Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Blaðsíða 4
- ekki taka upp þvottastæði fyrr en hreinsiefnið er komið á bílinn Minni hætta er á aö óþvegnir blettir komi í Ijós þegar billinn þornar ef byrjaö er aö þvo hann neðst og þvegiö upp eftir heldur en þegar þvegiö er ofan frá og niöur. Yfir veturinn aka flestir öku- menn landsins meira og minna í kryddlegi - það er að segja í og í nánd við þéttbýlisstaði þar sem salt er mismunandi ótæpilega notað til að eyða hálku og jafnvel sums stað- ar á þjóðvegum. Því verður ekki á móti mælt að þetta ágæta mat- vælakrydd eyðir ísingu og klaka og gefur öruggara grip en það hefur líka sína ókosti. Til að mynda hleð- ur það tjöru úr malbiki á hjólbarð- ana og gerir þá enn hálli næst þeg- ar ekið er út á hálkublett, kannski án þess að ökumaðurinn geri sér grein fyrir þvi. Eina vörnin við þessu er að þvo dekkin nógu oftt yfír veturinn með viðeigandi dekkjahreinsiefnum til að hreinsa af þeim tjöruna. Þá ausa bílamir líka kryddlegin- um, vel blönduðum vegaskít, upp á sig og verða sjaldan jafn ótútlega drullugir á sumrin eins og þeir geta orðið í vetrarakstri í saltpækli. Þessi óhreinindi verða líka býsna fost á bílunum, líkt og skurn, og fara alls ekki vel með lakkið. Salt- pækillinn smýgur meira en venju- leg bleyta og er fljótur að finna veil- ur og augu í lakkinu og koma sér þar í snertingu við beran málminn, með óæskilegum ryðmyndun- arafleiðingum. Tjaran sest eins og steinsteypa á lakkið og getur jafn- vel orðið til þess, ef tjöruhnúskur verður fyrir átaki og brotnar af, að brjóta með sér ofurlítið upp úr lakkinu og veita pæklin- um enn greiðari leið. Nauðsynleg bón- húð Þess vegna er enn meira áríðandi yfir vetur- inn en sumarið að vera iðinn og duglegur að þvo bílinn sinn og halda á honum góðri bónhúð. Sumir kjósa að láta aðra gera þetta fyrir sig og þeir sem ekki hafa hús til að stinga bílnum inn í eiga oft ekki annarra kost völ langtímum saman eða þangað til viðengandi veðurfar og lausar stund- ir leyfa sjálfsþjónustima. Það er út af fyrir sig ekki slæmur kostur að láta bón- og þvottastöðvar um þetta en það kostar óneit- anlega meiri fjárútlát heldur en að gera hlutina sjálfur. Fram undir þetta hefur verið óhætt að segja að ekkert vit sé að þvo vetr- arpækil af bii öðruvísi en að nota hreinsiefni. Nú er hins vegar komin ákveð- in bóntegund á markað sem ekki þolir hreinsi- efni og þá hlýtur að vera Þvotturinn veröur auðveldari og áhrifaríkari ef boriö er hreinsiefni á bílinn og þaö fær aö standa á honum drykklanga stund. mat bíleigandans hvort hann veðjar á þá bóntegund og það sem henni fylg- ir eða fer að upp á gamla mátann. Sá sem hér slær á tölvu hefur ekki reynslu af þessu nýja bóni en getur hins vegar staðhæft að hann hefur ekki nú í langan tíma borið við að þvo bíl, hvorki vetur né sumar, án þess að nota til þess þvottaefni. Best hefur mér líkað efnið Sám Túrbó 2000 sem losar óhreindin vel og fer vel með bónið. Yfir veturinn nota ég allt upp í 70% styrkleika en fer niður í 25% á sumrin. Ef tækifæri er til er gott að þurrka bílinn á eftir, sérstak- lega ef hitastigið er lágt og frost yfir- vofandi. i I Sýnum tillitssemi á þvotta- píönum Sérstök ástæða er til að benda mönnum á hvílíkur dónaskapur það er aö stilla bíl við þvottaslöngu á plani og fara þar að úða þvottaefn- inu á bilinn en láta aðra bíöa á meðan sem eru tilbúnir að nota slöngumar. Þvottaefnin virka best ef þau fá tækifæri til að standa að- eins á bílnum, lágmark 10 mínútur. Sæmilega kurteisir og tillitssamir ökumenn úða t.d. á bílinn heima, áður en þeir leggja af stað á þvottaplanið. Þá hefur efnið oftast staðið nægilega lengi á áður en menn komast í slöngu og kúst. Fyrir margt löngu var manni kennt að þvo ætti bíl ofan frá og niður. Þessu er undirritaður stein- hættur - það er langbest að byrja neðan frá og fara upp eftir bílnum. Þannig sér maður betur hvað mað- ur er að gera. Bílar eru óhreinastir neðst þannig aö munurinn verður greinilegastur ef byrjaö er neðan frá og farið upp eftir. Óhreinindin fljóta hvort sem er burtu með vatn- inu jafnharðan. Með þessu móti koma mun síður í ljós „helgidagar" (óþvegnir blettir) á bílnum þegar hann þomar. Forsendan er að nota góðan kúst og hreinsa hann oft, t.d. meö því að strjúka honum við stein- veggina sem oftast eru með fram þvottastöðvunum. Þar fyrir utan má heita undantekning nú til dags ef þvottaplönin sjá viðskiptavinum sínum ekki fyrir góðum kústum. Þvottaefnin á bílunum sjá líka til þess í mun rikara mæli en var fyr- ir nokkmm árum að halda kústun- um hreinum og góðum. -SHH Ryksugan á fullu - og ýmiss konar undraefni auðvelda mjög að þrífa bílinn innan Alla jafna er ekki nauðsynlegt að þrífa bílinn innan jafn oft og hann er þveginn að utan. Það fer þó eftir notkun og verkefnum. Flestir hrista úr mottunum þegar þeir eru að þrifa hvort sem er og skola jafnvel af þeim ef á þeim em föst óhrein- indi, t.a.m. mold eða hrossaskítur. Best er þó að láta þær ekki blautar á gólfteppið aftur heldur þurrka af þeim eða láta þær þoma yfir nótt inni í þvottahúsi. Það er góð regla að ryksuga gólf- teppi og sæti einu sinni í mánuði eða svo. Sandur sem safnast fyrir í gólfteppi heldur í sér raka og raki inni i bíl er óæskilegur. Hann veld- ur myglu og um síðir fúa, fyrir utan hættu á ryðmyndun og auðvitað móðu innan á rúðum sem breytist i hrim sem veldur meiri raka og svo koll af kolli. Sumir eru duglegir að fara út með heimilisryksuguna og þrífa bil- inn sinn með henni en aðrir fara á bensínstöðvar þar sem boðið er upp á afnot af ryksugu. Hið síðamefnda er oftast fyrirhafnarminna og auð- veldara en þvi miður eru þessar þjónusturyksugur oft fremur slapp- ar og draga sand og ryk ekki eins vel og röskar heimilisryksugur. Til eru margs konar hreinsiefni til að strjúka af mælaborði og rist- um en þar má líka nota klút, und- inn úr snarpheitu vatni, með dálitlu af mildum uppþvottalegi. Til að komast að erfiðum krókum og rauf- um er gott að halda upp á gamla tannburstann sem orðinn er linur og lúinn; þarna getur hann komið sér vel. Á verstu staðina má svo nota eymapinna og jafnvel tann- stöngla. Áklæði úr gerviefnum hrinda mörg hver mjög vel frá sér óhrein- indum svo oftast þarf ekki annað að gera við þau en ryksuga þau. Ef slysablettir koma í þau eða reykt er í bílnum má oft bjarga því með áklæðishreinsiefnum sem fást í bílavörubúðum og á bensínstöðum, mörg hver afskaplega góð. Lesið leiðbeiningarnar nákvæmlega og farið eftir þeim. Prófið fyrst á lítið áberandi staö hvort áklæðið þolir ekki örugglega viðkomandi efni. Það gerir það í yfir 90% tilvika. Yfirleitt eru þessi efni auðveld í notkun og það tekur mun skemmri tima að hreinsa bíl- inn með þeim heldur en menn halda fyrir fram. Árangurinn getur orðið undragóður. Jafnvel bíltoppur sem sýnist ekki óhreinn getur tekið stakkaskiptum sé hann tekinn í meðferð með góðu hreinsiefni. Og andrúmsloftið í bílnum verður miklu betra þegar virkilega er búið að þrífa bílinn að innan. Það sakar ekki að renna dulunni meö hreinsiefninu yfir lóðréttu flet- ina inni í bílnum líka. Það kemur líklega mörgum á óvart, sem halda að þeir eigi hreina bíla, að lita i tuskuna þegar þetta er gert. Gleymið ekki að hreinsa skottið Víða má komast i ryksugur á þjónustustöðvum en heimilisryksugan er kannski best ef hægt er að koma því við að nota hana. Aðalatriðið er að ryk- suga vel upp úr kverkum sem erfitt er að komast að. ! líka. Það getur komið sér vel - ekki síst fyrir þá sem nota það einkum fyrir samastað fyrir drasl sem í rauninni hefði átt að vera búið að fleygja. Nú er kjöriö að sundur- greina það og fleygja því sem fleygja á - koma hinu fyrir í geymslunni. Óþarfa drasl í bílnum er óþarfa þyngd í bílnum og óþarfa þyngd er óþarfa eldsneytiseyðsla. Eða er elds- neytið kannski ódýrt nú til dags? Ekki má láta hjá líða að þvo rúð- umar að innan. Á þær sest fituhúð á undraskömmum tíma og þessi húð veldur glýju þegar ljós fellur á móti rúðunni - svo sem eins og bíl- ljós á móti eða sól lágt á himni. Best er að þvo rúðurnar að innan með mildu sápuvatni, gjaman svo heitu sem höndin þolir, og þurrka þær vel með góðri frotte-tusku á eftir. Sér- staklega er áríðandi að þvo fram- rúðuna með þessum hætti, helst ekki sjaldnar en mánaðarlega.-SHH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.