Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Blaðsíða 20
Lifid eftir vmnu Hljómsveitin Undryð veröur á Dubliners og leikur þar rokkaðar ballöður fyrir fólk sem get- ur hreyft sig. Sextíuogsex æra óstööugan á Álafossföt bezt enda eru Álafossföt best hvort sem það er með s eða z. c Böll Norðlenska danssveitin Cantabile er komin suður og skemmtir á Næturgalanum í Kópa- vogi. Sveitin er nýbúin að gefa út geisladisk og mun hún kynna hann á staðnum. í Klassík Níunda sinfónía Beethovens með boðskap sínum um bræðralag manna og frið á jórð er sérlega viðeigandi viðfangsefni Sinfóníuhljóm- sveitar íslands viö aldahvörf. Einvalalið ís- lenskra einsöngvara tekur þátt I flutningnum. Hljómsveitarstjóri er Rico Saccani og sinfónía nr. 1 verður einnig tekin. Tónleikarnir hetjast , kl. 20 í Háskólabíói. •Sveitin 8-villt er á Oddvitanum í kvöld og nærsveita- menn eru hvattir til að fjölmenna á staðinn eins og síðast. Leikfélag Akureyrar sýnir Blessuð jólin eftir Arnmund Backman klukkan 20. Miðasala í síma 462 1400 og á staðnum alla virka daga frá klukkan 13-17 og fram að sýningu sýning- ardaga. Erótískur dans verður í boði á Café Menningu á Dalvík.lngrid opnustúlkan í des.hefti Bleikt og Blátt ‘99 dansar fram eftir nóttu.Einka- dansar í boði. Tilvalið að bjóða bóndanum entía bóndadagurinn í gær! Leikfélag Húsavíkur sýnir Halta Billa frá Mið- ey eftir Martin McDonagh. Leikstjóri Hallmar Sigurðsson. Sýning hefst klukkan 20.30. Miðasala í sfma 464 1129. 5 haf Djammhelgi I Vestmanneyjum á 2000 krónur Flugmiðar á tilboðsverði fljúga út hjá ýmsum söluaðilum þessa dagana. Fókus vill endi- lega minna á tilboð sem hefst á mánudaginn til Eyja en þá býð- ur íslandsflug flugmiðann miili lands og Eyja á einungis 2000 krónur báðar leiðir. Það er um að gera að skella sér til Eyja um næstu helgi því Vesta- manneyjar eru frábær staður, ( ekki bara um verslunarmann- helgina. Hægt er að kikja á Keikó og skella sér á barina Lundann, Höfðann eða Fjör- una. Tilboðið stendur frá 24. janúar til 30. janúar og einung- is er hægt að bóka það á Net- inu. Alltaf gaman að kíkja á djammið úti á landi. f und i r A námstefnu sem Islensk-ameríska félagið, Fulbright-stofnunin og Alþjóðaskrifstofa háskólastigs standa að verður hægt að fá að vita allt um framhaldsnám í Bandaríkjunum. Fyrrverandi námsmenn, sem komnir eru heim og byrjað- ir að vinna, segja frá reynslu sinni og fulltrúar stofnananna veita hagnýtar upplýsingar. Allt um framhalds- ' USA Það verður sjóðandi heit Ibizastemning á Ak- ureyri í kvöld. Plötusnúðurinn Dj. ívar mætir að sunnan með sólarvörnina og heitustu Ibizaslagarana á klúbbinn Madhouse. Kokk- teilar og gó-gó dansmeyjar í boöi. Mætið á stuttbuxunum þvi hér verður svitnað. Hljómsveit hússins spilar á Kristjáni IX, Grundarfirði. Gleðin hefst klukkan 24 og miða- verð er krónur 700. Hljómsveitin Sóldögg verður f fantagír f Sjalt- anum Akureyri. Leikhús Baneitrað samband á Njálsgötunni er sýnt i íslensku óperunni klukkan 20. Þetta er alveg baneitrað verk eftir Auði Haralds sem endur- speglar íslenskan raunveruleika. Gunnar Hansson fer á kostum sem einkar pirrandi gelgjustrákur. Leitin að draumadísinni heldur áfram. Róman- tfski gamanleikurinn Kossinn eftir Hallgrím Helgason verður sýndur klukkan 20 f Bfóleik- húsinu við Snorrabraut. Hellisbúinn Bjarni Haukur fer á gasalegum kostum f hlutverki mannsins sem kyssir stelpurnar f þeirri von að þær umhverfis f prinsessur. Miðasalan er opin frá klukkan 16-23 nema sýningardaga frá klukkan 13. Miða má einnig panta í sfma 551 1384. Það er ennþá hægt að fá sæti á sýninguna á Litlu hryllingsbúðinni klukkan 19 f Borgarleik- húsinu. Þessi bráðskemmtilegi söngleikur eft- ir Howard Ashman með dillandi tónlist Alan Menken svfkur engan. Ljóskan, sadíski tann- læknirinn og kjötætuplantan sjá um það. Mun- ið að Bubbi syngur hlutverk plöntunnar, sem Ari Matthiasson stjórnar af stórri list. Salka - ástarsaga eftir Halldór Laxness er sýnd klukkan 20 f Hafnarfjaröarleikhúsinu. Hér má sjá þær stöllur Marfu Ellingsen og Magneu Björk Valdimarsdóttur leika Sölku af mikilii list og hafa þær hlotið einróma lof fyrir. Iðnó heldur aukasýningu á rússneska nútfma- verkinu Stjörnur á morgunhimni. Leikritið fjall- ar um gleðikonur f hópi utangarðsfólks sem borgaryfirvöld I Moskvu fela vegna ólympfu- leikanna 1980 þar f borg. Þessi aukasýning hefst klukkan 16 og nánari upplýsingar fást í sfma 530 3030. Þjóðleikhúsið býður upp á sýninguna Tveir tvöfaldir og eflaust verða sýningargestir fullir af innri gleði. Leikritið er eftir Ray Cooney og það eru bara nokkur sæti Það er uppselt á sýningu á Leitina að vitsmunalífi f alheiminum eftir Jane Wagner klukkan 19 í Borgarleikhúsinu. Edda Björgvinsdóttir leikur einleik en bregður sér f gervi fjölskrúðugra per- sóna. Vér morðingjar verður frumsýnt f Þjóðleikhús- inu og spennan rfkir. Leikritið er eftir Guðmund Kamban og leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. Meöal leikenda eru Halldóra Björnsdóttir og Valdimar Örn Rygenring. Nánari upplýsingar fást f síma 5511200. Revían Ó - þessi þjóð eftir Karl Ágúst Úlfsson og Hjálmar H. Ragnarsson, I leikstjórn Brynju Benediktsdóttur, verður aftur á fjölunum f Kaffdeikhúsinu f kvöld, klukkan 21. Hægt er að borða á undan og hefst borðhald klukkan 19.30. Miðapantanir f sfma 551 9055. •Opnanir Messíana Tómasdóttir opnar sýningu í Stöðlakoti. Á sýningunni eru myndverk unnin á japanpappír og plexfgler með akríllitum. Á efri hæðinni sýnir Messíana grfmur sem tákna dauðasyndirnar sjö. Tónverkið Blá eftir Messíönu verður flutt af segulbandi á sýning- artíma. Flytjandi er Ása Hlfn Svavarsdóttir. Sýningin stendur til 6. febrúar. Samræöur við safneign er heiti á sýningu sem opnuö verður f Nýlistasafninuf dag kl. 16. Safnið hefur f gegnum árin eignast mikið af verkum sem það hefur fengið að gjöf frá fé- lagsmönnum og öðrum sýnendum, sumum mjög frægum. Lengi vel var engin skrá til yfir verkin og þar kom að listaverkaeignin var næsta hulin ráðgáta sökum skorts á aðgengi og misvísandi skráningu. Nú hefur þessum I Þegar Islenskir námsmenn ákveða að halda út í heim vita þeir ekki alltaf hvert þeir eiga að snúa sér til að fá sem bestar og mestar upplýsingar um nám í því landi sem þeir hyggjast leita til. Margir horfa til Bandaríkjanna, en þar eru islenskir námsmenn í útlöndum nú flestir, en vita kannski ekki alltaf hvaða skóli hentar þeim best, hvað þá hvert þeir eiga að leita til að ná í styrki til að fjármagna nám sem oftast er rándýrt. Íslensk-ameríska félagið ásænt Alþjóðaskrifstofu háskóla- stigs og Fulbright-stofnuninni hafa þess vegna ákveðið að efna til opinnar námsmannaráðstefnu í Lögbergi, Háskóla íslands, mið- vikudaginn 26. janúar frá klukkan 16 til 18.30. málum verið kippt í lag að einhverju leyti. Á þessari sýningu verður hægt að sjá „úrval" af verkum í eigu safnsins í bland við verk þeirra fimm myndlistarmanna sem hafa umsjón með sýningunni. Þau eru: Alda Siguröardóttir, Benedikt Kristþórsson, Einar Garibaldi Eiríks- son, Ingirafn Steinarsson og Sigurbjörg Eiðs- dóttir. Sýningin stendur til 13. febrúar. Að- gangur er ókeypis. Opin daglega frá kl. 14-18, nema mánudaga. •Fundir Kynjaveröld kynjanna er yfirskrift ráðstefnu Kvenréttindafélags íslands sem haldin verður I Tjarnarsal Ráöhúss Reykjavíkur. Ráðstefnan hefst kiukkan 13 og stendurtil 18. Páll Skúla- son, rektor Háskóla Islands, flytur ávarp. Erla Svansdóttur í Brieti, félagi ungra femínista, flytur erindi um fegurðarimyndir, Siv Friöleifs- dóttir umhverfisráðherra fjallar um ímynd kynj- anna í stjórnmálum og Þorgerður Katrin Gunn- arsdóttir, formaður nefndar um konur og fjöl- miðla, kynnir niðurstöður nýrrar og ítarlegrar könnunar um konur og karla í íslenskum fjöl- miðlum. Brautryðjendurnir Guöný Halldórs- dóttir kvikmyndagerðarkona og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prestur tala um reynslu sína. Á eftir verður gestum skipt í vinnuhópa sem skila munu frá sér ályktunum í lokin. Ráðstefn- an er öllum opin. sem stmidað hafa nám i Banda- ríkjunum og miðla reynslu sinni til þeirra sem stefna þangað í framhaldsnám. Þetta fólk er allt starfandi á Is- landi og ætlar því einnig að segja frá því hverjum augum islenskt atvinnulíf litur nám í Bandaríkj- unum, hvernig það nýtist fólki sem kemur heim með próf þaðan, og ekki síst, fyrir þá sem eru að leggja af stað, segja frá þvi hvem- ig það er að hefja nám í landi tækifæranna. Hvað þarf að hafa í huga og hvar best er að leita upp- lýsinga. Nemar úr framhaldsskól- um sem áhuga hafa á háskóla- námi utan íslands em ekki síður velkomnir en þeir sem þegar eru komnir í háskóla hér og eru fyrst og fremst að hugsa um framhalds- nám á því stigi. Árshátíð Hollvinasamtaka Háskóla íslands verður haldin í Súlnasal Hótel Sögu. Miöar eru seldir á skrifstofu Hollvinasamtaka Háskólans í Stúdentaheimilinu við Hringbraut. •Sport ísland og Portúgal mætast á EM í handbolta. Leikurinn verður að sjálfsögðu I Króatíu og hefst klukkan 18. Tilvalið að kveikja á rikis- sjónavarpinu og fylgjast með. Sunnudagur 23. janúar •Krár Eftirfarandi leiki er hægt að sjá á breiðtjaldinu á Sportkafflnunkl. 15.45 Sunderland á móti Leeds United, bein útsending.kl. 17.50 bein útsending frá EM í handbolta, ísland á móti Rússlandi og kl. 21.30 og 23.40 rúllar amer- íski fótboltinn í beinni. Café Romance státar af breska píanóleikaran- um Bubby Wann. Þeir sem flytja erindi á ráð- stefnunni eru: Hreggviður Jóns- son, forstjóri íslenska útvarpsfé- lagsins, Ásta Bjamadóttir, starfs- mannastjóri Islenskrar erfða- greiningar, Sigurlína Davíðsdótt- ir, lektor í sálfræði við Háskóla ís- lands, Bjami Kristján Þorvarðar- son, viðskiptastjóri hjá FBA, Mar- grét Haraldsdóttir Blöndal mynd- listarmaður, Páll Biering, sér- fræðingur á Rannsóknarstofu í hjúkrunarfræði, og Margrét Jóns- dóttir, lektor í spænsku við Há- skóla Islands. Fulltrúar Alþjóða- skrifstofu háskólastigsins, Ful- bright-stofnunarinnar og íslensk- ameríska félagsins munu segja frá því hvar hægt er að fá upplýsing- ar um nám í Bandaríkjunum, möguleikum á styrkjum og stúd- entaskiptum. Kertaljós og rómantík verða I fyrirrúmi á Gauki á Stöng.Við erum að tala um það að staður- inn er að slá Café Romance út í huggulegheit- unum. C B ö 11 Það verður rokna dansgleði á dansleik í Ás- garöi, Glæsibæ. Hljómsveitin Capri-tríó leikur frá klukkan 20. •Klassík Miklos Dalmay leik sex predúlur og sónötu í b-moll eftir Chopin og predúlu i cís-moll, predúlu í h-moll og sónötu í b-moll eftir Rachmaninoff í Salnum kl. 20.30. Miðaverð kr. 1200/800. •Sveitin í kvöld verður endurvakning á konukvöldunum frægu á Kristjáni IX í Grundarfirði. Þar verður glatt á hjalla og mikið estrógen. Að sjálfsögðu eru karlmenn óvelkomnir og verður þeim sem reyna að lauma sér inn vísað harkalega á dyr. Það er enginn annar en dónókallinn og grinar- inn Bjarni Tryggva sem er kynnir (var karl- mönnum ekki meinaður aðgangur?) og sér hann um að halda utan um prógrammið. Hann þarf að vanda sig þvi það er ýmisiegt á boðstólum: Nýjasta tiska í samkvæmisfatnaði verður sýnd, nokkrar eituröflugar þorrablóts- laus. nam Á fundinn mæta íslendingar myndlist Samræöur við safneign er heiti sýningar í Ný- listasafniu. Hérerverkum eftirfimm unga lista- menn blandað saman við úrval af verkum í eigu safnsins. Stendur til 13. febrúar Messíana Tómasdóttir er með myndlistarsýn- ingu i Stöðlakoti. Sýningin stendur til 6. febrú- ar. Blrgir Andrésson myndlistarmaður sýnir verk í Reykjavíkurakademíunni í JL-húsinu við Hring- braut. Sýningin ber yfirskriftina Förumenn og er opin alla virka daga frá klukkan 9 til 17. Henni lýkur 18. janúar. Olga Pálsdóttir sýnir í Gailerí Nema hvað. Þem- að er mannslíkamlnn. Sýningin stendur til 30. jan. Sýningin Rauðvik - Málverk T og utan fókuss er í gangi á Kjarvalstöðum. Hér sýna þau Claus Egemose, Johan van Oord, Tumi Magnússon og Ninu Roos. Sýningin stendur til 27. febrúar. Vigdis Rnnbogadóttir hefur valið saman verk á sýninguna Þetta vil ég sjá í Gerðubergi. Lista- mennirnir sem Vigdís hefur valið eru allar kon- ur. Sýningin stendur til 6. febrúar. Verkefnið Veggir er í fullum gangi á Kjarvals- stöðum. Það er Hlynur Hallson sem stendur vaktina til 3. feb en þá tekur Daði Guðbjörns- son við. Fjórar ungar konur, Ingunn Birta Hinriksdóttir, Elisabet Yuka Takefusa, Sigrún Huld Hrafns- dóttir og Guðrún Telma Ásmundsdóttir eru með samsýningu í Gallerí Geysi. Sýningin stendur til 23 janúar og er opin alla virka daga frá kl. 9:00.-17:00. Náttúrubarniö Vagna Sólveig Vagnsdóttir sýnir tréskúlptúra í Gallerí Foldar við Rauöarárstig. Sýningunni lýkur 23. janúar. Vignir Jóhannsson sýnir málverk og Ijósainn- setningu í Listasafni ASÍ. Sýningin stendur til 23. janúar. Þriðja árs graflknemar í Listaháskólanum sýna verk sín í íslenskri graflk Tryggvagötu 17, hafn- armegin. Yfirskrift sýningarinnar er hraun. Sýn- ingunni lýkur 30. janúar. Særún Stefánsdóttir sýnir í Gallerí Hlemm- ur.Sýningin stendur til 30. janúar. Daninn Bjarne Werner Serensen sýnir I Hafnar- borg. Sýningin stendur til 24.janúar og ber yfir- skriftina Skissur af regni. Hólmfríöur Harðardóttir er meö sýningu T Gall- erí + á Akureyri. Sýningin stendurtil 29. janúar. Gallerí Sævars Karls er 10 ára. Á þessum 10 árum hafa um 100 listamenn sýnt T galleriinu. Á þessarri samsýningu sýna um helmingur þeirra. Ath á opnunina komu um 800 manns. Sýningin stendur til 15.janúar. Helgi Þorgils Friöjónsson sýnir T Gallerí M2 á Siglufiröi. Rnnski listamaðurinn Ola Kolehmainen sýnir innsetningu með Ijósmyndum teknum í gyllta salnum í Ráðhúsinu T Stokkhólmi. Sýning Ola Kolehmainen stendur til 23.janúar og er opið í galleriinu fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14 - 18. í Listasafni Kópavogs stendur yfir sýning úr einkasafni Þorvaldar Guðmundsonar og Ingi- bjargar Guðmundsdóttur. á verkum í eiguSýn- ingarstjórar eru Guðbergur Bergsson rithöfund- ur og Guðbjörg Kristjánsdóttir. Sýningin stendur til 30. jan 2000. 20 f Ó k U S 21. janúar 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.