Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 5
^fokus y.LlL.a.,fl,..„l g„. „ feh r tLau--_U.l-£.5,. f e Þ r ú a r_________________líflðFFTiR vtnn.iH Lævís vírus ógnar mannkyninu og sargar í sálarlíf fólks á lúmskan hátt. Einhverjir hætta að sofa hjá og aðrir markaðssetja sjálfa sig til andskotans. Meistari Megas og dömurnar í Gjörningaklúbbnum/The lcelandic Love Corporation fengu skyndilega vitrun og ákváðu að sigrast á vírusdjöflinum. Á föstudaginn kemur opinbera þau vitrunina í Gyllta salnum á Hótel Borg. Við taelum Þegar blaðamaður bankar upp á hjá lækningahópnum sitja þau alvar- leg á svip yfir morgunsopanum og fullyrða að illkvittinn vírus ógni mannkyninu. Megas undirstrikar fullyrðinguna enn frekar með því að setjast á píanóið og spila af þvílíkri lífsangist að allt virðist dálítið vmdar- legt og skrýtið. Síðan hættir hann að spila og segir: „Sá maður sem mætir ekki í Gyllta salnum er annaðhvort illa innrættm- eða illa haldiim af vírusnum." Sigrún kinkar íbyggin kolli: „Samt verður hver og einn að finna hjá sjálf- um sér að hann sé sýktur og vilji takast á við það.“ Megas í „pink“ Blaðamaður er svo uppnuminn að næsta spuming hljómar út í hött: Megas, þykir þér ekkert skrýtiö að vera í þessum bleika kjól? „Ég hef mjög mikið verið í „pink“ í gegnum tíðina," svarar hann og yggl- ir brýrnar. Eirún: „Við saumuðum fótin út frá lógóinu svo þau skipta miklu máli. Ef þú tekur peysuna í sundur koma tvö hjörtu í ljós.“ Megas: „Ég hef nú klæðst bleik- rauðum kjólum, átti þannig fót að það þyrmdi yfir fólk og sumir misstu sjónina." Sigrún beinir talinu að sjálfu mein- inu: „Annars ætlum við að sigrast á þessum vírus - og færa valdið aftur í hendumar á fólki.“ Megas lítur píreygur á hana og seg- ir: „Ég kannast aðeins við þessi orð sem öfugmæli." Ástin er eins og sinueldur Þau eru sammála um að föstu- dagskvöldið verði vendipunktur í mannkynssögunni og Jóni tekur fram að ástin fari eins og sinueldur um veröldina eftir tímamótin. Hvernig œtlið þið annars að frœða lýðinn á föstudagskvöldið? Dóra: „Við syngjum lag sem vinnur á vírusnum, það er eigin- lega mótefni, og við kennum fólki að syngja lagið.“ Eirún: „Og við rífum vírusinn úr hjartanu." „Nei, nei,“ fussar Megas áöur en hann segir fínlega: „Við tælum hann.“ Dóra: „Við verðum líka með myndir, gröf, línurit og tölfræðileg- ar upplýsingar." Vírusinn er á Kaffibarnum Undir lokin er hópurinn beðinn um líffræðilega skilgreiningu á víms- unum og fræðiheitið. Megas: „Fræðiheitið er bandstrik, einhver grískur stafur, stór stafur og svona mætti lengi upp telja." Eirún skilgreinir líkams- og sál- arkvillana: „Vímsinn ræðst á hjart- að, sker og tætir tilfinningalífið og ræðst svo á likamann." Jóní: „Augnaráðið veröur kalt, dautt og líflaust." Megas horfír athugull á þær og bendir á stórsýktan stað: „Ég hef komið á barinn þama ... á Bergstaða- strætinu, já, Kaffibarinn. Vírusinn er mjög mikið þar.“ Vírusbaráttan er á vegum Til- raunaeldhússins og menningarborgar sem söfnuðu fleira góðu fólki fyrir kvöldið. Dr. Gunni ætlar að steikja nokkrar skífur, Telefónía Tal verður frumflutt og trommuleikarar opin- bera hreina nekt. Gáttir Gyllta salar- ins verða opnaðar kl. 21 og forsala að- göngumiða er í 12 Tónum. -AJ www.nordjobb.net S u m a i' v i n n a ______________á N o r ð u r I ö n d u m Urnsóknarfrestur rennur iit 1. 1ÍU1VS Noregur • Færeyjar • Finnland • Álandseyjar • Danmörk • Gratnland • Svíjijóö Einnig: Ausijobb - Æviniýri í Austurvegi vvvvw.eastjob.net Umsóknarfrestur til 15. mars Nánari upplýsingar: Novræna félagid Braítagata 3b 101 Revkjavik sími 55/ 0165 iwnijobb@iwrden.is Norrx'na upplýsingaskrifstofan á Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.