Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Blaðsíða 10
vikuna 4.2- 10.22000 5. vika Óheppnasta hljómsveit í heimi er án efa Red Hot Chili Peppers. Hún hefur sprautað sig alltofmikið og misst endalaust af gítarleikurum. En einhvern veginn ná þessi indjánagrey sér alltaf á strik aftur. Þeir eru fastir í fyrsta sæti með lagið Other Side. Vikur @ OtherSide Red Hot Chilli Peppers á lista 0 6 02) Sexbomb (Remix) Tom Jones * 6 (03) The Dolphins Cry Live t 10 (04) The Great Beyond R.E.M. t 5 (05) Dr. Love Smokin’ Beats / 3 (06) Okkarnótt Sálin Hans Jóns Míns H 9 (07) Learn to Fly Foo Fighters 7 (08) Under Pressure (Rah Mix) Queen & David Bowie 'l' 6 (09) / Learned from the Best Whitney Houston 8 10) Rainbow Country Bob Marley & Funkstar De Luxe t 4 (77) Viltu hitta mig í kvöld Greifarnir & EinarÁgúst t’ 4 12 Tarfur Quarashi 3 (13) SexxLaws Beck 4» 5 (14) If 1 Could Turn back the Hands of Time R.Kelly ■t 8 (75) What a Girl Wants Christina Aquilera Jr 7 (16) Kerfisbundin þrá Maus 4- 7 (77) Alive Beastie Boys J, 5 (18 ) MariaMaria Santana t 6 (79) GoLetltOut Oasis X 1 (20) DearLie TLC 4- 7 Sætin 21 til 40 Q topplag vikunnar J hástökkvar/ vikunnar X nftt á tistanum stendurlstað yK hækkar sig frá 1 sl/Ustu viku J, lækkar sig frá siðrstu viku f fait vikunnar 21. BetterBe Good Páll Óskar t 3 22. The World Is Not Enough Garbage (James Bond) 4, 8 23. Shake YourBonBon Ricky Martin 14 5 24. Show Me the Meaning... Backstreet Boys t 3 25. All The Small Things Blink 182 4, 5 j 26. lAm Selma 4, 9 27. Northen Star Melanie C. t 4 28. Baby Blue Emiliana Torrini 4- 5 29. Girl with The Sparkling Eyes Bellatrix X 1 30. Born to Make You Happy Britney Spears 4 4 31. Hann (“Ben" úr Thriller) VédísHervör (Versló) X 1 32. Re-Rewind The Crowd The Arttul Dodger t 2 33. Don 't Call Me Baby Madison Avenue t 3\ 34. U Know What's up Donell Jones t 4 35. Move Your Body Eifell 65 4 4 36. Tonite Phats& Small t 2 37. Radio The Corrs 4- 2 38. Back at One Brian McKnight X 1 39. Glorious Andreas Johnson t 2 40. 1 Have a Dream Westlife X 1 : ifókus Skoska hljómsveitin The Beta Band er eitt af þessum böndum sem enska popppressan fór hamförum yfir á síðasta ári. Nú virðist sem meðlimirnir verði að fara að leita sér að öðru starfi því fyrsta albúmið þeirra hefur verið að fá frekar slappa dóma. Sigur Rós hitaði upp fyrir Beta Band í síðustu viku og Dr. Gunna fannst því við hæfi að tékka á bandinu. The Beta Band: „Hver vill horfa á arfaljóta karla eins og okkur? Mynd af sveita- bæ segöi meira um The Beta Band heldur en mynd af okkur.“ Tónlist ti skríða við Þrír flippaðir vinir í Edinborg stofnuðu Beta Band árið 1997. Síðar bættist enskur bassaleikari í hópinn. Fáum mánuðum eftir stofnun gerðist Brian Cannon umboðsmaður sveitar- innar og þá fór að blása byrlega, enda Brian innvígður í bransann sem um- slagahönnuður, ber t.d. ábyrgðina á flestum umslögum Oasis. Tónlist Beta Band er algjör hrær- ingur. Flestar hugsanlega stefnur - popp, blús, þjóðlagarokk, sækadelía, hipp-hopp og allt hitt - sullast saman í lögunum og aldrei er notast við jafn venjuleg gildi og viðlög, erindi eða melódíur. Tónlistin er framandi kaos en einhver galdur samt í gangi. Takt- urinn er mikilvægur. „Þetta er ekki taktur sem fær þig til glotta og rífa þig úr skyrtunni,“ segir bandið. „Taktur- inn fær þig frekar til að skríða um eins og padda.“ Fyrst komu þrjár ep-plötur, „Champion Versions“ 1997 og „The Patty Patty Sound“ og „Los Amigos del Beta Bandidos“ ári síðar. Þessi verk fengu enska poppblaðamenn til að froðufella og stórfyrirtækið Parlophone til að fjárfesta í bandinu. Þá var ep-plötunmn safnað saman á eitt albúm sem hét einfaldlega „The 3 ep’s“ og er fín fyrir þá sem aðhyllast framsækið flipp. Meistaraverk eða ringulreið? Síðasta ár lágu Beta-bræður í hljóð- verum og albúmið „The Beta Band“ kom út sl. sumar. Fyrsta lagið á plöt- unni, „The Beta Band Rap“, er fyrir- boði um restina. Lagið byrjar á sjúskuðum rakarakór, síðan kemur grínaktugt gangsta rapp um ágæti sveitarinnar, loks leysist lagið upp í falskt gól úr lélegum karaoke-Elvis. Lögin eru tíu og öll jafnfjölbreytt og framandi og það fyrsta. Það þarf held- ur betur að hafa sig við til að reyna að „ná“ plötunni. Og svo er líka spurning hvort það sé þess virði. Ég er á báðum áttum en ekki frá því að ég sé farinn að flla þetta aðeins, a.m.k. sum lög. Gagnrýnendur hafa líka ekki alveg verið með plötuna á hreinu. „Hvorki meistaraverk né ringulreið heldur bæði,“ sagði All Music Guide og NME gaf henni 6 af 10 og tautaði: „Þeir bjuggu þessa plötu bara til fyrir sjálfa sig og ef einhver annar elskar hverja sekúndu af henni út af lífinu er það ekki bónus heldur kraftaverk." Lélegar afsakanir og brjálaðar hugmyndir Fremstir í flokki viö að úthúða plöt- unni eru þó þeir félagar sjálfir og eru þeir með alls konar afsakanir. „Þetta er klárlega versta platan okkar og líklega ein versta plata árs- ins,“ sagði Steve Mason, söngvari og fyrirliði. „Það er mörg ömurleg lög á plötunni. Ekkert lag er fullklárað og ekki einu sinni fullsamið. Þetta eru bara hálfsamin lög með djammi í miðjunni." „Sándið heföi ekki átt að vera svona drullugt,” sagði bassaleikarinn. Þeir félagar kenndu plötufyrirtækinu um og sögðust ekki hafa fengið að klára plötuna eins og þeir vildu. Uppruna- lega átti platan að vera helmingi lengri með tveim háiftíma ambient- verkum. Plötukarlamir blása auðvit- að á nöldur Beta bandsins: „Þetta eru lélegar afsakanir," sagði einn þeirra. „Bandið fékk allan þann tíma sem það þurfti og þurfti ekki að gera neitt sem það vildi ekki.“ Samt viðurkenndi hann að hafa slátraö einni brjálaöri hugmynd. „Þeir vildu gera tvöfalda plötu og taka hverja hlið upp sína í hverri álfunni, eina í Tokyo, aðra í Mexíkó, o.s.frv. Við reyndum að koma til móts við þá en þessi hugmynd hefði kostað allt of mikið.“ Auðvitað. Beta Band er ekkert stór- band og seldi t.d. bara 60 þúsund ein- tök af „The 3 ep’s“. Plötukarlinn reyn- ir þó að bjarga andlitinu: „Já, bandið hefði getað gert betur en platan er ekki eins slæm og það vill vera láta. Steve veit að hann getur gert betur og þeir munu koma aftur með plötu sem er jafnvel betri og það er frábært." Steve er þó alls ekki sannfærður og sagði: „Næsta plata verður ennþá verri.“ Þar höfum við það. Ég spái því að breska popppressan verði farin að slefa á eitthvað annað band innan tíð- ar og meðlimir Beta bands fái vinnu f fiskbúð. Og þeir verða eflaust hæstá- nægðir með það enda hafa þeir sagt: „Aðalmálið með bandinu er að hafa gaman. Við grípum næsta hljóðfæri og fórum að lemja það. Við höfum ekki áhuga á að verða poppstjömur. Hljóð- list er það sem við fílum." Viðburðaríkt ár hjá OI’Dirty Bastard: ur kjaftæðisins ODB svífur á skýi Engin byssa fannst og málinu var hent úr rétti. Frændi ODB, sem var í framsætinu, sagði að hann hefði verið að teygia sig í far- símann sinn en ekki byssu. 01' Lucky Bastard hótaði að kæra New York-borg. Febrúar Upprunalegt brot: Ólöglega lagt Lokaákæra: Ólögleg líkamsvörn (hann var í skotheldu vesti) Aðalvitleysingurinn í Wu-Tang lætur henda sér svo oft inn í fang- elsi að það mætti halda að hann fái ekki að borða neins staðar annars staðar. Hann var handtekinn næst- um mánaðarlega á síðasta ári, oft- ar en við teljum upp, og alltaf eru lýsingarnar fáránlegar. Brotin byrja alltaf á sauðmeinlausum um- ferðarvillum en fyrir sniíli Bastarðsins enda þau i stálpuðum stórglæponaákærum. Janúar Upprunalegt brot: Slökkt á framljósum, gáleysislegur akstur Lokaákæra: Morðtilraun á tveimur lögregluþjónum og ólöglegt vopn. Lögreglan sagði að þeir hefðu stöðvað hann úti í vegkanti en þegar þeir ætluðu að tala við hann stakk hann byssu út um gluggann og byrjaði að skjóta á þá. ODB svífur á skýi: 01’ Unlucky Bastard var fyrsti maðurinn sem var kærður eftir þessum nýju Kaliforníulögum. Til hamingju! Mars Upprunalegt brot: Ólöglega lagt, engar númeraplötur Lokaákæra: Krakkeign ODB svífur á skýi: Þegar hann var spurður um nafn sagð- ist hann vera RZA, félagi sinn úr Wu- Tang. JÚIÍ Upprunalegt brot: Yfir á rauðu Ijósi Lokaákæra: 20 pokar, fullir af krakki, og umslag, fullt af grasi ODB svífur á skýi Á þessari stundu var hann á skilorði og búinn að missa bílprófiö - sjö sinnum að minnsta kosti. Þegar hann kom fyrir rétt núna í janúar var hann kærður fyrir að móðga réttinn þegar hann öskraði að kvensækjandanum: „Do you find me horny?" og tókst þannig að hafa rangt eftir Austin Powers. Hann öskraði líka „sperm donor" að konunnni á meðan hann boraði stíft í nefiö. Málinu var frestað um mánuð. 10 f Ó k U S 4. febrúar 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.