Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Page 11
MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2000
29*
Sport
Maxí’i
Austurríkismaöurinn
Rainer Schönfelder
fagnar hér óguriega
sigrinum í sviginu í gær
sem var hans fyrsti í
heimsbikarkeppninni á
ferlinum.
Heimsbikarkeppnin á skíöum:
■ ••
„Mjog erfitt"
- sagði Kristinn Björnsson sem varð 24. í sviginu í gær
Ólafsfirðingurinn Kristinn
Björnsson hafnaði í 24. sæti á
7. heimsbikarmótinu í svigi
sem fram fór í Todtnau i
Þýskalandi í gær. Austurríkis-
maðurinn Rainer Schönfelder
sigraði á mótinu en í öðru og
þriðja sæti urðu Norðmenn-
irnir Kjetil Andre Aamodt og
Ole Christian Furuset.
Kristinn, sem var með rás-
númer 22, varð í 24. sætinu eft-
ir fyrri ferðina, 2,40 sekúndum
á eftir Norðmanninum Kjetil
Andre Aamodt, en þegar Krist-
inn renndi sér niður hrautina
var hún orðin mjög erflð
viðureignar.
í siðari ferðinni fór Kristinn
24. af stað og renndi sér af ör-
yggi og kom í mark rúmlega 4
sekúndum á eftir Schönfelder.
Þar með náöi hann í mikilvæg
stig en á tveimur síðustu mót-
um náði Kristinn ekki að
ljúka keppni. Annar islending-
ur var á meðal keppenda á
mótinu í gær. Það var Dalvík-
ingurinn ungi, Björgvin Björg-
vinsson. Hann var með rás-
númer 65 og var sá síðasti i
röðinni en honum tókst ekki
að ljúka ferðinni.
Hvorug ferðin góð
„Ég er svo ekkert allt of
sáttur en samt var betra að
ljúka keppni heldur en
þurfa að horfa á síðari
ferðina í sjónvarpinu.
Aðstæður voru 1 .
mjög erfiðar. Það
var heitt, eða
um 10 stiga
hiti, og braut- Kristinn
in var því fe Björnsson.
mjög fljót að t|pP
grafast. Ég *'
skíðaði ekki nógu ákveðið og
hvorug ferðin var góð hjá mér
en aðalmálið i síðari ferðinni
var að skila sér,“ sagði Krist-
inn í samtali við DV í gær.
Næsta heimsbikarmót verð-
ur um aðra helgi í Adelboden í
Sviss en í vikunni og um
næstu helgi keppir Kristinn í
stórsvigi og í svigi á Evrópu-
bikarmótinu.
Sigurinn hjá Schönfelder í
gær, sem er 22 ára gamall, var
hans fyrsti i svigi á heimsbik-
armóti. Hann var í níunda
sætinu eftir fyrri ferðina en
skíðaði síðari ferðinni með
glæsibrag.
Austurrískir og norskir
skíðamenn létu mikið að sér
kveða en Austurríkismenn
áttu þrjá keppendur í hópi 10
efstu manna og Norðmenn
fjóra.
Kristinn í 16. sætinu í
stigakeppninni
Kjetil Andre Amodt er með
örugga forystu í stigakeppn-
inni í svigi en hann er með 410
stig. Matjaz Vrhovnik er ann-
ar með 341 stig og Tomas
Stangassinger er þriðji með
309 stig. Kristinn nældi sér í 7
stig í gær og er í 16. sætinu
með 110 stig.
Austurríkismaðurinn Her-
mann Maier er hins vegar efst-
ur í samanlögðum greinum en
hann er með 1.510 stig, Kjetil
Andre Amodt er annar
með 1.086 stig og Josef
Stobl frá Austurríki
þriðji með 687
stig.
-GH
NBA-DEILDIN
Aðfaranótt sunnudags:
Washington-Charlotte . .. 102-110 "
Richmond 22, Strickland 20, Howard
15 - Campbell 27, Jones 20, Wesley 20.
Cleveland-Atlanta ........94-102
Miller 28, Person 18, Murray 15 -
Rider 23, Henderson 16, Coles 16.
Orlando-Indiana..........107-102
Amaechi 19, Garrity 18, Atkins 17 -
Rose 25, Smits 14, Miller 13.
Milwaukee-Toronto.........95-98
Robinson 29, Casell 25, Thomas 16 -
Carter 30, Curry 16, Davis 12.
Denver-Minnesota .........97-105
Posey 23, McDyess 20, LaFrentz 13 -
Garnett 30, Jackson 20, Peeler 17.
LA Clippers-Dallas......106-119
Taylor 17, Odom 14, Closs 12 -
Strickland 24, Nowitski 20, Ceballos 19.
4
Aðafaranótt laugardags:
Boston-New Jersey........100-95
Pierce 19, Potapenko 16, K. Anderson 13
- Marbury 20. Newman 15, Burrell 13.
Atlanta-Portland ..........90-97
Jackson 25, Henderson 18, Ellis 17 -
Smith 21, Sabonis 17, Stoudamire 16.
Miami-Washington...........99-92
Mouming 32, Mashbum 23, Hardaway 17
Richmond 21, Strickiand 20, Howard 16.
Detroit-Cleveland.........105-96
Hunter 26, Stackhouse 22, Laettner 15
- Kemp 22, L. Murray 19, A.Miller 18.
Indiana-Sacramento....... 104-94 *
Rose 22, Smits 18, Jackson 15 -
Webber 26, Divac 17, Williams 14.
Minnesota-Houston ........102-85
Garnett 23, Mitcheii 17, Peeler 13 -
Drew 20, Cato 15, W. Williams 14.
Vancouver-Chicago ........101-76
Dickerson 20, Bibby 16, Rahim 12 -
Kukoc 27, Brand 22, Hawkins 9.
Golden State-Denver .... 103-101
Jamison 19, Caffey 17, Marshall 14 -
Mcdyess 30, Lafrentz 12, Van Exel 12.
Lakers-Utah...............113-67
Shaq 25, Rice 20, Bryant 13 -
Malone 14, Ostertag 10, Hornacek 8.
Bandariski spretthlauparinn Maurice
Green náði um helgina bestum tíma
ársins í 60 metra hlaupi á innanhúss-
móti í New York um helgina. Green
kom í mark á 6,45 sekúndum.
Osvaldo Ardiles, fyrrum landsliðs-
maður Argentínu í knattspymu, óttast
mjög um líf landa síns, Diego Mara-
dona, sem dvelur þessa dagana á
Kúbu. Þar er Maradona að reyna að
vinna bug á fikniefnavanda sinum en
hann, þessi gamla knattspymustjama,
var djúpt sokkinn í eiturlyfjaneyslu
áður en hann kom til Kúbu. „Hann er
greinilega mjög veikur og ef hann nær
ekki að komast út úr þessum vítahring
getur farið illa hjá honum,“ sagði Ardi-
'les, en þeir léku saman á IIM árið 1982.
allerman Maier er orð-
inn sigursælasti skíða-
maður Austurríkis frá
upphafi en þessi írábæri
skiðamaður vann sinn
27. heimsbikarsigur þeg-
ar hann varð hlutskarp-
astur í stórsvigi á móti í
Todnau í Þýskalandi á
laugardaginn. Þar með er Maier kom-
inn upp fyrir Franz Klammer en þessi
fyrrum brunkóngur vann 26 heimsbik-
arsigra á sínum ferli. Svíinn Fredrik
Nyberg varð annar í stórsviginu og
Svisslendingurinn Michael von
Griiningen varö þriðji.
Bandaríkjamaðurinn Lenny Krayzel-
burg bætti um helgina heimsmetið i
100 metra baksundi á móti í Berlín.
Krayzelburg kom í mark á 51,28 sek-
úndum og bætti sjö ára gamalt met
sem landi hans, Jeff Rouse, átti. Þá
bætti Ástralinn Ian Thorpe eigið
heimsmet í 200 m skriðsundi þegar
hann sigraði á 1:41,10 mínútu. -GH
Greg Norman afhentir Lucas Parsons sigurlaunin á mótinu.
Greg Norman-mótið í golfi:
Parsons bestur
Ástralinn Lucas Parsons sigraði á Greg Norman-mótinu i golfi sem
lauk í Sydney í gær. Parsons lék á samtals 273 höggum, eða 19 höggum
undir pari vallarins, og varð fjórum höggum á undan landa sínum, Pet-
er Senior, sem lék á 277 höggum. Svíinn Per-Ulrik Johanson og Bretinn
Andrew Coltart komu svo næstir á 279 höggum.
„Þetta mót var svolítið sérstakt fyrir mig því Greg Norman hefur ver-
ið fyrirmynd mín í golfinu frá þvi ég byrjaði," sagði Parsons eftir að hafa
tekið við verðlaunum úr hendi Gregs Normans.
Spánverjinn Jose Maria Olazabal, sem sigraði á US-Masters mótinu í
fyrra, náði sér ekki á strik á lokahringnum og lék hann á 74 höggum og
samtals á 282 höggum. Annar heimskunnur kylfmgur, Þjóðverjinn Bem-
hard Langer, náði sér heldur ekki á strik og lék á samtals 286 höggum,-
Firmakeppni
Fram í fótbolta
Laugardaginn 12. og sunnudaginn 13. febrúar
næstkomandi fer fram firmakeppni Fram í fótbolta í
Framhúsinu.
Fjöldi liða verður aðeins 20. Leikið verður í fjórum 5
liða riðlum, fjórir inná í einu og spilað er á handbolta-
mörk. Tvö lið úr hverjum riðli fara áfram í úrslita-
keppni sem leikin verður fimmtudaginn 27. febrúar.
Þátttökugjald er kr. 20.000,- pr. lið.
Veitt verða mjög vegleg verðlaun.
1. sæti: Flugfarseöill fyrir fjóra til og frá London
meö Samvinnuferöum-Landsýn
2. sæti: Úttekt hjá Bræörunum Ormsson aö
fjárhæö kr. 20.000,-
V
Allar nánari upplýsingar og skráning fer fram í síma
533 5600, 863 1602 eða email gusti@fram.is.