Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2000, Blaðsíða 17
+ 16 MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2000 MIÐVTKUDAGUR 12. JANÚAR 2000 17 Sport Sport Bland í noka Sigrún Óttarsdóttir, fyrirliði meist- araflokks kvenna í knattspymu, var val- in íþróttakona Kópavogs fyrir áriö 1999. Þetta var tilkynnt í hófi sem íþrótta- og tómstundaráð Kópavogs stóð fyrir á sunnudaginn. Rúnar Alexandersson, fimleikamaður úr Gerplu, var valinn íþróttamaður Kópavogs. George Weah hefur verið lánaður til Chelsea til ioka þessarar leiktíðar. Áður haiði hann sjálfur sagst vera á leiðinni til Marseiile en það átti ekki við rök að styðjast. ítalski markvörðurinn Massimo Taibi, sem er samningsbundinn Manchester United, hefur verið lánaður til Reggiana á Ítalíu út þetta tímabil. í sumar heldur hann á ný til Manchester og freistar þess aö endumýja sæti sitt í markinu. Grant HiU, leikmaður Detroit Pistons, var valinn leikmaður síðustu viku í NBA-deildinni. Hill skoraði að meðaltali 38,8 stig í Qómm leikjum með liði sínu. Hann tók að meðaltali 5,3 iráköst og átti 7,5 stoðsendingar. ítalska liðid Piacenza rak í gær þjálfar- ann sinn, Luigi Simoni. Þessi ákvörðun var tekin eftir stórtap gegn Cagliari um siðustu helgi. Maurizio Braghin tekur við starfmu tímabundið. Chicago Bulls hefúr gert skammtíma- samning við Chris Carr og mun hann leysa B.J. Armstrong af hólmi en hann á í meiðslum. Carr, sem er 25 ára, hefur leikið með fimm liðum í NBA. Daniel Stephan, sem leikur með Lemgo, var í gær kjörinn handknatt- leiksmaður ársins í Þýskalandi í þriðja sinn. Hann hlaut yfirbuðakosningu en annar I kjörinu varð Stefan Kretzschmar hjá Magdeburg og Magn- us Wislander, Kiel, varð í þriðja sæti. Engin breyting varð á stöðu þriggja efstu liða á evrópska styrkleikalistanum i knattspymu sem birtur var í gær. Lazio er í efsta sæti og síðan koma Bayem Múnchen og Manchester United. Mestu breytingamar urðu þær að Barcelona fór úr 19. sætinu í það 11. Á sama lista kemur fram að Slavia Prag hefur leikið 16 leiki í röð án þess að bíða ósigur. Markahæstu leikmenn í Evrópu um þessar mundir em Mario Jardel, Porto, og Ruud Van Nistelrooy, PSV, en þeir hafa skorað 22 mörk í deildakeppnum sinna landa. Slóvenar, sem eru með íslandi i riðli í Evrópukeppni landsliða í handbolta, unnu 26-30 sigur á Þjóðveijum á æfinga- móti. Þjóðveijar töpuðu einnig fyrir Spáni á þessu móti, 27-29, og þar em menn famir að hafa áhyggjur af lands- liði sínu enda stutt í Evrópukeppnina. B-deildarliðið Gillingham sló í gær úrvalsdeildarlið Bradford City út úr ensku bikarkeppninni. Giilingham vann leikinn, 3-1, og er þetta aðeins í annað sinn í meira en 100 ára bikarsögu félagsins sem liðið kemst í 5. umferð. í ensku deildarbikarkeppninni vann Aston Villa West Ham, 3-1, í gær eftir framlengdan leik en leikinn varð að endurtaka því að West Ham notaði ólöglegan leikmann í sigri sínum í upphaflega leiknum. Frank Lampard kom West Ham yfir í upphafi seinni háifleiks en Ian Taylor tryggði Aston Viila framlengingu, þar sem Julian Joachim og Taylor skomðu tvö mörk. Paolo Di Canio lét David James, markvörð Aston Villa, veija frá sér víti í framlengingunni. Fyrsta stórmót ársins í tennis karla fer fram í næstu viku, opna ástralska mótið. Ef Pete Sampras sigrar á mótinu verður hann fyrsti maðurinn sem nær að innbyrða 13 sigra á stórmótum. -JKS/-SK/-ÓÓJ $ NBA-DEIIDIN Úrslit í nótt: Washington-Toront.........117-89 Williams 17, Strickland 15 - Carter 19, McGrady 16. New York-Chicago..........95-88 Johnson 19, Houston 15 - Artest 24, Brand 22. Minnesota-Miami ........106-116 Garnett 35, Peeler 16 - Majerle 33, Lenard 18. Seattle-Phoenix .........101-88 Payton 23, Barry 21 - Robinson 17, Chapman 13. Golden State-Dallas .... 102-109 Jamison 28, Marshali 21 - Cebellos 29, Finley 21. Sacramento-Houston .... 110-93 Webber 26, Martin 17 - Franciss 16, Mobley 14. Arni varði tvo viti Árni Gautur Arason varði tvær vítaspyrnur í vítakeppni er Rosenborg sigraði þýska liðið Duisburg á æfingamóti á Spáni í gærkvöld, 4-2. Árni Gautur lék í marki Rosenborg allan leiktímann og tryggði liði sínu sigurinn. í næstu umferð æfingamótsins mætir Rosenborg liði Króatíu Zagreb eða PSV Eindhoven. -SK Colin McCormick, hinn nýi leíkmaður Þróttar með Þróttartrefilinn hátt á lofti í gær. DV-mynd Pjetur 8-liða úrslit bikarkeppni körfuboltans: Grindavík í undanúrslit - eftir góða sigurferð á Krókinn í gær Grindvíkingar gerðu góða ferð á Krókinn í gærkvöld eftir að þurfa að fresta för sinni þangað tvívegis vegna veðurs. Suðurnesjamenn mættu grimmir og ákveðnir til leiks og náðu að innbyrða mikinn baráttusigur, 73-64, í leik sem var hnífjafn fram á síðustu mínútu. Geysisterk vörn gestanna Það var geysisterkur varnarleikur „Grindjánanna“ sem sló heimamenn i Tindastóli út af laginu og þar með út úr bikarkeppninni þetta árið. Gestirnir byrjuð betur og leiddu allan fyrri hálfleikinn. Munurinn var þó aldrei mikill og í leikhléi var þriggja stiga munur, 31-34. Grindvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn með því að skora tvær þriggja stiga körfur, en Stólunum tókst að svara og baráttan var mikil. Það var ekki fyrr en um miöjan seinni hálfleik sem heimamönnum tókst loks að komast yflr í leiknum, í stöðunni 51-60, en gestimir náöu að svara og tókst síðan að gera út um leikinn með góðum lokakafla. Brenton Birmingham átti mjög góðan leik i liði Grindvíkinga og þeir Pétur Guömundsson og Sævar Garðarsson börðust mjög vel. Hjá Tindastóli var Shawn Mayers bestur og Sverrir Þór Sverrisson drjúgur, en í heild var liðið ekki að leika eins vel og jafnan í vetur. Stig Tindastóls: Shawn Mayers 20, Svavar Birgisson 12, Sune Hendriksen 12, Kristinn Friöriksson 11, Helgi Margeirsson 6 og Friörik Hreinsson 3. Stig Grindvíkinga: Brenton Birmingham 25, Pétur Guðmundsson 10, Sævar Garöarsson 8, Alexander Ermolinski 8, Eyjólfur Guðlaugsson 7, Bjami Magnússon 6, Dagur Þórisson 6 og Bergur Hinriksson 3 -ÞÁ Liöstyrkur til Þróttara Þróttarar hafa fengið góðan liðstyrk i 1. deildarkeppninni í knattspyrnu því Charlie McCormick, 18 ára írskur unglingalandsliðsmaður, sem kem- ur frá Peterborough United, hefur gert þriggja ára samning við Þrótt. McCormick er sóknarmaður og þykir mjög efnilegur. Ungur Þróttari gæti þó verið á förum frá liðinu því Liverpool vill fá Sig- mund Kristjánsson (son Kristjáns Sigmundssonar, fyrrverandi landslið- markvarðar í handbolta) til sín. Sigmundur fer út 4. febrúar og dvelur í Bítlaborginni í tíu daga en hann fór í byrjun desember og vakti þá mikla aðdáun og forsvarsmenn Liverpool vilja ólmir fá hann aftur. -ÓÓJ Þreyttar KR-konur KR-konur komust á topp 1. deildar kvenna í körfubolta í gær með því að leggja aö velli ÍS, 60-46, í baráttuleik. Stúdínur komu ákveðnar til leiks og héldu í við KR-liðið lengst af leiknum en KR-liðið var þreytúlegt eftir tveggja daga hrakningaferð til Sauðárkróks þar sem ófært var til baka skömmu eftir að þær lentu. Þetta var 24. heimasigur KR í röð í deildinni og tíundi sigurinn í röö í deild og bikar í vetur. Kristjana í stuði Stúdínur gerðu marga góða hluti í þessum leik og einkum má geta Kristjönu Magnúsdóttur sem átti stórleik, skoraði 18 stig, stal 9 boltum og hitti úr 7 af 11 skotum sínum. Hjá KR var Guðbjörg Norðfjörö mjög traust að vanda, Kristín B. Jónsdóttir kom mjög sterk inn af bekknum en annars var það liðsheildin sem skapaði sigurinn. Þaö er þó ekki oft sem þetta KR-lið tapar 27 boltum í leik sem er það mesta hjá þeim í vetur. Stig KR: Guöbjörg Norðfjörð 16, Kristín B. Jónsdóttir 10, Hanna B. Kjartansdóttir 8 (6 fráköst, 4 stoðsendingar), Emilie Ramberg 7, Sigrún Skarphéðinsdóttir 7, Linda Stefánsdóttir 5 (4 stolnir), Gréta María Grétarsdóttir 5, Guörún Arna Sigurðardóttir 2, Hildur Siguröardóttir 2. Stig ÍS: Kristjana Magnúsdóttir 18, Hafdís Helgadóttir 13 (10 fráköst), Stefla Rún Kristjánsdóttir 4, Jófríður Hafldórsdóttir 3 (4 stoðsendingar), Svana Bjamadóttir 3 (8 fráköst), Georgia Kristiansen 3, Júlía Jörgensen 2. -ÓÓJ Sigfús hættur í Val - segja Valsmenn og segja ákvörðunina Sigfúsar. „Er í Val í dag,“ segir Sigfús og veit ekki betur Línumaðurinn sterki, Sig- fús Sigurðsson, leikur ekki meira með liði Vals í Nissandeildinni í handknatt- leik í vetur. Geir Sveinsson, þjálfari Vals, tilkynnti leik- mönnum Vals þetta á æfingu í gærkvöld. Sigfús hefur ekki mætt á æfingu lengi hjá Val og nánast ekkert látið sjá sig á æfingum svo vikum skiptir. Þolinmæði Valsmanna brast í gær og líta Valsmenn þannig á málið að með framferði sínu hafi Sigfús í raun sjálfur ákveðið að hætta að leika með liðinu. Sigfús er hættur „Það er rétt að Sigfús er hættur að leika. með okkur. Hann hefur mætt á þrjár æf- ingar frá síðasta leik og lítið látið heyra í sér og því var það í raun hans ákvörðun að hætta. Það var þetta sem Geir tilkynnti okkur leikmönnum," sagði Júlíus Jónasson, fyrir- liði Vals, í samtali við DV í gærkvöld. „Það er rétt að ég hef litið látið sjá mig að Hlíðarenda undanfarið," sagði Sigfús Sig- urðsson í samtali við DV í gærkvöld. Hann var þá stadd- ur á kaffihúsi og hafði ekki fengið vitneskju um tilkynn- ingu Geirs þjálfara á æfing- unni í gærkvöld. „Það er óráðið hvað ég geri í framtíðinni en eins og stað- an er í dag þá er ég í Val. Ég er alls ekki óánægður með Val. Félagið hefur gert mjög mikið fyrir mig,“ sagði Sigfús. - Af hverju hefur þú ekki mœtt á œfingar hjá Val? „Það er af persónulegum ástæðum sem ég get ekki rætt nánar. Það hefur margt gerst í mínu lífi undanfarið ár,“ sagði Sigfús. Karl Jónsson, for- maður handknatt- leiksdeildar Vals hafði eftirfarandi að segja þegar DV ræddi við hann í gærkvöld. „Það má vel vera að Sigfús sé ekki lengur í 16-18 manna æfingahópi Vals. Það kemur mér verulega á óvart ef þjálfarinn hefur til- kynnt að hann leiki ekki meira með liöinu í vetur. Ég sé ekki tilganginn með því. Það hefur engum samningum verið sagt upp varðandi Sigfús Sigurðsson." -SK Bland í noka Það varð að aflýsa leik Stoke á móti Oldham i bikarkeppni neðri deflda I Englandi i gær, þvi á 57. minútu fór rafmagn af næsta nágrenni valiarins og varð þar með alveg myrkt á veflinum i Oldham. Stoke hafði þá haft 0-1 forustu í fimm mínútur en ekki er víst hvenær áfram verður haldið. Manchester United vann sinn fyrsta sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða i knattspymu í gær er liðið lagði South Melbourne af velli, 2-6. Fortune Quinton skoraði bæði mörk United á fyrstu 20 mínútum leiksins. Romario tryggði Vasco de Gama sæti í úrslitaleik sömu keppni er hann skoraði sigurmarkið gegn mexíkóska liðinu Necaxa. Necaxa komst yfir i ieiknum strax á fimrntu mínútu með marki Alex Aguinaga en Odvan jafnaði áður en Romario skoraði sitt þriðja mark í keppninni. Úrslitaleikur keppninnar fer fram á iostudag og þar mætast tvö brasilísk lið, Vasco de Gama og Corinthians, en Real Madrid og Necaxa leika um þriðja sætið. -ÓÓJ Norðurlandamótið í knattspyrnu: Hópur tilkynntur í lok vikunnar Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari i knattspymu, er að gera sér vonir um að geta tilkynnt landsliðshópinn sem heldur á Norðurlandamótið á La Manga á Spáni í lok mánaðarins undir lok þessara viku. íslendingar leika þrjá leiki í þessari lotu, við Norðmenn, Finna og Færeyinga. „Við höfum að undanfórnu verið að kanna stöðuna hjá leikmönnum sem leika erlendis og vonandi fæ ég endanleg- ar staðfestingar þar að lútandi síðari hluta vikunnar. Það er orðið ljóst að við leikum án Eyjólfs Sverrissonar en þýska deildin hefst óvenju snemma núna eftir vetrarfríið. Það verður ennfremur erfitt að fá leikmenn frá Bretlandseyjum allan timann en vonandi þó í einhverja leiki," sagði Atli Eðvaldsson. Hann sagðist ætla með 18 manna hóp á mótið og síðan myndu kannski 4-6 leik- menn koma til Spánar og leika jafnvel einn leik af þessum þremur leikjum. Þetta ætti þó allt eftir að skýrast þegar liði á vikuna. „Norðmenn standa frammi fyrir sama vandamáli og við að stór hluti leikmanna er að leika með liðum í Bretlandi og víð- ar. Ég held að lið þeirra verði að mestu skipað leikmönnum frá Rosenborg. Þetta verður örugglega um fram allt gott og skemmtilegt mót og verðugt verkefni fyr- ir okkar landslið," sagði Atli. Liðið held- ur til Noregs 28. janúar og heldur síðan til La Manga daginn eftir. -JKS Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handbolta: Svíarnir sterkastir í riðlinum - undirbúningi landsliðsins miðar vel áfram íslenska landsliðið í handknattleik mætir annað kvöld svonefndu Hafnarfjarðarúrvali í Kaplakrika en leikurinn er liður í undirbún- ingi landsliðsins fyrir Evrópumótið í Króatíu. Þetta verður fyrsti leikurinn af þremur á næstum dögum. Á föstudag verður leikið gegn úrvalsliði útlendinga sem leika hér á landi og á sunnudag leikur landsliðið gegn KA norður á Akureyri. Allt í góðum gír Þorbjörn Jensson landsliðsþjáifari sagði í gær undirbúninginn allan vera í góðum gír. Eftir helgina ætlar Þorbjöm að tilkynna þann 16 manna hóp sem hann ætlar með til Króatíu. „Frakklandsferðin skilaði sínu og var hin besta í alla staöi. Frakkamir eru í ákveðnu uppbyggingarstarfi en þeir hafa þegar tryggt sér sæti á HM 2001 sem gestgjafar. Engu að síður hafa þeir sterku liði á að skipa,“ sagði Þorbjöm. Þorbjörn Jensson, iandsliðs- þjáffari íslands í handbolta Hann var inntur eftir því hvemig gengi að afla upplýsinga um andstæðingana í riðlinum í Króatíu. „Ég hef verið að reyna að verða mér úti um upplýsingar. Ég veit t.d. lítið um Sló- venana en við mætum þeim í síðasta leiknum svo ég hef kannski ekki miklar áhyggjur af því. Ráðstafanir hef ég gert til að fá myndbandsspólu af Portúgölun- um. Um Danina er það að segja að þeir eru sterkir. Ég hef undir höndum góðar upplýsingar um þá en stór hluti liðs- manna þeirra leikur í Þýskalandi. Svíamir eru með sterkasta liðið í riðlin- um að mínu mati. Þeir standa sig alltaf vel af gömlum vana eins og berlega hefur komið í ljós á siðustu árum. Rússamir eru óskrifað blað en þeir koma eflaust mjög sterkir til leiks,“ sagði Þorbjörn Jensson. -JKS Heimasigur í Hólminum „Okkar nýi leikmaður gerir liðið að meiri heild og spilar aðra leikmenn vel inn í leikinn og karfa hans undir lok leiks- ins var vendipunktur þegar Hamarsmenn voru við það að ná okkur,“ sagði Bárður Ey- þórsson, liðstjóri Snæfells, eft- ir að Hólmarar höfðu lagt Hamarsmenn með 17 stiga mun, 89-72, í gærkvöld. Heimamenn sýndu Hamars- mönnum enga gestrisni og náðu Hamarsmenn ekki að skora fyrr en eftir tæplega 5 mínútna leik og þá úr víti. Hinn nýi leikmaður Snæfells, Adonis Pamponis, sem er leik- stjórnandi, spilaði mjög vel bæði í vörn og sókn og einnig var Kim Lewis feiknasterkur að vanda. Leikmenn Hamars virtust ekki vaknaðir í byrjun og þeg- ar leið á fór mótlætið að fara í taugamar á þeim og þeir fengu 2 tæknivillur, þar af þjálfarinn Pétur Ingvarsson eina en hann hafði lítið sést í leiknum. í seinni hálfleik var allt ann- að að sjá til liðs Hamars og það náði að minnka muninn í 3 stig. Þegar Hamarsmenn virtust vera að gera sig lík- lega til að ná Snæfelli skoraði hinn griski leikmaður Snæ- fells glæsilega körfu, fékk víti að auki og kom leikmönnum Snæfells aftur á beinu braut- ina. í liði Snæfells spilaði Kim Lewis vel að vanda, Adonis Pomponis var góður og einnig spilaði Pálmi Freyr feikivel og m.a. endaði hann seinni hálfleikinn eins og þann fyrri með glæsilegri 3 stiga körfu um leið og leiktíminn rann út. Jón Þór átti einnig góðan dag en hjá Hamri var Brandon Titus yfirburðamaður og fór á kostum í seinni hálfleik þar sem hann skoraði 25 stig. Skarphéðinn Ingason spilaði einnig feikivel og Hjalti Páls- son átti góðan dag, þá sérstak- lega í vöminni. -KS Stúdínan Jófríður Halldórsdóttir sést hér með boltann 4 harðri baráttu við Kristínu B. Jónsdóttur, KR. Jófríður þurfti að fara út af í upphafi seinni hálfleiks eftir að hún fékk högg aftan á hálsinn. DV-mynd Hilmar Þór Snæfeli (45) 89 - Hamar (31) 72 11-0, 15-2, 21-8, 31-19, (45-31), 52-39, 5545, 63-57, 68-65, 75-65, 81-67, 89-72. Kim Lewis 29 (12 fráköst, 10 stoðsendingar, 5 stolnir) Pálmi Sigurgeirsson 18 Jón Þór Eyþórsson 16 Adonis Pomponis 12 David Colbatt 9 Ágúst Jensson 5 Fráköst: Snæfell (9 í sókn-19) 28 Hamar (21 í sókn -18) 39. 3ja stiga: Snæfell 19/10 Hamar 20/7. Dómarar (1-10): Rögn- valdur Hreiðarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson (5). Gœði leiks (1-10): 6. Titus Brandon 35 Skarphéðinn Ingason 11 Pétur Ingvarsson 11 Hjalti Pálsson 6 Ómar Sigmarsson 5 Óli Barödal 4 Víti: Snæfell 21/15 Hamar 11/7. Áhorfendur: 250. Maður leiksins: Kim Lewis, Snæfell. 8-liða úrslit bikarkeppninnar í körfubolta: Öruggt hjá Njarðvík á ísafirði + Loksins fór leikur KFÍ og Njarðvík í átta liða úrslitum bikarkeppni KKl fram í gær. Leikurinn, sem hafði verið tví- frestað vegna veðurs, var frekar slakur og leiðinlegur á að horfa, lítil barrátta og getan bara til staðar öðrum megin og Njarðvík vann öruggan 21 stigs sigur, 67-88. Jafnt var með liðunum fyrstu mínútur leiksins og það leit út fyrir að næstneðsta liðið í Ep- son-deildinni ætlaði að velgja efsta liðinu undir uggum. Það varð þó aldrei, Njarvíkingar náðu á stuttum tíma tuttugu stiga fomystu og var þá allt púð- ur horfið úr ísfirðingum. Njar- vík leiddi í hálfleik, 30-52. Njarðvíkingar héldu upptekn- um hætti í síðari hálfleik, með þá Örlyg Sturluson og Teit Ör- lygsson í fararbroddi, þeir röð- uðu niður 3ja stiga körfunum á meðan KFÍ gerði lítið til að stöðva þá enda næsta ómögulegt þegar þeir eru heitir. Öruggur sigur Njarvikinga í frekar slök- um leik þar sem hvorugt liðið svitnaði við leik sinn, KFÍ af því það nennti því ekki og Njarðvík af það þurfti þess ekki. Bestu menn Njarðvíkur voru þeir Teitur og Örlygur ásamt Keith Veney sem er nýr leik- maður þeirra Njarðvíkinga, en hann sýndi oft góð tilþrif og er ljóst að þar er á ferðinni góður leikmaður sem á eftir að styrkja Njarðvik mikið í vetur. Hjá KFÍ var Baldur Jónasson sprækast- ur ásamt Clifton Buch sem þó hefur oft sýnt betri leik. Stig KFÍ: Vinko 16, Clifton Buch 14, Baidur Jónasson 10, Tómas Hermanns- son 9, Halldór Kristmannsson 7, Pétur Sigurðsson 5, Tom Hufl 2, Guðmundur Guðmannsson 2, Þórður Jensson 2. Stig Njarðvíkur: Teitur Örlygsson 20, Keith M. Veney 19, Örlygur Sturluson 18, Hermann Hauksson 14, Friðrik Stefánsson 8, Friðrik Ragnarsson 5, Páll Kristinnsson 2, Gunnar Örlygsson 2 -AGA Hnefaleikar: Mike Tyson er enn umdeildur - fær ekki að stíga fæti á breska grund Óvíst er hvort vandræðageml- ingurinn Mike Tyson fær að berj- ast gegn ungum breskum hnefa- leikakappa, Julius Francis, í þungavigt í Manchester þann 29. janúar. Mike Tyson er auðvitað marg- dæmdur maður i Bandaríkjunum og nú eru taldar litlar líkur á því að hann fái dvalarleyfi i Bretlandi og því verði ekkert af bardagan- um. Bresk lög eru skýr þegar af- brotamenn erlendir hyggjast stíga fæti á breska grund. Hafi þeir hlot- ið dóma í heimalandi sínu og sams konar afbrot kalla á 12 mánaða fangelsisdóm í Bretlandi fær við- komandi ekki dvalarleyfi í Bret- landi. Tyson var árið 1992 dæmdur í sex ára fangelsi vegna nauðgunar og aftur komst hann í kast við bandarísk lög í fyrra er hann fékk 12 mánaða dóm fyrir líkamsárás. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Mike Tyson er í fréttum. Frægt varð er hann át eyrun af Evander Holyfield og lamdi andstæðing sinn fyrir skemmstu eftir að bjall- an glumdi. Ferill hans er orðinn skrautlegur en þrátt fyrir þunga dóma eins og í nauðgunarmálinu þá hefur hann oft sloppið með að sitja í skamman tíma innan riml- anna. Árið 1992 sat hann inni helming refsitímans og aðeins í fjóra mánuði af tólf í fyrra. Ráöherrann einn getur bjargað Tyson Einn maður hefur völd til að veita Mike Tyson undanþágu og þar með dvalarleyfi, innanríkis- ráðherrann Jack Straw. Víst er að mikið álag verður á Straw því gríðarlegur áhugi er fyrir bardag- anum og 22 þúsund manns hafa þegar keypt miða á bardagann. Þjálfari Julius Francis segist ekki trúa því að ekkert verði af bardaganum. Hann segir að bar- daginn gegn Tyson sé tækifæri lífsins hjá Francis og hann trúi því ekki að bresk yfirvöld muni eyðileggja þetta einstaka tækifæri Bretans. Þá hefur þingmaðurinn Glenda Jackson, sem boðið hefur sig fram í borgarstjóraslagnum í London sem framundan er, lýst því yfir að hún muni gera allt vitlaust ef Tyson verði leyft að koma til Bretlands. Niðurstaða í málinu ætti að liggja fyrir fljótlega því Tyson ætlar að koma til Manchester i næstu viku. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.