Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Blaðsíða 4
 Hvernlg væri að sauma sér legghlífar úr mokkaskinnl? Ekki bara töff hugmynd heldur líka afskaplega hlý. Gamla, góða gæruskiiuiið er inn þetta misserið. Það er bæði mjúkt og hlýtt og alveg tilvalið í þessu is- kalda veðri hér á Fróni. Ef þú hef- ur ekki efni á ekta mokkapels þá er tilvalið að fá sér aukahluti úr þessu yndislega efni. Fókus mælir sér- staklega með þeirri einstöku hug- mynd að sníða sér legghlífar úr mokkaskinni ytir venjulega skó. Þá er maður kominn með þessa líka fínu vetrarskó og svo er bara að taka hlífamar af þegar fer að vora. í íslenska handverkshúsinu við Lækjargötu er að finna bæði húfur og lúffur úr mokkaskinni, sem og ekta gæmskinn í ýmsum litum. Þetta era pottþéttar vörur sem era ekki bara fyrir túrista heldur sóma sér vel á hvaða Islendingi sem er. Gæruskinnið er líka nokkuð sem haldiö hefur hita á fólki öld fram af öld og er afskaplega gott í sófann eða bara til að vefja utan um sig þegar blæs sem verst. -snæ Skinnhúfur eru ekki bara fyrir túrista. /s- lenska hand- verkshúsið, íslenska sauðkind- Lækjargötu, in er alltaf ■''««- kr' 4800' ísk. íslem handverk• húsið, kr. 5700. spyrja sjálfa sig slíkra spurninga, því við höfum lög og reglur sem við fórum eftir, þótt aðrir hafi ákveðið þær fyrir okkur. Stavrogín reynir reglurnar á sjálfum sér,“ segir Baldur Trausti. „Hann er auðvitað mjög egósentrískur og það kviknar með honum mjög hættuleg tilfmning, mitt á milli hroka og stolts,“ tilfmningin sem túlkurinn Natalía Halldórsdóttir segist ekki hafa fundið orð yfir á ís- lensku. „Oftast þegar fólk prófar bæði hið góða og illa verður það fyrir mikl- um vonbrigðum. Því finnst hugmynd- in frábær og langar til að byggja heim sem er bæði fallegur og góður, betri en sá ljóti heimur sem við búum í. En sé hugmyndin bókstaflega framkvæmd verður niðurstaðan skelfileg, enda hrein blekking að halda að það sé hægt.“ Svo við hin getum skiiið Borodín er að visa í rússnesku bylt- inguna sem skóp Sovétríkin fyrrver- andi. Hugmyndir hennar eru til um- ræöu i Djöflunum þótt verkið sé skrif- að nokkrum áratugum áður en rúss- neska byltingin varð að raunveru- leika. „Það getur verið gott að trúa á þjóð og segja að hún sé ofurhugi, út- valin af guði. En þegar góðverkið verður að raunveruleika er það ekkert annað en nasismi, versta tegund þjóð- emishyggju." Vegna þess að það sem menn telja gott fyrir sjálfa sig er ekki alltaf gott fyrir aðra? „Það er hægt að hefja manninn upp til hæstu hæða en þegar hann fer að ímynda sér að hann sé guð þá verður það absúrd. Allar þessar mótsagnir hins góða og illa birtast í Stavrogín. Kannski er það nauðsynlegt að ein- hver taki það að sér að prófa báðar öfgamar svo við hin getum skilið eitt- hvað. Það er stundum sagt um Rúss- land að við séum tilraunastofa af þessu tagi fyrir heiminn af því við framkvæmum allt tafarlaust. Síðan líta aðrir til okkar sem dæmi um það hvemig ekki á að gera hlutina,“ segir Borodín. Botninum náð „Dostojevski var allt sitt líf á þeyt- ingi milli góðs og ills, frá guði til djöf- ulsins og frá trú til trúleysis. En kannski er það ekki fyrr en maðurinn hefur náð niður á botn trúleysisins sem alvörutrú getur farið að fæðast innra með honum. En við getum líka valið að halda áfram að lifa fallegu og þægilegu lífi og aldrei séð til botns.“ „Eins og við gerum hér á íslandi," skýtur Baldur Trausti inn í. „Það er oft þannig með fólk. En það er ekki svo langt síðan forfeður ykkar þurftu að hugsa mikið. Fólk er bara svo fljótt að gleyma." „Já, það em ekki nema 50-60 ár síð- an fólk bjó í moldarkofum," minnir Baldur Trausti á. „Það var gerð bylting í Rússlandi af því unga kynslóðin vildi ná öðra fram en því sem feðrunum þótti gott. En til að ná því þurftu þeir að taka vilja ein- hvers annars og draga hann niður og það er ekki hægt nema með valdi. Það er ekkert vald í heiminum jafnt hrylli- legt og slíkt nauðungarvald. Það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum þess vegna þarf sá sem vill reisa fyrir- myndarríki að byrja á því að niður- lægja annað fólk og beyta það valdi. Þetta eru þverstæður sem ekki er hægt að horfa fram hjá og við megum ekki gleyma. Jafnvel þótt allt líti vel út núna er ekkert víst að börnin okk- ar verði sömu skoðunar," segir rússneski leikstjórinn Alexei Borodín þess fullviss að eilífðarspurn- inganna þurfi alltaf að spyrja, líka í góðærinu. -MEÓ Leikgerð Alexei Borodíns leik- stjóra af einu mesta ritverki rúss- neska rithöfundarins Fjodors Dostojevskís verður frumsýnd í Borg- arleikhúsinu í kvöld. Skáldsagan Djöflamir er yfir 700 síður en leikgerð- in „aðeins“ níutíu „í íslensku þýðing- unni“. Rússneska útgáfan er ekki nema sjötíu blaðsíður. „Þetta er alveg ótrúlega góð leikgerð sem nær inni- haldi skáldsögunnar fullkomlega," segir Baldur Trausti Hreinsson leik- ari þegar við hittum hann með Alexei á bókasafni Borgarleikhússins. Baldur Trausti leikur eitt aðalhlutverkið í Djöflunum, persónuna Stavrogín, sem ekki þekkir nein siðferðileg landa- mæri og hikar ekki við að ýta út að ystu mörkum hinu góða og illa í sjálf- um sér Ekki hægt að lifa þannig „Stavrogín spyr sjálfan sig að því iver maðurinn sé. Hann er mjög heið- rlegur og hræðist ekki neitt, þess 'egna ákveður hann að prófa að ganga í báðar áttir,“ segir Alexei lorodín. „Það reynist mjög tragísk aið, því það er ekki hægt að lifa slíku ifu, þótt hann geri það.“ „Hann veltir því fyrir sér hvað við megum gera og hvað ekki. Fæst okkar f Ó k U S 21. janúar 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.