Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Blaðsíða 7
Ford Bronco, verð 1.790.000 ssk., 5,0,3 d., hvítur, ek. 72 þús. km, 4x4, skrd. 02.97. Opel Corsa, verð 950.000 5 g., 1,4,5 d., vínrauður, ek. 31 þús. km, framdr. f.skrd. 8.97. MMC Pajero, verð 1.490.000 ssk., 3,0,5 d., vínrauður, ek. 125 þús. m, 4x4, skrd. 11.92. Opel Astra, verð 890.000 ssk., 1,6,5 d., grænn, ek. 57 þús. km, framdr. skrd. 10.95. Daihatsu Feroza, verð 450.000 5 g., 1,6,3 d., vínrauður, ek. 104 þús. km, 4x4, skrd. 06.92. Heildarnýskráningar nýrra bifhjóla sl. 15 ár - samkvæmt tölum Skráningarstofunnar 120 ÍOO 80 60 40 20 F]öldi 134 92 91 9.7 95- LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 %iar Rúm 10% fólksbfla og jeppa flutt inn notuð: Mest úr dýrari vörugjaldsflokkum Fleiri hjól á götuna - innflutningur nýrra hjóla fjórfaldast á fjórum árum Aukning á sölu nýrra og notaðra bif- hjóla hefur veriö stöðug undanfarin ár og virðist ætla að halda áfram. Það sama er upp á teningnum erlendis og má þar nefna að í fyrra var mesta sala á nýjum mótorhjólum í Danmörku sið- an 1977. Þá voru flutt inn 4216 hjól sem var 24,2 % aukning frá því árinu áður. Svipuð aukning á innflutningi mótor- hjóla kemur í ljós þegar skoðaðar eru innflutningstölur frá Skráningarstof- unni. Árið 1999 voru flutt inn samtals 173 hjól, þar af 134 ný, sem er 21,8 % aukning. Aukningin i innflutningi nýrra hjóla er jafhvel enn meiri, úr 97 hjólum í fyrra í 134, sem gerir 31,8 % aukningu á miili ára. Hljóðið í umboð- um mótorhjóla er líka gott þessa dag- ana og flest þeirra bjóða nú upp á að eiga hjól á lager. Búast menn við allt að jaflt góðri sölu í ár og í fyrra þegar Suzuki-umboðið seldi 50 mótorhjól og Merkúr hf., umboðsaðili Yamaha-mót- orhjóla, hátt í 40. . Það helst hins vegar oftast í hendur skráð gengi jensins og innflutningur á mótorhjólum, auk góðæris í þjóðfélag- inu. Meðan gengið á japanska jeninu var sem hæst um miðjan þennan ára- tug fór innflutningur niður í 35 ný hjól á árinu 1996 þannig að á fjórum árum hefur influtningur nýrra hjóla nálægt fjórtáldast. Árið 1991 var svo alveg sér á parti ásamt 1993, en þá voru flutt inn fleiri notuð hjól en ný. Til að mynda voru flutt inn 105 notuð á móti 97 nýj- um árið 1991. Flest þessara hjóla komu frá Ameríku og var þar samverkandi hátt gengi jensins og lágt gengi dollars. Það sem kemur helst í veg fyrir að aukningin verði meiri en orðið er eru háir toliar og óhagstæðar tryggingar á mótorhjólum. Þar gildir einu að þau eru öll sett í sama flokk, óháð vélar- stærð og tvöfalda þau því upphaflegt innflutningsverð sitt þegar í umboðið er komið. -NG Innflutningur notaðra fólksbíla og jeppa á síöasta ári nam rúmlega 10% af fjölda nýrra bíla sömu skil- greiningar. Á sextánda þúsund nýir bílar voru fluttir inn en rúmlega sextán hundruð notaðir. Að tölunni til seldist mest af not- uðum bílum af tegundunum BMW, Chrysler og Mercedes Benz, alls 971 bíll, eða rétt tæp 60% allra bila sem • fluttir voru inn notaðir. Að hluta til skýrist þetta af því að raunverulega var ekkert starfandi Chrysler-umboð á íslandi þannig að þeir sem hafa viljað fá stóru Chryslerbílana, einkum jeppa og skúffubíla eins og Grand Cherokee og Dodge Ram, hafi ekki átt annarra kosta völ en kaupa þá „notaða", jafnvel þótt það væri í gegnum fyrri umboðsaðila Chrysler á Islandi. Auk þess hafa menn nú um skeið einkum hyllst til að kaupa erlendis og flytja inn dýrustu bílana, mis- munandi gamla og oft raunar glæ- nýja en keypta á lægra innkaups- verði og fást því á lægra endanlegu verði til notkunar hér. Raunar leik- ur grunur á að ekki séu alltaf allir pappírar sem hreinastir í þeim efn- um og hafa mál slíkrar tegundar þegar komiö til kasta dómstóla og 3001 eöa meira fyrir dísflvélar. Á hvað leggst vöru- Vörugjald leggst á innkaupsverð erlendis, flutning og tryggingu sam- tals, svokallað CIF-verð, að við- bættri skráningu og vöxtum af því fé sem í viðskiptunum liggur. Ofan á þá tölu sem þá kemur út leggst svo virðisaukaskattur, 24,5%, næstum fjórðungur á þann kostnað sem kominn er. Þegar umboð á í hlut getur það þá fyrst farið að leggja á sína álagningu þegar þessi kostnað- ur er kominn. Hún er frjáls en al- gengast mun vera að hún sé á bilinu Til að skýra betur hvernig verð á nýjum bíl skiptist má líta á dæmi um vörugjaldsflokkana þrjá: Ifl. % II fl. %. III fl. % af heildarveröi. Innkaupsverð 516.000 43% 672.000 42% 1.248.000 39% Flutningur, trygging, vextir, skráning 120.000 10% 128.000 8% 192.000 6% Vörugjald og vsk. 408.000 13% 608.000 12% 1.472.000 46% Álagning, frág., ábyrgð 156.000 13% 192.000 12% 288.000 9% Heildarverð 1.200.000 100% 1.600.000 100% 3.200.000 100% Ef innkaupsverö bílsins í þriöja flokki hækkar um hálfa milljón eöa þar um bil myndi verölagning hans geta litiö svona út: Innkaupsverö 1.755.000 39% Flutningur, trygging, vextir, skráning 270.000 6% Vörugjald og vsk. 2.070.000 46% Álagning, frág., ábyrgð 405.000 9% Heildarverð 4.500.000 100% Dýrari gerðirnar af BMW eru gjarnan fluttar inn notaöar - mismunandi mik- iö. Hér er árgerö ‘98 af 7-línunni. Mercedes Benz CL - einn þeirra bíla sem líklegra væri aö fluttur væri inn notaöur. fleiri munu vera til athugunar. Ástæðan fyrir þeirri viðleitni manna að fá lægra innkaupsverð á bílana erlendis er sú að innkaups- verð margfaldast með hækkandi vörugjaldi á innflutning bíla eftir rúmtaki véla þeirra. Lægsta vöru- gjald er 30% sem lagt er á bíla með bensínvélar upp í 1600 rúmsentí- metra, dísilvélar upp í 2100 rúm- sentímetra. í öðrum flokki, 40%, eru bensínvélar, 1601 til 2500 rúmsentí- metra, dísilvélar, 2101 til 3000 rúm- sentímetra, en í þriðja flokki er hvorki meira né minna en 65% vörugjald en í þann flokk falla bílar með 2501 rúmsentímetra sprengi- rými eða meira fyrir bensínvélar en 9-13%, hæst á lægsta vöru- gjaldsflokkn- um en lægst á þeim hæsta. í þeirri tölu er það sem um- boðsaðilinn fær í sinn hlut en af henni verður hann að kosta frá- gang á nýja bílnum fyrir af- hendingu og þá ábyrgð sem bílnum fylgir frá hans hendi. þ.m.t. almenna verslunarábyrgð. Sá sem flytur inn bílinn sinn sjálfur losnar að sjálfsögðu við álagningu smásalans en tekur alla ábyrgð á sig sjálfur. I þeim tilvikum LandCruiser 100 V8 er gjarnan flutt- ur inn „notaður" aö keypt er af millilið - svokölluð- um gráum innflutningi - tekur milliliðurinn að sjálfsögðu sína þóknun fyrir, rétt eins og lögform- legur innflutningsaðili, en ekki fer alltaf mikið fyrir ábyrgðinni, jafn- vel ekki almennri verslunarábyrgð, ef eitthvað kemur fyrir. Sjá töflu. Skipting milli flokka Af þessu má sjá að menn geta þóst vera að slægjast eftir nokkru með því að kaupa bílinn sjálfir eða láta kaupa hann fyrir sig, ef hægt er að ná niður grunnverðinu sem þessi álagningarflokkar fara eftir. Þetta er líka það sem freistar manna til þess að reyna að sýna sem lægstar tölur í innkaupapappírum. - Hvort hagnaðurinn er alltaf borðleggjandi þegar upp er staðið, með bíla sem e.t.v. hafa staðið einhvers staðar við misgóð skilyrði, jafnvel þótt ónotað- ir séu, með litla sem enga ábyrgð á gripnum, hlýtur að vera eins og hvert annað lottó. í ljósi þess sem að ofan er skráð er ekki að undra þótt hluti innflutn- ings „notaðra" bíla sé mestur í hærri flokkunum. í þeim tölum sem nú liggja fyrir um innflutning nýrra bíla og notaðra á síðasta ári sést raunar ekki hvemig innflutningur skiptist eftir bensínbílnum og dísil- bílum. Raunin er samt sú að veru- legur hluti þeirra er með bensínvél- ar og er þá ekki síst átt við flnar drossíur og lúxusjeppa þar sem 65% vörugjaldsflokkurinn byrjar þegar við 2,5 lítra vélar. Ef við flokkum innflutning fólksbíla og jeppa eins og allir væru bensínbílar væri röð- in þessi milli flokka, prósentvís: I. fl. II. fl. III. fl. Nýirbílar 59,4% 26,8 13,8% Notaöir bílar 6,46% 47,71 45,83% Oft hefur veriö um það rætt að réttlátast væri að hafa aðeins einn vörugjaldsflokk þannig að allir bílar hefðu sömu álagningu. Hvað fyrir þá fengist í ríkiskassann færi eftir innkaupsverði þeirra og ef vöru- gjaldið í hæsta flokki væri ekki svona hátt myndu fleiri bílar seljast með eðlilegum hætti úr þeim flokki Jeep Grand Cherokee hefur ekki fengist hér undanfariö ööruvísi en keyptur út úr búö erlendis þar sem raunverulegt umboö hefur ekki veriö starfandi. þannig að sennilega væri ríkið engu að tapa. Þess utan eru þetta eyðslu- frekari bílar og í flestu dýrari í rekstri en þeir í minni flokkunum þannig að óbeinar tekjur af þeim í ríkissjóð myndu gera betur en að standa í járnum við núverandi tekj- ur af þeim sem, eins og sjá má, eru ekki hátt hlutfall. -SHH notaðirbílar •^brimborgar —'/. Ford Escort, verð 850.000 ssk., 1,6,5 d., grænn, ek. 36 þús. km, framdr. skrd. 1.97. Toyota Corolla, verð 1.320.000 ssk., 1,6,5 d., f-blár, ek. 30 þús. km, framdr., skrd. 04.98. VWPolo,Verð 620.000 5 g., 1,0,3 d., hvítur, ek. 70 þús. km, framdr., skrd. 05.95. Opið laugardaga 11-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.