Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Blaðsíða 8
I 42 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 DV * Mercedes Benz ML 270 CDI: Kerfisfræðingurinn frá Benz - kraftmikill - þýður - öruggur Sætiö er í þægi- legri hæö fyrir meöalmann að setjast beint upp í og gott rými frammi í. Dugmikil dísilvél Hönnuðir Mercedes hafa bætt í M- línuna nýrri disilvél með einbunu-inn- spýtingu. Nýja vélin er öflug, 163 hest- lega hljóðlát og ekkert dísilhljóð í henni nema ef vera skyldi fyrst á morgnana þegar bíllinn er ræstur kaldur. Með fimm þrepa valskipting- unni virkar hún vel og upptakið við framúrakstur mjög gott. Valskiptingin er einnig þægileg í notkun en hún virk- ar þannig að öku- maðurinn þarf að- eins að ýta gírstöng- inni til hægri eða vinstri tii að skipta upp eða niður. Eins og áður sagði er bíll- inn búinn torfærugír en hægt er að skipta í hann meðan bfllinn er í hlutlausum og lækka þá hlutföllin úr 1:1 í 2,64:1. Vélin nýtir þá betur togið við minni hraða og hentaði þessi gír honum vel í léttari torfærum. Annars hefur M-bíllinn nokkra góða torfæru- eiginleika, eins og Vel sést á alla mæla og þá sérstaklega á upplýsta, stafræna stafina. Stafurinn viö hliöina á klukkunni sýnir þann gír sem ekiö er í. Spól- og skriövörnin gerir bílinn einstaklega rásfastan, sérstaklega viö erf- iöar aöstæöur eins og sjá má á myndinni og þar sem hraðinn er meiri en að- stæður gefa tilefni til. DV-mynd TP fyrir undir honum 32 tommu dekkjum. Sú staðreynd að vélin er aðeins 2,7 lítra kemur sér líka vel þegar verðið er skoðað því að hann lendir ekki í efsta tollflokki, til dæmis er beinskipti bíll- inn á 3.990.000 krónur. Fjölbreytilegt innanrými Plássið í Benzanum er gott, sérstak- lega frammi í þar sem jafhvel breið- ustu menn geta látið fara vel um sig. í honum eru fjórir líknarbelgir fyrir framsætisfarþega og hægt að fá aukapúða fyrir aftursætið. Hægt er að færa til aft- ursæti sem eru á sérstökum sleða þannig að ailtaf er nægilegt fóta- rými fyrir far- þega. Boðið er upp á þriðju sætaröðina sem aukabúnað þannig að bfllinn er þá orðinn sjö maima og eru þau sæti jafngóð og önnur i hon- um. Pláss fyrir farangur er gott aftur í honum, og þá sérstaklega þegar búið er að leggja niður far- þegasæti. Það er viss ókostur að afturhleri opnist upp en þó þarf ekki að beygja sig þegar staðið er undir honum opnum. Hægra megin í farang- ursrýminu er stórt hólf sem geymir verkfæri og fleira dót og þar er dráttarkrók komið fyrir þegar ekki er verið að nota hann. Varahjól er undir bilnum sem er óþægilegt þegar komast þarf að því en það kemur þó ekki nið- ur á aðfallshomi hans að aftanverðu. Við prófún kom það fyrir að innri dyraopnari í farþegasæti framrni í losnaði þannig að ekki var lengur hægt að opna innan frá og í frostinu sem var frusu rafdrifnar rúður fastar. í nýjum bíl í þessum verðflokki er þetta auðvitað nokkuð sem á ekki að gerast en eflaust má skýra þetta sem „mánudagsmistök" hjá einhverjum starfsmanni verksmiðjunnar. Þetta var reyndar það eina sem flnna mátti honum til foráttu viö rúmlega 300 kíló- metra reynsluakstur þannig að segja má að M-dísil hafi komið mjög vel út úr prófuninni. -NG Plúsar: Vélarafl ESP-kerfi Sjálfskipting Mínusar: Kraftlitlar rúðuvindur M-lína Mercedes Benz hefur verið seld hér á landi í ein fjögur ár og er nú i boði með nýrri 5 strokka dísilvél. Út- lit hans minnir bæði á fólksbfl og jeppa en í bflnum er útbúnaður sem ökumenn þeirra eiga ekki að venjast að öllu jöfnu. Þótt M-bfllinn sé ekki jeppi samkvæmt skilgreiningu hins dæmigerða íslenska jeppamanns er margt í bilnum sem gerir hann skemmtilegan í akstri og í sumum at- riðum stendur hann jafnvel bestu jepp- um framar. Við prófun á M-bfl með dísflvél á dögunum var athyglinni sér- staklega beint að þessum þáttum auk nýju vélarinnar. Fallegur framendinn minnir meira á fólksbíl en jeppa. Rásfastur með eindæmum ML 270 CDI-bíllinn sem prófaður var er búinn bæði 4-ETS-kerfi og ESP- kerfi sem í stuttu máli má kalla spól- og skriðvöm. Spólvömin er tengd við öll drifhjól en sí- virkt sídrif er á öll- um hjólum. Ef eitt hjólanna fer að spóla er því hemlað á broti úr sekúndu þangað til það nær hámarksgripi aftur. Um leið er bætt við afli til hinna hjól- anna. Búnaður þessi kemur svo gott sem í staðinn fyrir læs- ingar og hentar sér- staklega vel þeim ökumönnum sem ekki era vanir tor- færaakstri. EPS- kerfið fylgist svo með stöðu bflsins í akstri og sendir við- eigandi skilaboð tfl hemlakerfis og vél- ar. En hvaða gagn gerir allur þessi flókni búnaður? Fyrst og ffemst eykur hann öryggi við akst- ur í hálku og hefur undirritaður sjald- an eða aldrei keyrt eins rásfastan bfl við þess háttar aðstæður. Við akstur á miklum hraða á hálum malarvegi, með sköflum öðra hverju, hreyfði bfll- inn sig ekki frá fyrir ffarn ákveðinni aksturslinu svo að aðdáunarvert var. Þegar slökkt var á kerfinu fannst mun- urinn greinilega og því má segja að ör- yggi í akstri við erfiðar aðstæður eykst tfl muna. Auk þess er hann búinn hemlalæsivöm með innbyggðu EBV- kerfi sem eykur afl til hemlanna þegar bíllinn er í torfæragír, við hraða upp að 30 kílómetrum, til að auka öryggi í miklum halla. Einnig er í hemlakerf- inu svokallað BAS-kerfi sem fylgist með hvort verið sé að nauðhemla með því að bera saman hraða og stöðu bremsufetilsins og stýrir það kerfi há- marki neyðarhemlunar. ur, verkfærasett og dráttarkrókurinn sem safnar þá ekki á sig skít og drullu á meðan. öfl, og einbunuhönnunin kemur þeim vel til skila þannig að maður fær það á tflfmninguna að verið sé að keyra öfl- ugan bensínbfl. Einnig er hún einstak- það hversu litil skögunin er og án þess að breyta bílnum nokkuð má koma Öflug dísilvélin er ein sú skemmtilegasta sem undirritaður hefur prófað. Plássið aftur í er nokkuð gott. Hægt er að fella niður aft- ursæti eða jafnvel bæta við þriðju sætaröðinni. M-Benzinn er nokkuð seigur utan vega og kostur að það er nokkuð hátt undir hann miðað við aðra bíla í þessum flokki. DV mynd TÞ Vél: Dísil, með einbunu- (Common rail) innspýtingu Strokkafjöldi: 5 Rúmtak: 2688 rúmsentímetrar Hestöfl: 163/4200 sn. Snúningsvægi: 370Nm./1800-2600 sn. Viðbragö 0-100: 11,7 sekúndur Eyðsla í blönduðum akstri: 9,4 lítrar Gír: 5 þrepa sjálfskipting með val- skiptingu Drif: Sídrif með hátt og lágt drif Hemlar: Læsivarðar diskabremsur meö EBV- og BAS-kerfi Lengd: 4587 mm Breidd: 1833 mm Hæð: 1820 mm Hjólahaf: 2820 mm Veghæð: 204 mm Beygjuradíus: 11,9 metrar Eigin þyngd: 2115 kíló Hjólastærð: 255/65 16 Verð: 4.235.500 Umboö: Ræsir hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.