Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2000 23 DV Sport Petur Guömuncisson víir ometanlegur tynt lið sitt, Grindavik, i bikarúrslitateiknum um helgina, skoraði 13 stig, spilaði klassa- vörn og hitti úr 6 at 10 skotum sínum. Hann tekk þvi ota faðmlögin i leikstnk. KR-ingar misstu taktinn í seinni hálfleik: Sniðugur leikur - Grindavíkurþjálfarans, sagði Vassell „Viö misstum taktinn í seinni hálf- leik þegar þeir beittu svæðisvöm- inni á okkur og við fengum á okkur körfu eftir körfu. Mér tókst ekki að vera eins ákveðinn og sókndjarfur og í fyrri hálfleiknum og við misst- um þetta frá okkur. Þetta var snið- ugur leikur hjá þjálfara Grindavík- ur (Einari Einarssyni) að breyta i svæði því við náðum ekki að leysa það. Við emm með mesta efniviðinn í landinu og við notum þá af því að við þörfnumst þeirra, sérstaklega eftir að við misstum Jónatan Bow. Ef við leikum vömina jafn vel og í þessum leik og leysum sóknarleik- inn betur er ég bjartsýnn á fram- haldið," sagði Keith Vassell sem tók 22 fráköst og bætti þar með met í bikarúrslitaleik um 5 fráköst. Slökuðum á í lokin „Við fórum að slaka á og létum þá taka okkur út úr leik sem við vor- um að spila og það er ekki vænlegt til árangurs ef það gerist. Þetta er mjög stór leikur en við erum ungir og við lærum af þessu. Mér fannst við berjast í fyrri hálfleik, við náð- um öllum lausum boltum og þetta féll fyrir okkur en við bara vorum ekki nógu ákveðnir og slökuðum á í lokin og þeir eiga þetta skilið," sagði Ólafur Jón Ormsson, fyrirliði KR. -ÓÓJ Okkar skipulag gekk 98% upp „Við spiluðum vörnina nákvæmlega eins og við ætluðum að gera, leikskipulagið okkar gekk þannig 98% upp en við hörfuðum frá þeim þegar þeir fóru 3:2 vörn yfir hálfan völl. Við fórum að sækja á körfuna frá miðju og maður skorar ekki frá miðju. Liðið gerði annars fma hluti en því miður tókst okkur ekki klára hlutina í sókninni, áttum örvæntingarfull skot sem voru kannski ekki langt frá en áttu greinilega ekki að detta fyrir okkur. Þetta er gríðarleg reynsla fyrir liðið þar sem meðalaldurinn er um 20 ár og ef framtíðin er ekki okkar megin þá veit ég ekki hvað,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR-inga. -ÓÓJ Þriöja landið „Mér tókst að skila mínu síðustu mínúturnar en hver minúta nú er miklu erfiðari en fyrir tíu árum. Þetta er fyrsti titilinn minn á íslandi en ísland er þriðja landið sem ég verð bikar- meistari í því ég var bikarmeist- ari á árum áður bæði 1 Sovétríkj- unum og í Ungverjalandi. Bæði lið spiluðu góða vörn en svo duttu niðm* góðar þriggja stiga körfur hjá okkur i seinni hálf- leik og við fórum að spila vörn- ina betur. Kannski hef ég meiri reynslu en strákarnir og hélt því ró minni í lokin enda hef ég spil- að marga spennandi leiki á ferl- inum og ég var ekki stressaður í lokin,“ sagði Alexander Ermol- inskij hjá Grindavík, maður bikarúrslitaleiksins. -ÓÓJ Einar Einarsson, þjálfari Grindvíkinga, umlið sitt eftir sigurinn á laugardag: Meira en Brenton „Við bjuggumst við baráttuleik enda tvö hörkulið eins og kom í ljós. Við spiluðum ekki vel til að byrja með en vitum að leikurinn er 40 mínútur og menn verða að haldá einbeitingu allan tímann. Við höfðum trú á því að leikurinn snerist okkur í hag. Við spiluðum góðan varnarleik en gáfum alltof mörg sóknarfráköst og um leið og við hættum höfðu þeir engin vopn. Sá gamli sterkur Pétur Guðmundsson var kominn í villuvandræði og það átti þátt í því að við breyttum í svæði en svo kom Alex, gamli karlinn, sterkur inn undir körfuna og varði ófá skotin. Fólk má bulla, bulla og buila, við erum miklu meira en Brenton, við erum bikarmeistarar, efstir í deildinni. í guðanna bænum rífið þið kjaft, við bítum frá okkur. Við erum ánægðir núna en ekki sáttir," sagði Einar Einarsson, þjálfari Grindavíkur, sem átti snjallan leik um miðjan seinni hálfleik þegar hann skipti i svæðisvörn og mátaði sóknarleik KR-liðsins. „Þetta er okkar heimavölllur og við ætlum að halda honum svoleiðis. Þetta var rosa erfiður leikur. Þeir komu mjög vel stemmdir. Flestir höfðu enga reynslu af svona leik en þeir sýndu og sönnuðu að þeir eru með sterkt lið. Við vorum svolítið mikið í einstaklingsframtaki til að byrja með en ég held af það hafi nú bara verið það sem þið blaðamenn voruð að segja, að við værum bara eins manns lið. Svo áttuðum við okkm* á því að spila bara okkar leik og það sýndi sig og sannaði fyrir öllum að við erum ekki bara einn maður. Það að halda þeim í 55 stigum sýnir hversu sterkir við erum í vörninni liðsheild. Það spila allir vel í vörninni og svo eru menn bara með viss hlutverk í sókninni og við framkvæmdum þau seinni hluta leiksins og það virkaði. Gamli karlinn var seigur og það er kostur að vera með mann eins og Alex sem er 2,06 m og getur líka skilað í sókninni," sagði Pétur Guðmunds- son sem vann þriðja bikar- meistaratitlfl sinn með Grindavik á fimm árum ásamt þeim Unndóri Sigurðssyni og Bergi Hinrikssyni. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.