyrirtækisins segja að önnur kynslóð fuglanna hafi tekið genið að erfðum. „Hænur verpa að meðaltali tvö hundruð eggjum á ári og í hverju eggi eru hundrað millígrömm eða meira af lyfi. Bæði fyrirtækin telja því að þau geti hagnast vel,“ segir í greininni í New Scientist. Fyrirtækin koma genunum sem framleiða prótínin fyrir i skaðlaus- um veirum sem síðan er komið fyr- ir í fuglunum. Hvorugt fyrirtækj- anna hefur birt greinar um rann- sóknir sínar í vísindaritum þar sem þau telja þær of viðkvæmar fyrir flárhagsafkomu þeirra. „Það er synd að við skulum ekki geta barið okkur meira á brjóst," segir Steven Sensoli. „Hænur verpa að meðaltali tvö hundruð eggjum á ári og i hverju eggi eru hundrað millígrömm eða meira aflyfi." Óvenjumikil virkni sólarinnar á næstu þremur árum: Straumrof yfirvofandi Bandaríkjamenn geta átt von á truflunum á starfsemi gervi- hnatta og orku- kerfa sinna á næstu þremur árum vegna óvenju- mikillar virkni sólarinnar sem vís- indamenn kalla solar maximum. „Þegar solar maximum verður er sólin að því komin að springa og þeg- ar hún ólgar svona er hætta á straumrofi, truflunum í flarskiptum og starfsemi gervitungla," segir James Baker, forstöðumaður banda- rísku haffræði- og lofthjupsstofnun- arinnar (NOAA). Starfsmenn NOAA segja að sól- stormarnir breyti segulsviði jarðar og kunni að senda frá sér nægilega mikla rafhleðslu til að slá út við- kvæmum orkukerfum. Gríðarlegir sólstormar urðu til þess að kanadiska héraðið Québec varð rafmagnslaust á árinu 1989. Að sögn Johns Kappenmans, yfirverk- fræðings hjá fyrirtækinu Metatech í Duluth í Minnesota, sýndi sá atburð- ur fram á nauðsyn þess að orkufyrir- tæki taki alvarlega hættuna af völd- um segulstorma af þessu tagi. Vísindamenn NOAA eru þegar famir að búa sig undir væntanlega sólstorma og beita nýjustu tækni til að spá fyrir um áhrifin á starfsemi orku- og fiarskiptafyrirtækja og á ör- yggi almennings. Öll þessi vinna mun svo um síðir leiða til þess að hönnuð verða traust- ari gervitungl í framtíðinni. Gervitungl geta verið í hættu vegna mikillar virkni sólarinnar á næstu árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.