Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Page 5
MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2000 23 I>V Sport íslandsmótið í innanhússknattspyrnu: Tvöfalt á afmælisári - Breiðablik sigraði bæði í karla- og kvennaflokki á 50 ára afmælinu í * P||f ' f r sitti .: febS ^ í Þaö vantaði ekkert á gleðina hjá Breiðabliksliðunum eftir íslandsmótið t gær. Á stóru myndinni má sjá bæði liðin saman. Á myndinni neðst vinstra megin fagna stelpurnar góðum og óvæntum sigri á KR í úrslitum en Hákon Sverrisson hefur bikarinn hátt á loft á myndinni hægra megin. DV-mynd Hilmar Breiðablik, sem fagnar 50 ára af- mæli á þessu ári, fékk skemmtilega afmælisgjöf frá meistaraflokkum karla og kvenna í Laugardalshöll í gær þegar bæði lið tryggðu félaginu fyrstu íslandsmeistaratitlana á af- mælisárinu. Aðeins einu sinni áður hafa Blikamir fagnað tvöfalt, fyrir 18 árum, árið 1982. Blikastrákamir gáfu það til kynna fyrr í þessum mánuði að þeir myndu mæta sterkir til leiks á ís- landsmótið er þeir sigruðu á Gróttu- mótinu. En þar vantaði mörg lið sem léku í Höllinni um helgina, auk þess sem titiil í einu móti gefur aldrei tilkall til annars í öðru móti. Breiðablik átti í mestu erfiðleik- um í riðlakeppninni, tapaði fyrir Fylki 3-0 en vann nauman sigur á ÍA og Sindra sem dugði því til að komast í átta liða úrslit. Þar mættu Kópavogspiltar með hugarfar sigur- vegarans, lögðu ÍBV 5-2 og mættu Dalvík í undanúrslitum. Sá leikur var jafh og spennandi enda Dalvík kannski það lið sem kom hvað mest á óvart í keppninni. En Breiðablik sigraði, 2-1, með mörkum frá Hreið- ari Bjamasyni og Hjalta Kristjáns- syni eftir að Atli V. Bjömsson hafði komið norðanmönnum yfir. í hinum undanúrslitaleiknum mættust Fylkir 'og KR. KR-ingar voru óneitanlega sigurstranglegri en Fylkismenn höfðu sýnt góðan leik í riðlakeppninni og komu alls óhræddir til leiks. Árni Ingi Péturs- son og Einar Örn Birgisson komu KR í 2-0 en Eyjólfur Einarsson og Theódór Óskarsson jöfnuðu. Ámi Ingi kom KR yfir á ný en Þórhallur Dan Jóhannsson svaraði að bragði fyrir Fylki og framlengja þurfti leik- inn. Ekkert mark var skorað í fram- lengingunni svo grípa þurfti til víta- spymukeppni. Þegar hvort lið hafði tekið tvær spymur varði Þórhallur frá nafna sínum Hinrikssyni í KR og Kristinn Tómasson tryggði Fylki sæti í úrslitaleiknum gegn Breiða- bliki. Blikamir áttu óskabyrjun í úr- slitaleiknum, Hreiðar Bjamason skoraði á fyrstu mínútu leiksins og Kristján Sigurðsson bætti við öðru marki í upphafi seinni hálfleiks. Kristinn Tómasson minnkaði mun- inn fyrir Fylki en Hreiðar innsigl- aði sigur Breiðabliks með góðu marki og Blikamir fognuðu íslands- meistaratitlinum. Erfiö byrjun „Við byrjuðum erfiðlega, töpuð- um fyrir Fylki i riðlinum og lentum í strögli i öðrum leik en svo tókum við Skagann í riðlinum og komumst áfram. Um leið og við fórum að vinna þessa leiki þá fór þetta að koma,“ sagði Hákon Sverrisson fyr- irliði Breiðabliks, kampakátur að leikslokum. Kvennalið Breiðabliks varð fyrir talsverðum áfóllum á leið sinni 1 úr- slitin, þrír lykilmenn síðasta sum- ars voru meiddir auk þess sem fyr- irliðinn, Sigrún S. Óttarsdóttir, tók út leikbann í undanúrslitunum, vegna rauðs spjalds í síðasta leik riðilsins sem Blikarnir unnu með nokkrum yfirburðum. Breiðablik mætti ÍBV í undanúr- slitum. Mikillar taugaveiklunar gætti í báðum liðum en Hrefna Jó- hannesdóttir og Ema Sigurðardóttir skoruðu tvö mörk fyrir Blikana án þess að ÍBV tækist að svara fyrir sig og tryggðu þátttökurétt í úrslita- leiknum. KR, sem lék án nokkurra góðra leikmanna náði að stilla upp sterku liði með landsliðskonur í flestum stöðum, hafði mikla yfirburði í riðlakeppninni. Þær mættu Val í undanúrslitum og sigruðu, 3-1, með tveimur mörkum frá Eddu Garðars- dóttur og einu frá Elínu Þorsteins- dóttur. Rósa Júlía Steinþórsdóttir skoraði mark Vals. Blikastelpur komu á óvart Ef litið var á liðin tvö sem mætt- ust í úrslitaleiknum benti fátt til annars en hið reynda lið KR myndi eiga auðvelt með að sigra Blikana. En Blikastelpumar komu óragar til leiks þar sem Bára Gunnarsdóttir fór á kostum í markinu og Hrefna Jóhannesdóttir bar uppi útispilið. Jafnt var að loknum venjulegum leiktíma en Guðlaug Jónsdóttir kom KR yfir í framlengingunni og flest benti til þess að titilinn færi í vest- urbæinn, en Hrefna Jóhannesdóttir jafnaði þegar 8 sekúndur voru til leiksloka og vítaspymukeppni þurfti til að gera út um leikinn. Ást- hildur Helgadóttir tók fyrstu spyrnu KR en Bára Gunnarsdóttir gerði sér lítiö fyrir og varði spymu hennar og Hrefna Jóhannesdóttir tryggði síðan Breiðabliki titilinn með ör- uggri spyrnu. „Við áttum harma að hefna frá í fyrra þegar við mættum þeim í arfa- slökum úrslitaleik og ákváðum að sýna stuðningsmönnum okkar hvað í okkur býr. Og það skemmdi ekki fyrir að strákamir skyldu vinna líka,“ sagði Sigrún S. Óttarsdóttir, fyrirliði Breiðabliks. Staöráönir í aö sigra „Við vorum staðráðnar í að gera vel og ákveðnar í að láta það ekki á okkur fá þó það séu margar meidd- ar. Það sýndi sig í dag að ungu stelpurnar okkar eru traustsins verðar, stóðu sig mjög vel og þurfa greinilega ekkert á okkur gömlu að halda.“ En það kom nú ein gömul inn í liðið fyrir þetta mót? „Já það var mjög gaman að hafa Ástu (Gunnlaugsdóttur) með, hún hefur æft með okkur í vetur og hún skilar vel reynslu sinni út til liðs- ins,“ sagði Sigrún. Ásta tók fram skóna Ásta B. Gunnlaugsdóttir, sem ekki hefur leikið með Blikunum síð- an 1996, tók við íslandsbikamum úr hendi Halldórs B. Jónssonar, vara- formanns KSÍ. Hún ákvað að draga fram skóna í haust og hefur æft með liðinu síðan, en ætlar hún að vera með í sumar? „Ég get ekki svarað þessu öðru- vísi en þannig að ég taki einn dag í einu. En þetta er góð líkamsrækt svo það er aldrei að vita,“ sagði hin síunga Ásta B. Gunnlaugsdóttir sem verður 39 ára í vor. -ih Urslitin 1. deild karla A-riðill: Hvöt-Fram . 0-5 Leiftur-Valur .1-4 Fram-Valur . 1-0 Hvöt-Leiftur .2-2 Leiftur-Fram . 1-6 Valur-Hvöt . 2-2 Fram 3 3 0 0 12-1 9 Valur 3 111 6-4 4 Hvöt 3 0 2 1 4-9 2 Leiftur 3 0 1 2 4-12 1 B-riðill: KR-Daivík . 2-0 Víkingur R.-Keflavík . 4-2 Dalvík-Keflavík .4-2 KR-Víkingur R . 4-2 Víkingur R.-Dalvik . 0-4 Keflavik-KR . 1-3 KR 3 3 0 0 9-3 9 Dalvík 3 2 0 1 8-4 6 Víkingur R. 3 1 0 2 6-10 3 Keflavik 3 0 0 3 5-11 0 C-riðill: Þróttur R.-Grindavík . 4-3 Víðir-ÍBV . 2-4 Grindavík-ÍBV .0-4 Þróttur R.-Víöir . 5-0 Víðir-Grindavík .2-3 ÍBV-Þróttur R . 5-2 ÍBV 3 3 0 0 13-4 9 Þróttur R. 3 2 0 1 11-8 6 Grindavík 3 1 0 2 6-10 3 Viðir 3 3 0 0 4-12 0 D-riðill: Fylkir-Breiðablik . 3-0 ÍA-Sindri .4-2 Breiðablik-Sindri .3-2 Fylkir-ÍA 1-1 ÍA-Breiðablik 3-4 Sindri-Fylkir 1-3 Fylkir 3 2 1 0 7-2 7 Breiðablik 3 2 0 1 7-8 6 ÍA 3 1118-7 4 Sindri 3 0 0 3 5-10 0 8-liða úrslit: KR-Valur .3-1 Fram-Dalvík 0-2 Fylkir-Þróttur R 2-1 ÍBV-Breiðablik 2-5 Undanúrslit KR-Fylkir 5-6 (vítaspk.) Breiðablik-Dalvík .2-1 Úrslit Breiðabik-Fylkir .3-1 1. deild kvenna: A-riðiil: Fjölnir-KR 0-11 ÍBV-Stjaman 5-1 Sindri-Fjölnir 5-2 KR-lBV 3-0 Stjarnan-Sindri 6-1 Fjölnir-ÍBV 1-7 KR-Stjarnan 9-3 ÍBV-Sindri 10-1 Stjaman-Fjölnir 4-2 Sindri-KR 1-6 KR 4 4 0 0 29-4 12 ÍBV 4 3 0 1 22-6 9 Stjarnan 4 2 0 2 14-17 6 Sindri 4 1 0 3 8-24 3 Fjölnir 4 0 0 4 5-27 0 B-riðiIl: Haukar-Breiðablik 2-5 ÍA-Valur 1-2 FH-Haukar 1-1 Breiðablik-ÍA 2-0 Valur-FH 4-1 Haukar-ÍA 2-9 Breiðablik-Valur 4-3 ÍA-FH 1-0 Valur-Haukar 3-0 FH-Breiðablik .1-5 Breiðablik 4 4 0 0 16-6 12 Valur 4 3 0 1 12-6 9 ÍA 4 2 0 2 11-6 6 FH 4 0 1 3 3-11 1 Haukar 4 0 1 3 5-18 1 Undanúrslit: KR-Valur 3-1 Breiðablik-ÍBV .2-0 Úrslit Breiðablik-KR 2-1 (vítasp.)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.