Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1999, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1999, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 29 Sighvatur Björgvinsson alþingismaöur: „Ég hjálpa yfirleitt til viö eldamennskuna, er eins konar aöstoöarkokkur." Sighvatur Björgvinsson alþingismaður: Auðvitað vestfirsk skata á Þorláksmessu Alþingismenn halda jól og áramót eins og aðrir landsmenn. Aö vísu reiknaði Sighvatur Björgvinsson ekki meö að þeir kæmust í jólafrí fyrr en í síðustu viku fyrir jól vegna anna i þinginu. „Það er ósköp venjulegt hjá minni fjölskyldu. Við borðum auðvitað vestfirska skötu á Þorláksmessu. Þá höfum við oftast hamborgarhrygg á aðfangadag og hangikjöt á jóladag. Þetta hefur verið mjög hefðbundið hjá okkur í gegnum árin. Um áramót er ekki neitt sérstak- lega hefðbundinn matur hjá okkur. Við tökum bara þaö sem okkur hentar best, þá helst einhverjar steikur. Ég hjálpa yfirleitt til við eldamennskuna, er eins konar að- stoðarkokkur." - Hvað með blys og rakettur um áramót, ert þú mikill flugeldamað- ur? „Ekki mjög mikill, trúlega í með- allagi. Ég hef þó gaman af þessu, sér i lagi þegar fjölskyldan er öll saman komin. Ég geri ekki ráð fyrir að neitt meira verði við haft um þessi áramót en venja hefur verið. Það er fyrst og fremst það að njóta jóla og áramóta með fjölskyldunni," sagði Sighvatur Björgvinsson. -HKr. Jólagetraun Hvem hitti jolasveinninn? Hvem eftirtalinna er jólasveinninn aö ræða viö? a) Hilmi Snæ Guðnason. b) Hrafn Gunnlaugsson. c) Birgi Dýrfjörð. Jólasveinninn okkar leikur við hvem sinn fingur þessa dagana. Hann ferðast glaðrn- í bragði víða um land og dreifir pökkum til allra jólabama. Á ferðum sínum hittir Sveinki ýmsa þjóðþekkta karla og konur. Getiu- þú séð hver það er sem jólasveinninn hittir í dag? Til að auðvelda ykkur lesendum þrautina gefum við þrjá svar- möguleika. Ef þið vitið svarið þá krossið við rétta nafnið, klippið seðlana út úr blaðinu og geymið þá á vísum stað. Safnið saman öll- um tíu hlutum getraunarinnar en þeir birtast einn af öðrum fram að jóliun. Munið að senda ekki inn lausnimar fyrr en allar þraut- imar hafa birst. 10 verðlaun mm Vinningamir í jólagetraun DV ' ' eru sérstaklega glæsilegir og til mikils að vinna með þátttöku. Verðmæti vinninga, sem koma frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Bræðrunum Ormsson og Radló- bæ, er samtals 363.500 krónur. Fylgist með jólagetraun DV og fáið þannig tækifæri til að eign- ast einhvern hinna glæsilegu vinninga sem í boði eru. Pioneer-hlj ómflutningstæki Onnur verölaun í jólagetraun DV eru Pioneer-hljómflutn- ingstæki aö verö- mæti 69.900 krón- ur frá Bræörunum Ormsson, Lágmúla - .. ; í 8 og 9. Um er aö ræöa NS-9 hljóm- flutningstæki meö 2x50W RMS- útvarpsmagnara með 24 stöðva minni, einum diski, aðskildum bassa og diskant, stafrænni tengingu og tvískipt- um hátalara, subowoofer. Mögulegt er aö fá hátalara í rósavið. Jólagetraun DV - 9. hluti Hvem hitti jólasveinninn í þetta sinn? □ Hilmi Snæ Guðnason DHrafn Gunnlaugsson □ Birgi Dýrfjörð Nafru Heimilisfangi. Staðurj_ Sími: Sendist tit DV, Þverholti 11,105 Reykjavík. Merkt: JólagetraunDV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.