Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2000, Blaðsíða 10
10 ennmg MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2000 JJV Einsemd, firring oa fjarlægð Rangur stóll „Ég hlusta á raddirnar sem koma til mín,“ sagði hinn frægi bandaríski nób- elsverðlaunahöfundur, Willi- am Faulkner (1897-1962) þeg- ar hann var spurður um það hvaðan hugmyndirnar að bókum hans kæmi. Óhætt er að segja að þessi orð endur- spegli verk Faulkners því í þeim hljóma margar raddir - raddir sem upplýsa ólík lífs- viðhorf og hugmyndafræði, raddir sem stangast á og sameinast til skiptis. I bókum sínum dregur Faulkner upp flókna mynd af hugmyndakerfi samtíðar sinnar þar sem hann dreg- ur fram í dagsljósið byrði fortíðarinnar og erfiðleika hinnar hvítu yfirstéttar í Suðurríkjunum sem getur ekki sætt sig við að hvítir og svartir séu jafnir. Hann fjallar um einsemd mann- eskjunnar, grimmd og firr- ingu á myrkan og of- urraunsæjan hátt og snert- ir sárustu taugar lesand- ans. Hann tekur afstöðu með lítilmagnanum og undimálsfólki, fátækum konum og körlum en umfram allt þeldökkum því hjá þeim liggur samúð hans alfarið. Nú hefur Rúnar Helgi Vignisson rit- höfundur lagt í það stórvirki að þýða eina af frægustu bókum Faulkners, Ljós í ágúst. Slíkt verk er ekki heiglum hent því tungutak Faulkners er flókið Suður- ríkjamál og orðanotkun slík að á stund- um finnur maður ekki þýðingu á orðum hans í góðri orðabók. En Rúnari Helga hefur tekist svo vel að skila stíl og sjarma höfundar yfir á íslensku aö undr- un sætir. Enn fremur skrifar hann vandaðan eftirmála þar sem hann kynn- ir höfundinn og vísar í ólíkar túlkanir fræðimanna á þessu flókna, djúpa og margradda verki. William Faulkner - ein frægasta bók hans, Ljós í ágúst, er kom- in út á íslensku. Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir Ytri tími Ljóssins er árið 1932 og hefst bókin á lýsingu á ungri, fátækri og ófrískri konu, Lenu að nafni, sem hefur lagt land undir fót til að leita barnsfóð- ur síns sem stungið hefur af. Hana dag- ar uppi í Jefferson, Mississippi, um stundarsakir því þar er pabbinn niður- kominn. Hann er svikull og tillitslaus eiginhagsmunaseggur en þótt Lena geri sér fullkomna grein fyrir því er hún staðráðin í aö ná honum og láta hann gangast við sér og barni sínu. Saga og örlög Lenu mynda ramma sögunnar en inn í hana flækjast margar ólíkar persónur sem allar tengjast þó Lenu á einn eða annan máta. Stór hluti sög- unnar segir af Joe Christmas sem lítur út fyrir að vera hvít- ur maður en telur sig hafa svertingjablóð í æðum og séra Gail Hightower sem er algjör- lega týndur í fortíðinni. Einnig kemur til sögunnar Byron Bunch sem óbeðinn tekur Lenu upp á arma sína. Eins ólíkar og þessar mann- eskjur eru sameinast þær í eymd og einsemd, eru ráfandi einstaklingar sem vita vart hvort þeir eru að koma eða fara eða hvert þeir stefna. All- ar hljóta þessar persónur meinleg örlög og fullkomna samúð lesandans. Ádeila höfundar á gallað þjóðskipulag skilar sér í gegn- um þessar persónur og þá sér í lagi Christmas, en orðrómur- inn um að hann sé svartur nægir til að lita afstöðu fólks í hans garð. Sjálfur er hann ekki viss um eigin uppruna og það gerir sögu hans enn áhrifarík- ari. Óhugnanlegt uppátæki hans, sem er saga í sögunni, myndar flók- ið, sálrænt drama sem lesandanum er látið eftir að leysa úr. Ljós í ágúst er mögnuð, stórbrot- in og margslungin saga sem á fullt erindi til nútimamannsins sem er hvenær sem er tilbúinn til að for- dæma og útiloka annað fólk. Það að allir menn séu jafnir er nokkuð sem erfitt reynist að innprenta manneskjunni og þannig er Ljós í ágúst áminning sem seint gleymist. William Faulkner Ljós í ágúst Þýðandi: Rúnar Helgi Vignisson Bjartur 1999 Myndin með fréttinni frá FORM-ÍS- LAND á mánudaginn hér á síðunni var af röngum stól. í myndatexta var talað um stólinn Jaka eftir Erlu Sól- veigu Óskarsdóttur sem fékk Menn- ingarverðlaun DV 1998 og sá stóll er (vonandi) á meðfylgjandi mynd. Á mánudaginn var hins vegar birt mynd af stólnum Tangó sem er eftir Sigurð Gústafsson og fékk reyndar Menningarverðlaun DV 1999. Við notum tækifærið og ítrekum að FORM ÍSLAND lýsir nú eftir verkum á tímamótasýningu á íslenskri hönn- un sem haldin verður á Kjarvalsstöð- um í haust. Upplýsingar um álitleg verk á að senda í pósthólf 1584,121 Reykjavík, fyrir 1. febr- úar 2000, merktar FORM-ÍSLAND. Nánari upplýsingar voru hér í blaðinu á mánudag. Keppni um að komast á hátíð Nú er ljóst að á sjötta tug nýrra íslenskra leikverka keppa inn þátttöku í leiklistarhátíð Sjálfstæðu leikhús- anna, Á mörkunum, sem fram fer í haust en umsóknar- frestur rann út á mánudaginn var. Sex verk verða valin og hljóta þau styrk sem á aö duga til að standa straum af kostnaði við uppsetningu þeirra. Hátíðin Á mörkunum er liður í dagskrá Reykjavíkur Menningarborgar Evrópu árið 2000. Þema hennar er ís- land frá landnámi til samtímans og einnig er skilyrði að verkin verði sett upp í september og október á þessu ári. Gera má ráð fyrir að samtals verði úthlutað á bilinu 15-20 milljónum króna til verkanna sex. Sjálfstæðu leikhúsin eru bandalág íslenskra atvinnu- leikhópa. Innan vébanda þess eru ýmis leikfélög og rekstr- araðilar leikhúsa sem njóta lítils eða einskis stuðnings op- inberra aðila. Féö til leiklistarhátíðarinnar Á mörkunum kemur frá samstarfsaðilum hennar en þeir eru: Reykjavik Menningarborg, Opin kerfi hf., Sjónvarpið og Morgun- blaðið. Verkefhavalsnefnd skipa Hrafnhildur Hagalín, Sigrún Edda Bjömsdóttir og Sigurður G. Valgeirsson. Nefndin mun nota tímann fram til 28. janúar til þess að velja úr umsóknunum. Kjarval í Danmörku Cæcilie Norby og drungadjass frá Ginman Sá sem þetta ritar minnist þess er hann var staddur í Mont- martre-djassklúbbnum sáluga í Kaupmannahöfn fyrir ellefu árum. Þá var þar að spila hljómsveitin F'rontline, ein albesta bræðingssveit Danmerkur á þeim tíma með tvær frábærar plötur í farteskinu. Hljómsveit- arstjóri var píanistinn Jorgen Emborg og söng- kona hin efnilega Cæcilie Norby. Svo vissi maður ekki meira af þeim fyrr en þær fréttir bárust að Cæcilie hefði gert samning við hið virta útgáfufyrir- tæki á djassvísu, Blue Note, og þykir það ekki ónýtt. Cæcilie semur að mestu sjálf músíkina á nýjasta diski sínum, Queen of Bad Excuses. Fyrsta lagið er með latínskum svip, svo kemur létt djasssveifla, þá rokkaður ópus, svo módemísk djassrokk ballaða, bossanova-lag þar á eftir og síð- an eins konar R&B-fónk. Þannig heldur svo músíkin áfram, afar fjölbreytt en samt með þokkalega sterkum heild- arsvip. Margt í þessari músík er mjög smart og Cæcilie er söngkona sem getur brugðið sér í ýmissa kvikinda líki. — Hún getur verið rokksöngkona, iðk- að djasssöng af — besta tagi og náð lunkinni fónk- sveiflu. Helsti samstarfsmaður söngkonunn- ar er píanistinn Lasse Dani- elson en fleiri koma við sögu, til dæmis John Scofield á gitar, Hans Ul- rik á sax, Ben Besiakov á píanó og trommarinn Billy Hart svo aðeins nokkrir séu nefndir. Diskinn Gin- man/Jorgensen kusu Danir besta geisladisk síðasta árs. Þessi djass er heldur af öðrum toga en hjá Cæcilie. Djassist- inn og „íslandsvin- urinn“ Lennart Ginman á heiðurinn af tónlistinni en Steen Jorgensen gerir texta og syngur (á ensku). Þó væri kannski nær að segja að Jorgensen rauli eða hálfpartinn tali text- Hljómplötur Ingvi Þór Kormáksson ann svo að minnir skuggalega mikið á Leonard Cohen, og eiginlega má segja að skuggi Cohens hvíli yfir mörgum þess- um þunglyndislegu lögum. En þetta er - afskaplega nútíma- leg músík hjá þeim félögum. - Trommutaktar ný- móðins og allt ___________________ sánd. Trommarinn fremur skífuskrall í þremur lögum svo að þetta er ekki fjarri hipphoppi aö því leyti. Þrátt fyrir nútíma- legan svip tónlistarinnar er unn- ið með klassískar sönglagaharm- oníur í stöku lagi. Yfirbragð tónlistarinnar er sem sé fremur í myrkari kantin- um án þess að það sé eintóm dep- urð í gangi. Fjölmargar góðar músíkalskar hugmyndir lífga upp á sem og hljóðfæraleikurinn sem ekki er af verri endanum. Auk Gin- mans á kontrabassa og trommarans heyrist í básúnu, víbrafóni, ýmsum hljómborðum - rhodes, hammond, emulator og moog. Cæcilie Norby Queen of Bad Excuses Blue Note 1998 Ginman/Jorgensen Sony (Danmörk) 1999 A fostudaginn verður opnuð sýning á verkum Jóhann- esar S. Kjarval í Gl. Holtegaard i Holte á Sjálandi. Sýning- in er sett upp í samvinnu við Kjarvalsstaði; þar verða 24 stór málverk sem söfn og einstaklingar hér heima hafa lánað safninu, auk þess sem þeir hafa fengið hið glæsilega málverk Sjón er sögu ríkari lánað hjá danska þinginu (sjá mynd). í tilefni af sýningunni verður gefrn út myndarleg sýn- ingarskrá, ríkulega myndskreytt, með texta eftir Thor Vil- hjálmsson og Per Kirkeby, einn helsta nútímamálara Dana. Sýningin verður opin þriðjudaga kl. 11-20, miðv.-fos. 11-16 og kl. 11-17 um helgar. Hún stendur til 5. mars á Gl. Holtegaard en 12. mars verður hún opnuð i Listasafninu á Borgundarhólmi þar sem hún hangir uppi til 30. apríl. Bjarni keppir um Leikskáldaverölaun Norðurlandaráðs Stjórn Leiklistarsambands íslands tilnefnir Kaffi eftir Bjama Jónsson til Leikskáldaverðlauna Norðurlanda 1998-2000. Dómnefndina skipuðu leiklistarfræðingamir Hávar Sigurjónsson og Magnús Þór Þorbergs- son og María Kristjánsdóttir leikstjóri. Formað- ur sambandsins er Þórhildur Þorleifsdóttir. Þetta er í fimmta sinn sem Leikskáldaverð- laun Norðurlanda verða afhent en eins og menn minnast hlaut Hrafnhildur Hagalín verð- launin er þau voru afhent í fyrsta sinn 1992 fyr- ir leikrit sitt Ég er meistarinn. Afhendingin verður á Norrænum leiklistardögum í Malmö í sumar. Kaffi var frumsýnt á Litla sviði Þjóðleikhús- ins 6. febrúar 1998 og var síðan valið sem fram- lag íslands á tvíæringinn í Bonn í júní 1998. Bjami Jónsson er fæddur 1966 og hefur stundað ritstörf og starfað við leikhús frá því hann lauk háskólanámi i leik- húsfræðum í Munchen í Þýskalandi. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.