Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Blaðsíða 12
*30 MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2000 Sport yfir 4,31 Vala Flosadóttir. Vala Vala Flosadóttir náöi besta árangri sínum ,á árinu í stangarstökki þegar hún vann yflr- burðasigur á sænska meistaramótinu sem fram fór í Bollnás i gær. Vala fór yfir 4,31 metra en á dögunum fór hún yfir 4,30 metra á móti í Þýskalandi. Vala hefur byrjað timabilið mjög vel og það lofar góðu fyrir Evr- ópumeistaramótið sem fram fer í Gent í Belgíu i lok mánaðarins. Vala keppir á móti í Frakklandi á fimmtudag og keppir svo á Global- leikunum í Stokkhólmi 17. febrúar. -GH íslandsmótið í badminton um helgina: Þiju unnu tvofalt - Elsa vann einliðaleik kvenna í áttunda sinn Bland í Ágúst Már Jónsson, fyrrum leikmaður KR og landsliðsins, verður aðstoðarmaður Péturs Péturssonar, þjálfara KR, frá og með 1. maí í sumar. Ágúst hefur þjálfað yngri flokka KR og einnig hefur hann þjálfað meistaraflokk karla og kvenna hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ. Elsa Nielsen kom, sá og sigraði á meistaramótinu í badminton sem lauk í TBR-húsinu í gær. Elsa vann tvo íslandsmeistaratitla. Hún sigraði Rögnu Ingólfsdóttur í úrslitum í einliöaleik kvenna og sigraði svo með Brynju Pétursdóttur í tvdiðaleiknum en þær höfðu betur gegn Vigdísi Ásgeirsdóttur og Rögnu Ingólfsdóttur, 17-14 og 15-7. Kom ekki á óvart „Þessi sigur kom mér ekki á óvart, ég vissi það að ég myndi hafa þetta ef ég næði að halda mínu spili. Fyrri lotan var jafnari enda vorum við þá báðir jafnhressir. Mér fannst ég klúðra meiru í fyrri lotunni en svo snerist dæmið við í þeirri seinni,“ sagði Tómas Viborg, íslandsmeistari í einliðaleik karla, eftir að hafa lagt Svein Sölvason að velli, 15-11 og «15-4, í úrslitum íslandsmótsins sem fram fóru í gær. Fyrir fram mátti telja Tómas, sem var mættur til að verja íslandsmeist- aratitilinn, sigurstranglegri en Sveinn kom mjög frískur til leiks og hélt Tómasi á tánum alla lotuna. Tómast komst í 5-1 en Sveinn jafnaði og komst yfir, 7-6. Tómas kom sterk- ur til baka og sigraði 15-11. Það var aldrei spuming hvor myndi sigra í seinni lotunni, slíkir voru yfirburðir Tómasar. En í hverju liggur munur- inn á þeim tveimur sem leikmönn- um? Hélt upp meiri hraða „Það er að minnsta kosti ekki út- haldið, því ég held að Sveinn sé með ’ betra úthald en ég. En mér tekst að halda uppi meiri hraða í spilinu heldur en hann og þess vegna gerir hann Qeiri mistök,“ sagði Tómas Viborg sem kom hingað heim til að taka þátt í íslandsmótinu en hann æfir allajafna í Svíþjóð. Tómas er einn þeirra badmintonmanna ís- lenskra sem hafa sett stefnuna á Ólympíuleikana í Sydney. Hvemig gengur að ná því markmiði? „Það eru enn þá möguleikar á að komast þangað og ég stefni enn þá að því. Ég tel að það gæti skýrst í lok apríl hvort það tekst en til þess að það gangi þá þarf ég að komast inn á Evrópumótið í apríl og helst í átta liða úrslit. Þetta lítur kannski ekki t svo rosalega vel út en það eru enn þá möguleikar,“ sagði Tómas Viborg. í kvennaflokki mættust Elsa Niel- sen og Ragna Ingólfsdóttir. Elsa, sem var að taka þátt í 10. úrslitaleik sínum var heldur sigurstranglegri Tómas Viborg og Elsa Nielsen vöröu íslands- meistaratitla sína í ein- liðaleik karla og kvenna á íslandsmótinu í badmin ton um helgina, enda var Ragna að taka þátt í fyrsta úrslitaleik sínum og það einkenndi fyrstu lotuna nokkuð. Ragna var taugaóstyrk á meðan Elsa hélt jafn- vægi í leik stnum þrátt fýrir að géra óvenju mörg mistök miðað við síð- ustu níu úrslitaleiki. Enda fór svo að Elsa sigraði 11-4 og 11-5 og fagnaði áttunda íslandsmeistaratitli sínum. Ekki æft mikiö „Ég hef ekki æft mikið núna frek- ar en i fyrra, aðeins tvisvar sinnum í viku. Ég bjóst við meiri mótspymu, sérstaklega frá Brynju (Pétursdótt- ur) í undanúrslitunum," sagði Elsa Nielsen. Hún sigraði Brynju Péturs- dóttur 11-7 og 11-3 í undanúrslitun- um en þær tvær léku til úrslita í fyrra. „Það munaði miklu að ég var að leika 10. úrslitaleik minn en Ragna sinn fyrsta svo það má segja að reynslupakkinn hafi skilað sér, enda gerir það mikið í svona leik.“ Hvemig finnst þér staðan vera í íþróttinni í dag? „Mér finnst þetta vera á uppleið, við erum mjög jafnar núna, fáar en jafnar. Það er ekki þannig núna, eins og oft hefur verið, að það séu tvær á toppnum heldur erum við fleiri og það er jákvætt," sagði Elsa Nielsen, íslandsmeistari í einliðaleik kvenna í badminton. I tvíliðaleik karla unnu Sveinn Sölvason og Tryggvi Nielsen mjög öruggan sigur á Guðmundi Adolfssyni og Óla Birni Zimsen. Þeir Sveinn og Tryggvi gerðu út um leikinn í tveimur lotum, 15-5 og 15-2. I tvenndarleik unnu þau Tómas Viborg og Brynja Pétursdóttir þau Elsu Nielsen og Njörð Ludvigson, 6-15, 15-10, 15-6. Það em því Elsa Nielsen, Tómas Viborg og Brynja Pétursdóttir sem unnu öll tvöfalt á íslandsmótinu í badminton í ár. -ih/GH Elsa sigursæl Elsa Nielsen vann áttunda ís- landsmeistaratitil sinn í einliða- leik kvenna um helgina en auk þess vann hún tvíliðaleikinn sjö- unda árið í röð. Elsa vann fyrst á sautjánda ári, 1991, og hefur unnið öll ár frá þeim tíma nema árin 1996 og 1997. Elsa, sem verður 26 ára í sumar, hefur unnið flesta ís- landsmeistaratitla í kvenna- flokki frá upphafi en vantar enn þá 5 til að jafna met Brodda Kristjánssonar frá 1998. -ÓÓJ Jos Heyligen rekinn - Boskamp tekur viö í vikunni Jos Heyligen var sagt upp starfi sínu sem þjálfari Belgíumeistaranna í knattspyrnu í RC Genk í gær. Það má segja að höfuð hans hafi verið undir fallöxinni í nokkrar vikur. Hann virtist hafa bjargað sér með sigri RC Genk á Anderlecht en tapið á laugardag fyllti mælinn. Jos Heyligen var ráðinn þjálfari RC Genk sl. sumar í staðinn fyrir hinn vinsæla Aimé Anthuenis. Undir stjóm hans hefur liöið þótt sýna slaka knattspymu og hann fékk fljótlega leikmenn á borð við Þórð Guðjónsson og fleiri upp á móti sér. Johann Boskamp tekur við, vinsæll Hollendingur sem þjálfaði áður Anderlecht og Gent. -KB Afríkubikarinn í knattspyrnu: Kamerún og S-Afríka í undanurslitin Kamerún og Suður-Afríka tryggðu sér sæti í und- anúrslitum Afríkubikarsins í knattspymu í gær. Kamerún vann Alsír, 2-1, og mætir annaðhvort Egyptalandi eða Túnis í undanúrslitaleik á fimmtu- dag. Eto’o og Foe skoruðu mörkin fyrir Kamerún í fyrri hálfleik en Kamrúnar máttu þakka fyrir und- ir lokin þegar sókn Alsíringa var sem höröust. Suð- ur-Afríka sigraði Gana, 1-0, og mætir Nigeríu eða Senegal. Það var Novetmi sem skoraði sigurmarkið. Seinni tveir leikimir í 8 liða úrslitum keppninnar fara fram í dag. -ÓÓJ/GH Jón Arnar Magnússon er í 2. sæti á heimslistanum i sjöþraut innanhúss á þessu ári, samkvæmt lista Alþjóöa frjálsíþróttasambandsins, en Jón hlaut 6149 stig á móti í Tallinn í síöasta mánuði. Efstur er Tékkinn Roman Sebrle meö 6358 stig sem hann náöi á sama móti i Tallinn. Forráðamenn KR og Keflavíkur hittast á fundi í dag þar sem reynt veröur að ná lendingu varðandi félagaskipti Gunnleifs Gunnleifs- sonar markvarðar úr KR í Keflavík. KR-ingar vildu fá Eystein Hauksson í skiptum fyrir Gunnleif en Eysteinn hafnaöi því og vill vera um kyrrt hjá Keflavík. Daninn Wilson Kipketer setti í gær heimsmet í 1000 metra hlaupi innanhúss þegar hann hljóp vegalengdina á 2:15,25 mínútum. Helgi Sigurðsson og félagar hans í Panathinaikos skutust á topp grisku A-deildarinnar í knattspyrnu í gær með því aö sigra Trikala á útivelli, 1-3. Helgi var ekki á meðal markaskorara en hann var i byrjunarliðinu en var skipt út af á 72. mínútu. Arnar Grétarsson lék síðustu 6 minúturnar þegar AEK sigraði Paok, 2-0. Panahinaikos er með 47 stig í efsta sæti, Olympiakos er með 45 stig en á leik til góða. OFI er með 42 stig og AEK er í fjórða sæti með 31 stig. -GH Það getur vertið erfitt að sætta sig við tap og hér sést argentínski landsliðsmaðurinn Gabriel, í undir 23 ára liði Argentínu, bíta í það súra epli að tapa gegn Chile i undankeppni Ólympíuleikana, 0-1, sem þýddi að Chile komst til Sydney. Reuters n 1. DEILD KARLA Selfoss-Breiðablik . .. Valur-ÍBV............ Höttur-Stafholtstungur Þór Þ. 12 11 1 1010-774 22 ÍR 13 11 2 1111-906 22 Valur 12 8 4 901-785 16 Stjarnan 12 7 5 922-864 14 Iv 11 7 4 860-900 14 Breiðablik 12 6 6 824-831 12 Stafholtst. 12 3 9 796-993 6 Selfoss 12 3 9 892-999 6 ÍS 14 3 11 935-1060 6 Höttur 12 2 10 797-936 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.