Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Blaðsíða 10
88 MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2000 Sport unglinga DV Jónas Páll Viðarsson, að ofan, var eini strákurinn á mótinu en vonandi fylgja fleiri í kjölfar hans enda skautarnir heillandi og krefjandi iþróttagrein. Hér til vinstri eru allir keppendurnir í flokki 10-11 ára B en keppt var í A- og B-flokkum á mótinu eftir því hversu langt krakkarnir eru komnir. íslandsmót barna og unglinga í listhlaupi á skautum Skautadísir - gleðin í fyrirrúmi í skautahöllinni um síðustu helgi - Það voru tignarlegir og glæsilegir dansar sem keppendur á íslandsmóti barna og unglinga á skautum sýndu um síðustu helgi. 73 keppendur reyndu sitt besta að heilla dómarana en þrjú félög sendu fólk sitt á mótið, SR, Björninn og SA, en Skautafélagið Björninn sá um framkvæmd mótsins að þessu sinni. Margt gefur til kynna að í skaut- ana sæki fleiri og fleiri krakkar og ljóst að eftir að yfirbyggingin kom i Laugardalnum hefur orðið sprengja hvað varðar fjölda iðkenda og áhuga á greininni. Það er ekki langt frá því að keppendur leiði áhorfendur inn í draumaveröld því glæsilegri og þokkafullri tón- list er fylgt eftir með tilþrifum á svellinu og svo láta keppend- ur ekki sitt eftir liggja hvað varðar fallega og skemmtilega keppnisbúninga. Framkoma krakkanna er lika til hreinnar fyrirmyndar og ljóst að til þess að ná tök- um á skautunum og svellinu er agi og virðing fyrir öðrum keppendum og aðstæðum nauðsynlegur. SR hefur haft sterk tök á ís- landsmeistaratitlunum síð- ustu ár og nú varð engin breyting á því SR-fólk vann tíu af ellefu gullverðlaunum en Björninn, sem er í stöðugri sókn á öþessu sviði, kom sex keppendum inn á pall en Bjarnarmenn sendu keppendur á mótið. Hjá þeim sem lengst eru komnar vann Sigurlaug Árna- dóttir þriðja árið í röð eftir harða keppni við Lindu Viðarsdóttur en Sigurlaug hefur leitt hópinn sem fremsta skauta- kona landsins. *» * Þrjár snjallar Hér eru samankomnir á mynd þrir íslandsmeistar- ar unglinga á skautum. Allar koma stúlkurnar úr SR. Frá vinstri Hildur Ómarsdótt- ir, Islandsmeistari 10 til 11 ára, Halla Karí Hjalte- sted, íslandsmeistari 12 til 13 ára, og loks yngsti meistarinn, Ragnhildur Eik Árnadóttir, íslands- meistari 9 ára og yngri en hún er enn bara 8 ára. All- ar njóta þær liðsinnis þjálf- arans færa, Olgu Bara- novu ,sem hér að móta þrjár fram- tíðar skauta- drottningar í * SR. .ÆÉjk. -ú ■ zs- ■ Urslitin á íslandsmóti barna og unglinga á skautum 9 ára og yngri B 1. Ragna Margrét Brynjarsd. . . . SR 2. Guðbjörg Guttormsdóttir . . . . SR 3. Rakel Steinsen..............SR 10-11 ára B 1. Sigríður María Fortescue . . . . SR 2. Lilja Runólfsdóttir...........SR 3. Guðbjörg Eva Rafnsdóttir . . . SR 10 ára og yngri B 1. Jónas Páll Viðarsson..........SR 12-13 ára B 1. Sunna Björk Mogensen........ SR 2. Hildigunnur Halldórsdóttir . . SR 3. Guðbjörg Grönvol ............ SR 14-15 ára B 1. Guðrún Lilja Kristinsd......SR 2. Kristrún Ingadóttir . . Björninum 3. Dröfn Ragnarsdóttir . Björninum Kvennaflokkur B 1. Sara Huld Örlygsdóttir . . . Björn. 2. Sunna Dís Pétursdóttir ... Björn. 3. Dagrún Þórný Kristjánsd. Björn. 9 ára og yngri A 1. Ragnhildur Eik Árnadóttir . . SR 10-11 ára A 1. Hildur Ómarsdóttir ...........SR 2. Berglind Gunnarsdóttir......SR 3. Sylvía Rán Andradóttir . . Björn . 12-13 ára A 1. Halla Karí Hjaltested........ SR 2. Sunna Dóra Einarsdóttir .... SR 3. Anna Brá Bjarnadóttir.......SR 14-15 ára A 1. Arna Varðardóttir............ SR 2. Eva Katrín Sigurðardóttir . .. SR 3. Sólveig Andrésardóttir...... SR Kvennaflokkur A 1. Sigurlaug Árnadóttir...... SR 2. Linda Viðarsdóttir...........SR 3. Snædís Lilja Ingadóttir .... SR Verðlaunahafar hjá 12 til 13 ára. Frá vinstri: Sunna Dóra Ein- arsdóttir, Halla Karí Hjaltested og Anna Brá Bjarnadóttir en aliar koma þær úr SR. Ragnhildur Eik Arnadóttir skautaöi til sigurs í fiokki 9 ára og yngri og hér skautar hún sigurhringinn sinn. Svo gaman að keppa Halla Karí Hjaltested úr SR varð ís- landsmeistari 12 til 13 ára og það þrátt fyrir að keppa í A-flokki í fyrsta sinn og hafa aðeins æft skauta í hálft þriðja ár. Að eigin sögn heillar það að keppa Höllu mest. Hún er örugg á svellinu enda var hún áður keppnismanneskja í fimleikum og þekkir því að standa ein fyrir framan áhorfendur. Halla varð að hætta í fimleikum vegna bakmeiðsla og er sjálf viss um að þar hafi hún fengið góðan grunn hvað varðar jafnvægi, styrk og liðleika. Halla fór á vegum frænku sinnar á fyrstu skautaæfinguna fyrir tveimur og hálfu ári og hefur haldið áfram siðan en hún er 13 ára. Auk skautanna er hún mikil áhuga- maður um hestamennsku. Hún fékk hest í fermingargjöf og er ákveðin að hella sér í hestamennskuna jafnframt því að stunda skautana á fullu en Halla Karí æfir nú þrisvar í viku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.