Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2000, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2000
7
Fréttir
Bobby Fischer 1 pattstöðu:
Davíð vildi
hjálpa Fischer
Davíð Oddsson forsætisráðherra
vildi gjaman ræða við Clinton
Bandaríkjaforseta
um að Bobby
Fischer yrði leyft
að koma og dvelja
á íslandi fyrir
tveimur og hálfu
ári án þess að
eiga á hættu
handtöku og
framsal til Banda-
ríkjanna. Ætlun-
in var að bjóða
honum til 25 ára
afmælismóts
heimsmeistara-
einvígisins í
Laugardalshöll.
Davíð og Clint-
on hittust á þess-
um tíma að máli á
fundi í París og
áttu saman við-
ræður. Ekki þótti rétt, segja heim-
ildir DV, að leggja vandamál fyrrum
heimsmeistarans fyrir forsetann á
þeim tima. Madeleine Albright var
að taka við embætti utanríkisráð-
herra og var á höttunum eftir stríðs-
glæpamönnum frá fyrrum
Júgóslavíu. Öll eftirgjöf var talin
útilokuð. Bobby Fischer tók þátt í
einvígi gegn Spasskí í Belgrad og
óhlýðnaðist bandarískum yfirvöld-
um. Hann á enn yfir höfði sér dóm
heima fyrir enda þótt vitað sé að
geðheilsa hans sé afar tæp og hann
búi við mikla einsemd í Búdapest í
Ungverjalandi.
„Viðtöl við Bobby, sem hafa verið
á Netinu, benda ekki til að hann sé
í andlegu jafnvægi," sagði Guð-
mundur G. Þórarinsson sem stýrði
heimsmeistaraeinvíginu forðum
daga. Hann og nokkrir félagar í
skákhreyfingunni fóru í lok síðustu
viku á fund sendiherra Bandaríkj-
anna og báðu hann að beita sér fyr-
ir að Fischer fengi að fara til síns
heima án þess að eiga sakfellingu
yfir höfði sér. Þeirri vinnu verður
haldið áfram.
-JBP
Davíð Oddsson.
Bobby Fischer.
Móðurást
í snjóhúsi
* 4: ■ * .
t- ..W' é ir
Móðurástin er heit - líka í snjóhúsi. Pessi tveggja ára Hveragerðishnáta
eignaöist snjóhús á dögunum enda nægur snjórinn á háhitasvæöinu. Hún
flutti inn með sína tuskudúkku. Síödegisblundurinn var undirbúinn, dúkkan
vel dúöuð í hlýja sæng, síðan leggst „mamman" hjá dúkkunni sinni - og
loks er sú litla gleymd utan sængur en skælbrosir samt meöan telpunni síg-
ur svefn á brá. DV-mynd Eva Hreinsdóttir
Héraðsdómur Norðurlands eystra:
Geysileg fjölgun
opinberra mála
DV, Akureyri:
Geysileg fjölgun varð á flutningi
opinberra mála hjá Héraðsdómi
Norðurlands eystra á Akureyri á
síðasta ári. Alls urðu málin 382 tals-
ins en voru 204 árið áður þannig aö
aukningin er hátt í 100%.
Einkamálum sem. komu til kasta
dómstólsins fjölgaði einnig mjög
mikið milli ára, þau voru 384 árið
1998 en á síðsta ári voru þau 523.
Aðrir umfangsmiklir málaflokkar
voru sektarboðsmál sem voru 116 á
móti 27 árið áður, 73 gjaldþrota-
skiptamál á móti 56 árið áður en í
þeim voru úrskurðir 30 talsins.
-gk
Norður- og Austurland:
„Kjötrisinn“
út af borðinu
DV, Akureyri:
Viðræðum sem staðið hafa yfir
um sameiningu fimm stórra aðila
i slátrun og kjötvinnslu hefur ver-
ið hætt. Þessir aðilar eru Kaupfé-
lag Héraðsbúa, Egilsstöðum, Kjöt-
iðjan á Húsavík, Kaupfélag Ey-
firðinga, Norðvesturbandalagið á
Hvammstanga og Kjötumboðið í
Reykjavík.
Fyrirhugað hafði verið að um
áramótin yrði til nýtt hlutafélag á
þessu sviði, hið stærsta sinnar
tegimdar hér á landi, með það
markmið að ná fram verulegri
hagræðingu og bættri afkomu.
Viðræður aðfia leiddu i ljós veru-
legan mun á viðhorfum viðræðu-
aðila um framtíðaruppbyggingu
afurðastöðvanna og var því
ákveðið að hverfa frá fyrirhug-
aðri sameiningu, um sinn a.m.k.
-gk
fReykj avtkurborg
Borgarverkfrœðingur
Grafarholt - 2. áfangi lóðaúthlutunar
Lóðir fyrir einbýlishús
Auglýst er eftir umsóknum um byggingarrétt fyrir einbýlihús á eftirtöldum lóðum.
Byggingarrétturinn verður seldur einstaklingum og fjölskyldum á föstu verði. Þeir
umsækjendur, sem sóttu um byggingarrétt fyrir einbýlishús í 1. áfanga Grafarholts,
þurfa að staðfesta eldri umsóknir með áritun á þær eða með bréfi. Dregið verður úr
umsóknum sem uppfylla skilyrði fyrir þessar lóðir og fá umsækjendur að velja sér
lóðir í þeirri röð, sem umsóknir þeirra verða dregnar út.
Áður en val lóða fer fram, skal umsækjandi leggja fram skriflegt mat banka eða
annarrar viðurkenndrar fjármálastofnunar, sem staðfestir að hann ráði við 20 millj.
króna húsbyggingu. Þeir sem ekki leggja fram fullnægjandi greiðslumat glata valrétti
sínum.
Um er að ræða eftirtaldar einbýlishúsalóðir:
• Ólafsgeisli 77-85: 5 lóðir, tveggja hæða hús. Hámarksstærð húss 185 m2.
• Ólafsgeisli 87-97: 6 lóðir, tveggja hæða hús. Hámarksstærð húss 210 m2.
• Ólafsgeisli 99-111: 7 lóðir, tveggja hæða hús. Hámarksstærð húss 240 m2.
• Kirkjustétt 23 og 24-28: 4 lóðir, tveggja hæða hús. Hámarksstærð húss 250 m2.
Athygli er vakin á því, að ráðgert hafði verið að einbýlishúsalóðirnar við Kirkjustétt
yrðu í 3. áfanga lóðaútboðs, en þær hafa verið settar í 2. áfanga. Engar einbýlis-
húsalóðir verða því í 3. áfanga.
Lóðir fyrir tvíbýlishús
Leitað er eftir kauptilboðum í byggingarrétt fyrir tvíbýlishús á eftirtöldum lóðum:
• Ólafsgeisli 20 - 28: Lóð fyrir fimm tvíbýlishús á 2 - 3 hæðum.
• Ólafsgeisli 113 -117: Lóð fyrir þrjú tvíbýlishús á 2 - 3 hæðum.
• Ólafsgeisli 119-125: Lóð fyrir fjögur tvíbýiishús á 2 - 3 hæðum.
Byggingarrétturinn er boðinn út til einstaklinga, byggingameistara og fyrirtækja og
skal bjóða í einstök hús, þótt fleiri standi saman á lóð. Byggingarrétturinn verður
seldur ásamt samningi um hönnun húsanna. Hönnuðirnir hafa verið valdir meó
hæfnisvali. Hæstbjóðandi í hvert hús skal leggja fram upplýsingar um fjármál sín og
áætlun um fjármögnun framkvæmda við viðkomandi húsbyggingu áður en afstaða
verður tekin til tilboðs hans.
Lóðir fyrir raðhús, keðjuhús, fjölbýlishús og húsaþyrpingar
Leitað er eftir kauptilboðum í byggingarrétt á eftirtöldum lóðum.
• Maríubaugur 5-11, Maríubaugur 13 -19 og Maríubaugur 21 - 29:
Þrjár lóðir fyrir einnar hæðar keðjuhús með ýmist 4 eða 5 íbúðum.
• Maríubaugur 31 - 39, Maríubaugur 41 - 51 og Maríubaugur 53-61:
Þrjár lóðir fyrir raðhús á 1 - 2 hæðum með ýmist 5 eða 6 íbúðum.
• Kristnibraut 25 - 29, Kristnibraut 31 - 35, Kristnibraut 37 - 41, Kristnibraut
43 - 47,Kristnibraut 49 - 53 og Kristnibraut 55 - 59:
Sex lóðir fyrir fjölbýlishús á 2 - 3 h. auk kjallara. íbúðafjöldi er misjafn
eftir lóðum, er er á bilinu 17-22 íbúðir.
• Húsaþyrpingar við Grænlandsleið. í hverri þyrpingu eru á bilinu 3-5
einbýlishús og 3 - 6 par- eða raðhús. Bjóða skal í byggingarrétt fyrir
hverja húsaþyrpingu fyrir sig.
Byggingarrétturinn er boðinn út til einstaklinga, byggingameistara og fyrirtækja.
Tilboð skulu taka til alls byggingarréttar á hverri lóð. Hæstbjóðandi í byggingarrétt á
hverri lóð skal leggja fram upplýsingar um fjármál sín og áætlun um fjármögnun
framkvæmda við viðkomandi húsbyggingu áður en afstaða verður tekin til tilboðs
hans.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð,
sími 563 2300. Þar fást einnig afhent umsóknareyðublöð, útboðsreglur og skilmálar.
Tilboðum og umsóknum í byggingarrétt í 2. áfanga Grafarholts skal skila til skrifstofu
borgarverkfræðings í síðasta lagi þriðjudaginn 25. janúar nk. kl. 16:00. Tilboð verða
opnuð sama dag kl. 16:10 í Skúlatúni 2, 5. hæð, að viðstöddum þeim bjóðendum,
sem þess óska. Umsækjendur eða bjóðendur skulu leggja fram staðfestingu þess
efnis, að þeir séu ekki í vanskilum með opinber gjöld eða veita borgarverkfræðingi
skriflega heimild til að afla slíkrar staðfestingar. Hafi staðfesting þessa efnis fylgt
eldri umsókn eða tilboði nægir að vísa til þess.
Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík.
*L=___________________________________1—............. ..................—/
~WWa
15% staögreiöslu- og greiðslu-
kortaafsláttur og stighœkkandi
birtingarafsláttur
Smáauglýsingar
IHCT
S50 5000