Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Side 4
ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 Sögusagnir um njósnanet eflast: Fylgst meo oll- um fjarskiptum - er Echelon verkfæri Stóra bróöur? fjiij íllSJ'Jil Flest okkar taka sögusögnum um að Stóri bróðir sé að fylgjast með okkur dag- lega sem hverri annarri aðfarar- sýki, sem helst eigi heima í vísinda- skáldsögum. Að undanfömu hafa þó borist fréttir frá virtum fréttastof- um um að almenningur um allan heim sé í alvöru undir smásjánni á hverjum degi - það sé verið að fylgj- ast með okkur. Það sem hér um ræðir er njósna- netið sem gengur undir nafninu Echelon. Að því standa Bandaríkin, Bretland, Kanada, Ástralía og Nýja Sjáland. Opinberlega neita yfirvöld allra þessara landa aö Echelon sé til, en nýlega viðurkenndi Bill Blick, háttsettur yfirmaður öryggis- Eins og við er að búast eru þeir margir sem taka fregnum afþessu ofvaxna njósnaneti ekki fagnandi og sér í lagi hafa samtök sem berjast fyrir friðhelgi einkalífsins og per- sónuleynd kvartað yfir Echeion. mála í Ástralíu, fyrir BBC-fréttastof- unni að njósnanetið sé engu að síð- ur staðreynd. Jafnframt hefur blaðamaðurinn Duncan Campbell náð með margra ára rannsóknum fram í dagsljósið ýmsum sönnunar- gögnum varðandi Echelon sem renna stoðum undir grun manna um njósnanetið. Leitaö aö oröum En út á hvað gengur Echelon? Það er enn ekki vitaö fyrir víst en margir vilja meina að þetta sé mjög þéttriðið net hlerunartækja sem fylgist með svo til öllum símtölum, faxsendingum og tölvupóstsending- um í heiminum. Vissulega stórt og mikið verkefni, en það er framkvæmt m.a. með risa- stórum loftnetum sem staðsett eru víðs vegar um heiminn og hlera sendingar um gervihnetti. Einnig er talið að gervihnettir séu notaðir til að hlera fjarskipti. Sérstök hlerun- artæki sem staðsett eru á lykilstöð- um á Intemetinu sjá svo um að fylgjast meö tölvupóstsendingum. En að sjálfsögðu er svo ekki gríð- arlegur fjöldi manna sem hlustar á hvert símtal og les hvern tölvupóst. Þess í stað leitar Echelon-kerfið að ákveðnum orðum i samtölum og skeytasendingum, og ef þessi orð koma fyrir í samtalinu eða bréfinu þá fer upptaka af stað og síðan er samtalinu komið áfram til þeirra sem hafa umsjón með njósnanetinu. Þeir em einnig til sem segja að Meðal þess sem lekiö hefur út um njósnanetiö er aö þaö hafi veriö notaö til aö hlera samtöl Díönu prinsessu og síöustu vikurnar fyrir andlát hennar hafi ýmislegt athyglisvert komiö þar fram. þetta sé ekki rétt lýsing á Echelon. Njósnanetið sé vissulega uppbyggt á þennan hátt, en það sé ekki fylgst með öllum sam- tölum og sendingum al mennings heldur sé ein- göngu fylgst með einstak- lingum sem umsjónar- menn Echelons telja vera áhugaverða. Ekki bara þjóðar- öryggi Tilgangurinn með Echelon er upphaflega varðveita þjóðar- öryggi þeirra ríkja sem að Netinu standa, og enn gegnir það því hlutverki, en upp- haf Echelon má rekja aftur til ársins 1971. Þjóðaröryggi og barátta gegn hryðjuverkum virðist þó ekki vera eina notagildi Echelons, því svo virð- ist sem það hafi einnig verið nýtt til að tryggja viðskiptahagsmuni stórfyrirtækja frá þess- um löndum. Duncan Campbell hefur t.d. tek- ið í umfjöllun sinni dæmi af símtali frá Smokkar eru meöal þeirra hluta sem Gary North ráöleggur fólki aö safna aö sér vegna 2000-vandans. Hann telur aö þeir geti orðiö mikilvægur gjaldeyr- ir eftir aö bankakerfiö hrynur. 2000-vandinn fer minnkandi: Tímasprengjan orðin púðurkerling - þó enn til menn sem ráðleggja smokkahömstrun Hræösla fólks viö aö breiöþotum muni rigna af himnum ofan eftir áramót er meb öllu ástæöulaus aö mati flestra spekinga um 2000-vandann. Hinn margum- talaði 2000- vandi hefur nú stökkbreyst úr tifandi alheims- tímasprengju í meinlausa púð- urkerlingu að mati helstu sérfræð- inga um vandann. Margir þeirra sem spáðu hroðalegum afleiðing- um þess á gjörvallt mannkyn þeg- ar allar tölvur hrynja næstkom- andi gamlárskvöld eru nú að draga spár sínar til baka. Þessir sömu sérfræðingar halda því nú fram að sökum snilldar þeirra í að koma auga á vandann og gera heiminum aðvart um hann með vel heppnúðum áróðursher- ferðum geti mannkynið nú slakað á um áramótin og fagnað þeim áhyggjulaust. Hvort sem menn kjósa að kalla þau árþúsundamót eður ei. Ljós munu áfram loga og símar munu virka, a.m.k. eftir að venjubundið áramótaálag á símkerf- ið hefur minnkað. Breiðþotum mun ekki rigna af himnum ofan. Sið- menningin mun ekki líða undir lok, því þó svo togni kannski aðeins á hugtakinu rétt á meðan áramóta- gleðin stendur sem hæst þá ætti slíkt að jafna sig fyrri hluta janúar- mánaðar og það án allrar hjálpar tölvunarfræðinga. Kostar sitt En þessi vonandi vel heppnaða eyðing 2000-vandans er ekki ókeyp- is. Rannsóknar- og ráðgjafarfyrir- tækið Gartner Group, sem er leið- andi i eftirliti með málum tengdum 2000-vandanum, metur það svo að fyrirtæki um allan heim hafi þurft að kosta sem svarar 300-600 millj- örðum dollara (um 22.000 til 44.000 milljörðum króna) við lausn vand- ans. Annað hátækniráögjafarfyrir- tæki, IDC, telur að kostnaðurinn sé hins vegar ívið lægri, eða um 250 milljarðar dollara, þó nógu há sé sú upphæð nú. IDC telur aö kapphlaupið við 2000-vandann sé unnið að mestu leyti, þó svo einhver truflun geti orðið, sérstaklega ef ofsahræösla ....... ÍÖIVUr' ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 21 frönsku fyrir- tæki sem var að gera tilboð í stórt verkefni í Brasil- | íu. Þetta fór ekki framhjá banda- ríska armi Echelons sem Campbell segir að hafi lekið þessum upplýsingum bandarískan keppinaut hins franska fyrirtækis sem yfirbauð og fékk að endingu verkefnið. Andóf gegn Echelon Eins og við er að búast eru þeir margir sem taka fregnum af þessu ofvaxna njósnaneti ekki fagnandi og sér í lagi hafa samtök sem berjast fyrir friöhelgi einkalífsins og per- sónuleynd kvartað yfir Echelon. Fjölmargar vefsíður hafa verið sett- ar upp sem fjalla um þetta mál og má t.d. nefna Echelon Watch (http://www.echelonwatch.org) sem gott dæmi um slíka síðu, en það eru samtökin American Civil . Liberties Union sem standa fyrir henni. Slík samtök hafa einnig staðið fyrir baráttudegi gegn Echelon, sem haldinn var i fyrsta sinn í október á þessu ári. „Jam Echelon Day“ var hann kallaður, sem gæti útlagst á islensku sem „Echelonstífludagur- inn“. Hann gekk út á að fá sem flesta til að setja orð sem væru lík- leg til að vekja áhuga njósnanetsins inn í tölvupóst sinn og nota þau i símtölum í þeirri veiku von að Echelon myndi stíflast af þeim sök- um. En það eru ekki bara litlir hópar áhugamanna um friðhelgi einkalífs sem hafa áhyggjur af Echelon. Mál- efni þessa meinta njósnanets eru farin að dúkka upp á æðstu stöðum og hefur Evrópuþingið m.a. hafið rannsókn á þessu máli með dyggri aðstoð blaðamannsins Duncan Campbell. Bandaríska þingið hefur einnig dregist inn í umræðuna en fulltrúadeildarþingmaðurinn Bob Barr hefur að undanförnu tekiö málið upp á þinginu og beðið um skýringar á stefnu Bandaríkja- manna í þessum málum. Hvort honum tekst að ná fram op- inberri staðfestingu á að Echelon sé til er enn á huldu, en þangað til ein- hverjum tekst að komast að hinu sanna í þessu máli er líklegt að mörgum finnist eins og Stóri bróðir fylgist óþægilega vel með sér. Sögusagnirnar um Echelon eru margar hverjar svo stórbrotnar aö þær ættu helst heima í sögu um martini-hristarann James Bond. „Það munu verða ein- hver vandræði, hvort sem það er vegna 2000-vandans, slæms veðurs eða óskynsam- legrar hegðunar al- mennings,11 segir í skýrslu fyrirtækisins. „En almenn móðursýki vegna 2000-vandans er með öllu ástæðu- laus. gríþur um sig meðal almennings og fólk tekur að hamstra lausafé eða mat síðustu dagana fyrir áramót. „Það munu verða einhver vand- ræði, hvort sem það er vegna 2000- vandans, slæms veðurs eða óskyn- samlegrar hegðunar almennings," segir í skýrslu fyrirtækisins. „En al- menn móðursýki vegna 2000-vand- ans er með öllu ástæðulaus.“ Heimsmarkaðurinn óhultur Vissulega eru ýmis lönd verr sett en önnur, þar á meðal risaveldið Kína, sem hefur takmarkað aöhafst í lausn vandans. En það mun ekki koma verulega að sök, því tæknistig landsins er almennt lágt og þar í landi reiða menn sig hlutfallslega lítið á tölvur eða tölvustýrðan bún- að. í skýrslu IDC kemur fram aö sennilega muni Suður-Ameríkuríki og ýmis Asíulönd við Kyrrahafið verða hvað verst úti, því í þessum löndum er hátækni talsverð, en mikið af ólöglegum hugbúnaði í um- ferö sem ekki hefur verið gerður 2000-hæfur. Spár um að heimsmarkaðurinn mimi verða fyrir miklum skakka- follum af völdum 2000-vandans eru hins vegar ýktar að mati IDC. í skýrslu fyrirtækisins kemur fram að einungis er búist við að fjárhags- leg áhrif hans muni nema um 25 milljörðum dollara (um 1.800 millj- arðar króna), sem er einungis brota- brot af ársveltunni á alheimsmark- aðinum. Safnið smokkum En það eru ekki allir jafn bjart- sýnir á farsæla lausn og EDC í þess- um málum. Gary North prófessor heldur úti heimasíðu um 2000-vand- ann(http://www.garynorth.com/) þar sem hann varar við yfirvofandi stórslysi vegna hans. Hann hefur flutt ásamt fjölskyldu sinni í strjál- býl héruð Arkansas-fylkis þar sem hann hyggst þreyja þorrann meðan vestræn siðmenning riðar til falls eftir áramót. North ráðleggur fólki að hamstra eldiviö, vatn og mat og segir því að selja öO hlutabréf sin sem fyrst. Og menn eiga ekki að hamstra peninga heldur gull, því bankar munu verða óstarfhæfir. Ef ekkert finnst gullið, þá ráöleggur prófessorinn fólki að safna að sér vöru sem auðvelt verð- ur að pranga með, eins og t.d. vind- lingum, munntóbaki, byssukúlum, smokkum, klósettpappír og öðrum slíkum vamingi. Og þá er bara að bíða og vona að IDC hafi rétt fyrir sér í þessum mál- um - eöa hefja smokkasöfnunina; það má þá alltaf nota gúmmíið í ára- mótagleðinni ef allt fer vel. í síðustu viku var opnuð þjónusta á Netinu hér á landi sem naut svo mik- illa vinsælda á fyrstu dögum að netþjónustan sem hýsti heimasíðu fyrirtækisins hreinlega réð ekki við gríðarlega mikinn fjölda heimsókna. Málinu var þó kippt í liðinn þar á bæ eftir hrunið og heimasiðan komst í gang aftrn-. En hvers vegna var áhugi al- mennings á viðkomandi þjónustu svo mikill? Jú, fyrirtækið bauðst til að greiða fólki beinharða pen- inga fyrir að horfa á auglýsingar á Netinu. BePaid (http://www.beDaid.com/) heitir fyrirtækið og byggir það á alís- lenskri hugmynd og hugviti. „Þessi hugmynd fæddist snemma á þessu ári hjá okkur,“ segir Ingvar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri BePaid. „Frá því við útfærðum hugmyndina hafa að vísu komið á Netið önnur fyrir- tæki sem bjóða fólki pening fyrir að hafa auglýsingu á skjánum hjá sér, en okkar hugmynd er útfærð á allt annan hátt.“ Áhugasamur áhorfandi BePaid gengur út á að notendur setja upp hjá sér lítið forrit sem tekur við tilboðum frá auglýsend- um. Tilboðið birtist í vafra notand- ans og ef hann tekur tilboðinu horfir hann á auglýsinguna, sem tekur nokkrar sekúndur, auk þess sem auglýsingin getur beðið not- andann að svara einfóldum spum- ingum. Að þessu loknu leggst á reikning notandans sú fjárupphæð sem auglýsandinn bauð notandan- um í tilboði sínu. „Auglýsendur eru þama að greiða nokkuö hærri upphæð á hvem áhorfanda heldur en með hefðbundnum auglýsingum, en það sem þeir fá i staðinn er áhorf- andi sem hefur áhuga á því mál- efhi sem verið er að auglýsa. Aug- lýsandinn getur jafiiframt spurt áhorfandann spuminga sem getur veitt honum mikilvægar upplýs- ingar um vörana sem verið er að auglýsa eða jafnvel sjálfa auglýs- inguna,“ segir Ingvar. Ótrúlegar viötökur Þegar notandi BePaid skráir sig í upphafi gefur hann upp helstu áhugasvið sín, sem leiðir til þess að hægt er að beina auglýsingun- um til þeirra sem mestar líkur era á að hafi áhuga á viðkomandi vöra. Skráningarkerfi BePaid er annars nokkuð einfalt og ættu flestir að geta komist í gegnum það klakklaust án þess að lenda í vand- ræðum, ef marka má reynslu DV- Heims. En hvernig hafa viðtökumar verið? „Alveg ótrúlega góðar,“ seg- ir Ingvar. „Þrátt fyrir hina tækni- legu erfiðleika í byrjun hefur gríð- arlegur íjöldi fólks skráð sig, bæði hér heima og erlendis, og við höf- Þegar notandi BePaid skráir sig í upphafi gefur hann upp helstu áhuga- svið sín, sem leiðir til þess að hægt er að beina auglýsingun- um tilþeirra sem mestar líkur eru á að hafi áhuga á viðkom- andi vöru. um verið að ná allt upp í 10.000 manns á dag hjá okkur. Aug- lýsendur hafa einnig tekið veru- lega vel í þennan möguleika og mjög margir era aö hanna auglýs- ingar sem þeir ætla að birta hjá okkur.“ Auglýsingarnar sem notandinn fær gegnum BePaid era byggðar á tækni sem gerir kleift að birta hreyfimyndir sem taka mjög lítið pláss og tekur því mjög stuttan tíma að hlaða þeim niður á tölvu notandans. Mikil stækkun yfirvofandi En verður maður ríkur af því að horfa á auglýsingar með hjálp BePaid? „Nei, það er nú hæpið,“ segir Ingv- ar. „Þegar fram í sæk- ir má kannski búast við að hver notandi fái 10-20 auglýsingatil- boð á dag sem myndu kannski taka hann samtals 2 mínútur að horfa á ef hann tekur þeim öllum. Það ætti að skila honum ein- hveijum hundruðum króna, allt eftir eðli tilboðanna. Þetta gæti því orðið ágætis búbót, þó ekki yrði það lifibrauð neins.“ Peninginn er hægt að fá sendan heim eftir að ákveðinni upphæð er náð eða gefa hann til góðgerðar- starfsemi. I framtíðinni er svo stefnt að því að hægt verði að leggja peninginn inn á ákveðna netbanka og nota þá til að panta vörur gegnum Netið. Ingvar segir að BePaid stefni hátt á næstu mánuöum. „Við eram í dag með sjö starfsmenn, en ætl- um að bæta verulega við á næst- unni, sérstaklega erlendis. Mest- megnis vantar okkur núna auglýs- ingasölumenn til að kynna þennan nýja möguleika fyrir fyrirtækjum. Miðaö við viðtökurnar sem við höfum fengið og áhugann á BePaid er alveg ljóst að fyrirtækið mun stækka verulega á næstunni," seg- ir Ingvar Guðmundsson að lokum. -KJA Skráningar fram- ar öllum vonum - stefnt að mikilli Qölgun starfsmanna Ingvar Guömundsson, framkvæmdastjóri BePaid, hefur í nógu aö snúast þessa dagana, enda stutt síöan fyrir- tækiö kom fram fyrir sjónir almennings. Hann stefnir aö því aö koma á fót útibúum erlendis sem allra fyrst. DV-mynd Teitur BePaid fær góðar viðtökur:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.