Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Qupperneq 4
22
MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2000
Sport
i>v
Alexander Ermolinskij atti frabæra
innkomu af bekknum fyrir Grind-
vikinga i bikarurslitaleiknum gegn KR
um helgina. Ermolinskij fagnaöi
bikarmeistaratitlinum i sínu þriöja
landi en hann haföi aöur unniö í
Sovetríkjunum og i Ungverjalandi.
DV-myndír Hilmar Por
13
sóknarfráköst KR-inga í fyrri
hálfleik'. þeir náðu fjórum í
einni sókn og þremur í annarri
og náði KR-liðið þannig að vera
5 stigum yflr í hálfleik þrátt
fyrir að nýta aðeins 29% skota
sinna í hálfleiknum (9 af 31).
Fráköstin tóku þeir Vasseil, 7,
Ólafur Ormsson, 3, Guðmund-
ur, 1, Jakob 1 og Sörensen 1.
100%
vítanýting KR-ingsins
Keith Vassell í leiknum,
en hann fór 12 sinnum á
vítalínuna í leiknum og
setti öll 12 niður.
10
sigurleikir Brenton
Birmingham í röð í íslensku
bikarkeppninni í körfubolta á
síðustu tveimur keppnistíma-
bilum. Brenton vann alla
fimm leikina og titilinn með
Njarðvík í fyrra og endurtók
leikinn meö Grindavík i ár.
22
af
25
stig Brentons Birmingham og
Péturs Guómundssonar i fyrri
hálfleik. Aðeins Alexander
Ermonlinskij komst á blað í
hálfleiknum en í seinni hálfleik
dreifðust stigin á sex leikmenn
og þeir félagar gerðu 13 af 34
stigum í seinni hálfleik.
tráköst KR-inga í leiknum gegn
30 frá Grindvíkingum, sem
gerir 60,5% frákasta í boði í
leiknum, en 34,5% skotnýting
liðsins varð tií þess að KR-
ingar nýttu ekki yfirburði í
fráköstum og töpuðu leiknum.
KR-ingar tóku alls 20
sóknarfráköst í leiknum.
Grindavik hefur unniö alla þrjá
bikarúrslitaleiki sína frá upphafi
(1995, 1998 og 2000) og um helgina
braut liðið múr með því að vinna KR
í fyrsta sinn i bikarnum í 4. bikarleik
liðanna. Þrir leikmenn liðsins hafa
verið með í öll þrjú skiptin: Pétur
Guömundsson, Bergur Hinriksson
og Unndór Sigurósson.
Einari Einarssyni, þjálfara
Grindavíkur var mikið i mun að
hans menn héldu hundrað prósent
einbeitingu í leUtnum og leyfði því
ekki lukkudýri þeirra Grindvíkinga
að sitja á varamannabekknum.
Ólafur Jón Ormsson var eini
leikmaður KR sem hafði leikið áöur
bikarúrslitaleik en hann tapaði
einnig með KFí fyrir Grindavik 1998.
-ÓÓJ
Erfitt hlutverk Bjarna:
Ermolinskij
skipti sköpum
Bjarni Magnússon hjá Grindavík
meiddist þegar 13 mínútur voru
eftir af leiknum og hann þurfti að
horfa á lokamínúturnar án þess
að geta nokkuð aðhafst.
„Það kom ekki á sem skemmtileg-
ustum tíma að þurfa að fara út af
meiddur en sem betur fer náði lið-
ið að vinna því manni hefði liðið
enn verr ef við hefðum tapað. Það
skipti sköpum fyrir okkur þegar
Ermolinskij kom inn á síðustu 10
mínúturnar, hann varði ófá skot-
in og setti niöur körfur og batt
þetta vel saman. Ég hélt samt
ekki að við myndum ná að vinna
bikarúrslitaleikinn á 59 stigum,"
sagði Bjami eftir leik, en hann
sneri upp á hnéð. -ÓOJ
Hinn fertugi Alexander
Ermolinskij
- lokaði Grindavíkurteignum og skoraði 4 síðustu stigin
Tolurnar tala
KR-ingar áttu kannski svar við
hinum snjalla Brenton Birmingham í
bikarúrslitaleiknum gegn Grindavík
á laugardaginn en ekki við hinum
fertuga Alexander Ermonlinskij sem
lokaði teignum fyrir KR-inga síð-
ustu 9 mínútur leiksins og tryggði
Grindvíkingum bikarinn í þriðja
sinn í sögu félagsins.
Grindavík vann 59-55 en aðeins
114 stig vom skoruð í leiknum sem
einkenndist af frábæmm varnarleik
og magnaðri baráttu manna um
hvem einasta lausan bolta og sýndi
að körfuboltinn á sér fleiri
skemmtilegar hliðar en bara í bull-
andi skyttiríi og sóknarbolta.
KR-ingar höfðu lengi vel betur í
baráttunni um lausu boltana. KR
tók alls 28 fráköst gegn 16 hjá
Grindvíkingum í fyrri hálfleik, þar
af þrettán í sókninni, og það átti
mikinn þátt í að KR leiddi í hálf-
leik, 30-25, en þó byrjuðu Grindvík-
ingar leikinn mun betur.
Grindvíkingar hafa aldrei tapað
bikarúrslitaleik og eftir að þeir
höfðu skorað 8 af 10 fyrstu stigum
leiksins á fyrstu 5 mínútunum var
ljóst aö vesturbæingar þyrftu að
herða sig ef þessi einstaki árangur
Grindvíkinga ætti ekki að haldast.
KR-ingar taka frumkvæöið
KR-ingar hafa átt það til að
smella vörn sinni í lás í vetur og
það tókst þeim í heilar 5 mínútur í
fyrri hálfleik á meðan þeir sneru
leiknum 15-11 sér í hag. Það var
ekki fyrr en umræddur Alexander
Ermolinskij setti niður tandur-
hreina 3ja stiga körfu að grindvíska
sóknin sá til sólar á ný.
Með þessum kafla hlotnaðist KR-
ingum frumkvæðið og eftir frábæra
byrjun á seinni hálfleik, þar sem
forskot vesturbæinga komst mest í 10
stig, 35-25, virtist vera sem svo að
KR-ingar væru komnir langleiðina í
átt að bikamum.
Meiðsli Bjarna Magnússónar 13 og
háifri mínútu fyrir leikslok hjálpaði
heldur ekki Grindavíkurliðinu til að
vinna upp muninn en ýmislegt átti
þó eftir að breytast í leiknum.
Breyttu í svæöisvörn
Munurinn var í 9 stigum, 51-42,
þegar Einar Einarsson, þjáifari
Grindavíkur, tók leikhlé 9 mínútum
og 19 sekúndum fyrir leikslok. Þetta
átti eftir að verða leikhléið sem mát-
aði KR-sókina: Fyrst breytti Einar
vörninni í 2:3 svæði en svo gekk
hann enn lengra og fór í 3:2 svæði.
Einar átti nefnilega ás uþpi í ermi
sinni, fertugan Rússa, Alexander
Ermolinskij, sem varði fjögur skot
KR-inga á síðustu 9 mínútunum, tók
að auki fimm vamarfráköst á þess-
Brenton Birmingham þakkar hér einum af ungu strákunum í liði KR, Guðmundi
Magnússyni, fyrir leikinn en þeim síðarnefnda þykja úrslitin sár. Brenton var ekki
eins áberandi og oft áöur en varð þó stigahæstur Grindvíkinga með 23 stig.
um lokakafla og stal að auki einum
bolta. KR-ingar nýttu aðeins 2 af 16
síðustu skotum sínum í leiknum og
Ermonlinskij sinnti auk þessa sínum
skyldum í sókninni og skoraði 4 síð-
ustu stigin í leiknum, þau hin sömu
og skildu á milli liðanna í lokin.
Brenton Birmingham hefur átt
betri daga en á laugardag og nýtti
hann sem dæmi skotin sín aðeins
30,4% (7 af 23) en Grindavíkurliðið
naut þó góðs af sjö mikilvægum körf-
um og tveimur mikilvægum stoln-
um boltum í seinni hálfleik sem
skiluðu strax tveimur hraðaupp-
hlaupskörfum á KR-inga.
Guðlaugur snögghitnaöi
Ekki má gleyma Guðlaugi Eyj-
ólfssyni, þeim hinum sama og kom
Grindvíkingum í úrlsitaleikinn
með sigurkörfu á siðustu stundu í
undanúrslitaleiknum því Guðlaug-
ur snögghitnaði síðustu sex mínút-
ur leiksins er hann geröi öll sín 10
stig, þar af tvær „rosa“ 3ja stiga
körfur af rúmu færi.
KR-ingar gáfu allt sitt i þennan
leik og lengi vel virtist sem barátta
og dugnaður þessa unga liðs ætlaöi
að skila bikamum í vesturbæinn í
fyrsta sinn í níu ár. Keith Vassell
var frábær fyrstu 30 mínútumar, er
hann gerði 26 stig og tók 18 fráköst,
en þá var sem þreytan gerði vart
við sig og síðustu 10 mínútumar
skoraði hann aðeins 4 stig auk 4 frá-
kasta. Fráköstin 22, sem hann tók í
þessum úrslitaleik, em met en 10 af
þeim voru sóknarfráköst. Daninn
Jesper Sörensen lék einnig mjög vel
ásamt Ólafi Ormssyni en ungu
strákana vantaði augsýnUega
reynslu tU að taka af skarið þegar
Ula gekk gegn báðum svæðisvörn-
um Grindvíkinga. -ÓÓJ
KR (30) 55 - Grindavík (25) 59
Maöur leiksins: Alexander Ermolinskij, Grindavík.
Bikarpunktar 2000
2-6, 2-8, 4-11, 16-11, 16-14, 19-14, 19-18, 21-21, 23-23, 26-23, 26-25, (30-25), 35-25,
37-26, 37-30, 44-32, 46-35, 46-40, 51-42, 51-50, 53-50, 53-55, 55-55, 55-59.
Fráköst: KR 48 (20-28),
Keith Vassell 28
(22 fráköst, 10 I sókn, 12 af
12 í vítum, 7 af 13 í skotum)
Ólafur Jón Ormsson 10
Steinar Kaldal 8
Jesper Sörensen 5
(7 fráköst, 6 stoðsendingar)
Atli F. Einarsson 2
Guðmundur Magnússon 2
Gnndavík 30 (7-23).
3ja stiga: KR 23/5,
Grindavik 23/6.
Dómarar (1-10): Jón
Bender og Sigmundur Már
Herbertsson (8).
Gceöi leiks (1-10): 7.
Víti: KR 13/12 (92%),
Grindavík 14/11 (79%).
Áhorfendur: 1500.
Brenton Birmingham 23
(10 fráköst, 4 stoðsendingar)
Pétur Guðmundsson 13
(6 af 10 1 skotum)
Guðlaugur Eyjólfsson 10
Aleander Ermolinskij 8
(9 fráköst, 5 varin skot á
22 mínútum)
Bergur Hinriksson 3
Dagur Þórisson 2