Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Side 19
Lífid eftir vmnu aöa. Stuflið byrjar klukkan 23. iKrár Kaffi Strætó keyrir af stað í Mjóddinni. Blátt áfram trúbadorast og mjöðurinn rennur I stríð- um straumum úr krönunum. Bingó frá Borgarnesi spilar á Fjörukránni. Fjörugaröurinn blómstrar. Vikingasvertin leik- ur fyrir þorragesti og hljómsveitin Bingó tekur svo við. Hljómsveitin Gammel dansk leikur á Catalínu I Kópavoginum. Það verður sól- arupprás á Gauknum því hljómsveitin Á móti sól mætir til að gleðja glaða. Það er opið mót í pílukasti á Grand Rokk og um að gera að mæta og fókusera á skífuna yfir vænni bjórkrús. Mótið hefst klukkan 13. Um kvöldið spilar stuðsprengjusveitin Miðnes sem er afsprengi gleðisveitarinnar Geirfugl- anna. Hljómsveitirnar King-Creoia og íris leika á Jóa risa í Breiðholti. Hljómsveitin Dans á rósum dansar á rósum á Kaffi Reykjavík. Njáll úr Víkingbandinu mætir I Njálsstofu og leikur löðurmannlega tóna. Rúnar Þór leikur á Pét- urspóbb. Boltinn í beinni og stór bjór kostar aðeins 350 krónur. Tríó Geirs Ólafssonar leikur á Rauða Ijóninu og Geir flaggar íslenskri fyndni. Stuöið hefst hálftíma fyrir miðnætti. Dj Albert og dj Siggi sjá um stuöiö á ísafold Sportkaffi. Svensen og Halfunkel heimsækja Gullöldina og gullið glitrar. Hljómsveitin Sín leikur á Kringtukránni og snarlíklega veröur roknastuð. T.H.E.S. frá Ítalíu sér um stuöið á Sirkusi. Big beat-drum n’bass-teknó. Dj Albert og Dj Siggi standa fyrir stuöi á ísa- fold, Sportkaffi. Snyrtilegur klæðnaður er al- gjört skilyröi. Stórtrióið Úlrik frá Borgarnesi skapar ótrúlega rokk-, salsa-, diskó-, pönk- og polkastemmingu alla helgina á Café Amsterdam. Böll Lrnudansaramir sleppa af sér beislinu og halda dansleik frá 22 til 1. Elsa sér um tónlist- ina og stuðið. Það eru allir velkomnir svo mái- iö er bara aö mæta í Auðbrekku 25, Kópa- vogl. Á Naustinu í kvöld verður líf og fjör. Söngkon- an Uz Gammon gólar yfir píanóhamrinu og hijómsveitin Furstarnlr með Gelr Ólafs í farar- broddi gerir allt vitlaust. Þeir spila frá kl. 23-kl. 3 og taka engar áhættu því sérstakur gestur þeirra þetta kvöldið er söngkonan Helga Möll- er. Næturgalinn galar og Anna Vilhjálms og Hiim- ar Sverrison leika. Klassík Píanóleikarinn Martino Tirimo frá Kýpur er meö elnleikstónleika í íslensku Óperunni kl. 14.30. Á efnisskránni eru píanósónötur eftir Beethoven og prelúdíur eftir Chopin. Forsala er í versluninni Tólf tónum á Barónsstíg og Japis, Laugavegi. Það verður hátíðarsýning á verkinu Lúkretía svívirt í íslensku óperunni og hefst klukkan 20. Helstu hlutverk eru i höndum: Emmu Bell, Finns Bjarnasonar, Jan Oplach, Rannveigar Fríðu Bragadóttur og Ólafs Kjartans Sigurðs- sonar. Leikstjóri er Bodo Igesz og hljómsveit- arstjóri Gerrit Schuil. Best að drifa sig því það verða aðeins nokkrar sýningar. •Sveitin Breiöin brosir og Skagahjón líka því hljóm- sveitin Bros dagsins mætir og spilar á hjóna- dansleik. Buttercup endurtekur leikinn í Sjallanum, ísa- firði, frá kvöldinu áður. Háskólaneminn og Reykvíkingurinn Elli sér um að tónlistin verði í lagi á Kaffi Akureyri í kvöld. Land og synir leggja land undir fót og spila í Sjallanum á Akureyri. Arnar Guðmundsson leikur á als oddi á Pizza 67 á Eskifirði. Gleðin stendur til 03. Ókeypis inn fýrir miðnætti. Miðaverð 500 kr. Páll Óskai mætir í Skot húsiö í Keflavíl og þeytir skífui fram á rauðt nótt. Drag drottningai munu einnig dúkka upp hér Einar Ágúst og Hebbi úr Skítamóral mæta i Stúkuna í Neskaupstað. Stuð, stuð, stuð og miðaverð aðeins krónur 1000. Hijómsveitin Undryö leikur á stórdansleik á Hótel Mælifelli, Sauöárkróki. Svakalega und- ursamlegt og stuðið ræður rikjum á Króknum. Skemmtistaðurinn Við Pollinn gleður Akureyr- inga með hljómsveitinni PPK+. @Leik h ú s Vér morðingjar er sýnt kl. 20.30 á Smíöaverk- stæðinu við Lindargötu. Leikritið er eftir Guð- mund Kamban og þykir vera feikigott. Sýning- in hefur fengið mjög góöa dóma hjá gagn- rýnendum sem segja leikarana standa sig mjög vel. Það eru nokkur sæti laus í kvöld, síminn hjá miðasölunni er 5511200. Norski leiklistarhópurinn Bak Truppen sýnir verkiö Very Good í Norræna húsinu. Leikhóp- urinn er þekktur fýrir að fara ekki troðnar slóö- ir í sýningum sinum. Sýningin fer fram á ensku. Aðgangur 1000 kr. Jólin eru enn á Akureyri á sviði Leikfélags Ak- ureyrar. Leikritiö er eftir Arnmund Backman og er sýnt kl. 20. næst sýðasta sýning. Fegurðardrottningin frá Línakri er alveg frá- bær sýning með snilldarleik. Svo segir sagan allavega. Halldór Gylfason á víst aö standa sig frábærlega rétt eins og alltaf. En það var einmitt hann sem reddaði hinni leiðinlegu sýn- ingu Vorið kallar. Þessi frábæra og yndislega sýning hefst klukkkan sjö. Einmitt jjegar allir eru að éta en þetta er víst voöalega fínt. Nærri því jafn fínt og í útlöndum en bara aðeins hærra miðaverö. Koss og keleri í Bíóleikhúsinu Bíóborginni við Snorrabraut á leikritinu Kossinn eftir Hallgrim Helgason. Af þessu stykki er hægt að hlægja. Sýnt kl. 20. Sími miðasölu er 5511384. Edda Björg- vinsdóttir lelk- ur á alls oddi í Borgarleikhús- inu en sýningin Leitin að Vís- bendingu um vitsmunalíf í alheiminum veröur á fjölunum. Sýningin hefst klukkan 20. Nokkur sæti laus. Litla hryllingsbúðin er sýnd í Borgarleikhús- inu kl.19. Enn eru nokkur sæti laus þannig aö það er um að gera aö hringja og panta. Revían Ó þessi þjóð eftir Karl Ágúst Úlfsson í leikstjórn Brynju Benediktsdóttur er sýnd í Kaffileikhúsinu í kvöld kl.21. Gestir geta líka mætt kl.19.30 og fengið sér kvöldverð. Er það ekki kjörið? Um aö gera að hafa kvöldið almennilegt. Síminn er 551 9055. Gamanieikritið Panodil fyrir tvo eftir Woody Allen, í þýöingu Jóns Gnarr, er fariö á fullt í Loftkastalanum með einvalalið grinista í stafni. Hr. Gnarr er náttúrlega ferlega fýndinn sem gagnrýnandinn sem vill halda fram hjá konunni sinni, henni Kötlu Margréti Þorgeirs- dóttur. Síðan höfum við Þorstein Guðmunds- son fóstbróður, Ingibjörgu Stefánsdóttur og Jón Atla Jónasson líka á sviöinu. Frábært, hljómar vel. Verst aö þaö er uppselt. Leikfélag MH sýnir Paradísaeyjuna eftir Willi- am Golding í Tjamarbíól kl. 20. Salka Valka ástarsaga eftir Halldór Laxness er sýnd í Hafnarfjarðaleikhúsinu kl. 20. Sushi í hléi. Stjörnur á morgunhimni er rússneskt nútíma- leikrit. Sýningin hefur fengið einróma lof. Sýnt kl. 20. Síðasta sýningin á Tveimur tvöföldum er í Þjóðlelkhúsinu í kvöld kl.20. Uppselt. SKabarett Heimsfrægðin heimsækir Broadway í liki Rogers Whittakers og lýðurinn tryllist. Hljóm- sveitin Papar leikur fýrir dansi. Það verður þorrablót fýrir fatlaða í Árseli. Gleðin hefst klukkan 20 og stendur til 23. Helgi Páls og Siggi rokk plötusnúðast og fólk eldra en sextán ára er velkomið. Aögangseyrir er fjögurhundruðkall. •Opnanir Opnuð verður sýning á smámyndum í baksal Gallerís Foldar kl. 15. Alls eiga 28 listamenn verk á sýningunni. Sýningin stendur til 20. febrúar. Öllum íslendingum er boðið að líta inn í galleri@hlemmur.is Þverholti 5frá og meö deginum í dag til sunnudagsins 27. febrúar, milli klukkan 14.00og 18.00, þó ekki á mánudögum. Sýningin, sem verður opnuð í dag klukkan 16, er samvinnuverkefni listamannanna Helga Hjaltalín Eyjólfssonar og Péturs Amar Friðrikssonar. Verkefnið ber titilinn markmið og er meðal annars unnið út frá ofbeldisfullu sjónarmiði tilverunnar. Kl. 15 verður opnuð sýning á verkum Gisle Fröysland í Norræna húsinu. Hér er um að ræöa innsetningar og vídeólist frá Bergen. Sýningin stendur til 12. mars. Gisle Frpysland er fæddur 1961 og býr og starfar í Bergen, hann er fjölmenntaður myndlistarmaður, einkum á sviði tölvutækni, auk þess að vera tónlistarmaður. Hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar í heimalandi sínu Kaffibarinn er á horni Bergstaðastrætis og Laugavegar og hefur skapað sér miðjusess í reykvísku skemmtanalífi. Hann er þó ekki bara skemmtistaður heldur líka kaffihús. Kaffihúsagagnrýndandi Fókuss fór og þefaði af kaffinu á Kaffibarnum, matnum og andrúmsloftinu. á ] Kaffibariim er lítiil, vistlegur og virðist haldinn Amsterdam- Berlínar-komplex sem er nokkuð sjarmerandi. Komplexinn felst m.a. í gömlum þægilegum sófum, látlausum en smart húsgögntnn og stórum íburðarmiklum spegl- um og ljósakrónum. Þetta er evr- ópskur búllublær og oft hljómár næs fönktónlist eða mjúkir grúví- tónar um staðinn. Það er þægilegt að flatmaga í gömlum sófa á KafEi- barnum, horfa út um stóra glugga og á gestina sem geispa letilega í reykmettuðu andrúmslofti. Starfsfólkið og vinir þess hanga mikið á staðnum enda er hann tvímælalaust fastagestastaður. Flestir fastagestanna eru mjög hrifnir þröngum bolum en það má líka sjá menn í síðum frökk- um, eins og fjölmiðlamanninn Egil Helgason. Þetta fólk sem ger- ir sig heimakomið virkar óneitan- lega þrúgandi á Jón Jónsson og Jónu Jónsdóttur svo þau upplifa staðinn eins og lókal kafíiboð. Samt eru allir velkomnir á virk- um tímum því manngreinarálitið tekur aðeins völdin á djamm- kvöldum og keyrir þá úr hófi fram. Kaffibarinn ber nafn með rentu því kaflfið er mjög gott, sérstak- lega café au lait sem er bæði fáan- legt í boila og glasi og kostar 190 krónur. Pressukaffið er einnig bragðgott og hálf kanna kostarl80 krónur. Teið er á sama verði en bolli af kakói með rjóma eða Sviss Mokka kostar 250 krónur. Ég bað imKmmmmmimmimmmmmiimmmmmmm um café melange sem var ekki á boðstólum en afgreiðslustelpan vildi gjcUTian búa það til eftir leið- beiningum. Ekkert sætmeti bauðst með kafiinu. Að vísu er Kafiibarskaka á matseðlinum en hún var búin. Líklega á sætt bakkelsi illa við þröngu bolina sem eru yfirleitt í bamastærð og krefjast þess að eigandinn liti út eins og heróín- sjúklingur með anorexíu. Flestir fastagestanna eru mjög hrifnir af þröngum bolum en það má líka sjá menn í síðum frökkum, eins og fjölmiðlamanninn Egil Helgason. Yfirleitt er ágætt að borða á Kaffibamum. Réttimir em gimi- legir að sjá, þokkalega bragðgóðir og í ódýrari kantinum. f þetta skipti var samt flugvélabragð af réttinum sem ég pantaði mér en það vom grillaðar brauðsneiðar með skinku og osti. Meðlætið var ólífusalat og rétturinn kostaði 350 krónur. Á matseðlinum var m.a. klúbb- samloka á 450 krónur, annaðhvort með ýmiss konar grænmeti og salati eða spægipylsu, osti og Kaffibarinn er betur þekktur sem skemmtistaður en kaffihús. grænmeti. Eina súpan á matseðl- inum var tómatsúpa með hvít- lauksbrauði sem kostaði 400 krón- ur en súpa dagsins var auglýst á krítartöflu og það var sellerísúpa á 300 krónur. Tilboð á kritartöflu em fastur liður á Kafíibamum. Að þessu sinni var tilboð sem samanstóð af steiktum samlokum með grænmeti, salati og kokk- teilsósu á sexhundruðkall. Bjórinn er á venjulegu pöbba- verði. Kranabjór kostar 400-500 krónur og flöskubjór 500-600 krónur. Rauðvíns-, hvítvíns- eða freyðivinsflaska kostar 2300 krón- ur og yflrleitt era léttvínin vel drykkjarhæf. Annars er Kafiibarinn frekar þekktur sem skemmtistaðiu- en kafilhús. Um helgar ríkir stemn- ing sem kaffihúsagagnrýnandi kann ekki að festa reiður á og því verður ekki farið út í klósetthall- æri né örtröð á bamum. Kaffibar- inn er hins vegar gott kaffihús. Þjónustan er ópersónuleg en kurt- eis, andrúmsloftið þægilega kæru- laust, maturinn á fínum prís og vanalega ágætur, tónlistin oftast fin og síðast en ekki síst er kaffið dúndrandi gott. Það er líka skemmtilega sýrt að sjá svona mikið af fólki í þröngum bolum. Auður Jónsdóttir 4. febrúar 2000 f Ókus 19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.