Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2000, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000
Fréttir
Þórscafémálið til lykta leitt við spennuþrungna uppkvaðningu i héraðsdómi:
Þungur e-töfludómur
en tvær sýknur
- hollensk fatafella og íslenskur dyravörður fengu samtals Qögur og hálft ár
„Ég er mjög ánægð. Nú ætla ég að
fá mér vodka. Ég vissi ekki að það
voru fíkniefhi í pakkanum," sagði
eistneska fatafellan Ingrid Juhala, 20
ára, rétt eftir að hún hafði verið sýkn-
uð í svokölluðu Þórscafémáli i gær
þar sem henni var gefíð að sök að
sækja pakka með 969 e-töflum á heim-
ili í Yrsufell í júlí í sumar. Ekki þótti
sannað að Ingrid hefði vitað að fíkni-
efni voru í pakkanum sem innihélt
tuskubrúðu, fulla af e-töflum.
Fjölskipaður héraðsdómur gaf hins
vegar skýr skilaboð um þungar refs-
ingar í e-töflumálum þegar hann
dæmdi 23 ára vinkonu Ingridar, fata-
felluna Comeliu Vogelaar, í 3ja ára
og 6 mánaða fangelsi fyrir að hafa út-
vegað efnin, látið senda þau hingað
til lands og siðan fengið Ingrid til að
ná í þau fyrir sig i Yrsufell.
Comelia, sem gjaman var nefnd
Silvia þegar hún dansaði i Þórscafé,
var óneitanlega niðurlút við dóms-
uppkvaðninguna. Refsingin var
greinilega mun þyngri en hún hafði
búist við - væntanlega vegna þess að
hún hafði verið mjög samvinnuþýð
við lögreglu við að upplýsa málið.
Ingibjörg Benediktsdóttir dómsfor-
maður benti henni á að hún gæti
vissulega áfrýjað niðurstöðunni til
Hæstaréttar. Tómas Jónsson, lögmað-
ur Corneliu, lýsti því yfír að þau
mundu taka sér lögbundinn fjögurra
vikna umhugsunarfrest.
Til sambanburðar refsingu Corn-
eliu var Kio Briggs dæmdur í 7 ára
fangelsi fyrir innflutning á 2.031 e-
töflu áður en þrír af fimm dómurum
Hæstaréttar sýknuðu hann. Hæsta
mögulega refsing (refsirammi) í fikni-
efnamáli er 10 ára fangelsi. Sam-
kvæmt þessu er greinilegt að mjög
skýr dómahefð er að myndast hér á
landi gagnvart þungum refsingum í e-
töflumálum.
Ár fyrir aö útvega
heimilisfang
Dómurinn tók einnig hart á fyrrum
dyraverði Þórscafés, Kristjáni Snæ-
björnssyni. Hans þáttur var i raun
ekki s(ór í málinu en hann fékk engu
að síður eins árs fangelsi. Sannað
þótti að Kristján „útvegaði heimilis-
fang“ í Breiðholti - heimili til að
senda fíkniefnin á. Hann samdi
einnig við húsráðendur á staðnum
um að taka við pakkanum þegar
hann kæmi frá Hollandi með hrað-
sendingu frá Federal Express.
Dómurinn benti á að Kristján hefði
samþykkt að útvega heimilisfangið og
í raun hefði hann „látið sér i léttu
rúmi liggja" hvað var í pakkanum.
Það taldist „fyllilega sannað" að
Kristján hlaut að gera sér grein fyrir
að í pakkanum voru fíkniefni. Auk
þess var bent á að hann og Comelia
hefðu farið saman að Yrsufelli í
Breiðholti til að kynna sér aðstæður.
Framkvæmdastjórinn
sýknaöur
Ólafur Már Jóhannesson, fyrmm
framkvæmdastjóri Þórscafé, var
ákærður fyrir að hafa Skipulagt inn-
flutninginn og fengið Corneliu til að
útvega efnin í heimalandi hennar.
Hann var sýknaður af öllum sakar-
—giftum. Dómurinn fullyrti hins vegar
að framburður Ólafs hefði verið ótrú-
verðugur.
Ólafur sat í 22 daga í gæsluvarð-
haldi vegna málsins í sumar. Þá þótti
ekki ástæða til að halda honum leng-
ur. í málinu lágu í raun aldrei aðrar
beinharðar sannanir fyrir gegn Ólafí
en framburður Comeliu um að fram-
kvæmdastjórinn hefði skipulagt inn-
Ingrid Juhala fatafella fagnaöi mjög eftir að hún hafði verið sýknuð af fjölskipuðum héraðsdómi. Hún sagði við DV
að hún ætlaði að dvelja áfram á Islandi. DV-myndir E.ÓI.
Cornelia Vogelaar, 23 ára, fékk þungan dóm, þrjú og hálft ár, fyrir aö panta
e-töflur til íslands og sjá um að ná í pakka á ákveðiö heimilisfang í Breiö-
holti. Hún fékk Ingrid Juhala, sem þá var nýkomin úr brjóstastækkunaraö-
gerð, til að ná I pakkann fyrir sig.
Ólafur Már Jóhannesson, fyrrum framkvæmdastjóri Þórscafé, ásamt konu
sinni, Svandísi. Ólafur var sýknaöur af ákæru um að hafa beðiö Corneliu um
aö útvega e-töflusendanda til íslands.
Óttar Sveinsson
flutninginn. Framburður hennar
þótti trúverðugur en ekki nóg til að
réttlæta sjálfstæða sakfellingu gagn-
vart Ólafi.
969 eru mikiö magn
Við ákvörðun refsingar Comeliú
var litið til „þess að hún útvegaði og
lét senda hingað til lands í hagnaðar-
skyni mikið magn hættulegra fíkni-
efna og fékk í lið með sér ákærðu
Kristján og Ingrid ... svo unnt yrði að
senda efnin á tiltekið heimilisfang og
sækja þau þangað." Hins vegar hafði
dómurinn hliðsjón af því að Cornelia
hefur ekki áður sætt refsingu svo vit-
að sé, hún játaði verknað sinn strax í
upphafi rannsóknar og að hún veitti
lögreglu liðsinni sitt til að upplýsa
málið.
Þegar gæsluvarðhald þessarar
ungu hollensku konu frá þvi 9. júlí
hefur verið dregið frá má reikna með
að afplánun hennar ljúki í lok næsta
árs, þ.e. desember 2001. Er þá gert ráð
fyrir að hún taki út 2/3 af refsingu
sinni eins og tíðkast þegar um alvar-
leg brot eins og fíkniefnamál er að
ræða.
Hvað varðar Kristján þá sat hann í
gæsluvarðhaldi frá 9. júli til 25. októ-
ber - í tæpan þrjá og hálfan mánuð.
Ef hann dregur gæsluvarðhaldið frá
eins árs refsingu sinni og tekur síðan
út 2/3 af afplánuninni sem hæfíst sem
dæmi strax í dag yrði hann laus í júlí.
Á hitt ber að benda að engin ákvörð-
un hefur enn verið tekin um áfrýjun
- hvorki í máli Corneliu og Kristjáns
og allra síst í máli Ólafs og Ingridar.
Svo gæti farið að mál allra færu til
umfjöllunar í Hæstarétti. Það ræðst
af ákvörðunum sakborninga sjálfra
svo og ákæruvaldsins.
sandkorn
jinn sau
í aagatali frá skandinavíska
flugfélaginu SAS, sem borist hefur
Sandkorni, er ekki mikið um tíð-
indi frekar en í öðmm dagatölum.
Það er slétt og fellt og rekur dag-
ana, vikumar og
mánuðina árið á
enda eins og gengru
og gerist. Hins veg-
ar bregður mörg-
um þegar þeir
fletta upp á júní.
Þar sem standa á
17, væntanlega í
öðrum lit, hefur
mönnum orðið á
í messunni. Þar stendur
ekki neitt. Hvort mistökin era gerð
í prentsmiðju hér heima eða í ein-
hverju systurlanda okkar í Norð-
urlandaklúbbnum er ekki vitað en
víst er að mörgum á eftir að bregða
í brún...
Finnur veiðir vel
í nýjasta tölublaði Sportveiði-
blaðsins, sem nú fagnar 18. ár-
gangi, er að finna viðtal við veiði-
völvu sem spáir fyrr um lax- og sil-
ungsveiðina í sumar.
Völvan segir að
veiðin í Laxá í Aðal-
dal muni ekki lag-
ast fyrst um sinn
né heldur í Elliða-
ánum. En völvan
er öraggari á
svellinu þegar
kemur að ein-
stökum veiði-
mönnum og heldur bjart-
ara yfír öllu:....“mér sýnist Finnur
Ingólfsson seðlabankastjóri veiða
vel í Selá í Vopnafirði og það mun
Sigurður Sigurjónsson leikari
gera líka í Hofsá í Vopnafirði,
nokkra seinna en Finnur reynd-
ar....Bubbi Morthens verður mik-
ið í Laxá í Kjós og þar á hann eftir
að veiða betur en í fyrra...“ Ekki er
mikið um spána að segja annað en
að veiðihefðin er í öraggum hönd-
um í Seðlabankanum...
Öfundargenið
Gagnagrannurinn og íslensk
erfðagreining hafa verið mjög til
umræðu síðustu misseri, þar á
meðal í Kastljósi Sjónvarpsins. Það
vakti athygli að Thor Vilhjálms-
son var fenginn inn í sjónvarp til
að vitna þar fyrir frænda sinn,
Kára Stefánsson, gegn þeim sem
standa að Réttlátri
gjaldtöku. Thor og
sessunaut hans,
Rannveigu Rist,
varð tfðrætt um öf-
undargenið eins og
fleiri sem styðja
Kára með ráðum
og dáð. Áður er
getið um frænd-
semina í þessum þætti
en við má bæta að bæði Rannveig
og Kári eru í vinnu fyrir svissnesk
auðfélög, hann fyrir deCode gene-
tics Inc. og Hofmann-LaRoche og
hún fyrir Alusuisse...
Biðin löng
Ólafi Jóhanm Ólafssyni var
hrósað mjög fyrir bók sína, Slóð
fiðrildanna, sem
kom út fyrir jólin.
Það vakti því
nokkrum von-
brigðum meðal
heitra aðdáenda
bókarinnar að
hún skyldi ekki
verðlaunuð í
bak og fyrir.
Sömu aðdáendur
bíða nú spenntir eftir útkomu bók-
arinnar vestan hafs og viðbrögðum
gagnrýnenda og dómnefnda þar.
Biðin getur hins vegar reynst löng
því ekki er útlit fyrir að bók Ólafs
komi út i Bandaríkjunum fyrr en í
september...
Umsjón: Reynir Traustason
Netfang: sandkorn @ff. is