Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2000, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2000 13 I>V Fréttir Loönan fannst eftir langa mæðu: Eggjahljóð komið í loðnusjómennina - en bræla hamlar veiðum Loönusjómenn eru brattir þessa dagana enda loðnan fundin. Veöur hefur þó haml- aö veiöum undanfarna daga. „Þetta lítur miklu betur út núna en fyrir nokkrum dögum og þegar við vorum úti var loðna á 30-40 mílna kafla í veiðanlegu ástandi. Útlitið hef- ur batnað mjög þótt auðvitað viti maður ekki með neinni vissu hver þróunin verður," segir Sveinn ísaksson, skip- stjóri á nótaskipinu Víkingi EA frá Akranesi. Víkingur var í viðgerð í höfn á Eskifirði, eft- ir að hafa landað þar 400 tonn- um, en bræla var á miðunum. Loðna virðist vera í nokkrum mæli á svæðinu frá Melrakka- sléttu, austur um og suður að Rósagarði. Sveinn segir að um stóra og fallega loðnu sé að ræða og Hjálmar Vilhjálmsson, helsti loðnufræðingur Hafrann- sóknastofnunar, sem var um borð í Víkingi í veiðiferðinni, hafl staðfest að loðnan sem nú veiddist sé ekki úr þeim mælingum stofnunarinnar sem fram fóru í nóvember og desem- ber. Loðnan sem nú veiddist hafi verið mun stærri. Eggjahljóð er nú í mönnum og ljóst er að mikið kapphlaup er fram undan og reynt verður að vinna sem mest upp vegna þess að svo til eng- in loðna hefur fundist og veiðst í um hálft ár. Frysting er hafin á ein- hverjum stöðum á Austurlandi og Jóhann A. Jónsson, framkvæmda- stjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, segir að þar sé frysting að hefjast. Um það hvort takist að veiða það DV, Akureyri: íslensk miðlun á landsbyggðinni: Gengur hægt að afla verkefna DV, Dalabyggð: Á haustmánuðum var kynnt hug- mynd um opnun miðlunarfyrirtæk- is í Dalabyggð sem gæti boðið upp á allt að 10-12 störf við tölvuskrán- ingu gagna, símavörslu og gagnaúr- vinnslu. Upphaflega var gert ráð fyrir að niðurstaða lægi fyrir í des- ember um verkefnastöðu fyrir væntanlegt fyrirtæki. Að sögn Rafns Jónssonar hjá Is- lenskri miðlun hf. hafa verið í gangi samningaviðræður um verkefni við embætti landlæknis og iðnaðar- ráðuneytis. Ný verkefni hafi komið hægar en ráðgert var i upphafi. Rafn var þó vongóður um að næg verkefni væru að koma til fyrir- tækjanna í Hrísey og á Ólafsfirði. Áfram yrði síðan unnið að verk- efnaöflun til að tryggja starfsemi ís- lenskrar miðiunar í Dalabyggð. -DVÓ/SJ Um borö í Siglu, skipinu sem Siglfirðingar keyptu fyrir nokkrum árum, en selja nú aftur til fyrri eiganda. DV-mynd Örn Fækkar í flota Siglfirðinga: Sigla fer aftur til fýrri eigenda DV, Siglufirði: Útgerðarfélagið Siglfirðingur hf. á Siglufirði hefur selt togskipið Siglu til Húsavíkur. Kaupandi er Útgerð- arfélagið Langanes hf. en það seldi einmitt Siglfirðingi þetta skip fyrir um fjórum árum. Sigla er kvótalaus. Hún hefur einkum stundað síldveið- ar úr norsk-íslenska stofninum und- anfarin ár en einnig verið dálítið á rækju. Skipið hefur legið í höfn á Siglufirði síðan snemma í sumar. Það verður afhent „nýjum“ eiganda um miðjan þennan mánuð. -ÖÞ magn loðnu sem heimilað verður segir Jóhann að um það sé ómögu- legt að segja. „Að minu mati ræðst það að verulegu leyti af því hvernig okkur gengur við veiðarnar í janú- ar, það skiptir höfuðmáli og þar ræður tíðarfarið miklu. Þá á Haf- rannsóknastofnun eftir að fram- kvæma frekari mælingar og gefa út endanlegar veiðiheimildir þannig að þetta er allt í hálfgerðri óvissu enn þá þótt vissulega sé ástandið bjartara en verið hefur,“ segir Jó- hann. Loðnuflotinn hefur legið í höfn- um norðan og austanlands undan- fama daga vegna brælu. í gærkvöld leit betur út með veður. -gk Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi GOTT FOLK-GOÐ STORF! Fólk með fötlun vantar ÞROSKAÞJÁLFA OG ALMENNT STARFSFÓLK sér til trausts og halds í athöfnum daglegs lífs og til þátttöku í samfélaginu. f boði em fjölbreytt og spennandi störf á starfsstöðvum Svæðisskrifstofuí Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Sandgerði. Um er að ræða 40-100% störf á sambýlum, heimili fyrir böm, skammtímavist og þjónustuíbúðum. Vaktavinna, aðallega kvöld-, nætur- og helgarvinna. Einnig vantar starfsfólk á hæfingarstöðvar í dagvinnu. Laun era greidd samkvæmt gildandi kjarasamningum, álag er greitt ofan á dagvinnu í kvöld: og næturvinnu, kaffitímar greiddir í yfirvinnu og frítt fæði. Öll réttindi samkvæmt kjarasamningum, m.a. til orlofs, barnsburðarleyfa og veikinda. Óskað er eftir áhugasömu fólki með fæmi í mannlegum samskiptum. Nýju starfsfólki er veitt vönduð leiðsögn og fræðsla.Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar nk. en umsóknir geta gilt í allt að 6 mánuði. Upplýsingar um ofangreind störf era veittar í síma 564 1822 á skrifstofutíma. Umsóknareyðublöð era á skrifstofunni að Digranesvegi 5 í Kópavogi og á vef Svæðisskrifstofu á Netinu http://www.smfr.is Tilboðsdagar 15-40% afeláttur Laugavegi 61 sími 552 4910

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.