Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Síða 2
20 MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2000 Sport Hvað finnst þér? Hverjir eru aö þínu mati bestu körfuknattleiksmenn landsins í karla- og kvennaflokki? - spurt á bikarúrslitaleik ÍS og Keflavíkur um helgina Lóa Björg Gestsdóttir: Anna María Sveinsdóttir er besta körfuboltakonan og Friðrik Ragnarsson besti karlinn. Björgvin Rúnarsson: Ég get nú ekki svarað þessu svo auðveldlega - Teitur Örlygsson og Guðbjörg Norðfjörð. Bergur Eðvarðsson: Það er ég. Nei, nei, ætli það séu ekki Guðmundur Bragason og Anna María Sveinsdóttir. Hannes Jónsson: Það eru Teitur Örlygsson og Anna María Sveinsdóttir. Hugrún Ásta Björgvinsdóttir: Grindavík er best og Rögnvaldur er bestur, ég man ekki eftir neinni körfuboltakonu. Þaö vakti nokkra athygli að allir stuðningsmenn Grindavíkur fengu greiðan aðgang að leikvellinum strax eftir bikarúrslitaleik Grindavikur og KR á laugardag og voru fagnaðarlætin slík að mörgum stóð stuggur af, enda mikið af krökkum sem voru í mikilli hættu á að verða undir öllum skaranum. Hér er ekkert veriö að gagnrýna það að fagna sigri á skemmti- legan hátt en nauðsynlegt er að einhverjum lágmarksöryggisreglum sé sinnt á leik sem þessum og leikmenn Grindavíkur heíðu getað fagnað sigri saman á vellinum og stuðningsmennimir á sinum stað á pöllunum. -ÓÓJ Bikarúrslitaleikur í körfubolta um helgina er einstakur þar sem hann er stigalægsti bikarúrslitaleikur sögunnar því aðeins 114 stig voru skoruð í leiknum, einu færra en í fyrsta bikarúrslitaleiknum 1970, er KR vann Ármann, 61-54. Grindavík vann leikinn 59-55, 55 stig komu í fyrri hálfleik og 59 í þeim seinni. Þriðji stigalægsti úrslitaleikurinn er siðan frá 1977 er 120 stig voru skoruð í 61-59 sigri KR-inga á Njarðvík. Þá var þetta í fyrsta sinn sem bikarmeistararnir þurfa minna en 60 stig til að tryggja sér bikarinn en KR-ingar unnu á 61 stigi 1970 og 1977. -ÓÓJ Mánudagsviótajift Anna María Sveinsdóttir bikarmeistari í tíunda sinn: Meiri háttar Anna María Sveinsdóttir fagnaði sinum tíunda bikarmeistaratitli með Keflavík frá 1988 um helgina en Anna María hefur unnið 18 stóra titla (ís- lands- og bikarmeistaratitla) með Keflavík á sínum ferli sem spannar orðið sextán ár. Er eitthvað öðruvlsi að fagna bikamum í tíunda sinn heldur en í fyrsta sinn fyrir 12 árum? „Nei, reyndar ekki, því það er alftaf meiri háttar stemning að vinna bikarinn, þetta er bara einn leikur og allt öðruvísi en aðrir leikir, eins og leikir um íslandsmeistaratitilinn. “ Er einhver þessara tiu leikja minnisstæðari en annar? „Jú, þaö er leikurinn 1997 á móti KR. Þá náðum við að snúa við töpuö- um leik i sigur á síðustu sekúndum leiksins. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það sé einn magnaðasti leikur sem hefur farið fram í kvennakörf- unni frá upphafi." Hvemig skýrir þú gott gengi Keflavíkurkvenna í bikamum? „Það er mjög vel haldið utan um kvennaboltann í Keflavík, sem er kannski ekki eins hjá mörgum öðr- um félögum. Við höfum nógan efni- við og alltaf stelpur sem taka við af þeim sem hætta. Svo er þetta bara líka hefðin, við þekkjum ekkert ann- að og þær eldri smita þetta til þeirra yngri þegar þær koma inn.“ Hvemig finnst þér kvennakarf- an hafa verið í vetur? „Þetta fer versnandi með hveiju árinu, þvi miður. Það eru þrjú lið í ár sem eru eitthvað að sýna en hin eru I lakari kantinum og þetta er mikið áhyggjuefni fyrir körfuna.“ Sérðu einhver sóknarfæri fyrir kvennakörfuna? „Ekki í fljótu bragði, það þyrfti bæði að taka til hjá KKl og svo hjá stjórnum félaganna. Þetta liggur fyrst og fremst í því hvað menn vilja leggja mikið í kvennaboltann." Hvemig gengur að samræma fjölskylduna, vinnuna og körfu- boltann? „Það gengur upp og ofan. Það gekk brösulega fyrir áramót, enda maður aldrei heima hjá sér, en svo eftir ára- mót er þetta búið að ganga betur og er árangurinn eftir því. Þeir sýna mér báðir mikla þolinmæði og ég á þeim mikið að þakka aö ég sé enn þá í þessu því þetta tekur mikinn tíma frá þeim. Við reynum bara að nýta þann tíma sem við höfum og þeir koma yfirleitt á leiki, nema hvað húsbóndinn er svo stressaður að hann þorir varla aö fara á þessa hörkuleiki." Hvenær vaknaði áhugi þinn á körfubolta fyrst? „Ég held ég hafi byrjað um 12 ára aldurinn og var þá í þessu öllu, fót- bolta, handbolta og körfu, en svo tók ég körfuna fram yfir um 15 ára aldur- inn, enda fór okkur þá að ganga svo vel að karfan varð á toppnum. Kvennakarfan var bara að byrja um sama leyti og Björg Hafsteinsdóttir dró mig út í þetta en hún var þá byijuð að æfa með strákunum." Hefur þú breyst mikið sem körfuboltaleikmaður? „Já, það hef ég. Maður heyrir kannski hingað og þangað: „Hvað, varstu ekki með í leiknum, þú skor- aðir ekki 20 stig.“ Maöur er í öllu öðru núna, fólk horfir kannski bara á stigin en ég er að gera margt annað fyrir liðið, gefa stoðsendingar, taka fráköstin og stjórna, enda leiðtogi í mínu liði.“ Þú reyndir fyrir þér sem spilandi þjálfari, stefnir þú á að fara í þjálfunina aftur? „Já, það gæti vel verið. Ég held að það sé tvennt ólíkt að vera spilandi þjálfari og svo bara þjálfari. Það var mjög eríitt seinna árið, þá var ég með ungt lið og maður gat ekkert sinnt sjálfum sér en fyrra árið var ég með mjög gott lið í höndunum og þá varð það allt öðruvísi.“ Hvernig sérðu fyrir þér Kefla- víkurliðið það sem eftir er vetrar? „Við ætlum að vinna hina titlana i vetur líka og ég tel okkur hafa burði til þess. Ef við mætum tilbúnar í leik- ina og gefum okkur hundrað prósent í þetta hef ég trú á að við séum með besta liðið. Við erum með betri ein- staklinga heldur en hin liðin en það er bara að ná þeim saman i lið. Ef við spilum saman sem ein heild er ekki nein spuming að við vinnum." Ertu nokkuð að hætta í vor? „Það er ekkert ákveðið í þeim efn- um en mjög líklega er þetta síðasta tímabilið þó að ég sé ekkert farin að gefa þetta formlega út og tíminn verður að leiða það i ljós hvemig þetta gengur hjá mér.“ Áttu þú eitthvað í pokahominu sem getur tekið við af körfunni þegar að því kemur að hætta? „Já, ætli maður fari ekki í hesta- mennskuna. Brynjar, maðurinn minn, er mikið í henni og sonurinn, Hafliði, er kominn með mikinn áhuga lika þannig að ég býst við að skellá mér í hestana." -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.