Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Blaðsíða 11
Nýlega kom út plata Dr. Dre, Chronic 2001. Þar heldur hann áfram gæfulegu samstarfi við hina ýmsu rappara, þó aðallega Eminem og Snoop Doggy Dogg. Hún hefur gengið mjög vel og þykir Dre vera sjálfum sér líkur. Meira er í bígerð á vesturströndinni þar sem ný plata NWA er einnig á leiðinni. Dr. Dre gaf nýlega út sína fyrstu plötu í nokkur ár, Chronic 2001. Þessi plata er eins konar framhald hinnar klassísku rappplötu, Chron- ic, sem Dre gaf út árið 1992. Á nýju . plötunni kennir ýmissa grasa og stendur þar kannski helst upp úr samstarflð við Eminem. Eminem hefur nokkum veginn tekið við hlutverki Snoop Doggy Dogg sem rappaði ótt og títt með Dre á fyrri Chronic-plötunni. Að sjálfsögðu teygir hann líka raddböndin á plöt- unni en þó ekki eins mikið. Grammy-tilnefningar Platan hefur gengið vel ytra og undirstrikar gott gengi þeirra félaga, Dre og Eminem. Hún náði platínu- sölu á einungis þremur vikum og selst eins og heitar lummur. Þetta er búið að vera gott ár hjá Dre. Flestir ættu nú að kannast við plötu að óvörum er Snoop Doggy Dogg nýjasti meðlimur NWA. Eminem, The Slim Shady LP, sem kom út á síðasta ári, en Dr. Dre var þar aðal- maðurinn bak við tjöldin. Nýlega voru tilnefningar til Grammy-verðlaunanna kynntar og er Eminem þar fremstur í rappflokknum með plötuna sína. Þá kemur lagið My Name Is einnig til greina sem besta rapplag. Eminem var einnig til- nefndur með Dr. Dre fyrir besta tvíeyki í hinu frábæra lagi, Guilty Conscience. Dr. Dre er með aðra tilnefningu í þeim flokki, eða hann og Snoop rétt- ara sagt. Það er fyrsta smáskífan af Chronic 2001, Still D.R.E., sem gerir það gott þar. Hins vegar var platan sjálf gefm út of seint til að ná því að vera tilnefnd. Grammy-verðlaunin verða afhent með pompi og prakt 23. febrúar. Snoop í NWA En það er meira að frétta af þess- um vesturstrandarfélögum. Þessa dagana er ný plata frá einni af áhrifamestu rappsveitum hingað til, NWA (Niggaz with Attitude), í bi- gerð. Sveitin sprakk undir lok ní- unda áratugarins þegar meðlimir hennar lentu í miklu ósætti. En nú eru öll leiðindi geymd og grafm og þeir hafa tekið höndum saman enn á ný. Á plötunni verða m.a. Ice Cube og MC Ren. Það sem er hins vegar merkilegast er staðgengill hins látna Eazy E sem dó úr alnæmi fyrir nokknun árum. í stað hans kemur hinn geltandi Snoop Doggy Dogg. Þetta er kannski ekki það sem spek- ingar í rappheimum bjuggust við og á eflaust eftir að virka sem mikil vítamínsprauta fyrir hljómsveitina. Þó svo að ferill Snoop hafi verið á Eminem er nýjasta afurö Dr. Dre og hefur samstarfiö gengiö vonum framar. niðurleið upp á síðkastið efast fáir um hæfileika hans. Þar spilar inn í að hann verður undir stjóm Dr. Dre í hljóðver- inu og ef einhver kann að fara rétt með hæfi- leika Snoop er það Dre. Upptökur á plötunni eru hafnar og ætti hún að koma út seinna á árinu. En Snoop hefur meira í pokahominu. Hann er nýbúinn að gefa út ævisögu sína og kenn- ir þar ýmissa grasa, enda hefur hann lent í mörgu, þó svo að hann sé ungur að ánun. Það er nú samt staðreynd að ekki á að gefa út ævisögu sína áður en slær grátt í vang- ann - sjáið bara Bubba og Bryndísi Schram. -hvs Fyrir tæpum tveimur árum kom hingað til lands ein af stærri rappsveitum Bandaríkjanna, The Gravediggaz. Þeir héldu tónleika í Fylkishöllinni í Árbæ við mikinn fögnuð þeirra sem mættu. Nú hefur einn af meðlimum hljómsveitarinnar, Poetic, stofnað Life Goes On samtökin, til hjálpar listamönnum sem eiga við veikindi að stríða en Poetic berst einmitt sjálfur við krabbamein. Rappari hjálpar sjúkum listamönnui íslandsfararnir í Gravediggaz ganga í gegnum harmleik þessa dagana. Einn meðlimur sveitarinnar, Poetic, berst við þann foma fjanda mann- kyns, krabbamein, nánar tiltekið ristilkrabbamein. Nýlega héldu þeir Gravediggaz-menn tónleika í Brownies-næturklúbhnum i New York honum til styrktar og stuðnings. Þetta voru eins konar stofntónleikar Life Goes On samtakanna, sem era til styrktar listamönnum. Fruitkwan í miklum ham. Stórstirnin mæta Þeir tónleikar vora óneitanlega bet- ur heppnaðir en Árbæjarsýningin sem Gravediggaz héldu hér um árið og var margt um manninn til að blæða úr pyngju sinni. Mikið var um stórstjöm- ur úr rappheimum sem og minni stimi. Þar vora til dæmis fyrrum með- limur Gravediggaz, RZA, ásamt Poor Righteous Teachers, Heltah Skeltah, The Deadly Venoms, Non-Phixion og nýjasta vopn Wu-Tang gengisins, R&B söngkonan Tekitha. „Við komum öll héma saman í kvöld til að gera hvað sem við getum til að hjálpa Poetic til að byggja sig upp, bæði andlega og líkamlega," sagði félagi hans úr Gravediggaz, Fraitkwan. Tilfinningaflóð Poetic Viðstaddir sögðu þó að uppákomur allra þessa skemmtikrafta hefðu ekki komist í hálfkvisti við tilfinningaflóð- ið sem Poetic, einnig þekktur sem Anthony Berkeley, sýndi er hann steig á sviðið til að þakka fyrir sig. Það er betra að eiga góða að og það sannaðist svo sannarlega fyrir Poetic það kvöld- ið. „Eg vil að fólk viti að þessi stuðn- ingur er metinn rnikils," sagði hann yfir lýðinn. „Nú mun ég reyna að koma mér í aðstöðu þar sem ég get unnið og endurgoldið samfélaginu með tónlist." Poetic byrjar í geislameðferð í næsta mánuði og hefur þurft að horfast í augu við reikninga sem hljóða upp á 4000$ á mánuði en eins og flestir listamenn í Bandaríkjunum er hann ekki með tryggða heilsugæslu. I tilefni af þessu stofnaði hann Life Goes On samtökin til hjálpar þeim listamönnum sem eiga í erfíðleikum með að borga sjúkrahúsreikningana. En við íslendingar þurfum ekki að hafa áhyggjur af svoleiðis leiðindum því þó svo að heilbrigðiskerfið hér hjá okkur sé gallað þá kemur það meira til móts við okkur heldur en Kanamir við sína heimamenn. -hvs Bellatrixá tónleika- ferðalagi Þeir sem misstu af Bellatrixtón- leikunum í Iðnó í síðustu viku geta glaðst yfir því að sveitin túr- ar nú villt og galið um Evrópu þannig að það er góður sjens á að ná henni sé maður staddur á ein- hverjum af eftirtöldum stöðum eft- irtalda daga. Þetta er aðeins brot af þeim heilmörgu stöðum sem sveitin spilar á komandi mánuði: Bretland 23 janúar: Southampton Joiners 3. febrúar: Bradford University 5. febrúar: Edinburgh Gas Rock 10. febrúar: London Brixton Mass 16. febrúar: Manchester Music Box 19. febrúar: Newcastle Arts Centre Noregur 23. febrúar Landbúnaftarháskólinn á Ási 24. febrúar: Tansberg Student Venue 25. febrúar: Hulen I Bergen 27. febrúar: Klúbburinn So What í Osló Danmörk 2. mars: Félagsheimili stúdenta í Álaborg 3. mars: Kaupmannahöfn, Copenhagen Loppen 4. mars: Vox Hall I Árósum Noel í leit ðo Zön Meö þann metnað í huga að sanna að hann sé vel samstilltur gaur hefur hugsuðurinn í Oasis, Noel Gallagher, ákveðið að skreyta sveitasetur sitt í Englandi með litlu búddahofi og fullkomnum bar með opnanlegu þaki. Rnu ná- grannarnir hans í Bucking- hamshire eru hins vegar ekki ánægðir með þessa ákvörðun popparans enda orönir þreyttir á stöðugu veseni í kringum hann og hafa því skilað inn mótmælum til yfirvaldanna í hérað- inu. Þeireru greinilega ekki hrifnir aftilhugsun- inni að heyra Nam Myo Renghe Kyo kyrjað á daginn og Gimme another pint, ye bastard á kvöldin. Snobbliðið ætti nú að hætta þessu væli og mæta frekar í heimsókn á þarinn. Ffona skýrir titilinn Titillinn á nýju plötu Ronu Apple, sem kom út í nóvemberbyrjun, er vægast sagt skrýtinn. Fullt nafn plötunnar er When the Pawn Hits the Con- flicts He Thinks Like a King, What He Knows Throws the Blows, When He Goes to the Rght and He'll Win the Whole Thing 'Fore He Enters the Ring, There's No Body to Batter When Your Mind Is Your Might, So When You Go Solo, You Hold Your Own Hand and Remember That Depth Is the Greatest of Heights and If You Know Where You Stand, Then You Know Where to Land and If You Fall It Won't Matter, Cuz You'll Know That You're Right. Fyrir þá sem týndust á miðri leið eru þetta hvorki meira né minna en 90 orð. Apple segir að titillinn sé Ijóð sem hún skrifaði þegar hún var í hljómleikaferðinni! kjöl- farið á fyrri plötu sinni. „Þetta var Ijóö sem ég varð að skrifa fyrir sjálfa mig. Ég vildi ekki nota það! lag en ég varð að skrifa eitthvað fyrir sjálfa mig til að minna mig á það að þeir sem voru aö gera grin að mér höfðu ekki rétt fýrir sér. Ljóðiö segir mér að allir eru vondir við mig en ég á ekki að taka það trúanlegt," útskýrir fröken Apple. Væri ekki bara betra að kaila plötuna When? 21. janúar 2000 f Ókus 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.